Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. ÁGÚST 1976 21 Æji, hann fer ekki í sömu rútu og ég. Magnús Kr. Guðmundsson kaupmaður í Öldunni. # Á HORNI Öldugötu og Unnar- stfgs, á rólegum og friðsælum stað, er verzlunin Aldan og er eigandi hennar Magnús Kr. Guð- mundsson. Við hðfum samtaiið á þvf að spyrja hann hvenær hann hefði hafið rekstur búðarinnar: „Ég kom hingað vorið 1960 og stofnaði þessa búð, en ég hef ver- ið við verzlunarstörf alveg frá því um fermingu, meðal annars unnið hjá Axel í Barmahlíðinni. Ég hef alltaf átt heima f Reykjavfk þar sem ég er fæddur og uppalinn. Fyrstu störf mín f verzlunar- stéttinni voru sendilstörf hjá verzluninni Fell og hef ég óslitið verið við ýmis konar verzlunar- störf nema að f þrjú ár vann ég hjá Steindóri við akstur. Mig langaði alltaf að komast einhvers staðar inn og vera minn eigin herra, hugurinn stefndi að þvf að vera f þessari þjónustu áfram og þar kom að ég gat fengið þetta húsnæði leigt og hóf reksturinn hér. Áður en ég vann hjá Steindóri vann ég f nokkur ár í búðinni Blóm og ávextir við skreytingar „Rólegt horn og heimilis- legt” og fleira og þá áttu hana þær Ásta Jónsdóttir frá Reykjum og Ólaffa Einarsdóttir frá Hofi. Ég var lengi að velta því fyrir mér hvort ég ætti ekki að halda áfram f blómunum en svo barst þessi búð eiginlega upp í hendurnar á mér og ég sló til.“ Er samkeppni milli búðanna hér í hverfinu? „Ekki er nú hægt að segja það beint, þetta horn er nokkuð vin- sælt a.m.k. hjá þvf eldra fólki sem býr í hverfinu og skiptast menn nokkuð niður á búðirnar hér. Maður hefur samband við hvern og einn og náin kynni við fólkið sem er yfirleitt af eldri kynslóð- inni, en það er ekki mikið um yngra fólk hér f hverfinu. Þó er það smám saman að safnast hing- að og ég held að það komi jafnt hingað og eldra fólkið." Ekki hélt Magnús að störu búðirnar tækju marga viðskipta- vini frá sér, þeir sem verzluðu við hann hefðu margir ekki bíla og gætu því tæpast farið eftir vörum lengst austur í bæ. „Stóru verzlanirnar veita oft ekki þá persónulegu þjónustu sem við getum veitt f minni búðunum, hérna á maður sína kunningja og þetta er rólegt horn og heimilislegt að vera hér og nágrannarnir koma við og spjalla. Ég reyni að aka vörum heim til þeirra sem þess óska. Við erum tvö hérna yfirleitt, en ég bæti svo við þegar eitthvað er um að vera t.d. fyrir hátiðir, sagði Magnús Kr. Guðmundsson að lok- um. • „ÉG BYRJAÐI 15 ára gamall f fiskbúðinni Sæbjörgu, 17 ára fór ég að vinna I Kiddabúð, en hér hef ég nú verið með mfna eigin verzlun f 21 ár, við eigum afmæii á morgun, verzlunarmannnafrf- daginn," sagði Einar Strand f Skjólakjöri við Söriaskjói. „Nei, mér hefur aldrei dottið f hug að gera neitt annað, það er bezt að halda sig við það, sem maður gerir bezt.“ — Hvernig leizt honum á að fara að selja mjólkina lfka? „Ég hef nú stundum selt mjólk, þegar mjólkurbúðin hér við hlið- ina hefur verið lokuð, t.d. vegna breytinga. Þá hef ég fengið 7% af sölunni, sem er nú ekki mikið til að reka verzlun á, þannig um beinan ágóða verður tæpast að ræða. En mjólkin dregur að sjálf- stögðu til sfn fleiri viðskiptavini og þetta er betri þjónusta." Talandi um þjónustu, hvað um opnunartfma verzlana? „Jú, það er að sjálfsögðu ekki 21 ár á horninu nægilega góð þjónusta við við- skiptavinina, að hafa ekki opið t.d. á laugardagsmorgnum. Það er það mikið af fólki, sem hreinlega kemst ekki f búð á öðrum tíma. Samningarnir kveða svo á um að afgreiðslufólk skuli ekki vinna nema vissan tímafjölda á viku, allir tfmar umfram eru á helgar- taxta, svo það svarar naumast kostnaði fyrir stórar verzlanir með margt starfsfólk að hafa opið á laugardögum, En við, litlu kaup- mennirnir, sem afgreiðum sjálfir, ættum að geta haldið þvf áfram.“ Verðurðu var við að fólk hafi úr minni peningum að spila? „Það er deyfð yfir verzlun um hásumartfmann, þetta er orðinn svo mikill fjöldi, sem fer úr bæn- um f löng sumarfrí. En að öðru leyti gengur þetta mikið sinn vanagang, hvorki meira né minna". Ertu bjartsýnn á framtfð smærri verzlananna f samkeppn- inni við risabúðirnar? „Já, það er ég. Ég er þess full- viss að við höldum velli. Og ein- mitt á versnandi tfmum held ég að fólk hljóti að eiga erfitt með að leggja út fyrir miklum innkaup- um og komi frekar til okkar. Og fyrst þú ert að þessu spjalli að tilefni frfdags — verzlunar- rnanna", sagði Einar að lokum, „þá fer hann að verða að öfug- mæli f okkar eyru. Við hljótum að vera eina stétfin, sem þarf að vinna af sér frfdaginn. Hjá okkur er aldrei meira að gera en einmitt fyrir þessa helgi, alveg fram á kvöldið, en allir aðrir en verzlunarmenn nota tækifærið til að hætta vinnu um miðjan föstu- dag. Það er eiginlega búið að stela fríinu frá okkur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.