Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. AGUST 1976 37 fclk í fréttum Sjö íslenzkir lœknar við sama sjúkrahúsið í Svíþjóð + Nýlega birtist grein f sænska btaðinu Folket, sem gefið er út f Eskilstuna, þar sem sagt er frá erlendum læknum sem starfa við sjúkrahúsið þar f borg. Þar kemur fram að f hópi útlendinganna eru fsiendingar f jölmennastir eða alls sjö. Rætt er við læknana sem láta vel af sfnum högum og segjast kunna vel við sig í Eskilstuna. Harald- ur Briem er sá tslendinganna sem starfað hefur lengst við sjúkrahúsið eða frá því í jan- úar 1975 en aðrir skemur. Á myndinni má sjá nokkra af erlendu læknunum við sjúkra- húsið og eru þeir t.f.v. Henrik, Finnlandi, Nils, Noregi, Har- aldur Briem, Matthías Hall- dórsson, Jón Hjaltalín Ólafs- son, Geir Friðgeirsson, allir íslenzkir, og að lokum Ib frá Danmörku. Þrfr aðrir fslenzkir læknar starfa við sjúkrahúsið, þeir Friðrik Jónsson, Lúðvfk Guðmundsson og Júlíus Gests- son. Ekki eru allar ferðir til fjár . . . + Flokkur vopnaðra ræningja ruddist fyrir skömmu inn f banka f ítalska bænum Masera og hugðist láta greipar sópa. Inni f bankanum hittu þeir fyr- ir einmana gjaldkera sem sagði þeim að lírukassinn stæði því miður ekki lengur undir nafni þvf að hann væri tómur og ekki grænan eyri að fá. Bankastarfs- menn voru f verkfalli og því enginn til að stjana við ræn- ingjana sem urðu að hypja sig heim viðsvo búið. Ungur nem- ur - gamall temur + Hvað á strætisvagnastjóri til bragðs að taka þegar fjögurra ára gamall scnur hans vill taka upp starf föður sfns á stund- inni? Smíða fyrir hann strætis- vagn — af réttri stærð. James litli er ákaflega hreyk- inn af vagninum sínum og ekki versnar það þegar hann fær lánað kaskeitið hans föður síns. Faðir James, Derek Waygood, smíðaði litla vagninn og er hann ágæt eftirlfking af þeim stóra, með einni undantekn- ingu þó — hann er vélarvana. 10 ára sund- afmœliMaós + Þann 16. júlf sfðastliðinn var þess minnzt austur í Kína að Mao formaður vann það afrek í elli sinni fyrir tfu árum að taka sér sundsprett í Yangtze-ánni. Hér á myndinni má sjá verka- menn, bændur og hermenn minnast atburðarins fyrir framan Sumarhöllina í Peking þar sem Mao svam á sínum tfma. Citroén gerir hringveginn að hraðbraut! Þó er hann enn þá sami hringvegurinn og í fyrra. En við bendum á, að til er bíll, sem lætur ekki mikið á sig fá hvert ástand veganna er, eða hvaða vegi honum er ekið. CITROÉNAGS Vegna hinnar óviðjafnanlegu fjöðrunar, verður akstur- inn þægilegur, jafnvel á þvottabrettum. Auk þess er hæð undir lægsta punkt stillanleg frá 1 6—26 cm óháð hleðslu. Framhjóladrif gerir bílinn stöðugan á vegi. Fjörug vél og þægileg gírskipting henta vel íslenzkum fjallvegum. Öll þessi GS þægindi kosta minna en þére.t.v. haldið. Talið við sölumenn okkar strax. Við lofum yður góðum móttökum. GlobusFH LÁGMÚLI5,SÍMI81555 KLIPPUR <J?ecovdl R'ORTANGIR — SKRÚFSTYKKI G. J. Fossberg, vélaverzlun hf. Pósthólf 1382 Skúlagötu 63 - Reyfc/avfk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.