Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. AGUST 1976 Guðjón A. Sigurðs- son - Minningarorð Guðjón Anton Sigurðsson garðyrkjubóndi frá Gufuda) í Öl- fusi lézt hinn 11. júlí síðastliðinn, 76 ára að aldri. Bálför hans var gerð frá Fossvogskirkju laugar- daginn 17. júlí sl. að viðstöddu miklu fjölmenni. Sonur hins látna séra Sigurður Haukur Guðjóns- son jarðsöng föður sinn. Guðjón var fæddur 12. september 1899 að Grund í Svarfaðardal. Foreldrar hans voru Sigurður j Halldórsson bóndi þar og út- gerðarmaður og kona hans Anna Friðrika Guðjónsdóttir. Sigurður fórst í sjóslysi ásamt einum syni sínum, er Guðjón var á fjórða aldursári. Stóð þá Anna ein uppi með stóran barnahóp, en hennar naut ekki lengi við. Hún lézt, er Guðjón var 13 ára. Guðjón hélt því óstuddur út í lífið á unga aldri. Hann aflaði sér af eigin ramleik góðrar menntunar á sviði búvísinda bæði hérlendis og erlendis. Okkur er ljúft og skylt að kveðja þennan ágæta frænda okkar nokkrum fátæklegum orð- um. Skarð er fyrir skildi. Guðjón var einstakur athafnamaður. lífs- glaður og djarfur, þéttur á velli og þáttur í lund. Það er gæfa hverrar þjóðar að eiga slíka syni. Það var okkur systkinunum ætíð mikið tilhlökkunarefni að heim- sækja þau mætu hjón Guðjón og Þórunni í Gufudal. Foreldrar okk- ar ákváðu alltaf 1—2 ferðir í Gufudal á hverju sumri okkur systkinunum til óblandinnar ánægju. Það þurfti aldrei að dekstra neinn til að fara þangað. Þar var okkur hvert sinn tekið opnum örmum strax á hlaðinu og inni voru dýrðlegar veitingar á borð bornar. Við sjáum enn fyrir hugskotssjónum okkar húsbónd- ann á þessu rausnarheimili frjáls- mannlegan, glaðan og ræðinn við borðsendann, drekkhlaðið borðið af alls kyns kræsingum, frú Þór- unni og Önnu dóttur þeirra við hinn endann, sífellt á þönum milli eldhússins og borðstof- unnar. Þetta var sannarlega óvið- jafnanlegt heimili, þar sem gest- risni og höfðingsskapur réðu ríkj- um. Faðir okkar og Guðjón ræddu landsins gagn og nauðsynjar, meðan móðir okkar og Þórunn tóku oft upp léttara hjal. Síðan gengum við um landareignina. Það var ómissandi þáttur heim- sóknarinnar. Árlega var eitthvað nytt að sjá. Það var greinilegt, hér t Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu HELGU ÞORSTEINSDÖTTUR frá Kirkjubæ Vestmannaeyjum fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 4 ágúst kl 3 e h Böm, tengdabörn og barnabörn t Sonur okkar GARÐAR BERG WAAGE verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3 ágúst kl 1 3 30 þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarfélag vangefinna Edda Garðarsdóttir. Jón Waage. t Innilegt þakklæti færum við öllum sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mlns, föður okkar, tengdaföð- ur og afa BERGÞÓRS GUÐMUNDSSONAR Eystra-Súlunesi. Vilborg Helgadóttir Unnur Bergþórsdóttir Helgi Bergþórsson Sigrún Ólafsdóttir Guðlaug Bergþórsdóttir Sigurjón Hannesson Lilja Bergþórsdóttir Marel Eðvaldsson og barnabörn t Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför EYJÓLFS BJARNASONAR. Holtsgötu 22, Ytri-Njarðvfk. Halldóra Hjartardóttir Gunnar Eyjólfsson Anna Dóra Comb Gestur Eyjólfsson Sigrún Eyjólfsdóttir Þórdls Jónsdóttir og barnaborn t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir. afi og langafi FRIMANN INGVARSSON fyrrverandi simamaður Grettisgötu 53 A sem lést 24 júlí verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3 ágúst kl 10.30 Jarðsett verður að Mosfelli I Grímsnesi. Ingibjörg Narfadóttir Ámi Frímannsson, Ragna Ólafsdóttir, Dóra Frimannsdóttir, Helgi Jensson, Katrin Frimannsdóttir Ágúst Sigfússon, Ögmundur Frfmannsson, Auðbjörg Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. mikinn og virkan þátt i félagsmál- um, hvervetna dafnaði allt, þar sem hann lagði hönd á plóginn. Hin síðari ár átti Guðjón við mikla vanheilsu að striða, sem við fylgdumst álengdar með. Við kveðjum að sinni fágætan frænda og þökkum honum fyrir allt, sem hann var okkur. Blessuð sé minning hans. Valgerður, Lfna og Helga Hannesdætur. f Frímann Ingvarsson símamaður - Minning sátu húsbændurnir ekki auðum höndum. Við litum yfir nýrækt- ina, gengum um ilmandi og hlý gróðurhúsin hvert af öðru rósir, nellíkur, tómatar, gúrkur, sífellt fjölgaði gróðurhúsunum, úti- húsunum og jarðeignunum. Við undruðumst áræðnina, kjarkinn og dugnaðinn. Guðjón og Þórunn áttu miklu barnaláni að fagna. Synirnir urðu fimm og dæturnar tvær, allt mikið efnisfólk, séra Sigurður Haukur, Arngrímur framkvæmdastjóri, Selfossi, Anna verzlunarmær, Júlíus skrif- stofumaður og Áslaug húsmóðir, nú búsett í Kaupmannahöfn. Haraldur og Guðjón, tveir mann- vænlegir synir þessara framtaks- sömu hjóna létust í blóma lífsins. Þá voru dimmir dagar á æsku- heimili okkar, er þeir féllu svo ungir í valinn, öllum harmdauði. Frá heimsóknum okkar í Gufudal eigum við fagrar endurminning- ar, sem við kjósum að varðveita um þróttmikinn og framsýnan frænda, góðan og greiðvikinn. Með þeim frændsystkinum Guð- jóni og móður okkar Valgerði Björnsdóttur var djúpur og ein- stæður kærleikur, sem varaði alla þeirra ævidaga. Samfara öílum þessum miklu umsvifum í Ölfusi tók Guðjón Fæddur 20. apríl 1898 Dáinn 24. júlf 1976 Aðfaranótt laugardagsins 24. júlí lézt á Landspítalanum eftir stutta legu tengdafaðir minn, Frí- mann Ingvarsson, fyrrum línu- maður hjá Bæjarsímanum í Reykjavík. Frímenn fæddist á Bjarnastöð- um í Grímsnesi 20. apríl 1898, sonur Ingvars Guðbrandssonar bónda þar og konu hans Katrínar Schram. Þau fluttust seinna að Þóroddsstöðum i sömu sveit og bjuggu þar sína búskapartíð. Þar ólst Frímann upp í glaðværum systkinahópi harðduglegs fólks sem þurfti og gerði miklar kröfur til sín. Hann fluttist til Reykjavíkur ungur maður. Var togarasjómað- ur um tíma en starfsmaður Lands- símans frá 1926. Fyrst í línuflokki mágs síns, Einars Jónssonar, en seinna hjá Jónasi heitnum Ey- vindssyni línuverkstjóra Bæjar- símans. Muna sjálfsagt margir eldri borgarar eftir honum frá þeim árum. Frímann var hug og snerpu- maður sem gott var að hafa í vinnuflokki, spaugsamur, smá- siríðinn en græskulaus, trúmaður en predikaði ekki. Átti hann sínar beztu minningar frá þessum ár- um. Þótt línur hans hafi.vikið, lagði hann þó eina sem enn er virk, en það eru tveir ættliðir hans hjá stofnuninni sem gera sitt bezta til að halda merkjunum á lofti. Frímann gekk að eiga eftirlif- andi konu sína, Ingibjörgu Narfa- Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar GUÐMUNDAR KR. HALLDÓRSSONAR Grundarstfg 5. Börn og aðrir vandamenn. t Útför eiginmanns mlns og föður SIGURÐAR GUOSTEINSSONAR verzlunarmanns f Borgarnesi, ferframfrá Borgarneskirkju, þriðjudaginn 3. ágústkl. 14.30 Bjamfna Jónsdóttir, Rafn Sigurðsson. + Við þökkum innilega sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa HJALTA LÝÐSSONAR forstjóra Snorrabraut 67. Elvira Lýðsson Viktor Hjaltason Elfn Pálmadóttir Erla Hjaltadóttir Þorvarður Þorvarðerson Unnur Hjaltadóttir Karl F. Schiöth bamabörn og barnabarnaborn + Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför SVEINS INGVARSSONAR Ásta Fjeldsted Sigrfður Sveinsdóttir Margrét Sveinsdóttir Andrés Fj. Sveinsson Sveinn Sveinsson Sighvatur Sveinsson Ingvar Sveinsson Pétur SigurSsson John Price Ragnhildur Þóroddsdóttir Hallfrfður Tryggvadóttir Ama Borg Snorradóttir Kristfn Lárusdóttir og barnabörn. dóttur frá Kiðjabergi í Grímsnesi 24. janúar 1925 og bjuggu þau lengst af á Grettisgötu 53A. Þau eignuðust fjögur börn sem öll eru búsett í Kópavogi. Um það leyti er hann hætti störfum kenndi hann þess sjúk- dóms er nú varð honum að aldurs- tila. Varð hann þá að hægja ferð- ina en hélt þó sæmilegri heilsu og var sfstarfandi fram á sfðasta dag að kalla, og bar aldurinn vel. Bjart er yfir minningu þessa sómamans. Helgi Jensson. Afmælis- og mirmingar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blað- inu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt meðgreinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vél- ritaðar og með góðu línubili. + Innilegar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför föður okkar JÓNS E. JÓNASSONAR Ragnhildur Jónsdóttir Bragi Jónsson Jónas B. Jónsson. AL'GI.YSINíí A- SÍMINN KR:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.