Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. AGUST 1976
t Vogum er aragrúi af börnum.
Ljósmynd Emilía
Vogar á Vatns-
hingað frá öðrum höfnum f
frystihúsin."
„Ég flutti hingað 1967, en við
höfðum verið með útgerð síðan
um 1940. Já, — „sagði Magnús
og brosti við, „það er ágætt að
vera útgerðarmaður í Vogum.
Höfnin er náttúrulega ekki
nógu góð, hennar vegna geta
bátarnir varla verið stærri.“
Hafa Vogar mikið breytzt síð-
an þú fluttist hingað?
„Vogar hafa eiginlega orðið
til síðustu 10 árin, enda sérðu
að fá húsanna eru mikið eldri
en það. Og alltaf er að bætast
við. Flestir þeir, sem hér búa,
eru af ströndinni og ég held
fólk hafi frekar tilhneigingu til
að vera um kyrrt. Hér er gott að
vera.“
Margrét flakaði af mikilli
leikni. „Hér er ffnt að búa.“
í frystihúsinu Vogum hf. hitt-
um við fyrstan að máli Jóhann
Arason verkstjóra. Hann hlýtur
að vera með þeim yngstu á
landinu, aðeins 19 ára. „Ég hef
verið f Fiskvinnsluskólanum í
leysuströnd
Hafnarfirði í tvö ár, á eftir eitt
enn og svo sérhæfingu. Mér lík-
ar vel að vinna í Vogum, —
annars bý ég f Keflavík.“
Jóhann sýndi okkur fiskmót-
tökuna, þar var verið að flokka
og setja á færibönd inn í salinn
til stúlknanna. „Þessi fiskur
kom með bfl frá Grindavík, við
erum að verka löngu núna.“
—Langa er ekki frýnilegur
fiskur þótti okkur, hvað verður
um hana?
„Þessi langa fer til Rúss-
lands" sagði Jóhann,“ þeir eru
nú ekki að setja fyrir sig útlitið.
Hér vinna um 25 manns,
stúlkurnar eru flestar héðan,
þó eru tvær skólasteipur úr
Reykjavík hérna núna.“
Framkvæmdastjórinn, Ragn-
ar Karl, sagðist vera frá Þórs-
höfn. „Mér leizt svo vel á kven-
fólkið hérna“, svaraði hann,
þegar við spurðum hvers vegna
hann hefði flutt suður. Hann er
reyndar harðgiftur einni þeirra
og líkar vel staðurinn.
„Og ekki vildi ég eiga heima í
Reykjavík, f látunum þar. Hér
er rólegt og friðsælt.
Við erum í harðri samkeppni
við stóru atvinnuveitendurna
allt í kring um okkur, álið og
völlinn og Reykjavfk, — já, hér
held ég fólki lfði vel.„ — Hvað
um félagslíf?
„Hér er engin samkomustað-
ur, allt slíkt þarf að sækja á
aðra staði.“
Jón, sá sem hjálpaði við
sprungna dekkið bættist í hóp-
inn. Hann er tækjamaður
frystihússins, sagðist vera af
Ströndinni. Og á meðan við
stöldruðum við, kom gamall
maður með ljáinn sinn til brýn-
ingar. Hann sagði lftið, brýndi í
gríð og erg og öðru hvoru komu
stelpurnar með hnffana sfna til
hans. Þarna kom öllum vel sam-
an, og unnu af kappi, höfðu
naumast tfma til að líta upp til
myndavélarinnar, og hver lang-
an á sporð annarri varð hnífn-
um að bráð. Þeim hlýtur að
verða hún að góðu, Rússunum.
Geiri gamli fékk að brýna Ijáinn sinn f frystihúsinu.
hi 1
Jóhann verkstjóri Arason
Gerir ekkert til þó að hér sé engin sjoppa.
Byggingafrsmkvæmdir.
Guðmundur Hauksson sveitar-
stjóri.
Oddviti hreppsins heitir
Magnús Ágústsson. Auk þess að
vera oddviti á hann, ásamt
bræðrum sínum, frystihúsið
Valdimar.
Hvers vegna heitir fyrirtækið
Valdimar hf.?
„Afi okkar, Guðmundur
ívarsson, rak útgerð héðan af
ströndinni á sfðustu öld. Það
var áður en Bretinn kom og
sópaði öll miðin. Þá bjuggu 950
manns í þessum hreppi. Guð-
mundur átti róðrarbát, sem þá
var sá stærsti á Faxaflóa. Hann
hét Valdimar og var gott fiski-
skip. Og einu sinni áttum við
bræðurnir triilu, sem við skfrð-
um Valdimar, sem reyndist
okkur vel. Því þótti okkur það
ágæt hugmynd að skíra út-
gerðarfélagið Valdimar.
Við gerum núna út tvo
hundraðtonna báta, Ágúst
Guðmundsson fyrsta og annan.
Þeir leggja hér upp á vetrarver-
tíðum. En annars er fiski ekið
ÞEGAR blaðasnápar Morgun-
blaðsins óku f hlað við frysti-
húsið Voga h.f. í Vogum á
Vatnsleysuströnd kom hlaup-
andi á móti þeim ungur og
vasklegur maður, ekki til að
bjóða þá velkomna, heldur til
að tilkynna að sprungið væri á
bflnum þeirra. Hann lét ekki
þar við sitja, heldur skipti all-
snarlega um dekk og þótti nú
ekki mikið, þótt hann aðstoðaði
bláókunnugt fólkið og vildi
helzt ekki einu sinni þiggja
þakkirnar. Þetta hlýtur að vera
góður staður hugsuðum við
með okkur.
Vogar eru alla vega merkileg-
ur staður fyrir margra hluta
sakir. Þegar við heimsóttum
sveitarstjórann, Guðmund
Hauksson, sagði hann okkur
m.a. að í Vatnsleysustrandar-
hreppi væri hæsta hlutfallstala
barna yngri en 15 ára á Reykja-
nesi.
„Hér eru 75 börn yngri en 6
ára og 61 á aldrinum 7 til 15
ára, eða samtals 136 börn, en í
öllum hreppnum eru aðeins um
400 manns. Þar af búa um 330 f
Vogum. Enda erum við rétt í
þann mund að ljúka við bygg-
ingu barnaheimilis og byrjað er
að undirbúa byggingu barna-
skóla. Já, hér er mikil uppbygg-
ing, það sést bezt á því, að nú
eru hér 90 hús, flest tiltölulega
ný, en um leið eru 36 f bygg-
ingu.“
Við hvað vinna fbúar Voga?
„Það er náttúrulega ekki næg
atvinna hér á staðnum fyrir
nærri alla, þó vinna margir f
frystihúsinu eða við útgerð, og f
bæjarvinnu. Hún er auðvitað
ekki mikil. En langflestir sækja
vinnu annars staðar, á vellin-
um, í álbræðslunni og inn frá,
þ.e. f Reykjavík.
Sjálfur bý ég í Hafnarfirði,
en er upphaflega úr Reykjavfk.
Jú, þetta er gott starf að vinna
við sveitarstjórn. En það er erf-
itt að reka svona lftið sveitar-
félag, kröfurnar eru jafnmiklar
og hjá þeim stærri. Það þyrfti
að sameina marga rekstrarliði
smærri sveitarfélaga, t.d. raf-
veiturnar, f stað þess að reka
margar örsmáar eins og enn er
gert á Suðurnesjum. Stefnan
verður auðvitað sú, — þannig
er t.d. gert ráð fyrir sameigin-
legri hitaveitu á Suðurnesjum.
Alla þjónustu verður að sækja
út fyrir, þá til Keflavíkur,
Hafnarfjarðar eða Reykjavík-
ur, það er eðlilegt á ekki stærri
stað.“
Magnús Ágústsson oddviti og
útgerðarmaður.