Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. AGUST 1976 7 HUGVEKJA efiirsr. Þóri Síephensen Eitt sinn sem oftar, sat ég meðal fólks, sem var að ræða trúmál. Ýmislegt var þar rætt og m.a. togstreita sú, sem stundum á sér stað um mannssálirnar, einkum þar sem áhugasamir sértrúar- söfnuðir eru með net sin úti til mannaveiða. Eins og gengur var ýmislegt rætt, og ég heyrði, að ungur maður mælti við sessunaut sinn: „Skyldi það ekki vera vafamál, hvort trúarbrögðin hafa gert mannkyninu meira gott eða illt? Ég veit, að hann er ekki einn um þessa spurn, hinn ungi maður, og þess vegna hygg ég það ekki fjarri lagi að ræða þetta mál hér, eðli trúarbragða okkar, tilgang þeirra og hugsanlega þörf mannlífsins fyrir þau. Fornleifafræðingar segja okkur, að trúarbrögðin virðist vera nærri jafngömul mann- kyninu eða a.m.k jafngömul menningarviðleitni þess. Það er staðreynd að við finnum hvergi mannlegt samfélag, sem ekki á sína trú. Hún er mismunandi eftir menningar- stigi og andlegum þroska. Hinar frumstæðustu þjóðir trúa á stokka og steina. Síðan liggur leiðin til fjölgyð- istrúar og loks eingyðistrúar. Gyðingar taka fyrstir upp slika trú og af því hefur þjóð þeirra fengið nafn sitt Eftir því sem þjóðirnar eignast æðri trúarbrögð, eftir þvi hækka hugsjónir þeirra. Þær eignast sterkari siðferð- isgrundvöll, þæreignast sterkari tilfinningu fyrir bróð- urskyfdunni við náungann. Vaxandi kærleikur og mann- göfgi fylgjast að, hugtökin mannréttindi og mannúð verða til. Þessi þróun og þróun trúarbragðanna hafa haldist í hendur. Albert Einstein, hinn mikli jöfur vísindanna, sagði árið 1 950: „Sjálfur er ég sann- færður um, að ef trúar- bragðanna hefði ekki notið við, mundi mannkyniðenn i dag vera á villimanna- stiginu." Spurningu unga manns- ins, sem ég gat um hér að framan, er þvi auðsvarað. Mannkynið á trúarbrögðum sínum miklu meira að þakka en skýrt verður I einni svip- Maður- inn °g trúar- brögðin an. Hitt er svo annað mál, að miklu veldur, hver á heldur. Það er vandi að túlka háleitar hugsjónir, það er vandasamt breyskum manni og þargerir örugglega enginn nógu vel. Þess vegna gjalda trúar- brögðin oft boðenda sinna, okkar kristna trú er þar engin undantekning. En háleit markmið hennar minnka ekkert að gildi, þótt fylgjendum þeirra mistakist að ná þeim. Og það fylgir því að vera maður að vera ófull- kominn. Kristin trú tekur þá hluti líka allt'af með I reikn- inginn. Einmitt þess vegna leggur hún svo mikla áherzlu á boðskap fyrirgefningarinn- ar, af því að maðurinn þarf svo mjög á honum að halda. Væri ég spurður um til- gang kristinnar trúar, þá yrði svar mitt á þá leið, að hann væri einkum tvíþættur. í fyrsta lagi væri h'ánn sá að leiða manninn til samfélags við Guð, skapara sinn. í öðru lagi að göfga og fegra líf hans. Litum nánará þetta. Hvað sækir maðurinn í samfélag sitt við Guð? Hann sækir svipaða hluti og barn til for- eldra sinna. Hann sækir traustið og öryggið, hlýju og hjálp. Trúaður maður veit sig öruggan, af því að hann á kærleiksríkan föður á himni. Tómiðog tilgangsleysið, sem margir kvarta svo mjög um I lifi sínu, það ásækir aldrei í sama mæli þann mann, sem á lifandi trú á Guð. Áhrif kristinnar trúar til að göfga og fegra mannlífið eru margvísleg. Dæmisögur Krists og siðgæðisboðskapur hans í heild hafa haft mikil áhrif á mannlífið til góðs, breytt miklu á betra veg. Upprisutrúin á framhaldslíf mannssálarinnar hefur veitt meira Ijósi inn I mannlegt llf en við getum mælt eða met- ið Öll kristin boðun hefur byggt á tillitinu til náungans. Ég ætlaði mér að ræða hér út frá spurn ungs manns eðli trúarbragða okkar, tilgang þeirra og hugsanlega þörf mannlifsins fyrir þau Þetta eru þrjú atriði. Eðli og tilgang hef ég þegar rætt eins og það er hægt! hugvekju sem þess- ari. En hvað um þörf mann- lífsins fyrir þau I dag? Við erum hluti mannkyns, sem stynur undan hörmung- um, sem stafa af þvi að tillitið og kærleikurinn til náungans er ekki nógu sterkt í hugum einstaklinganna og trú þeirra á Guð ekki heldur. En er þá einhver von um að mannkynið tileinki sér hin eilifu verðmæti trúarinnar i þeim mæli að friður og far- sæld megi ríkja á jörðinni? Já, vissulega er von til þess. Við megum ekki gleyma því, að það eru enn ekki liðin tvö þúsund ár frá fæðingu Krists og mjög margir á jörðinni þekkja hann ekki enn, hvað þá að þeir játi trú á hann En þegar trúin á hann verður allra eign og þegar meiri hluti manna reynir af alvöru að lifa þá trú, eigum við víst, að ,,Þá munu bætast harmasár þess horfna, hugsjónir rætast. Þá mun aft- ur morgna " S.A.S. 30 ára SCANDINAVIAN Airlines Syst- em, — SAS — heldur upp á 30 ára afmæli sitt hinn 1. ágúst 1976. Fulltrúar rfkisflugfélaganna í Danmörku.Noregi og Svíþjóð, undirrituðu stofnsamning SAS á fundi, sem haldinn var í Osló. Fundurinn stóð hvíldarlaust frá morgni 31. júli til dögunar 1. ágúst 1946. Árangur fundarins varð sögu- legur viðburður í samstarfi nor- rænna þjóða, þar sem þrjú smærri félög lögðust á eitt um að mynda félag, sem f dag er eitt af stærstu flugfélögum heims. Á þeim þrem áratugum sem liðnir eru frá stofnun þess hefur SAS flutt meira en 82 milljónir farþega, eða nærri fimmfaldan íbúfjölda stofnþjóðanna, og 1,3 millj. tonna af fragt. SAS hóf starfsemi sína sex vik- um eftir stofnunina hinn 17. sept. 1946. Fyrsta flugleiðin tengdi hin- ar norrænu höfuðborgir við New York og flugkosturinn var DC—4. önnur flugleið var opnuð til Suður-Ameríku hinn 30. nóvem- ber sama ár. Fyrsta flugárið flutti SAS meira en 21.000 farþega og 300 tonn af fragt á þessum tveimur flugleiðum. Flugflotinn var sjö DC—4 flugvélar og starfsmenn voru samtals 1.100. Á síðasta ári 1975 flutti SAS 6,8 millj. farþega og 115.000 tonn af fragt. Flugleiðirnar eru samtals 263.000 km og ná til 102 borga í 53 löndum í fimm heimsálfum.í dag á SAS 73 flugvélar og starfsfólkið er um 15.000 mánns. Norðurlandaþjóðirnar höfðu komizt nálægt samkomulagi um samstarf á N- Atlantshafsflugleiðinni áður en seinni heimsstyrjöldin skall á. A strfðsárunum voru áætlanirnar lagðar á hilluna en rekstraraðil- arnir héldu þó sambandi sin á milli. Stríðinu var jafnvel ekki lokið þegar flugréttindi til New York höfðu verið tryggð og full- trúar hins verðandi flugfélags höfðu pantað DC—4 vélarnar frá Douglas flugvélaverksmiðjunum. 1948 stofnuðu aðildarflugfélög SAS til samskonar samstarfs á Evrópuflugleiðum og gilti á N- Atlantshafsflugleiðinni og 1951 var síðan gerður samstarfssamn- ingur á breiðum grundvelli sem náði til alls milliálfuflugs, Evr- ópuflugs og innanlandsflugs. Samningurinn, sem var bakverk- andi til 1. okt. 1950, var endurnýj- aður á sfðasta ári og mun gilda til 1995. Saga SAS hefur að geyma fjölda dæma um frumkvæði til nýjunga i alþjóðlegri flugstarf- semi og siglingafræði, sem rekja má aftur til Víkingatímabilsins. Félagið varð fyrst til þess að nýta skemmri leiðina yfir Norðurpól- inn f almennu áætlunarflugi árið 1950 og áratug sfðar varð félagið fyrst til að fljúga þvert yfir Asfu (yfir Rússland og Síberfu). SAS varð fyrst til að taka Caravelle þotur f notkun 1959, og einnig fyrst méð flugvélagerðirnar DC- 8-62, DC-9-41 og DC-9-21. Jafnframt því að auka flug- starfsemina hefur SAS á síðari árum farið út f ýmsan skyldan rekstur. í dag tekur félagið þátt í rekstri veitingahúsa og flugfé- lagseldhúsa um allan heim, rekur hótel um alla Skandinaviu og einnig ferðaskrifstofur og innan- landsflugfélög í hinum þremur aðildarlöndum. Stofnfélög að SAS eru Danish Airlines (stofnað 1918), Norwegian Airlines (stofnað 1927) og Swedish Airlines (stofn- að 1924). Þessi þrjú hlutafélög eru að hálfu í eigu einkaaðila, en við- komandi ríkisstjórnir eiga hinn hlutann. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AIGLÝSINGA- SÍ.MINN KR: 22480 Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RIKISSJ0ÐS: Kaupgengi pr. kr. 100. 1965 2. flokkur 1513.84 1 970 2. flokkur 506.43 1972 1. flokkur 423.44 HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS: 1974 E Kaupgengi pr. kr. 100. 172.76 VEÐSKULDABREF: 3ja ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum. Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RIKISSJOÐS: Sölugenqi ær. kr. 100.— 1967 2. flokkur 1968 2. flokkur 1969 1. flokkur 1970 1. flokkur 1972 1. flokkur 1975 1. flokkur Sölugengi ær. kr. 1206.41 1000.00 744.44 700.00 444.00 152.00 HAPPDRÆTTISSKULDABREF RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. 100. 1973 B 333 30 1974D 244.14 1975 G 120.33 PJÁRFESTinGRRFÉIAG ÍSUMÐS Hft Verðbréfamarkaður Lækjargötu 12, R (Iðnaðarbankahúsinu) Sími 20580 Opiðfrá kl. 13.00—16.00 alla virka daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.