Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. AGUST 1976 LASSE Viren — lögregluþjónninn fljúgandi fra Helsinki hefur sigrað I 5.000 metra hiaupíuu. Dick Quax (691) hlaut silfurverðlaunin. en Klaus Hildenbrand frá Vestur-Þýzkalandi hlaut bronsið. Það er Bretinn Brendan Foster sem dettur á marklfnunni, algjörlega þrotinn að kröftum. Viren - þjóðhetja í Finnlandi Fánar blöktu hvarvetna við hún í gærmorg- un eftir að Viren vann 5000 m hlaupið — ÉG EYDDI aleigunni í að kaupa mér litasjónvarp I gær. Það var vegna Lasse. Ég vissi að hann myndi sigra, og vildi sjá það. Ég hef þekkt hann sfðan hann var smástrákur. Hann skreið öðru vísi en önnur börn og hann stóð varla fram úr hnefa þegar hann fór að ganga. Þannig fórust Elli Rinne, gam- alli konu í Mörskom í Finnlandi orð daginn eftir að Lasse Viren vann 10.000 metra hlaupið í Montreal, en blaðamenn komu að gömlu konunni þá um morgun- inn, þegar þeir ætluðu að heim- sækj'a foreldra Viren. Hún var þá :ð bisa við að draga upp finnska fánann við heimili sitt. Oft hefur nú verið flaggað fyrir minna en Ólympíumeistara. Og það voru fánar við hún á hverri flaggstöng f Finnlandi f gærmorgun, eftir að Lasse Viren hafði kórónað einstæðan feril sinn á Ólympíuleikunum með því að vinna sigur I 5.000 metra hlaupinu. Mikil hetja var Viren eftir sigrana í MUnchen 1972, en nú er hann orðinn þjóðardýrðl- ingur f Finnlandi. Þeir sem þekkja hann eru miklir menn, hvað þá þeir, sem hafa umgengist hann frá barnæsku. Fyrir Finna var sigur Viren í gærkvöldi enn stærri fyrir það, að hann hafði verið borinn ýmsum sökum eftir sigurinn i 10.000 metra hlaupinu, og þá aðallega af Sovétmönnum, sem m.a. komu fram með þá ástæðu fyrir sigri hans að hann hefði verið „blóð- dópaður“ þ.e. að í hann hefði ver- ið dælt hans eigin blóði skömmu áður en hann fór f hlaupið, en slfkt þykir nú mjög vænlegt til árangurs. Þegar slfkt er gert fjölgar rauðu blóðkornunum verulega, og kraftur viðkomandi eykst. Hefur slíkt verið gert við sovézka íþróttamenn um árabil, og þótti það því koma úr hörðustu átt, þegar þeir voru að kvarta yfir Viren. Auk þess fór það í taugarn- ar á Finnum, þegar Sovétmenn sögðu að sigur Virens í 10.000 metra hlaupinu hefði verið tilvilj- un, og að þeirra maður, Sellik, myndi taka hann í 5.000 metra hlaupinu. Höfðu þeir fjölmörgu Finnar, sem fylgdust með hlaup- inu, mikla ánægju af því að sjá Sovétmanninn gefast upp í hlaup- inu, fljótlega eftir að það hófst. Gífurleg gleði var f finnsku her- búðunum í Montreal eftir sigur Virens í 5.000 metra hlaupinu f fyrrakvöld. Sjálfur tók hann ekki þátt í þeim. Hann mátti varla vera að þvf að taka þátt f blaðamanna- fundi þeim, sem jafnan er efnt til með sigurvegurunum. Hann vildi fara heim í Ólympfuþorpið og hvílast enda framundan hjá hon- um erfiður dagur — fyrsta keppni hans í maraþonhlaupi. Sjálfur á Viren ekki von á því að honum gangi vel í þvf hlaupi. — Þreytan eftir tvö erfið 10.000 metra hlaup og tvö 5.000 metra hlaup munu koma við sögu, sagði hann, — þótt ég finni það ekki eins og er og sé alvanur að hlaupa svo langa vegalengd. Þetta verður þeim mun erfiðara hlaup fyrir mig, að ég veit að margir munu fylgjast með því hvernig gengur. Ég mun gera mitt bezta, þvf einu get ég lofað. Ef Lasse Viren sigrar í mara- þonhlaupinu verða tæpast til orð til þess að lýsa snilli hans sem hlaupara. En þess er tæpast von. Sannleikurinn mun vera sá að Viren hleypur maraþonhlaupið f Montreal fyrst og fremst til þess að kynnast slíku hlaupi. 1 Moskvu 1980 ætlar hann að verða meðal keppenda í þessari grein — og sigra. Annar í 5000 metra hlaupinu f fyrrakvöld varð Ný- Sjálendingurinn Dick Quax, en lengi leit út fyrir að hann myndi sigra í hlaupinu. A blaðamanna- fundinum eftir hlaupið lét hann það verða sitt fyrsta verk að gagn- rýna íþróttayfirvöld iands sfns fyrir að senda rúbbí-lið til Suður- Afríku, en sem kunnugt er hættu Afríkuríki við þátttöku í leikun- um vegna þeirrar ferðar. — Málið er einfalt frá mfnum bæjardyrum séð, sagði Quax, það var rangt að senda þetta lið til Suður-Afríku. Það er rangt að eiga iþróttaviðskipti við þjóð sem er stjórnað af slíkum mönnum. Mér þykir það leiðinlegt að Afrfkubúar eru ekki með. Þegar ég sá þá fara fannst mér Nýja- Sjáland eiga alla sök á þvf að þessir ágætu fþróttamenn fengu ekki að keppa á leikunum. Quax sagði það hafa komið sér á óvart að Viren sigraði í hlaupinu. — Ég var ákveðinn að bíða til síðasta hrings til þess að hrista keppinauta mína af mér. Sá, sem ég var hræddastur við, var landi minn, Dixon, þar sem ég veit að hann lumar jafnan á miklum krafti í endasprettinn og er oft fljótur á honum. En þá varð ég var við Viren. Til að byrja með taldi ég mig hafa hann f vasanum, þar sem ég veit að ég er mun betri 1500 metra hlaupari en hann, en hann kom mér gjörsámlega á óvart með hörku sinni á enda- sprettinum. Það var eins og hann hefði einhverja umfram orku — nákvæmlega þá sem þurfti til þess að sigra f hlaupinu. BANDARlKJAMAÐURINN Bruce Jenner sigraði f tugþraut á Ólympfuleikunum f Montreal f fyrrakvöld og setti nýtt heimsmet f greininni, hlaut 8.618 stig. Bætti hann þar með eldra heimsmetið verulega en það var 8.507 stig. Sjálfur náði hann reyndar betri árangri, 8538 stigum, á banda- rfska úrtökumótinu fyrir leikana f Montreal, en það afrek hans var ekki viðurkennt þar sem ekki var notuð sjálfvirk tfmataka f hlaupa- greinunum. Það var ekki fyrr en kom að sjöundu og áttundu grein þraut- arinnar, spjótkasti og stangar- stökki, að Jenner fór að láta veru- lega að sér kveða. Fram til þess tfma hafði hann ekki verið f röð- um fremstu manna, og var t.d. ekki meðal fimm fyrstu eftir fyrri daginn. Slíkt er reyndar ekkert óvenjulegt þegar Jenner á í hlut, þar sem fyrri dagur þrautarinnar er venjulega fremur slakur hjá honum, en seinni dagurinn aftur á móti frábær. Árangur Jenners í einstökum greinum þrautarinnar var þessi: 100 metra hlaup 10,94 sek., lang- stökk 7,22 metrar, kúluvarp 15,35 metrar, hástökk 2,03 metrar, 400 metra hlaup 47,51 sek., 110 metra grindahlaup 14,84 sek., kringlu- kast 50,04 metrar, stangarstökk 4,80 metrar, spjótkast 68,52 metr- ar og 1500 metra hlaup 4:12,61 mfn. í öðru sæti í þrautinni varð Guido Krasnhmer frá Vestur- Þýzkalandi sem hlaut 8.411 stig og í þriðja sæti varð Sovétmaður- inn Nikolaj Avilov sem hlaut 8.369 stig. Avilov varð Ólympíu- sigurvegari í Munchen 1972 og setti þá nýtt heimsmet. Árangur Kratschmers og Avilovs f einstök- um greinum varð þessi; (Grein- arnar taldar upp f sömu röð og hjá Jenner) Kratschmer: 10,66 — 7,39 — 14,74 — 2,03 — 48,19; 14,58 — 45, 70 — 4,60 — 66,32 — 4:29,09. Avilov: 11,23 — 7,52 — 14,81 — 2,14 — 48,16 — 14,20 — 45,60 — 4,45 — 62,28 — 4:26,26. Athygli vakti frammistaða sænska tugþrautarmannsins Raimo Phil sem hlaut 8.218 stig, en hann var kominn í fjórða sætið eftir fyrri dag keppninnar. Hin gamalkunna kempa, Lennard Hedmark, var enn einu sinni með í slagnum, og vann sig upp úr 16. sæti eftir fyrri dag keppninnar í áttunda sæti, sem var sannarlega vel af sér vikið hjá honum, en Hedmark er nú kominn á fertugs- aldurinn. Var það fyrst og fremst framúrskarandi árangur hans í spjótkasti sem lyfti honum upp, en spjótinu kastaði Hedmark hvorki meira né minna en 78,58 metra — mun lengra en íslands- metið er í greininni. Bruce Jenner var meðal keppenda f tugþraut á Ólympíu- leikunum f Míinchen 1972. Þá var ekki búizt við miklu af honum, heldur áttu margir von á því að landi hans Jeffrey Bannister yrði sigurvegari. En Bannister datt í 110 metra grindahlaupinu og varð að gera sér 21. sætið að góðu. 1 Miinchen varð Jenner í áttunda sæti, næstum 500 stigum á eftir Avilov, sem setti þá heimsmet og hlaut 8.454 stig. Mikil framþróun hefur síðan orðið f tugþrautinni. 1975 setti Jenner heimsmet og hlaut 8.524 stig og vann hann það afrek f landskeppni við Sovétmenn. Bruce Jenner er 26 ára að aldri, og hefur þrjú síðustu ár dvalið í Kaliforniu og stundað þar nám við hinn fræga San Jose skóla, en frá þeim skóla hafa margir af færustu íþróttamönnum Bandaríkjanna komið. Þegar Jenner mætti á blaða- mannafundinn eftir tugþrautar- keppnina var það fyrsta sem hann sagði, að þetta hefði verið sfn síðasta tugþraut, nú væri hann hættur. Hann ætlaði sér að leggja íþróttirnar algjörlega á hilluna — fara að vinna eins og hann orðaði það, og auglýsti um leið eftir starfi — En ég mun sakna íþrótt- anna, bætti Jenner við, — þær hafa gefið mér margt, og nú hef ég öðlast það æðsta sem unnt er að öðlast í fþróttunum. Jenner sagðist hafa verið mjög vel upplagður f keppninni, enda hefðu æfingar sfnar síðasta ár miðað að því að hann yrði í topp- formi í Montreal. — Ég var ekk- ert þreyttur eftir keppnina, en ég finn það núna hvernig þreytan hvolfist yfir mig, sagði Jenner á blaðamannafundinum. — Þetta er mesti hamingju- dagur í lífi mfnu. Ég ætlaði mér að sigra og það tókst. Og þar með gekk Jenner af fundi frétta- manna,tók í hönd konu sinnar sem beið hans úti fyrir cg sfðan gengu þau áleiðis til borgarinnar, en þar hafði frúin herbergi. EINBEITNI skfn úr svip bandarfska tugþrautarmannsins Bruce Jenn- er sem sigraði f þessari erfiðu grein og setti nýtt heimsmet, hlaut 8,618 stig. Þarna er hann í spjótkastinu, næstsfðustu keppnisgrein þrautar- innar. Hef náð takmarkinu og ætla nú að hætta alveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.