Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. AGUST 1976 j atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Stálver vill ráða menn í sandblástur og sínkhúðun. Helst vana. Ekki yngri en 30 ára. Góðir tekjumögu- leikar. Stálver s. f. Funahöfda 1 7. Sími 83444. Nokkrar kennarastöður lausar við barna- og unglingaskólann í Grindavík. Æskilegar kennslugreinar, auk almennrar kennslu, handavinna stúlkna og stærðfræði. Umsóknir sendist for- manni skólanefndar Vilborgu Guðjóns- dóttur Leynisbrún 2, Grindavík sími 8250 Gjaldkeri óskast Tryggingafélag óskar að ráða konu til gjaldkerastarfa Bókhaldskunnátta nauð- synleg og einnig nokkur vélritunarkunn- átta. Verður að geta hafið störf ekki seinna en 1 sept. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl fyrir 5. ágúst merkt. „nákvæm 6300". Skrifstofustúlka óskast Tryggingafélag óskar að ráða stúlku til starfa við spjaldskrárvinnu ofl Vélritunar- kunnátta nauðsynleg Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sé skilað til Mbl. fyrir 5. ágúst merkt: „tryggingafélag — 6301". Einstakt tækifæri fyrir bráðduglegan og snarpan kvenmann. Fjölbreytilegt starf í verslun vorri. Góð laun fyrir rétta manneskju. Upplýsingar ekki veittar í síma. Umsóknum veitt móttaka milli kl. 18 —19.30 mánudaginn 3.8 þriðjudaginn 4.8 og miðvikudaginn 5.8 Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast hafið meðferðis nákvæmar upp- lýsmgar um menntun og fyrri störf ásamt mynd Skipholti 19 v/Nóatún. Akraneskaupstaður Trésmiður Ósku m eftir að ráða nú þegar duglegan trésmið, sem gæti tekið að sér flokkstjórn trésmiða á vegum Akranesbæjar í úti og inni vinnu. Skriflegar umsóknir skulu hafa borist undirrituðum fyrir 6. ágúst. Nánari upplýsingar um starfið veitir undirritaður í síma 1211 eða á skrifstofu Byqqinqafulltrúa Kirkjubraut 8 Akranesi milli kl. 1 1 og 1 2. Bæjartæknifræðingur Ert þu maður með söluhæfileika sem ert að leita að framtíðarstarfi? Þekkt innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða sölumann. Hér er um að ræða fram- tíðarstarf fyrir ungan áhugasaman mann. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf ásamt meðmælum, ef þau eru fyrir hendi sendist til afgr. Mbl. merkt: „Sölustarf 6303, í síðasta lagi fyrir 8.8. '76. Framkvæmdastjóri Staða framkvæmdastjóra við Prjónastof- una Kötlu h.f. Vík í Mýrdal er hér með auglýst laus til umsóknar. Nánari upp- lýsingar veitir framkvæmdastjóri, Finnur Ingólfsson í síma 7225 eða 7159 í Vík. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, ber að senda skrifstofu Prjónastofunnar Kötlu h.f. Víkurbraut 21, Vík í Mýrdal. Umsóknar- frestur er til 15. ágúst n.k. Prjónastofan Katla RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Kleppsspítalinn Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á ýmsum deildum spítalans. Nánari upplýsingar veitir forstöðukonan, sími: 38160. Fóstra óskast til að veita forstöðu dagheimili fyrir börn starfsfólks. Nánari upplýsingar veitir forstöðukonan. Ritari. Tveir ritarar óskast í hálft starf hvor á skrifstofu deildarhjúkrunarkonu nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir forstöðukonan. Landspítalinn Aðstoðarlæknar. Tveir aðstoðarlæknar óskast til starfa á Barnaspítala Hringsins frá 1 . september n.k. í sex mánuði hvor. Aðstoðar/æknir óskast til starfa á rannsóknarstofu spítalans í blóðmeinafræði frá 1. september n.k. í eitt ár. Aðstoðarlæknir óskast til starfa á lyflækningadeild spítalans frá 1. september n.k. í eitt ár. Nánari upplýsingar um stöður bessar veita yfirlæknar viðkomandi deilda Umsóknir er greini aldur, námsferil og fyrri störf ber að senda Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 20. ágúst n.k. Hjúkrunarfræðingur og fóstra óskast til starfa á Geðdeild Barnaspítala Hringsins nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir yfirhjúkrunarkonan. Tjaldanesheimilið Starfsstúlkur óskast til starfa á Tjaldanesheimilinu, Mosfellssveit nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir forstöðumaðurinn eða deildarþroskaþjálfinn í simum 66266 og 60147. Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða byggingatækni- fræðing til starfa í Línudeild. Laun skv. kjara- samningum ríkisstarfsmanna. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 116 Reykjavík. Afgreiðslufólk í ritfangaverzlun Pappírs og ritfangaverzlun í Reykjavík óskar eftir að ráða afgreiðslufólk til starfa strax. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. blaðsins merkt „afgreiðslufólk — 6333". Er þetta kannske tækifærið, sem þú hefur beðið eftir??? Ungir, röskir og -dugmiklir hæfi- leikamenn óskast!!! Við óskum að ráða eftirfarandi starfsmenn hið fyrsta: Afgreiðslu- og lagermaður: Viðkomandi þarf að vera duglegur, röskur og ábyggilegur, en þessi starfsmaður á að hafa með höndum lagerhald og alla vörutilfærslu og dreifingu fyrirtækisins. Ennfremur á þessi starfsmaður að vinna að sölumálum í verzlun okkar, og þarf hann því einnig að vera lipur og hafa góða framkomu og aðra sölumannseiginleika. Æskilegur aldur er 20 — 25 ár. Bílpróf er, að sjálfsögðu skilyrði. Maður með haldgóða, almenna menntun gengur fyrir. — Hér er um vel launað starf með ágætum framtíðarmöguleikum að ræða. Sölumaður: Æskilegt er, að viðkomandi sé áhugamaður eða hafi sérstaklega menntað sig á sviði rafeindatækni og heimilistækja (hljómtækja og útvarps- og sjónvarpstækja). Hér er um sölustarf í verzlun okkar að ræða, og er til þess ætlazt, að starfsmaður þessi sé lipur og þjónustufús en jafnframt áreiðanlegur og traustur. Nauðsynlegt er, að viðkomandi hafi góða, almenna menntun og sé allvel að sér í erlendum tungumálum, einkum ensku. Æskilegur aldur 20 — 25 ár. — Hér eru einnig há laun í boði og góðir framtíðarmöguleikar. Áhugasamir aðilar um störf þessi eru beðnir að senda umsóknir með sem ítarlegustum upplýsingum um persónuleg málefni, menntun og fyrri störf til skrifstofu okkar fyrir 7. ágúst n.k. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. __VERZLUN OG SKRIFSTQFA LAUGAVEGI 10 SIMAR 77788 19192.19150

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.