Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. AGUST 1976 15 ! sveinsprófi f málaraiðn. Ljósmyndir Gunnar G. Ingimarsson. Kennararnir Sæmundur Sigurðsson og J6n Björnsson við skreytingar, en málaranemar læra m.a. að mála skreytingar f Iðnskólanum. Á námskeiði fyrir málara, sem öðru hverju hefur verið efnt til. Norræn málaraþing eru haldin annað hvert ár og hefur Ólafur setið þau frá 1958. Þar er skipst á skoðunum og nýjungar ræddar, þvf framfarir og breytingar eru mjög örar f málaraiðn. Þarna eru þátttakendur á móti f Reykjavfk og myndin tekin fyrir framan skrifstofur Málarameistarafélagsins f Skipholti. telja N. S. Bertelsen, sem sest hér að árið 1878, og er því örugglega fyrsti lærói málar- inn. Þá kemur Lauritz C. Jör- gensen 1890 og J. P. Lange 1897 eða 98. Allir voru þeir danskir. — Og þá erum við komin að aldamótunum, og fyrstu at- vinnumálurunum? — Já, um aldamótin er talið að hér í bænum séu 4 málarar. Þessir þrír, sem ég nefndi áðan og fjórði maðurinn er líklega Kristján Möller. Nú fara íslenzkir málarar fyrst að koma við sögu, bróðir Eldeyjar Hjalta, Einar Jónssón er trú- lega fyrsti maðurinn sem hyggst leggja fyrir sig málara- iðn, fór í því skyni til Danmerk- ur 1895 eða 1896. Hann stund- aði ekki reglulegt nám, en kynnti sér sérstaklega marmaramálun og skreytingar. Engilbert Gíslason frá Vest- mannaeyjum fór utan 1899 og lauk umsömdum námstíma, en hafði ekki efni á að Ijúka sveinsprófi, og kom heim 1904. Jón Reykdal var þá nýkominn frá Danmörku og gerðu þeir með sér félagsskap og unnu saman til ársins 1910, er Engil- bert flyst til Eyja. En Jón var hér til dauðadags 1921. En 1903 lauk Jón G. Jónasson frá Seyð- isfirði prófi i Bergen og var vafalaust fyrsti maðurinn hér á landi, sem lauk prófi í iðninni. Hann átti heima á Austurlandi alla sína ævi. Og það var ein- mitt sama árið, sem Ásta Arna- dóttir fór utan að læra málara- iðn, sem fyrr er sagt. — NÚ virtist skriöan komin af stað og rekur nú hver nem- andinn annan, og höfðu nokkr- ir lokið námi þegar fyrsti ára- tugur aldarinnar var liðinn. Auk þeirra koma einnig til greina allmargir menn, sem byrjuðu sem hjálparmenn hjá meisturum, þegar mest var að gera á þessu timabili, og öðluð- ust síðar full starfsréttindi. Eg gæti trúað að á fyrstu 10—12 árum tuttugustu aldarinnar hafi málarar ekki verið færri en 20 talsins, og mætti af þvi ráða vöxt og viðgang Reykjavik- ur á þessum árum, sagði Olafur. — En þegar fer nokkuö að líða á annan tuginn fer vöxtur stéttarinnar að verða heldur hægari og tiltölulega minni en áður. og má segja að svo hafi verið allt fram til styrjaldarára, að mikill vöxtur hleypur i stétt- ina. NÚ eru 700—800 málarar starfandi á landinu. Nú erum við að vinna að því að koma út málaratali fyrir 50 ára afmæli félagsins 1978. Eg reikna með að i þvi verði um 1000 sveinar og meistarar, lifandi og látnir. — Já, félagsskapurinn er orð- inn þetta gamall? — Þegar iðnaðarmannafélag- ið í Reykjavík var stofnað í nóvember 1867, var menntun iðnaðarmanna eitt af aðalmál- um félagsins. 1873 stofnaði fé- lagið til skólahalds fyrir iðnað- armenn. Mun það hafa verið sunnudagaskóli. Og 1. október 1904 hóf Iðnskólinn í Reykjavík starfsemi sína og fór kennsla fram á kvöldin. Málarameist- arafélag Reykjavíkur var stofn- að 26. febrúar 1928. Aðalfor- göngumaður að stofnun þess var Einar Gíslason málara- meistari, sem nú er orðinn 87 ára gamall. Gegndi hann for- mennsku i 22 ár, en stofnendur voru 16 talsins. Og skömmu seinna var sveinafélagið stofn- að. Um þetta leyti kom til fram- kvæmda ný reglugerð um iðju og iðnað. Eftir henni skyldu iðnnemar vera í 4 ár við iðnnám til þess að hljóta iðnréttindi og yrðu þeir að gera námssamning við meistara og vinna hjá hon- um meðan á námi stæði. Þetta fyrirkomulag hefur haldist næstum óbreytt fram á þennan dag. En þess má geta hér, að 1929 gekkst málarameistarafé- lagið fyrir því að haldin yrðu námskeið fyrir próftaka í Iðn- skólanum, og munu það hafa verið fyrstu námskeiðin í iðn- grein, sem hér voru haldin. Verklegu námskeiðin, sem voru hjá meisturunum, eru nú kom- in inn i skólann og stefnt er að því að sem mest af náminu fari inn í iðnskólana. Þannig yröi neminn búinn að hljóta undir- stöðukennslu i þvi, sem hann ætlar að taka sér fyrir hendur, áður en hann kemur til vinnu. Hann yrði þá búinn með sina skólagöngu, eins og aðrir náms- . menn. Ætli þeir þyrftu þá ekki tveggja vetra skóla fyrst, eins og er viðast á Norðurlöndum. — Heldurðu að það nám gef- ist betur? — Eg veit ekki hvort námið vcrður betra. En kröfur eru komnar fram um þetta. Talað er um, að nemarnir séu arð- rændir. Það er því betra að þeir nemi i skólanum og komi út á vinnumarkaðinn aðeins til þjálfunar að námi loknu. Mörg- um meisturum finnst heldur ekki iengur borga sig að hafa nema, þar eð þvi fylgja orðið svo miklar kvaðir. Þeir vilja því gjarnan losna við þann lið og hafa aðeins fullnuma menn i vinnu. Verknámskennsla er nú þegar orðin mjög umfangsmikil i Iðnskólanum i Reykjavik síð- ari árin. Þessi verknáms- kennsla kostar ærið fé, svo vel þarf að standa að þeim málum, þannig.að sem best fáist út úr náminu til aö skapa betri lifs- kjör til hagsældar fyrir þjóðina. — Hagsældar fyrir þjóðina, segir þú? Nú kvarta menn und- an verðlagningu á allri málun og jafnvel að málning endist ekki eins vel og áður fyrr? — Uppmælingataxtinn held ég að sé mjög réttur, enda kom- in löng reynsla á hann. Arið 1934 var fyrsti samningur gerð- ur um kaup og kjör milli meist- ara og sveina og eru því 42 ár siðan. Fyrsta verðskrá málara- meistarafélagsins var samin 1935 og náði aðeins til útseldrar vinnu, þvi sveinar unnu aðeins eftir tímakaupi. En verðskrá þessi mun hafa verió notuó við uppbyggingu í hinu svokallaða visitöluhúsi og viðgerð annarra áætlana langt fram yfir striðs- árin. En á árunum 1950—1954 var unnið aó samræmingu á verðskrá fyrir málarasveina og kom hún til framkvæmda 1954. Síðan hefur mestöll vinna mál- arasveina og meistara, verið reiknuð út eftir þessari verð- skrá, sem ég held að hafi verið mikið framfaraspor fyrir stétt- ina i heild. Sú breyting var gerð, er þessi verðskrá tók gildi, að henni var breytt úr krónum og aurum í vinnumín- útur, þannig að manninum er reiknaður ákveðinn timi lil verksins. Og honum í hag, ef hann kemst af með styttri tima til að ljúka verkinu en verð- skráin segir til um. Ef eitthvað er að, þá er það ekki uppmæl- ingataxtanum sjálfum að kenna. Og málararnir eru ekk- ert ofsælir af taxtanum. Frekar að menn vinni ekki eins og á að vinna verkið. Verklýsingu þarf að gera fyrirfram, og vanda verkið. — Ur því farið er að minnast áuppmælingar dettur mér í hug vísa, sem Einar heitinn Jónsson málarameistari gerði, er hann haföi fengið mann í vinnu ofan af Akranesi, er lét nokkuð mik- ið yfir sér. Hún er svona, segir Olafur: A Akranesi, ðls við krús, orti ég sæg af rímum og fullmálaði fjórtán hús, á fjórum klukkutímum. — Hafa ekki orðið miklar breytingar á starfi málarans á siðustu árum? — Jú, aðstæður eru ger- breytlar síðan nýju efnin f'óru að koma og við losnuðum við olíuefnin, og þegar rúllan kem- ur til sögunnar verður gerbylt- ing i vinnuhraðanum. Fleira hef'ur komið til, sem eykur vinnuhraðann. Með stóru hús- unum hefur útivinnan aukist geysilega en málurum ekki fjölgað að sama skapi. Nú ligg- ur svo mikið á. Aður var maður kannski í 2—3 mánuði að mála eitt hús. Nú er ætlast til að það sé gert á 10—20 dögum. En seinlegri vinnan er lika úr sög- unni, svo sem hurðir og karmar o.fl. Innanhúss eru nú komnar harðviðarhurðir og innrétiing- ar og flísar i staðinn fyrir lakk- málninguna. Málningarvinnan verður minnkandi kostnaðarlið- ur af byggingarkostnaðinum og raunar nú sáralitill hluti at' heildarbyggingarkostnaði húsa. — Þú segir að viðhorf'in séu breytt með tilkomu nýju máln- ingarefnanna. En endast þau ekki styttra en málningin áður fyrr? — Þetta eru ágæt efni, ef rétt er með þau farið. Undirbún- ingsvinnan skiptir miklu máli. Eftir henni fer endingin, hvort sem verið er með gömlu eða nýju efnin. Maður verður að vera vakandi yfir þvi að gera við skemmdir og búa undir málninguna. Mestur vandinn er við að mála utanhúss hér á landi Vegna veðráttunnar. Væta og frost skiptast á sama daginn og mikið mæðir á máln- ingunni. — Er þá ekki vitleysa að vera að mála hús að utan við þessar aðstæður? — Það held ég ekki, svarar Olafur. Það skiptir iniklu máli i þeirri grámósku, sem við búum við, að lífga upp á umhverfið. ()g þrátt fyrir allt er ódýrasta aðferðin að mála htisin frenuir en að húða þau með einhverju. sagði Olafur að lokum. — K.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.