Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1 AGUST 1976 13 starfsstúlknanna, hún segist heita Ragnheiður og vera að reyta arfa, felur sig glettnislega bak við þykknið. Sóleyjan heit- ir Kákasussóiey. Fleiri blóm, fleiri litir og teg- undir alla vega i laginu, kringluleit blóm eða uppmjó eða hjartalöguð, lítil, stór, gul, blá, rauð . . . Hafliði nefnir lat- nesk heiti og íslenzk nöfn: fjaðranellika, Kanadasóley, næturfjóla, vandartoppur ...“ „Hér er vatnsberi, sjáðu hvernig regndroparnir safnast saman í lófa blaðanna.“ Hver jurt hefur reyndar sinn eigin nafnmiða, með erlenda heitinu og ætt — hér er hægt að lesa blóm í orðsins fyllstu merkingu. „ELENORAN BER AF PRESTONIUNUiVI“ Rignungina herðir og við leit- um skjóls í gróðurhúsinu. Þar er fræjunum sáð og þar verða þau að græðlingum, sem úti eiga eftir að verða að hávöxn- um trjám, runnum eða blóm- um. Þar hittum við Sigurð Al- bert Jónsson, garðyrkjumann, sem ásamt aðstoðarfólki sinu annast uppeldið. Við hittum Heigu Lilju — hvilíkt nafn á garðyrkjukonu — að stumra yf- ir nýgræðingnum. Þrátt fyrir þak yfir höfuð fá þeir lika sina rigningu — frá úðara, sem fer sjálfkrafa í gang, þegar raka- mælir í moldinni segir svo til um. Helga Lilja er annars á leið út i garð til að tina fræ. „Við verðum að hafa stöðug- ar gætur á fræjunum svo þau fjúki ekki frá okkur út í veður og vind.“ segir Sigurður Albert. „Hérna fyrir utan dyrnar," bætir hann við og teymir mig út aftur," er t.d. afar sjaldgæfur karl af víðitegund. Við eigum nóg af kventrjám, en aðeins þennan eina karl og mér hefur nýlega tekizt að ná af honum fræjum til að frjóvga með kven- fræin. Eg þurfti að vakta hann lengi, bíóa þess að fræin yrðu mátulega þroskuð en ekki svo lengi, að þau færu að fjúka burt. Og það tókst," og Siguró- ur er greinilega sigri hrósandi. Þessi sérstaka viðitegund heitir selja og nú eru fræin að verða að græðlingum í bökkum inni í gróðurhúsinu. Yndi Sigurðar af grasagarinum er auðsæ og hríf- ur mig með sér vítt og breitt um garðinn, hann bendir mér á sjaldgæfar tegundir, harðgerð- ar tegundir, sem honum þykir vert að vekja athygli á eins og t.d. „Berberi Ottavensia, Gull- hringur heitir sá runni a ís- lenzku og er af mítursætt. Þennan hef ég reynt i Breið- holtinu og hann þrífst í hvaða vindarassi sem er," segir Sig- urður stoltur. Nafnaþulan hans Hafliða gleymist í þeirri áköfu þekk- ingu, sem Sigurður vil miðla. Þegar hann segir mér að elan- oran beri algjörlega af preston- iunum, fer ég að missa af þræð- inum en áset mér að koma aftur og kynnast þessum undraheimi í Laugardalnum betur. Að siðustu sýnir Hafliði mér trjágarðinn. -Þar eru grasbalar Helga Lilja við frætfnslu. umluktir beinvöxnum hrislum, í gegn um laufþykknið gægjast bórn að leik i kapp við fuglana og móðir jörð Ásmundar tekur á sig nýjan svip, tárvot í rign- ingunni. „Það styttir bráðum upp," segir Hafliði, „annars sprettur auðvitað bezt í svona veðri. En veðufspáin min átti svona við næstu dagana, ekki endilega daginn í dag," bætir hann við og brosir striðnislega. Ms. Frá keppni sovézku verkalýðsfélaganna Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR NÚ stendur yfir austur i Sovétríkjunum keppni sovézkra verkalýðsfélaga og eru margir öflugustu stórmeistarar Sovétrikjanna þar á meðal þátttakenda. í þessum þætti verða birtar þrjár skákir úr keppninni, en nánar mun skýrt frá henni þegar úrslit liggja fyrir. Fyrst sjáum við viðureign M. Tals og heimsmeistarans, A. Karpov. Hvítt: Tal Svart: Karpov Drottningarindversk vörn 1. Rf3 — Rf6, 2. c4 — b6, 3. Rc3 — Rb7, 4. d4 — e6, Bg5 — Be7, 6. e3 — Re4, 7. Bxe7 — Dxe7, 8. Rxe4 — Bxe4, 9. Be2 — 0 0, 10. 0-0 — d6, 11. Rd2 — Bb7, 12. Bf3 — c5, 13. Re4 — cxd4, 14. exd4 — d5, 15. exd5 — Bxd5, 16. Rc3 — Bxf3, 1 7. Dxf3 — Rd7, 18. Hadl — Rf6, 19. d5 — Rxd5, 20. Rxd5 — exd5, 21. Hxd5 — Had8, 22. Hxd8 — Hxd8, 23. Hdl — Hxd1, 24. Dxdl — g6, 25. g3 — Kg7, 26. Dd5 — Df6, 27. b4 — a6, 28. a4 — Dal, 29. Kg2 — Dxa4, 30. Dd4 jafntefli. Viðureign þeirra 0 Rom- anischin og D. Bronstein var bæði hörð og skemmtileg. Hvítt: O. Romanischin Svart: D. Bronstein Indversk byrjun 1. c4 — e5, 2. Rc3 — Rf6, 3. Rf3 — d6, 4. d4 — Rfd7, 5. e4 — Be7, 6. Be2 — 0—0, 7. 0—0 — c6, 8. Be3 — a6, 9. Hc1 — b5, 10. cxb5 — axb5, 11. a3 — Bb7, 12. d5 — Ha5, 13. dxc6 — Bxc6, 14. Rd5 — Bxd5, 15. Dxd5 — b4. 16. Db7 — bxa3, 17. b4 — Ha4, 18. Bd1 — Ha6, 19. b5 — Ha5, 20. Bd2 — Bf6, 21. Bxa5 — Dxa5, 22. Dd5 — Rc5, 23. Be2 — Be7, 24. Rd2 — Da4, 25. Rc4 — a2, 26. Ha1 — Dxb5, 27. Hxa2 — Dd7, 28. Hdl — Hd8, 29. Ha8 — g6, 30. Hxb8 og svartur gaf. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? ÞÚ ALGLYSIR l M ALLT LAND ÞEGAR ÞL ALGLÝSIR I MORGl'NBLAÐINl rVESTUR-ÞÝZK GÆÐAFRAMLEIÐSLA er glæsilegur bíll og tæknilega fullkominn að utan sem innan. Auói ÍOO er rúmgóður og bjartur fjölskyldu- atvinnu- og ferðabill. Sérlega stórt farangursrými. Framhjóladrifinn með öryggisstyrktri yfirbyggingu. Tvöfalt krosstengt bremsukerfi með sjálfvirkum bremsujafnara. Öryggisgler. Hitunar- og loftræstikerfi er af fullkomnustu gerð. Upphituð afturrúða. Svefnsæti með höfuð- púðum. Sjálfstillanleg rúllubelti. Ferðin verður þægileg, hagkvæm og örugg í Audi FYRIRLIGGJANDI. SÝNINGARBÍLAR Á STAÐNUM. HEKLA HF. Laugavegi 1 70—1 72 — Simi 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.