Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 1. AGÚST 1976 — Reykjavíkur- bréf Framhald af bls. 27 mikla ómegð, en hátekjumenn, sem hafa kannski fyrir lítilli fjöl- skyldu að sjá. Á þetta atrrði minn- ist Ölafur Björnsson prófessor, sérstaklega í svari sínu við spurn- ingu Morgunblaðsins. Er ekki úr vegi að vitna hér í lokin í ummæli hans um tekjuskattinn, en í leið- inni minnist hann á, hve kaup- gjaldsmálin eru mikilvægur þátt- ur verðlagsmálanna, „en á hann getur ríkisvaldið, miðað við okkar stjórnarhætti, aðeins óbeint haft áhrif." Ólafur Björnsson heldur áfram: „Hér á landi — og.raunar mjög víða annars staðar — hefur löng- um verið tilhneiging til þess að kaupgjaldsstrengurinn er þaninn meira en skynsamlegt er, jafnvel frá þröngu hagsmunasjónarmiði launþega séð. I sjálfu sér'er þetta viðurkennt af forystu launþega- samtakanna, en afsakað með því að kröfur launþega um kjarabæt- ur í annarri mynd fái svo litlar undirtektir, að þeir eigi ekki ann- ars úrkosti. Það er vafalaust mannlegt að hugsa sem svo, að betra sé illt að gjöra en ekkert, en ekki leiðir slíkt til neins jákvæðs árangurs. Að mínum dómi ættu launþega- samtökin að snúa sér meira að endurbótum í skattamálum en þau hafa gert hingað til. Tekju- skattar og tekjuútsvar eru í raun- inni sérskattar á launafólk, vegna þess að virkt eftirlit með tekjum annarra en launþega er í rauninni ekki framkvæmanlegt... Nauðsynlegt, er hvað sem öðru líður, að ríkisvald og aðilar vinnu- markaðarins geti komið sér sam- an um mörkun einhverrar raun- hæfrar tekjustefnu. Ef það tekst ekki, er erfitt að sjá, hvernig sú stefna, að halda uppi því háa at- vinnustigi, sem nú er, verður framkvæmanleg, en allir virðast þó sammála um að slíkt sé nauð- synlegt." Af þessu má draga þá ályktun, að fyrri fullyrðingar Morgun- blaðsins um tekjuskattinn séu álitamál, ekki sfzt ef það er rétt hjá prófessornum, að hann sé sér- skattur á launafólk vegna þess að virkt eftirlit með tekjum annarra en launþega sé í raun og veru ekki framkvæmanlegt. Auk þess skiptir tekjuskatturinn orðið heldur litlu máli fyrir ríkið því að hann mun ekki vera nema um 14% af heildartekjum þess. En samt er ástæða til að íhuga ræki- lega, hvernig komið verði í veg fyrir það, að hinir lægst launuðu, oft með mikla ómegð, verði látnir greiða þyngri skatta en þeir, sem breiðari hafa bökin. Með þvf að auka neyzluskattana yrði meiri hætta á því en verið hefur. Þarna mætti vafalaust finna vandratað- an meðalveg. 1 þessu sambandi hefur verið rætt um tvær leiðir til að rétta hlut stærri fjölskyldna, ef alfarið verður horfið að eyðslusköttum í tekjuöflun þess opinbera: gegn- um almannatryggingakerfið og með misháum vörugjöldum eða söluskatti á einstakar vöruteg- undir, eftir því hvort um er að ræða óhjákvæmilegar nauðsynjar eða munaðarvöru. Hvor tveggja þessi leið er þó umdeilanleg. » » »-------------- — Norðurlanda- mót Framhald af bls. 11 hárkollur fluttu mann ósjálfrátt langt aftur í tímann. En menn voru fljótir að samlaga sig nútímanum, þegar inn kom og fjöldasöngurinn hófst á ný. Ræður voru fluttar og gjafir afhentar, hrópað og klappað. Ung stúlka frá „Odense blomstrer" afhenti hverjum gildismeistara Norðurlanda blóm í „hatti H.C. Andersens". Nú það kostaði meiri söng „Heia fra Norden her kommer vi" og meira klapp, og svo var sungið og dansað fram eftir kvöldi. Fundur gildismeistara Norðurlanda var haldinn miðvikudaginn 30. júnf, en þann dag fóru aðrir þátttakendur mótsins '. dagsferð. Við vorum 2 frá hverju larjdi — og bara vinna — en skemmtileg vinna — áhugaefni okkar allra. Slfkir fundir eru haldnir einu sinni á ári. Er þá skipst á skýrslum, og ýmsum nýjungum varðandi starfið, jafnframt sem ræddar eru og teknar ýmsar sameiginlegar ákvarðanir. Mótinu var slitið rétt fyrir hádegi á föstdag. Hver landsgildismeistari gerði grein fyrir starfi sfns landgildis og svaraði spurningum. Að því loknu talaði Edmund til mótsgesta — það var myndaður hringur, bræðralagssöngur sunginn, hendur tengdar — Edmund sleit mótinu — hittumst heil í Svfþjóð eftir 2 ár. Að mótinu loknu stóð til boða að vera gestir á heimilum danskra gildisvina, þágum við Islendingarnir það, og vorum við flest í Odense. Má segja, að þar hafi tfminn verið vel notaður við að skoða allt, sem markvert þykir, í það minnsta, vorum við þrjár, Sigríður, Sólveig og ég, mjög heppnar með gestgjafa, sem hreint og beint snerust í kring um okkur. Sama má segja um Guðna og hans f jölskyldu, en þau hittum við sem snöggvast. Að helginni lokinni fórum við stöllur vestur á Jótland að heimsækja vinkonu okkar, sem var á mótinu hjá okkur 1970. Hún býr í Skern, bæ, sem eflaust margir íslendingar kannast við sökum þess, að þar dvaldi og starfaði séra Friðrik Friðriksson f mörg ár. (Þaðan er „Drengurinn frá Skern".) Vinkona okkar, Missie Poulsen, er mikill tslandsvinur. Hún gaf mér blaðaúrklippu af grein, sem hún hafði skrifað um Skálholtskirkju, að lokinni Islandsför sinni. Mætti hver meðal íslendingur vera stoltur af að hafa skrifað slfka grein, bæði hvað þekkingu á málefninu viðvfkur, og ekki hvað slzt þeim kærleika til lands og þjóðar og eldlegum áhuga og virðingu fyrir íslenzkri menningu. Hún þekkti séra Friðrik, og við komum inn f kirkjuna þar sem hann hafði örugglega átt margar helgar stundir. Missie náði saman nokkrum gildisvinum, þeir sýndu okkr dagheimili fyrir börn, sem þeir hafa komið upp og sjá um. Við fórum sfðan með þeim vestur að „Vesterhavet", sem við köllum Norðursjó — þar ókum við kring um Rinköbingfjörð. Ferðin var ógleymanleg — það var reyndar öll dvölin í Danmörku lfka. Nú sit ég og skrifa þetta hátt upp til fjalla í Noregi, hef hvorki rafmagn né sfma, veit varla hvað tímanum líður. En þð kemur að því, að vinnan kallar — starfið hefst bæði í atvinnu og félagsstarfa Þá er gott að hafa endurnýjaða krafta og áhuga til nýrra átaka. Minnumst þess, gildisvinir, að verkefnin eru næg. Hittumst heil til starfa að hausti. Með beztu kveðju til allra heima. « « » — Húsið á árbakkanum Framhald af bls. 27 I einkaviðræðum, að með sög- unni hefði Trifonor skipað sér öruggan sess sem bezti rit- höfundur Sovétrfkjanna nú á tfmum, og margir telja, að Trifonor takist bezt upp þegar hann leiðir lesandann inn f andrúmsloft og umhverfi það, sem sagan gerist í. Skiptin segja frá gamalli konu, sem er í þann veginn að deyja úr krabbameini en fjöl- skylda hennar notfærir sér vesöld hennar til að komast yfir betra húsnæði. Hjón búa f einu herbergi VEGNA GÍFURLEGRA VINSÆLDA OG EFTIRSPURNAR: AUKA-AUKA FERÐ TIL IBIZA BROTTFÖR ÞANN 18. AGÚST 3 VIKNA FERÐ SÓLARFERÐ Á BESTA TÍMA ÁRSINS Ferðaskrifstofan Úrval hefur sent 500 farþega til Ibiza á þessu sumri. Ibizaferðirnar hafa þótt sérstaklega góðar, enda eru allar áætlunarferðir þangað fullbókaðar. Þess vegna bjóðum við nú auka-aukaferð til Ibiza. Úrvals gististaðir, þjónusta og fyrirgreiðsla. Komdu meö til lBlZfl x FERDASKRIFSTOFAN __J /gSm URVAL^TMT Eimskipafélagshúsinu simi 26900 ^^B^^ ásamt dóttur sinni á unglings- aldri. Móðir eiginmannsins liggur fyrir dauðanum, án þess þó að gera sér grein fyrir ástandi sfnu. Gamla konan hefur sérher- bergi úti í bæ, en hjónin bjóða henni nú að flytjast til sín, svo að þau geti hlúð að henni. Þau leggja þannig á ráðin, að síðan sé hægt að skipta á þessum tveimur herbergjum og íbúð kunningjahjóna þeirra, sem út- lit er fyrir að kunni að sllta samvistum. Veigamikill þáttur I leikritinu er samvizkubit sonar gömlu konunnar, og þetta samvizkubit magnast við til- finninguna um eigin vanmátt. Þannig er þráður leikritsins, en þessar aðstæður eru alls ekki sjaldgæfar f húsnæðis- vandræðum þeim, sem rfkja í Sovétríkjunum, og auðvitað fer það eins og svo oft áður, — óviðráðanlegar ytri aðstæður hafa sfn áhrif á gildismat einstaklingsins. Samvizkan seg- ir eitt, en eiginhagsmunirnir ráða úrslitum. Sem dæmi um þá sann- færandi mynd, sem leikritið bregður upp af hversdagslífinu í Sovétrfkjum nútímans, er ánægjan á heimilinu þegar tekizt hefur að finna leið til að komast framhjá kerfinu. Sigur- gleðin verður mikil þegar náðst hefur í nokkrar dósir af sardín- um, sem ófáanlegar eru f verzlunum, — en sigurgleðin ber ekki vott um einskæra ánægju. Hún er í senn smá- sálarleg, raunaleg og hlægileg, — a.m.k. úr fjarlægð. Á nokkrum undanförnum mánuðum virðist nokkrum virt- um sovézkum menntamönnum hafa orðið býsna vel ágengt í þvf að tryggja ýmsum rit- höfundum meira frjálsræði til orðs og æðis en áður eru dæmi til. Ein skýringin á því, að sovézk yfirvöld virðast hafa breytzt í afstöðu sinni gagnvart þessum höfundum, gæti verið sú að æ fleiri ágætir listamenn — rithöfundar, tónlistarmenn o.fl. — fara úr landi, og yfir- völdum sé hætt að lftast á blik- una. Rithöfundar f Sovétríkjunum eru yfirleitt orðnir uppgefnir á því að gera hinum opinbera bókmenntagagnrýnendum til hæfis. Á undanförnum árum hefur þeim farið fjölgandi, sem gefa rit sln út á Vesturlöndum, og eru Solzhenitsyn og Past- ernak ljós dæmi um þetta. Valdimir Voinovich og Andrei Sinyavski, eru tákn þeirra von- birgða og tjáningarhömlu, sem rithöfundar af yngri kynslóð- inni búa við í Sovétríkjunum. Með því að lesa verk slíkra rit- höfunda sýna lesendur sam- stöðu og ahdóf, sem e.t.v. er þeim ekki minna virði en viðtökur sem vinsælir rit- höfundar á Vesturlöndum fá þegar verk þeirra koma fyrir sjónir almennings. Þegar meiriháttar sovézk bókmenntaverk koma út hefur það ekki lítið að segja fyrir þá, sem þar láta sig bókmenntir einhverju skipta. Útkoma slíkra verka er sönnun þess að hæfileikar til ritstarfa heyra ekki fortfðinni til. Meira er um slfk verk f Sovétríkjunum en ætla mætti í fljótu bragði, og svo virðist sem lesendurnir kunni enn betur að meta þau þegar höfundurinn setur fram skoðanir á þjóðmálum. Flestir merkustu rithöfundar í Sovét- ríkjunum eru gjörsamlega óþekktir á Vesturlöndum, og má þar til nefna menn eins og Vasily Belov, Vasily Aksyonov, Fasil Iskander, Bulat Okudzhava og Feodor Abramov. Þessar ástæður skýra að nokkru leyti þá miklu gthygli, sem verk Trifonors haf a vakið í Sovétrfkjunum að undanförnu, um Ieið og næmar lýsingar hans á lífi í þéttbýli og skilgreining hans á þeim siðgæðisþrehging- um, " sem almenningur I Sovétríkjunum á í vegna sam- skipta sinna við kerfið, gera hvort tveggja í senn, — að höfða til lesandans og gera til hans kröfur. (Úr grein eftir Peter Osnos f The Guardian).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.