Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. ÁGUST 1976 29 Norðurlandamót í lyftingum FYRIR rúmu ári stóð til að halda Norðurlandamðt f lyftingum f Reykjavfk, en af þvf varð ekki þar sem frændþjóðirnar á Norður- löndum hættu við tslandsferðina á sfðustu stundu og héldu mótið f staðínn f Svfþjóð. Ástæðurnar sem gefnar voru fyrir þvf að lyftingamennirnir norrænu komu ekki til Reykjavfkur voru þær, að verkfall hafði verið yfirvofandi og einnig að þeir treystu ts- lendingum tæplega til að halda mótið. Hafði lyftingasambandið lagt f nokkurn kostnað vegna undirbúnings fyrir mótið, sem aldrei varð, og krafðist það þess að fá það fé endurgreitt frá hin- um samböndunum. Eru greiðslur nú farnar að berast frá þeim og þegar komnar um 150 þúsund krónur. Á sú upphæð eftir að hækka talsvert áður en allur kostnaður verður greiddur. Norðurlandamót f lyftingum verður haldið á tslandi næsta vor og koma þessir peningar f góðar þarfir við að undirbúa það. Hefur komið til tals að mótið verði hald- ið f Vestmannaeyjum, en ekkert er ákveðið f þeim efnum. ÚSKAR SNÝR SÉR AÐ KRINGLUKASTINU Frá Agústi I. Jónssyni í Montreal: ÖSKAR Jakbosson sm keppti f spjótkasti hér f Montreal á dögun- um mun nú vera ákveðinn f að einbeita sér að kringlukasti f framtfðinni, en setja spjótið f annað sætið. Hefur Óskar þegar náð athyglisverðum árangri f spjótkasti og á Islandsmet f grein- inni, en samt sem áður telur hann og t.d. þeir sænsku þjálfarar, sem hann var hjá f sumar, að kringlu- kastið eigi betur við hann. Óskar hefur kastað um 55 metra f kringlukasti og á sjálfsagt eftir að bæta þann árangur mjög er hann fer að leggja aukna áherzlu á þá grein. Rifist um búningana Frá Ágústi I. Jónssyni f Montreal: íslenzka sundfólkið, júdómenn- irnir og Guðmundur Sigurðsson lyftingamaður eru ekki sérlega hress þessa dagana með þá ákvörðun ólympfunefndarinnar að ætla að selja Frjálsfþróttasam- bandinu æfingabúninga íslenzka hópsins að keppninni lokinni hér f Montreal. Vilja þau fá að halda sínum búningum og hafa hótað að skila þeim alls ekki. Guðmundur fær tilboð Frá Ágústi I. Jónssyni í Montreal: GUÐMUNDUR Þ. Harðarson þjálfari Ægis og fslenzka sund- landsliðsins fhugar þessa dagana tilboð sem honum hafa borizt frá Bandarfkjunum, Kanada og Dan- mörku um að gerast sundþjálfari f þessum löndum. Sagði Guð- mundur f viðtali við Morgunblað- ið að þessi tilboð væru mjög freistandi og þvf væri ekki að neita að hann væri orðinn hálf- þreyttur á að þjálfa heima. Að- stæðurnar væru erfiðar, peningar væru ekki fyrir hendi til að gera nokkurn skapaðan hlut og auk þjálfunarinnar ynni bæði hann og sundfólkið fullan vinnudag. Guðmundur dvaldi sem kunnugt er f tvö ár f Bandarfkjunum við þjálfun og þá sem aðstoðarmaður Don Gambrill, sem er hér f Montreal sem einn af þjálfurum bandarfska sundlandsliðsins. 14 í AÐALKEPPNINA ALLS tókst fjórtán hástökkvur- um að fara yfir 2,16 metra og tryggja sér rétt til þess að taka þátt f lokakeppninni f hástökki á Ólympfuleikunum f Montreal, en sú keppni fór fram f gærkvöldi. Meðal þeirra voru heimsmethaf- inn Dwight Stones frá Banda- rfkjunum og Evrópumeistarinn, Jesper Törring frá Danmörku. Dwight Stones byrjaði ekki að stökkva fyrr en komið var að lág- markshæðinni 2,16 metrum. Felldi hann þá hæð í fyrstu til- raun, en var síðan hátt yfir í ann- arri. Þeir sem komust f aðal- keppnina voru eftirtaldir: Jacek Wszola (Póliandi) James Barrineau (Bandarfkjunum), Sergey Seniukov (Sovétríkjun- um), Rofl Beilschmidt (A- Þýzkalandi), Sergey Budalow (Sovétríkjunum), Greg Joy (Kan- ada), Rodolfo Bergamo (ítalíu), Rune Almen ( Svfþjóð), William Jankunis (Bandaríkjunum), Leif Roar Falkum (Noregi), Terje Totland (Noregi), Dwight Stones (Bandarfkjunum) og Jesper Törring (Danmörku). Sovétmenn hlutu knattspyrnubronsið SOVÉTRlKIN — liðið sem sló tsland út f undankeppni Ólym- pfuleikanna f knattspyrnu, hreppti bronsverðlaun f þeirri grein, er liðið sigraði Brasilfu f leik sem fram fór f Montreal f fyrrakvöld með tveimur mörkum gegn engu. Mörkin voru skoruð f upphafi fyrri hálfleiks og byrjun seinni hálfleiks. Kom fyrra mark- ið á 5. mfnútu er Oleg Blokhin lék á hvern Brasilfumanninn af öðr- um og sendi sfðan knöttinn til Vladimir Onichenko sem átti auð- velt með að skora. Á 4. mfnútu seinni hálfleiks bætti Leonid Nazarenko öðru marki við með skoti af um 16 metra færi. Sovjétmenn voru f nær stanz- lausri sokn í leiknum í fyrra- kvöld, en Brasilíumennirnir með markvörðin Carlos sem bezta mann vörðust mjög vel. Carlos varði t.d. vítaspyrnu á 20. minútu, en þá höfðu Brasilíumenn orðið að stöðva Blokhin með þvf að fella hann innan vftateigs. Pólland og Austur-Þýzkaland leika úrslitaleik ^'knattspyrnu- keppninnar og er hann fram í Montreal í dag. Anna Bretaprinsessa var meðal þátttakenda f hestamennsku á Ólympfuleikunum f Montreal, en þegar keppnin var um það bil háifnuð varð hún fyrir þvf óhappi að hestur hennar, Goowill, datt um eina hindrunina. Skrámaðist hennar hátign nokkuð, svo og hrossið, en þó ekki meira en svo að prinsessan gat lokið keppni. En aftarlega varð hún á merinni. Enn er þvf ekki komið eins og á Ólympfuleikunum til forna þegar stjórnmálamenn og þjóðhöfðingjar voru meðal keppenda og fengu sér dæmdan sigurinn, hvar svo sem þeir voru f röðinni. En sennilega er ekki langt að bfða að sú staða komi aftur upp á teninginn, ef svo heldur sem horfir. Margur er knár þótt hann sé smár. Það sannaði Mexikaninn, Daniel Bautista f 20 kflómetra göngunni á Ólympfuleikunum f Montreal. Þótt hann væri minnstur allra keppenda og eftir þvf skrefstuttur tifaði hann fyrstur allra f markið og tryggði sér Ólympfugull. Attu Austur-Þjóðverjar sem búnir voru að reikna sér gull, silfur og brons f þessari keppni eiga ákaflega erfitt með að sætta sig við þessi úrslit, en málið var ósköp einfalt. Mexfkaninn var bara betri en þeir. Fyrsti sigurvegarinn f frjálsfþróttakeppni Ólympfuleikanna var austur-þýzka stúlkan Angela Voigt sem stökk 6,72 metra. Vann hún þar með fyrsta gullið af mörgum sem austur-þýzkar stúlkur hrepptu f frjálsfþróttakeppni Ólympfuleikanna. Margir velta þvf nú fyrir sér hver sé ástæða þess að stúlkur frá Austur-Evrópu eru jafn framúrskarandi f frjálsum fþróttum og raun ber vitni og eru flestir á þvf máli, að þar komi til lyfjagjafir og hormónalyf. „Þær eru skeggjaðar og dimmraddaðar", varð einum fslenzka kvenkeppandanum á ólympfuleikunum að orði, þegar hún hafði æft með nokkrum Áustur- Evrópu„konum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.