Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. ÁGUST 1976 „Ætti að setja mig á elli- heimili” 0 t GLÆSIBÆ hittum við fyrir Guðjón Guðjónsson verzlunar- stjóra f stórverzlun Sláturfélags Suðurlands. Hann hefur um langt skeið starfað hjá Sláturfélaginu og fyrir tveim árum tók hann við búðinni f Glæsibæ, sem opnuð var þá. „Við byrjuðum hér í nóvember 1974 nánar tiltekið 11.11. og erum ákaflega ánægðir hér. Það hefur tekizt vel til, eiginlega betur en við þoröum að vona. Ég var áður verzlunarstjóri I búðinni í Austur- veri og þaðan komu nokkrir starfsmenn með mér og starfa hér nú um 50 manns. Sláturfélagið á 9 búðir f Reykjavík og eina á Akranesi." Hvernær byrjaðir þú að starfa hjá félaginu? ,,Ég er nú orðinn gamall í þessu, byrjaði fyrir 29 árum og var þá í Matardeildinni f Hafnar- stræti. Þar var ég til ársins 1955, er ég fór á Bræðraborgarstfginn og f Austurver kom ég svo 1965, svo ég hreyfi mig á um 10 ára fresti og ætti að fara að setja mig á elliheimili. Þetta hefur breytzt gífurlega á þessum árum, þetta voru litlar búðir og unnið öðru vfsi í þeim en hér í stóru búðun- um og finnst mér mesti gallinn að missa þennan persónulega „kontakt" við fólkið. Vissir menn gefa manni þó í nefið og svoleiðis en mér finnst gaman og nauðsyn- legt að geta verið innan um við- skiptavinina sem mest.“ Og Guðjón lét í ljós áhyggjur um framtíð smærri kaupmanna: „Ég óttast það að þegar frá lfð- ur þá líði þessar litlu skemmti- legu búðir undir lok. Unga fólkið vill ekki vinna f þeim, það vill vera í stóru búðunum og hafa músík. Við erum farnir að finna þetta hjá okkur, það eru langir biðlistar eftir störfum hér, en lítil eftirsókn að vinna f smærri búðunum. Næst spurðum við nánar um vinnutilhögunina: „Það er alltaf mest að gera hjá okkur um helgar, föstudagana, og má segja að allur fyrri partur vikunnar fari í það að fylla búð- ina eftir föstudagsinnkaupin. Sölumenn hringja og bjóða vörur sfnar fyrripart vikunnar og þá fer mestur tfminn í að kaupa inn og fimmtudagskvöld er allt tilbúið fyrir helgarslaginn — og við höf- um búið okkur sérstaklega vel undir verzlunarmannahelgina, því við búumst við mikilli verzl- un. Á föstudögum er maður svo á þönum út um alla búð, allir kassarnir eru mannaðir og eru tvær stúlkur á hverjum og þá er nú lff f tuskunum, kassarnir klingja og nóg er að gera alls staðar, búðin full af fólki. Við fáum alltaf aukið lið frá hádegi á fimmtudag til föstudagskvölds, húsmæður hafa gripið í þetta hjá okkur og svo erum við með nokk- uð af unglingum f sumar- afleysingum, ágætum unglingum sem við erum að kenna. Svo þegar allt er búið á föstu- dagskvöldum er allt hreinsað og gert klárt fyrir mánudaginn og maður er kominn heim kannski klukkan hálfeitt. En þeir sem ekki eru bundnir í ákveðnum verkum geta farið svona um hálf- tíma eftir Iokun.“ Við fórum með Guðjóni niður f kjallara þar sem hann sýndi okk- ur hvar vagnarnir voru tilbúnir í kæligeymslunum til að aka vörun- um upp, ávöxtum, frosnu kjöti, osti og hver veit hvað og sagði Guðjón að þeir hefðu naumast undan við að fylla f borðin, svo Guðjón Guðjónsson, verzlunarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands í Glæsibæ. VERZLUNAR- FÓLKS mikið væri keypt á föstudögum. Ákveðnir menn gæta þess að ekki vanti neitt í sfna deild og þannig væri séð til þess að aldrei þyrfti fólk að bíða eftir vörunni. Að lokum spurðum við þennan hressa verzlunarstjóra hvað hann ætlaði að gera um verzlunar- mannahelgina: „Ég ætla að fara upp í sumar- bústað og vera þar yfir helgina og slappa af, ég keyri sennilega á föstudagsnóttina, þegar allt er bú- ið hér.“ „Mest að gera á sumrin” • HANS PETERSEN er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur að- stöðu f verzlunarmiðstöðinni f Glæsibæ, en önnur verzlun Hans Petersens er í Bankastræti svo sem kunnugt er. Við afgreiðslu í Glæsibæ voru þær Arný Ingólfs- dóttir, Kolbrún Jónsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir. Þær voru önnum kafnar við að sinna fólki, sem var að kaupa filmur eða koma með filmur f framköll- un, en gátu gefið sér tfma inn á milli til að svara nokkrum spurn- ingum. Við spurðum Árnýju hve langt væri síðan búðinni í Glæsibæ hefði verið komið á fót: „Hún er búin að vera hér í rúmlega fimm ár, en ég hef unnið hjá Hans Petersen síðustu þrjú árin. Við erum yfirleitt þrjár við afgreiðslu auk verzlunarstjórans, sem er í fríi núna. Hans Petersen rekur svo aðra búð í Bankastræti en skrifstofa og framköllunarstof- an eru í Skipholti." x Ekki var Árný alveg viss um hvað margir ynnu hjá fyrirtæk- inu alls, en það eru allmargir sem koma þar við sögu. Þá spurðum við hvort ekki væri mikið að gera nú í sumar þegar ferðalög og sumarfrí stæðu sem hæst: „Jú, það er yfirleitt mikið að gera á sumrin og er mest um verzlunarmannahelgina og eftir hans. Svo koma önnur tímabil þar sem mikið er að gera og það er helzt um jól og páska. Þá er alltaf keypt mikið af filmum og nóg að gera við að taka á móti þeim til framköllunar." Þær sögðu að algengasta sölu- varan væri filmur og einnig selja þær myndavélar, sjónauka, kvik- myndatökuvélar og yfirleitt allt sem kemur ljósmyndun við. Oft þyrftu þær að svara erfiðum spurningum þegar verið væri að hugleiða kaup á Ijósmyndavélum og væri það helzt þegar grúskarar væru á ferðinni, en sumir keyptu án þess að spyrja svo mjög mikið. Og þar sem enn var að koma fólk vildum við ekki tefja þær lengur. # „ÞAÐ ER allt annað að vera sinn eigin atvinnuveitandi, ég ber það ekki saman við að vinna hjá öðrum. Og ég fæ sko aldrei vinnu- leiða," sagði Dagbjört Guðmunds- dóttir í verzluninni Karfan á horninu á Asvallagötu og Hofs- vallagötu. „Eg hef unnið f verzlun allt frá þvf ég byrjaði að vinna, var síðast í búðinni hérna við hliðina. Ég er fædd og uppalin hér f grendinni, bý hér reyndar enn þá. Flestir mínir viðskipta- vinir eru héðan í kring.“ ,Jlér var áður bakarí, það hætti fyrir u.þ.b. sex árum. Þá var hún hérna, hún Margrét, afgreiddi bakkelsið alltaf á peysufötum, ég man vel eftir henni. Þegar bakarí- ið hætti, byrjaði barnafata- verzlunin og ég hef haldið því áfram og er með svona hitt og þettá með.“ „Við keyptum þetta, ég og kærastinn fyrir tæpu ári. Hann er að læra vélvirkjun — já, þetta svona kostar námið- hans að ein- hverju leyti. En ég hugsa mér að halda þessu áfram, það þarf eitthvað mikið að gerast til að fá. mig til að hætta.“ Ertu ekki í harðri 'samkeppni við stórverzlanirnar og miðbæ- inn? „Eins og ég sagði, þá eru margir kúnnarnir héðan í kring, þeir muna eftir mér síðan ég var krakki. En mitt verð er líka oft læra en hjá þeim stóru, það borgar sig ekki að leggja of mikið á.“ Hrafnhildur Jónsdóttir, Árný Ingólfsdóttir og Kolbrún Jónsdóttir voru við afgreiðslu hjá Hans Petersen í Glæsibæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.