Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. AGUST 1976
* PfiflliW1
„Maður
þekkir
smekkinn”
0 EIN aðaltízkufataverzlunin í
Siglufirði heitir Diddabúð, en
eigandi hennar er Anna Lára
Hertervig. Þar var mikið að gera
fyrir helgina, enda ein aðalferða-
helgi ársins framundan og fólk í
leit að þægilegum ferðafatnaði.
„Ég hef rekið verzlun trér f
Siglufirði síðan 1958," sagði Anna
Lára, ,,og verzlað með ýmiss kon-
ar vörur. Ég hóf rekstur þessarar
verzlunar í febrúar s.l. og verzla
aðallega með fatnað jafnt fyrir
karla, konur og börn. í tengslum
við verzlunina er hér líka sauma-
stofa, því upphaflega ætluðum við
að framleiða hluta af fatnaðinum
hér, en svo kom það bara í ljós, að
við önnuðum því ekki og höfum
nóg að gera við að breyta og gera
við fatnað."
— Hvaða vörutegund selst nú
bezt?
„Salan er langmest í unglinga-
fatnaði og þá sérstaklega buxum,
en hins vegar er salan nokkuð
jöfn allt árið, þar sem hér fæst
allur alhliða fatnaður.“
Hafa verzlunarhættir ekki
breytzt mikið frá því þú hófst
verzlunarrekstur?
„Jú, alveg geysilega. Og þá fyrst
og fremst er breytileikinn mikill.
Nú breytist allt svo ört, að ef
varan er ekki til í dag, vill fólkið
hana ekki á morgun. Þetta gerir
manni náttúrulega erfitt fyrir, en
það er líka gaman. Annars er
náttúrulega ekki hægt að gera
neitt, nema hafa gaman af því,
ekki satt?“
Hvernig er afkoman?
„Afkoman er bara allsæmileg,
en því fylgir mikil vinna. En hér
höfum við þann kost fram yfir
borgina að hér þekkir maður fólk-
ið og getur keypt ákveðna hluti
fyrir ákveðið fólk, því maður
þekkir smekkínn hjá því. Það
kemur meira að segja fyrir að
Siglfirðingar, sem hafa flutzt
burt, panta fatnað héðan."
Anna Lára við afqreiðslu í verzlun sinni í Siglufirði.
fimmta árið mitt hér. Ég er fædd-
ur í Alsfr, en fluttist fimm ára til
Frakklands þar sem ég ólst upp.“
Mohamed Djermoun afgreiðir í
versluninni Vegamót, sem er Nes-
megin við landamæri Reykjavík-
ur og Seltjarnarness. Okkur lék
forvitni á að vita, hver honum
þætti stærstur munurinn á verzl-
unarmáta hér og í Frakklandi.
„Hér í Vegamótum er opið fram
eftir á kvöldin og um helgar og þá
höfum við líka mjólkursölu. En
þetta mega verzlanir í Reykjavík
ekki og það þykir mér furðuleg
ráðstöfun. Heima þætti það léleg
þjónusta, ef hvergi væri hægt að
kaupa neitt eftir kl. sex á kvöldin.
Það þykir mér mesti munurinn,
þetta þjónustuleysi. Eigandi
hverrar verzlunar ætti að fá að
ráða því sjálfur, hvað hann vill
gera mikið fyrir sína viðskipta-
vini.“
rfríUilitfália ■
rrrfwfTiir
„Myndi
ekki
viðgangast
erlendis”
• „ÉG VINN HÉR á kvöldin og
um helgar og hef gert í ár. Ann-
ars er ég í háskólanum að læra
íslenzku og bókmenntir, þetta er
DAGUR
VERZLUNAR-
FÖLKS
„Geysileg-
ur flutn-
ingskostn-
aður...”
ÍLLÁA+jlJLjSÍ
„Á vel við
gamlan
sjómann”
• 1 VERZLUNINNI TRÖÐ, eða
„sjoppunni hans Matta“ á Siglu-
firði var Iff og fjör þegar við
litum þar inn fyrir helgi. Það var
heldur ekki að ástæðulausu, þvf
það var fimmtudagur og blöðin
nýkomin frá Reykjavík, og við
sáum dagblöðin renna út eins og
heitar lummur.
Það -er Matthias Jóhannsson,
sem rekur verzlunina Tröð og
þegar mesti hamagangurinn var
yfirstaðinn fengum við tækifæri
til að rabba lítillega við hann.
„Já, það gengur vel hjá mér,“
sagði hann, „ég þarf allavega ekki
að kvarta, en þessu fylgir líka
geypileg vinna. Ég var nú 25 ár á
togara og það á vel við gamlan
sjómann að fara út í eitthvað
svona, þá hefur hann engan til að
skammast við nema sjálfan sig.
Annars verð ég að segja að ég hef
aldrei haft það betra en síðan ég
byrjaði á þessu fyrir þremur ár-
um.“
„Já þetta á ákaflega vel við mig,
hér kemur margt fólk og hjá fólk-
inu fær maður allar fréttir og
fylgist með því sem er að gerast í
bænum.“
„Vandamál að reka verzlun úti
á landi? Nei, ekki aldeilis. Ja,
ekki þá nema flutningskostnaður-
inn á vörunum, hann er ekki
neinu lagi líkur. Annars vil ég
fullyrða að það er hvergi betra að
búa en hér, hér líður öllum vel.
Samhjálpin og samvinnan er
geysileg og það setur skemmtileg-
an svip á bæjarlífið.
• VIÐ AÐALGÖTUNA f
Siglufirði er verzlun sem ber
nafnið Rafbær. Verzlunina reka
fimm Siglfirðingar og hittum við
þrjá þeirra að máli og áttum stutt
samtal við þá f tilefni
verzlunarmannahelgarinnar. Það
var framkvæmdastjórinn, Freyr
Sigurðsson, sem varð fyrir
svörum.
„Við seljum hér aðallega
raftæki og íþróttavörur,“ sagði
hann. „Við höfum rekið
verzlunina sfðan 1972 og gengur
alveg ljómandi vel þrátt fyrir að
enginn okkar hafi komið nálægt
verzlunarrekstri áður.“
„Aðalvandamálið er hve
geysilegur kostnaður er að flytja
vöruna og raunverulega er ekki
hægt að vita allan kostnaðinn við
hana fyrr en nokkru eftir að
varan er komin hingað og kannski
seld. En allur flutningur hingað
hefur stórlagast eftir að Vængir
fóru að fljúga hingað, þannig að
þetta stendur allt til bóta, héld
ég.“
„Við erum hér lfka með
verkstæði og önnumst alla
þjónustu á þeim tækjum sem við
seljum og eins og ég segi hefur
þetta gengið alveg skínandi vel.“