Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. AGUST 1976 35 Evrópumeistaramót ungra manna í bridge í DAG hefst í háskólabænum Lundi í Svíþjóð 5 Evrópumeistaramót lands- liða í flokki ungra manna Mót þessi eru haldin annað hvert ár og skulu keppendur nú vera fæddir árið 1951 eða síðar. Bridgesamband íslands sendir sveit til keppni á móti þessu, en alls keppa átján þjóðir um Evrópu- meistaratitilinn að þessu sinni. Landslið íslands er skipað þessum mönnum. Guðmundur P Arnarson, Jón Baldursson, Helgi Jónsson, Helgi Sigurðsson, Sigurður Sverrisson og Sverrir Ármannsson Fyrirliði án spila- mennsku er Páll Bergsson en hann er jafnframt fararstjóri Spilarar þessir hafa náð mjög góð- um árangri nú í ár. Þeir eru núverandi Reykjavíkurmeistarar og náðu 2. sæti í sveitakeppni íslandsmóts Undanfarna mánuði hefur síðan verið unnið mark- visst að þjálfun liðsins fyrir mótið og óhætt er að fullyrða, að þetta er sterk- asta lið, sem spilað hefur erlendis fyrir ísland, í þessum flokki íslendingarnir spila i dag við Norð- menn, Dani og ísraela, en spilaðir eru þrir tuttugu spila leikir á dag Á mið- vikudaginn er frí en mótinu lýkur næsta laugardag og verða þá spilaðir tveir síðustu leikirnir Á morgun verður spilað við Svíþjóð, Þýzkalandi og Ung- verjaland Síðan er leikjaröðin þannig:, þriðjudagur Pólland, England og Finn- land, Fimmtudagur Holland, ítalia, og írland, föstudagur Portúgal, Frakkland, 'Austurriki og á laugardag Belgia og Spánn Islendingar tóku fyrst þátt í Evrópu- meistaramóti í þessum flokki árið 1974 og náðu þá 12 sæti af 20 þjóðum Mót þessi hafa verið haldin annað hvert ár siðan 1968. Sigurveg- arar urðu þá Svíar Danir sigruðu 1970, Pólverjar 1972 og Svíar sigr- uðu síðan aftur 1 974 Um styrkleika sveita þeirra þjóða, er þátt taka í mótinu nú, er erfitt að dæma því landslið þessa aldursflokks breytast nokkuð ört Þó er vitað að Norðmenn tefla fram sama liði og vann á Norður- landamótinu 1 975 Sænska liðið er án vafa einnig sterkt þó það sé mjög breytt frá fyrri árum Skipulögð leið- beiningar- og fræðslustarfsemi i bridge meðal ungs fólks er viða orðin mjög öflug. í Svíþjóð er keppnis-bridge nú valgrein í öllum framhaldsskólum Þar að auki styrkja riki og sveitarfélög starfsemi þessa með beinum fjárfram- lögum, sem nema nú samtals 28 millj. króna (700 þús.s.kr.) á ári Leiðbein- ingar og fræðslustarf þetta er einnig mjög vel skipulagt og styrkt i Noregi, Danmörku, Póllandi, Hollandi, Ung- verjalandi og Þýzkalandi Gera má því ráð fyrir að allar þessar þjóðir, auk Englands, sendi góð lið til mótsins íslensku sveitinni er nú ekki spáð sigri á móti þessu þvi þó ungu mönn- unum okkar hafi farið mikið fram er ekki ástæða til að halda, að framfarir hafi ekki einnig orðið erlendis íslenzka sveitin, talið frá vinstri: Sverrir Armannsson, Helgi Sigurðsson, Jón Baldursson, Guðmundur P. Arnarson, Helgi Jónsson og Sigurður Sverrisson. Sitjandi er Páll Bergsson fararstjóri. Heiðradi félagi. Eins og félagsmönnum er kunnugt, úthlutaði borgar- stjórn Reykjavíkurborgar Samtökum aldraðra lóð undir fjölbýlishús við Flyðru- granda Húsið stendur við Flyðrugranda nr. 8, 8a, 8b og 8c, húsið er steinsteypt 4ra hæða hús. í húsinu eru 70 íbúðir. Stærð íbúðanna er frá 25 ferm. til 89 ferm. Aðalinngangur er frá austur- hlið á 2. hæð og frá vestur- hlið inn á 1. og 2. hæð. í húsinu eru 2 samliggjandi lyftur. Eftirtaldir hlutar teljast til sameignar hússins. Á 1. hæð eru geymslur, ein fyrir hverja íbúð, sameigin- Stærð fj Eftirtalda Tilbúnar undir tréverk Verð ibúðastærðir og málningu. Verð á alm verða til sölu: Öll sameign fullfrágengin legt þvottahús og hluti eld- ib. íb. pr. íb. sameign. sameign pr. ib. húss Á 2 hæð er matstofa 25 ferm. 8 1.579.000 - 1.167.000,- 315.000- 3 061.000.- ásamt eldhúsi, verslun, 31 ferm. 8 1.954.000,- 1.444.000- 390.000 - 3.788.000,- læknastofu, húsvarðarað- 34 ferm. 8 2.161.000 - 1.587.000- 431.000 - 4.189.000.- stöðu og forstöðu vegna að- 44 ferm. 2 2.659 000 - 1 966.000- 530.000. 5.155.000,- alinngangs. Á 3. og 4. hæð 48 ferm. 4 2.826.000,- 2.088.000.- 564.000- 5.478.000 - eru setustofur og föndurað- 49 ferm. 2 2.868.000- 2.120.000.- 572.000 - 5.560.000 - staða ásamt litlum þvotta- 50 ferm. 2 2.909.000,- 2.150.000- 580.000,- 5.639 000.- húsum. Allir áðurnefndir 53 ferm. 2 3.032.000,- 2.243.000,- 605.000,- 5 880.000.- hlutar teljast til sameignar 56 ferm. 2 3.158.000 - 2.334.000.- 630.000 - 6.122.000,- hússins. Á 2. hæð er einnig 58 ferm. 2 3.324.000,- 2.457.000,- 663.000 - 6.444.000,- bókasafn, sem verður eign 61 ferm. 2 3.407.000,- 2.518.000. 680.000- 6.605.000. Reykjavíkurborgar. 65 ferm. 14 3.533.000,- 2.611.000.- 705.000- 6.849.000 - 69 ferm. 2 3.699.000,- 2.734.000 - 738.000,- 7.171.000,- Fyrir hönd úthlutunarnefndar 72 ferm. 2 3.782.000.- 2.795.000.- 755.000.- 7.332.000.- Auðunn Hermannsson 74 ferm. 2 3.908.000,- 2.888.000,- 780.000- 7.576.000,- Böðvar Jónsson 79 ferm. 4 4.115.000- 3.041.000.- 821.000- 7.977.000 Hans Jörgensson. 84 ferm. 2 4.513.000.- 3.226.000.- 870.000,- 8.609.000,- 89 ferm. 2 4.573.000 - 3.380.000.- 912.000,- 8.865.000.- ATH! Þeir félagsmenn sem áður hafa sótt um tbúðir hafa forkaupsrétt til 15. ágúst 1976. Eftir þann tíma verður íbúðum ráðstafað til þeirra félagsmanna sem þess óska, en umsóknartíminn er til 25. ágúst 1 976. Upplýsingar verða veittar á skrifstofu félagsins að Hverfisgötu 26, kl. 10—12 fyrir hádegi aíla virka daga nema laugardaga. Sími 27170. SAMTÖK ALDRAÐRA HVERFISGÖTU 26, SÍMI 27190, REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.