Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 20
mmmmmm •v'-vv'vv'.vv'.vv-v-. .•V..V.VVV..V//...VV.1 Íá. „Vil standa skil á verki minu jj # FRtÐA Sæmundsdóttir, kaup- kona f Markaðnum á Akureyri, er Vestfirðingur, fædd f Bolungar- vfk, en ættuð úr Djúpi og af Ströndum. Hún hefir þetta að segja um störf sfn við verslunar- rekstur: — ftg vann fyrst við verslun Þðrðar Sveinssonar & Co. f Sigluf irði, þegar ég var ungling- ur, en þar var Hafliði bróðir minn verslunarstjóri. Þetta var útibú, aðeins opið á sumrin, en þarna fékk ég fyrstu kynni mfn af versl- unarstörfum. Eftir það fór ég vf Verslunarskólann f Reykjavfk og tók próf þaðan 1927. Þá vorum við tvær stúlkurnar f hópnum sem útskrifaðist. Ég vann svo eitt ár f Reykjavfk, en fór svo hingað norður og vann við verslun Óskars bróður mfns, þangað til ég giftist. — Ég missti manninn minn 1951 og þremur árum seinna gerð- ist ég verslunarstjóri við útibúið hér frá Markaðnum I Reykjavík. Við þetta vann ég í 5 ár eða þang- að til ég keypti verslunina og fór að reka hana sjálf. Það hef ég gert til þessa dags og alltaf unnið sjálf í búðinni. Annars erum við tvær og stundum þrjár við afgreiðslu. — Það sem vakti fyrir mér með því að fara út í eigin verslunar- rekstur, var, að börnin mín gætu fengið góða menntun eftir eigin óskum og löngun, og það hefur mér tekist að veita þeim. — Ég hef ekki orðið þess vör, að mér gengi ver í starfí af þvf að ég er kona, öðru nær. Ég kann vel við að vera ein við það og engum öðrum háð, en tel þó lærdómsríkt að hafa unnið hjá öðrum og þurft að standa mig og standa skil á verki mfnu og þvi, sem mér var trúað fyrir. Ef til vill er það þess vegna, sem mér finnst ég þurfa að standa skil á þessu öllu eins og ég eigi það ekki sjálf og að ég vinn með þvf hugarfari. Kannski er þetta rétt, þegar öllu er á botninn hvolft, og kannski er þetta bara ein af þessum gömlu dyggðum. — Það er á margan hátt við ýmsa örðugleika að etja f versl- unarrekstri nú. Rekstrarkostnað- ur er orðinn f jarska rnikill. en hitt er annað mál, að þetta getur vel gengið fyrir þá, sem eru nægju- samir og gæta þess að taka ekki of mikið fé út úr rekstrinum til ann- arra hluta. Það hefur verið mér kappsmál að haga rekstri gæti- lega og gera ekki háar kröfur. Eg hef verið svo heppin að hafa aldrei þurft á yfirdrætti i banka að halda, og ég hef ekki skuldað annað en það, sem nauðsynlegt hefir verið. Mér hefur alltaf verið metnaðarmál að standa i skilum og tekist það. Friða Sæmundsdóttir í verzlun sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.