Morgunblaðið - 13.07.1976, Síða 7

Morgunblaðið - 13.07.1976, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JULl 1976 7 Þáttaka almennings í stjórn eigin mála Páll Líndal borgar- lögmaður ritar athygli- verda hugleiðingu um þátttöku almennings I stjórn eigin mála í síð- asta hefti Sveitarstjórn- armála, tfmarit Sam- bands íslenzkra sveitar- | félaga. Þar segir hann m.a.: „Einu sinni var sagt, að manninum hefði ver- ið gefið málið til að dylja hugsanir sinar! I Við njótum margróm- i aðs tjáningarfrelsis, en hvernig er það notað? ; — Fyrir þrem til fjór- ! um árum var kannað f i Svíþjóð, hvern veg þetta frelsi væri notað. Útkoman var þessi: # — 90% af þeim, sem spurðir vóru, höfðu aldrei tjáð sig á prenti, 70 % aldrei komið fram á fundi. # — 81.5% vóru utan stjórnmálafélaga. # — 93% höfðu ekki borið við að hafa bein áhrif á valdamenn ( sambandi við ákvarð- anatöku. # — 94% höfðu ekki eftir árið 1960 tekið þátt ( kröfugerð, mót- mælaaðgerðum eða því- umlíku. Sumir telja, að það sé bættur skaðinn, að fólk sé ekki að slfku brölti, hvað sem þvf Ifður sýnir þetta þó, að fólk, sem þessi könnun tók til, er gróflega áhugalftið um stjórn samfélagsins.“ Stjórn- málafélög og stéttar- félög Páll segir f hugvekju sinni að líklegt sé, að Islendingar noti sitt tjáningarfrelsi almenn- ar en Svfar, miðað við þessar tölur, þó engin könnun hafi á þvf farið fram. Engu að sfður sé ástæða til að ætla, að það sé tiltölulega fá- mennur hópur, sem móti „skoðanir almenn- ings“ á fundum og f fjölmiðlum. Stjórn- málafélög og stéttarfé- lög, sem eru m.a. bak- grunnur umræðu og ákvarðanatöku á samfé- lagslegum málum, er snerta hag og heill hvers einasta borgara f landinu, eru, eða virð- ast, meira en góðu hófi gegnir, slitin úr raun- hæfu sambandi við all- an þorra fólks, ef marka má fundarsókn og fé- lagsstörf almennings á heildina litið. Örfáir einstaklingar virðast ráða öllu, f skjóli áhugaleysis eða a.m.k. félagslegs þátt- tökuleysis alls þorra fólks, um stefnumörk- un f stéttarfélögum, jafnvel um afdrifarfka ákvarðanatöku eins og verkfallsboðun, svo dæmi sé tekið. Og þar sem prófkosningar eru ekki um hönd hafðar, er flokksfélög ákvarða framboð, eru það oft fá- mennir hópar jafnvel örfáir einstaklingar, er ráða f raun vali fram- bjóðenda og þar með stjórnenda f málefnum sveitarfélags eða þjóð- félags. f þessu efni þarf almenningur að vakna til vitundar, bæði um rétt sinn og ábyrgð. Að vita meira og meira um minna og minna Páll Lfndal segir f hugvekju sinni: „Það er óneitanlega mikil öfugþróun á þeim tfmum, þegar talað er um aukna þátttöku al- mennings f stjórn opin- berra mála, að veruleg- ur hluti hans gerist stöðugt óvirkari eins og mér virðist allt benda til. Fólki er f vaxandi mæli skammtað allt. Þvf er skammtað efni f útvarpi og þá ekki sfður sjónvarpi og þvf er skammtað efni f blöð- um. Á fundum koma sjaldan aðrir fram en fyrirfram ákveðnir ræðumenn og fulltrúar úr setuliði hlutaðeig- andi félagsskapar. Á skemmtisamkomum, jafnvel skólaskemmt- unum, er varla hægt að notast við annað en at- vinnumenn. Slíkt stuðl- ar ekki að þvf að móta sjálfstæða einstaklinga. Skólakerfið stuðlar óð- fluga f þá átt, að Iftt þroskaðir unglingar velji sér sérgreinar, þannig að stúdentspróf- ið, sem áður átti að veita nokkuð al- hliða menntun, stefnir nú óðfluga inn á sér- hæfinguna. Það er einn- ig mjög áberandi þró- un, hve sérhæfð tfmarit vinna á — á kostnað hinna almennu." Páll segir að þótt þessi sérhæfing stuðli að því að menn viti „sf- feilt meira og meira um minna og minna", þá kunni hún að stuðla að þvf að fjöldinn glati þeirri takmörkuðu yfir- sýn yfir samfélagið sem hann kunni að hafa. Færri útlendingar í júní ’76 en ’75 Ferðamönnum til Islands hefur lftillega fjölgað frá þvf á sama tfma í fyrra samkvæmt skýrslum Útlendingaeftirlitsins, sem blað- inu barst nýlega. Frá áramótum til 1. júní komu til landsins 19.892 íslendingar og 26.983 útlendingar en á sama tíma á fyrra ári höfðu 1. júní komið hingað 16.858 ís- lendingar og 28.345 útl. Erlendum ferðamönnum f júni hefur hins vegar fækkað miðað við júni 1975 um sem nemur 166, úr 10.128 í 9.962. Fjöldi íslendinga á ferðinni hefur aftur á móti hækkað um rúmt eitt þúsund eða úr 5.062 í 6.073 ef bornir eru saman júni- mánuðir 1975 og ‘76. Flestir er- lendir ferðamenn í júní voru frá Bandarikjunum eða 2.442, frá Vestur-Þýzkalandi 1.535 og frá Sviss, 1.054. Frá Stóra Bretlandi komu aðeins 378 manns í júni- mánuði. Mikill meirihluti ánægð- ur með samninginn — segir Sigurður Bjarnason. sendiherra Einkaskeyti til Mbl. frá AP. — FRAMKVÆMD samningsins, sem batt endi á þorskastrfðið milli Breta og íslendinga hefur gengið mjög vel, sagði Sigurður Bjarnason, sendiherra tslands í Bretlandi, f viðtali s.l. sunnudag. Hann sagði m.a. að mikill meiri- hluti íslendinga væri ánægður með að samningar hefðu tekizt og sagði, að framtíð þorskstofnsins á Íslandsmiðum hefði úrslitaþýð- ingu fyrir afkomu íslenzku þjóðarinnar. Sendiherrann kvað sig og konu sína ánægð með að vera komin til Lundúna, enda þótt það hefði ver- ið nokkurs konar áfall að koma úr kuldanum í norðri í hitabeltis- loftslagið, sem verið hefur á Bret- landseyjum að undanförnu. FuHkomið Diskótek I tX sölu meö 2 Garrard spilurum og innbyggðu Ijósashowi 3ja rása. Upplýsingar í síma 53762 á verzlunartíma. EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Málarinn á þakinu velur alkydmálningu með gott veðrunarþol. Hann velur ÞO L frá Málningu h.f. vegna endingar og nýtni. Einn líter af ÞOLI þekur um það bil 1D fermetra. Hann velur ÞOL frá Málningu h.f. vegna þess að ÞOL er framleitt í 10 fallegum staðallitum, — og þegar kemur að málningu á gluggunum, girðingunni og hliðunum, blandar hann litina samkvæmt nýja ÞOL litakortinu. Otkoman er: fallegt útlit, góð ending. Málarinn á þakinu veit hvað hann syngur. ÞAKMÁLNING SEM ENDIST málninghlf ) &MAININO enchst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.