Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. AGUST 1976 Ölafur Jónsson, málarameist- ari og formaður Málarameist- arafélagsins, er búinn að starfa að málaraiðn i 37 ár. Lærði hjá Osvaldi Knudsen og Daniel Þorkelssyni og setti síðar upp eigið fyrirtæki 1944 með Herði Jóhannessyni, Kjartani Kjart- anssyni og Hauki Hallgrims- syni, sem þeir Haukur reka enn í dag. Hann undir nafninu Hörður & Kjartan H/F hefur unnið drjúgt að félagsstörfum málara, var i stjórn málara- sveinafélagsins og nær ósliíið í stjórn málarameistarafélagsins frá 1958 og formaður þess á árunum 1961—66 og frá 1972. Auk þess sem hann er formað- ur verktakafélags málarameist- ara á Keflavikurflugvelli og hefur verið í skólanefnd Iðn- skólans í sl. 6 ár. Olafur er þvi ákaflega fróður um sitt starf og þróun þess. Þetta kom greini- lega fram í spjalli á förnum vegi, og úr varð, að koma ein- hverju af þessum fróðleik blað i formi blaðaviðtals. I spjallinu kom fram, að saga málaraiðnarinnar sem atvinnu- greinar hér á landi hefst ekki fyrr en um siðustu aldamót og að um það leyti gerðist sá merkilegi atburður, að ung stúlka fór að læra málaraiðn. Það var Asta Arnadóttir. Hún var fyrst nokkurn tima hjá Jóni Reykdal, en fór svo til Hafnar til frekara náms og lauk þar sveinsprófi með ágætum vitnis- burði og hlaut verðlaunapening fyrir prófverkefni sitt. Að þessu loknu fór hún til Þýzka- lands og gekk í meistaraskóla i Hamborg og lauk prófi þaðan 1910, að því er Olafur sagði. Og hann bætti við: — Þetta var merkisviðburður, en eiginlega er skrýtið að ekki skulí fleiri konur hafa lagt fyrir sig mál- araiðn, þvi kvenfólk getur al- veg eins verið þar. Þetta er ekkert átakaverk, og þó mál- arar megi ekki vera lofthrædd- ir, þá geta karlmenn eins verið það sem konur. En nú eru í greininni þrjár konur, Helga Magnúsdóttir á Húsavík, Bjarn- dís Friðriksdóttir á ísafirði og Jóna Björk Birgisdóttir, sem er i námi i Keflavík hjá föður sín- um. Nú hefur Olafur vakið for- vitnina, því litið hefur verið sagt frá upphafi og viðgangi þessarar iðnar á liðnum tima. Við viljum fá meira að heyra, og ekki stendur á svörum hjá Ölafi, enda kvaðst hann hafa nýlega rifjað þetta upp vegna erindis, sem hann flutti á fundi. Hann sagði svo frá: — Þó það sé rétt, að málara- iðnin verði ekki atvinnugrein hér fyrr en um síðustu aldamót, má segja að handverkið sjálft sé jafn gamalt byggð landsins. Vitað er að skip landnáms- manna, vikingaskipin, voru oft fagurlega máluð eða steind, eins og það er kaliað, einkum drekahófuðin. Þá voru skildir þeirra skreyttir litum og ýmsir aðrir hlutir. Byggingarhættir í híbýlum manna voru þá þann- ig, að naumast gat verið um málun á þeim að ræða, og var svo lengi fram eftir öldum. Hins vegar verða kirkjubygg- ingar til þess að skapa mögu- leika fyrir notkun málningar, og má í rauninni segja, að þró- un handverksins fylgi þróun byggingarhátta kirkna að veru- legu leyti allt til vorra daga. — Hverjir rnáluðu þá kirkj- urnar? — Nær undantekningarlaust munu það hafa verið klerkarnir eða aðrir kirkjunnar þjónar. Ekki er þó lengi vel getið um það hvernig kunnátta þeirra i þessum efnum var til orðin, en trúlegt er að flestir þeirra hafi kynnst þessum verkum erlend- is. Fyrstu glöggar heimildir, sem ég veit um, eru þær að Marteinn Einarsson, sem var biskup í Skálholti 1549—1556, Málarastéttin óx með vexti Reykiavíkur Olafur Jónsson f ræðustóli á fundi hjá Málarameistarafélaginu. A bak Einar Ulslason, sem er orðinn 87 ára gamall, var formaður Málara- við hann er fáni félagsins, sem „kvennaklúbbur" eiginkvenna málara- meistarafélagsins f 22 ár. meistaranna gaf félaginu. Iðnin varð atvinnugrein upp úr aldamótum Viðtal við Ólaf Jónsson málarameistara er sagður hafa lært að mála í Englandi. Hann var þá mjög ungur og ekki við guófræði- nám. En siðar fékkst hann all- mikið við að máia og má m.a. geta þess að Ögmundur biskup Pálsson fékk hann til að mála kórinn I Skálholtskirkju, og Jón biskup Arason fékk hann til að mála stofu eða sal að Hólum, sem hann hafði látið gera af viði, eins og kallað var. Eftir að Marteinn lét af biskupsembætti um sextugt, settist hann að í Miðhúsum á Mýrum. Sagt var að hann hafi haft sér til dægrastyttingar að mála kirkjuna á Alftanesi, og hafi það þótt mjög vel af hendi leyst. Hann mun hafa verið all umsvifamikill i faginu, og má með talsverðum rétti telja hann fyrsta lærða málarann hér á landi, enda þótt lærdómur hans hafi verið með nokkuð öðrum hætti en nú gerist, sagði Ólafur Jónsson. — Eftir því sem lengra liður fram, verður það æ tíðara að menn noti málningu til við- halds og skrauts á húsum, bæði utan og innan dyra, hélt Ólafur áfram. Er víða hægt að finna frásagnir um það, að efnaðir bændur og embætt__menn létu mála hús sin. Voru það einkum bæjarþil, sem máluð voru, og þá áFtil vill ein stofa. — Það mun ekki hafa verið fyrr en nokkuð er liðið á 19. öld að fram koma menn, sem kalla má málara. Er þar fyrst að telja Þorstein Guðmundsson. Hann mun hafa verið fæddur um aldamótin og hefur verið að eðlisfari listhneigður, því hann byrjaði ungur að mála myndir og aflaði sér nokkurrar þekk- ingar erlendis. Þó honum tæk- ist ekki að hasla sér völl sem listmálari hér, þá hefur hann viljað láta nokkuð gott af sér leiða vegna þeirrar kunnáttu og þekkingar, sem hann hafði aflað sér í dráttlist og meðferð málningar og lita. Hann ritaði i tímaritið Bónda, sem gefið var út í Reykjavík um miðja 19. óld, um húsamálun. Bauðst hann til að kenna mönnum málun og dráttlist. Var þetta hugsað sem námskeið, þannig að ákveðinn var viss tími, sem kennslan stæði yfir, og eins var ákveðið kennslugjald. Hygg ég að segja megi að hér sé í raun fyrsti vísir að iðnskóla hér á landi, sagði Ólafur, sem sjálfur er nú i skólanefnd Iðnskólans í Reykjavík. Og hann bætir við: — í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á þvi, að 15 árum síðar er stofnað félag handiðnaðarmanna hér í bæ, sem síðar var nefnt Iðnaðar- mannafélagið í Reykjavik. Var eitt höfuðmarkmið þess að vinna að aukinni menntun iðn- aðarmanna og var þar sérstak- lega rætt um þörf á kennslu í dráttlist. Eitt af því, sem Þor- steinn ræðir í grein sinni um málun húsa, er á hvern hátt mætti mála yfir tjöru. En þá munu flest hús hafa verið tjöruborin. Vildi Þorsteinn kenna mönhum hvernig mála mætti yfir þessi hús og fegra þau. Var þarna um brautryðj- andastarf að ræða i húsamálun, þó yerksvið væri takmarkað. — En hvað um Sigurð mál- ara? — Ég ætlaðí eihmitt að fara að nefna Sigurð Guðmundsson málara, sem uppi var um sama leyti. Um hann er svipað að segja og Þorstein, aó hugur hans hneigðist aðallega að list- málun, þótt hann sneri sér siðar að öðru efni, sem lengi mun halda nafni hans á loft. Sá er þó munurinn, að Sigurður var upphaflega settur til að læra málaraiðn. Var honum komið til náms i málaravinnustofu i Kaupmannahöfn. Honum mun ekki hafa likað það sérlega vel því hann var oft, áður en hann vissi, búinn að leggja frá sér pensilinn og farinn að teikna myndir. Síðar var það kunnur danskur listamaður, sem sá til hans og greiddi götu Sigurðar inn á listabrautina. — Þegar nokkuð fer að líða á síðari hluta 19. aldarinnar fara byggingarhættir nokkuð að breytast hér i Reykjavik, heid- ur Ólafur áfram frásögn sinni. Þá er að hefjast sá vöxtur í bænum, sem stöðugt eykst og breytir Reykjavik á tiltöiulega stuttum tíma úr litlu þorpi i fallega borg. Er nú nær ein- göngu byggt úr timbri og má því ætla að fljótlega skapist skilyrði fyrir nokkra málara. En svo var þó ekki, þvi allt fram undir aldamótin síðustu eru það aðallega trésmiðir sem annast alla málun. Sumir þess- ara manna voru taldir mjög góðir málarar, enda munu sum- ir þeirra hafa lært nokkuð I þeirri iðn. T.d. sigldi Helgi Helgason tónskáld árið 1882 til Hafnar til framhaldsnáms i tré- smíði, og fór þá jafnframt á námskeið fyrir málara með það fyrir augum að læra eikarmál- un sérstaklega, en hún var þá mjög í tizku og var svo allt fram á þriðja tug þessarar aldar. Einnig er sagt aó Páll trésmið- ur í Görðum hafi verið slyngur eikarmálari. í þessu sambandi má geta þess, að margir menn, sem siðar gerðust málarar, byrjuðu á trésmíði. Má þar nefna Jón Reykdal, Kristján Möller, Agúst Lárusson og ýmsa fleiri. A siðasta fjórðungi aldarinnar koma einmitt fyrstu lærðu málararnir fram á sjónarsviðið. Ber þar fyrst að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.