Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. AGUST 1976 Halldór Snorrason ur fór og segir konungi, hvers Haiidórs beiddist: „Og ef hásetar þess skips,“ seg- ir hann, „eru jafntraustir sem stýrimað- urinn, þá er yður það mikill styrkur.“ Konungur mælti: „Þótt þetta þyki stór- lega mælt, þá skal eigi neita liði Hall- dórs.“ Sveinn úr Lyrgju hét lendur mað- ur. Konungur lét kalla Svein til sín og mælti til hans: „Þú ert maður stórættað- ur, Sveinn, og vitur. Vil ég, að þú sért á skipi með mér, og hafa þig við ráð mín.“ Hann svarar: „Meir hefur þú aðra menn haft hér til við þínar ráðagerðir, er ég og til þess lítt fær. Eða hverjum er þá skipið ætlað?“ „Halldór Snorrason skal það hafa,“ segir konungur. Sveinn svarar: „Eigi kom mér það i hug, að þú myndir íslenskan mann láta taka af mér skips- stjórn.“ Konungur mælti: „Hans ætt er ekki verri á íslandi en þín í Noregi. Eru þeir og margir, sem enn byggja landið, er mjög skammt eiga að telja ætt sína til ríkra manna og ágætra í Noregi.“ Varð nú svo að yera, sem konungur vildi, og tók Halldór við skipinu. Hélt konungur austur til Ósló og tók þar veislur. Það var einn dag, er konungur sat og drakk, og margt , manna með honum. Halldór var þar inni í stofunni. Þar komu þá inn sveinar hans og voru allir votir. Þeir sögðu, aó Sveinn og hans sveitungar hefðu tekið skip Halldórs er þeir skyldu geymt hafa, en keyrt þá á kaf. Halldór stóð þegar upp, gekk fyrir konung og spurði hvort hann skyldi eiga skip þaö, er hann hefói gefið honum, eða skyldi sú gjöf eigi haldast. Konungur segir, að víst skuli hún haldast. Kvaddi hann þegar til hirðsveitir sínar að fylgja Halldóri. Baö þá skipa sem best sex skip eftir þeim Sveini. Þeir gerðu svo; fóru að leita þeirra Sveins og fundu þá. Lét Sveinn eltast að landi, og hlupu þeir upp í skóg. En Halldór tók aftur skipið og fór til konungs meó það. Þeir fóru noróur til Þrándheims, er á leið sumarió, og sat konungur í Kaupangi um veturinn. Sveinn íJLyrgju sat þann vetur aó búum sínum og sendi orð Haraldi konungi, að hann vildi allt sitt mál um skipið leggja á hans vald, vildi þó helzt kaupa skipið af Halldóri, ef konungi líkaði það. En þegar konungur sá, að Sveinn skaut öllu máli undir hans dóm , þá vildi hann svo til haga, að hvorum tveggja mætti líka. Fal- COSPER Fyrstu ein- kennin voru þau að hann hljóp bros- andi niður á gjaldheimt- una til að borga skatt- inn! Svona er hann Ifka heima. Ég kem honum ekki upp úr rúm- inu fyrr en eftir 10. Ásta: Ef ég neita þér, Albert, ætlarðu þá að fyrirfara þér? Aibert: Já, það hefi ég alltaf gert f svipuðum tilfellum. Hún: Mér þykir mjög leitt að þurfa að hafna þessu boði þfnu, en ég trúlofaðist Kalla f íær. Hann (sem þekkti hana vel): Jæja, en hvað segirðu um það f næstu viku? Hann: Litli brððir þinn sá þegar ég kyssti þig. Hvað á ég að gefa honum mikið, til þess að hann segi ekki frá þvf? Hún: Hann er vanur að fá 5 krónur. Eiginmaðurinn: Svo ég var að tala upp úr svefninum f l ------------------------------- nótt. Já, það var einkennilegt því að mig dreymdi móður þfna. Konan: Að hvaða leyti var það einkennilegt? Eiginmaðurinn: Eg skil ekki hvenær mér hefir gefizt tæki- færi til þess að segja orð. Alice: Ertu gift? Virgina: Er eg? Já, þrír dóm- arar hafa neitað mér um skiln- að. Kennarinn: Hugsið ekkert um dagsetninguna. Svör spurninganna eru hið þýðinga- mesta. Nemandinn: Já, en ég vildi helzt hafa eitthvað rétt á blað- inu. Höskadraumar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 41 að hún kæmi sfðan á cftir mér til Uppsala. Ég á þar litla og skemmtilega fbúð og við vorum farin að tala um giftingu ... Og þá ákvað þessi harðstjóri að ég ætti bara að gjöra svo vel að vera um kyrrt hér á Hall unz ég hefði lokið prófi mfnu. Stundum þt-gar ég hef ekki getað sofnað hef ég legíð og verið að hugsa um hvað ég gæti gert f málinu ... mér hefur dottið margt heldur geð- veikislegt f hug. Mér datt í hug að brjóta upp peningaskápinn hans og stinga af til Frakklands og brenna allar brýr að baki mér — og ýmislegt annað hefnr hvarflað að mér. v<al ég segja yður. — En þér gerðuð ekki alvöru úr þessum áformum? — Nei. Ég hef sjálfsagt verið of hugiaus. Og kannski hef ég verið tilfinningalega háður hon- um I aðra röndina. Þrátt fyrir allt. Hann hallaði sér fram og horfðí nánast spyrjandi á Christer. — Og nú hefur einhver orðið til að ryðja harðstjóranum úr vegi og ég ætti f raun réttri að fagna frelsi mfnu og þvf rfkídæmi sem ég veit að bfður mfn. En þá hcf ég uppgötvað að ég er langt frá glaður. Hann deplaði augunum vandræðalega og hélt áfram hrað- mæltur en lágróma: — Ég skal veita yður alla að- stoð sem ég má ... til að þér getið klófest þann sem hefur myrt föður minn. Það varð þögn f herberginu. Christer Wijk skildi að hann þurfti ekki að benda á hversu alvarlegt tilboð Kára var og hvflfkar afleiðingar það gæti haft. Ungi maðurinn sem sat þarna andspænis honum hafði gert upp hug sinn — trúnaðurinn við fjölskyldu hans hlaut að vfkja fyrir trúnaðinum við látinn föður hans. — Þér eruð afar Ifkur föður yðar, sagði Christer og meinti það sem gullhamra þrátt fyrir ýmis- legt sem sagt hafði verið Andreas Hallmann til hnjóðs. Kárí deplaði aftur augunum og tautaði: —- Dó hann af stryknin-eitrun, cíns og Gregor hélt? •— Já. — Hvernig var honum gefið eitrið? — Það var f salatinu? — í rauðu krystalsskálinni. Hann fölnaði. — Það var ég sem setti fyrir hann skálina. En auðvitað hefði hver sem var getað laumað eitrinu f það... — Já. Mér skilst að skálarnar hafi staðið drjúga stund frammi f eldhúsinu. En morðinginn hefur samt haft SVO góðan tfma að við- komandi hefur einnig gefið sér tfma til að ná eitrinu úr tösku (iregors Isanders, blanda eitrinu f salatið og skila flöskunni aftur f töskuna. Kári var hugsi á svip. — Ég hafði nógan tfma til þess, sagði hann að lokum hreinskilnis- iega. — Mamma lfka. — Hið sama gildir um Vlvu og Cecilfu sem bjuggu til matinn. —• Gregor var lengi frammi á salerninu ... eins og venjulega. — Gregor Isander, já. Christer hafði að venju beint augnaráðinu til lofts. — Hvernig er sá maður? Abyggilegur? — Hann hefur Ifklega verið eini vinurinn sem pabbi átti. Þeir rifust stundum svo heiftarlega að maður hélt að þakið myndi fara af húsinu, en ég held að þeim hafi þótt reglulega vænt hvorum um annan. Og hann getur varla hagnast á dauða hans, eða ...? — Er hann reglumaður f peningamálum? — Ja, eftir því sein ég bezt veit. Hvers vegna spyrjið þér? — o, ég var bara að hugsa um ef faðír vðar hefði gert erfðaskrá. — Ég veit að það er til erfða- skrá. En þar er bara kveðið svo á um að það sem Jón erfi skuli vera /séreign hans sem kona hans fái enga hlutdeíld f. Það var megin- regla pabba að meðan jón lifði ætti hann að eiga sfna peninga óskerta. Ef Jón dæi á undan hon- um ætiaði hann að semja nýja erfiðaskrá þar sem Cecilfa erfði tíl jafns við okkur hin. En ég býst ekki við að honum hafi unnist tfmi til þess. — Hvað haldið þér að þarna sé um háa upphæð að ræða? — Ég býst víð það séu á annað hundrað milljónir f hlutabréfum og svo innstæður á bönkum sem ég þekki ekki. — Og enda þótt skattar séu frádregnir verður það vænn skildingur handa hverju ykkar. .— Já, sagði Kári og leit fást á Christer. — Margir hafa gerzt morðingjar fyrir minni upphæð. Og samt skil ég þetta ekki. Vlva hegðar sér stundum eins og hún sé hreinlega rugluð og ef það hefði verið um það að ræða að vcrja pabba held ég að henni sé trúandi til alls. En ekki þetta. Ekki að drepa hann með strvknin. Hann strauk fingrum þreytu- lega um svart hárið. — Cecilia er náttúrlega ekki ein af okkur. Það er Ijóst að hún er bæði barnaleg og dálftið frum- stæð tilfinningalega og hún er ráðrfk og ágjörn. En henni var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.