Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. ÁGUST 1976 17 Bankarán aldar mnar Bílastæði' neðanjarðar. V.% **♦•**■*.»*.. v, 4.i>* Rafmaqn frá bíla var notað —TuT---------~t~- í |jós og viftuA 1 k. * ♦ • * . 4 Aðgangur að! ; ^ ’ f f......Tunnel ♦ 30 ft.------ . ' holræsakerfi.ln ■■■ iliJiLrr.. 7" * • / 4 ^ '// Trébiálkark ■ ■ 4 . i \jv;: '.'j og steypaTfíi%»#* - . > Gólfteppijj 8ft Steyptur veggur j- Loftpressur. / Þyfmu fleytt á röftuml * ' • til bifreiða, sem biðuS*.>|,' . / Gips 1 neðanjarðar hjá Paillon ánni7| . ;b,andat|| ■ ígrióti^ Súrefnis T1ME Diasram by Don Mackay Hurðin á peningaskápnum í hinum glæsilega aðalbanka Societe General í Nissa hafði verið til vandræða mánuðum saman. Á mánudaginn var alls ekki hægt að opna hurðina nema með því að sprengja hana upp. Þá uppgötvaðist það sem olli uppþoti á hinni frægu Mið- jarðarhafsströnd Frakklands: Læsingin hafði verið soðin sam- an innan frá. Einhverjir höfðu þar verið að dunda við það yfir helgina að framkvæma það, sem frönsku blöðin kölluðu stuld aldarinnar. Að baki stuld- inum lá ofdirfska og hug- myndaflug, sem á sér ekkert fordæmi í glæpasögunni. Ræn- ingjarnir — sem lögreglan áætlar að hafi verið 10 — höfðu notað fimm tonn af tækjum, sprengiefni o.fl., og komizt á brott með 1,85 milljarða ís- lenzkra króna í beinhörðum peningum og innihald 317 geymsluhólfa af þeim 4000, sem bankinn hefur. Felmtri slegnir lögreglumenn áætluðu að hér með væri metið slegið. Stærsta rán sem framið hefði verið til þessa tíma hljóðaði upp á 740 milljónir ísl. króna, og átti sér stað í Chicago árið 1974. Leynilögreglumenn töldu sig geta séð, að tveggja vikna und- irbúningur lægi að baki ráninu. Tækin, þ.á m. lampar, 27 súr- efnisgeymar og nokkrar loft- pressur voru fluttar í bílum til Palis des Expositions, sem er u.þ.b. mílu frá Place Massena í miðborginni. Þar lokuðu þeir vegi, sem liggur að neðanjarð- argötu ætluðum holræsaverka- mönnum. Þeir óku eftir vegin- um, unz þeir voru komnir í nánd við Place Massena. Þar komu þeir að holræsi sem um 400 m lengra lá í aðeins 10 m fjarlægð frá peningaskápum bankans. Ræningjarnir tengdu því næst 800 m rafmagnslínu við rafstöð á nálægu bílastæði og tóku til við að grafa göng í átt til bankans. Jarðvegurinn var settur í poka, sem ekið var á brott. Ræningjarnir unnu verk sitt af mikilli nákvæmni og styrktu þak ganganna með tré- bjálkum og steypu. Þeir komu einnig fyrir rafmagnsljósum, viftum til að koma andrúms- loftinu í göngunum á hreyfingu og þykkum gólfteppum. „Les Egoutiers" (skolpræsa- mennirnir), eins og þeir voru síðan nefndir, vildu fyrir alla muni ekki bera óhreinindi inn í hvelfinguna. Þegar broizt hafði verið í gegnum rúmlega eins metra þykkan vegginn inn i geymslu- herbergið, notuðu þjófarnir loftpressur til að færa til fimm /tonna peningaskáp sem var fyr- ir þeim. Síðan lögðu þeir til atlögu við bankahólfin við birtu frá sex kyndlum sem þeir höfðu meðferðis,. Hluti af þýfinu sem þeir höfðu með sér var vikusala stærstu verzlunar í Nice og allt reiðufé sem bankinn ætlaði að nota í næstkomandi viku. t geymsluhólfunum fundu þeir hluti, sem búast mátti við að væri að finna á frönsku Rivíer- unnfr gull, silfur, gimsteina. skartgripi, hlutabréf, sjaldgæf frímerki og málverk. 1 einu hólfi a.m.k. var stórt safn mjög kræfra klámmynda, sem þjóf- arnir notuðu á smekklegan hátt til að skreyta með veggi hvelf- ingarinnar. Ræningjarnir hugsuðu einnig vel um aðrar nauðþurftir sínar, því vegsummerkin gefa til kynna að þeir hafi haft með sér kokk. Hann hefur notað færan- legan gasofn og útbúið fjórrétt- aða máltíð með súpu, forrétt, kjötrétt og eftirrétt. Og víninu var heldur ekki gelymt. Þeir höfðu þó ekki með sér neinn borðbúnað vitandi það að í hólf- unum yrði nóg af silfurborð- búnaði, sm þeir gætu notað. Það sem batt að lokum enda á veru ræningjanna í bankanum var það að vatnið hækkaði mjög ört í skolpræsunum vegna mik- illa rigninga og þess vegna þurftu þeir að hafa sig á brott fyrr en annars hefði orðið og með minni ránsfeng en ella. „Þeir hefðu komist á brott me tvöfalt meira, ef rigningin hefði ekki komið og bjargað okkur,“ sagði lögreglumaður einn sem fjallar um málið. STJÖRNENDUR BANKANS FORVIÐA Ræningjahópurinn komst á brott með feng sinn í gegnum skolpræsin til sendibílanna í litlum gúmmíbáti og á röftum. Á miða sem hinir iðnu þjófar skildu eftir stóð undirritað með friðarmerkinu: „Engin skot- hríð, ekkert ofbeldi, ekkert hat- ur!“ Stjórnendur bankans voru eins og vænta mátti öldungis forviða. Jacques Guenet banka- stjóri var svo viss um að engin leið væri til þess að brjótast inn í bankageymslurnar að hann hafði ekki látið koma þar fyrir rafeindabjöllukerfi. Og til að spara mannahald hafði hann tekið upp þann hátt að láta næt- urvörðinn vera heima hjá sér um helgar. Hinir auðugu við- skiptavinir Guenets voru væg- ast sagt óhressir. Daginn eftir ránið safnaðist saman hópur reiðs fólks fyrir framan bygg- ingu Sociéte Générale. Skelfdir starfsmenn bankans þurftu að hrökklast á bak við þykkar járnhurðir bankans. Loforð bankans um að sjá til þess að enginn skyldi bera fjár- hagslegan skaða af- ráninu virt- ist aðeins gera illt verra. Eldri konu, sm heyrði þær fréttir, varð svo mikið um, að yfir hana leið og varð að hressa hana við með koniaki. Til þess að fa full- ar bætur verða eigendur þess sem stolið var úr hólfduum að láta uppi nákvæmlega hvað var í hverju hólfi, en það er nokkuð sem samkvæmt lögum er að jafnaði ekki nauðsynlegt. En í Frakklandi, þar sem það er út- breitt að fela eitt og annað und- ir koddanum og í bankahólfum fyrir skattayfirvöldum benda allar likur til að slíkar opinber- anir muni leiða til þess að stjórnvöld bæti enn á hryggð eigenda góssins, með frekari rannsókn á eignum þessa fólks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.