Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 1. AGÚST 1976 11 Hrefna Tynes: Norðurlandamót St. Georgs gilda — hið 13. f röðinni var haldið að hðtel Nyborg Strand á Fjðni, dagana 28. júnf—2. júlí. Þátttakendur voru: Frá Finnlandi 31 — frá Noregi 42 — frá Svíþjðð 22 — frá Islandi 10 og frá Danmörku 40, auk fjölda danskra gildisvina, sem tðku þátt f varðeldinum og hátfðarkvöldinu ásamt þeim, sem unnu við mðtið. Þarna var einnig form. alþjóðabandalagsins, Phillippe Tossyju frá Belgiu. Þetta sama ár hafa 3 önnur svæðismót verið haldin: Á Nýja-Sjálandi — I frakklandi og á írlandi. Svæóismót eru haldin það ár, sem ekki er alþjóðamót. S.l. ár stóðu Danir fyrir alþjóðamóti, sem haldið var í Aalborg. Næsta alþjóðamót Verður I ágúst 1977 í Montreaux f Sviss. Arið 1979 verður alþjóðamót haldið í Bergen. Næsta Norðurlandamót verður í Svíþjóð 1978 og síðan á íslandi 1980. Hjá okkur var Norðurlandamót 1970. J. Erik Christensen, Noregi, Marta Normann, Sviþjóð, Saga Bach, Finnlandi, Hrefna Tynes, Islandi, Edmund Kjeldsen, Danmörku og Bente Jul Jensen, sem afhenti blómin frá Odense. Norðurlanda- mót St. Georgs gilda HVERS VEGNA ÖLL ÞESSI MÓT? JU — gildishreyfingin byggir á bræðralagi eins og skátahreyfingin, enda hafa flestir gildisvinír áður verið skátar, þó ekki sé það inntökuskilyrði. Mótin eru fyrst og fremst kynningarmót. Gamlir vinir hittast og ný vináttubönd eru tengd. Maður talar um starfið — fær nýjar hugmyndir. Utbreiðslumöguleikar eru ræddir af miklum áhuga, því öllum er Ijóst, að til þess að geta haft áhríf á samfélagið, sem maður lifir I, verða fleiri og fleiri að bætast í hópinn — eða eins og form. alþjóðasamtakanna kemst að orði í bréfi sínu til mótsins í Nýborg: „Það er nauðsynlegt að efla kynningu og auka áhugann fyrir gildisstarfinu og fá á þann hátt fleiri og fleiri til að vinna fyrir málefnið. Það er ósk okkar og von, að við getum í vaxandi mælí látið hugsjónir skáta — og gildishreyfingarinnar ná að festa rætur f því þjóðfélagi, sem við lifum i." — Gildisstarfinu mætti Hkjavið3þrep: 1. Stuðningur við skátastarfið. 2. Þjónusta við almenning umhverfisins. 3. Þjónusta og áhrif á þjóðfélagið. Til þess að ná þessu takmarki þarf sjálfsþroska — sjálfsaga — hjálpar- og þjónustulund. Enginn er þó þvingaður til neins, hvorki með boðum né bönnum. Hvað viltu? Það er þinn innri maður, sem segir til um það. Danirnir, sem kynntu starf sitt á ¦mjög athyglisverðan og „lifandi" hátt, virðast hafa náð langt á þessu sviði. Það voru þeir, sem fyrst hófu gildisstarf, og gáfu hreyfingunni nafnið „St. Georgs gildi". S:gan af St. Georg, sem vann sigur á drekanum þ.e. hinu illa afli — var tekin sem fyrirmynd að Hfi þeirra, sem vilja berjast gegn hinu illa í eigin sál. ENGINN ER UTLENDINGUR Það var ekki einungis svo, að við vorum I hátiðarskapi, og fögnuðum góðum vinum. — Náttúran skartaði sfnu fegursta — sól og aftur sól; hiti að jafnaði um 30° og þar yfir. Það átti svo sannarlega að „bræða" mannskapinn saman. Það heppnaðist meira að segja svo vel, að málf ar margra var f arið að bera keim af „skandinavisku". Það voru ekki bara íslendingarnir, sem brugðu henni fyrir sig. Það er sannarlega ekki hægt að segja að nokkur sé útlendingur í svona hóp. Við erum bara hlekkirnir í Norðurlandakeðjunni. Gildisvinir eru fjölmennastir í Danmörku, en þar eru 205 gildi með samtals 8340 meðlimum. Þar næst kemur Noregur með 72 gildi samt. 1539 meðl. þá Svíþjóð með 23 gildi — 675 meðl., Finnland með 22 gildi — 534 meðl. og þá ísland með 5 gildi — 297 meðl. Hreyfingin fer stöðugt vaxandi, en þó virðist ennþá vera sami örðugleikinn við að berjast hjá öllum nema þá Danmörku, en hann er sá, að enn gætir nokkurs misskilnings hjá fólki, hvað gildi sé í raun og veru, og að „gamlir skátar" virðast ekki hafa þann áhuga, sem þó mætti vænta til þess að halda áfram að starfa á gildisgrundvelli. Hafa þeir orðið uppgefnir á skátastarfinu — eða hefur skátahugsjónin aldrei gripiö þá verulega? Hefur skátastarfið aldrei gefið þeim það mikið í aðra hönd, að þeir finni sig knúða til að leggja eitthvað af mörkum fyrir yngri kynslóðina eða þjóðfélagið í heild? Þessu verður hver að svara fyrir sig. Ef til vill finnst mörgum, að þeir hafi f undið hina réttu leið, en þá verða þeir, sem vilja hafa bætandi áhrif að taka höndum saman. Þess hefur aldrei verið meiri þörf en nú. Þó margt væri rætt í alvöru og af ábyrgð, þá var prógrammið haganlega samansett, og léttur blær yfir öllu. Danir kunnu sannarlega að skipuleggja þessa daga þannig, að alvöru og gamni var hæf ilega blandað. Það voru flutt fróðleg erindi eins og t.d. það sem fyrrv. ráðherra Svend Horn flutti um norræn málefni, en hann er nú form. „Foreningen Norden". Að erindi hans lofcnu var hópvinna, og menn gerðu grein fyrir sínum sjónarmiðum. Einnig var flutt kynningarerindi með litskuggamyndum um Danmörku. Það flutti Tove Jensen kennari. En það sem vakti sérstaklega athygli okkar var erindi það, sem flutt var um dönsku gildishreyfinguna, og hét aðferðin og hjálpargögnin — það má segja, að það hafi verið alveg einstakt. Það var mikið sungið og mikið hlegið — orlogskapteinninn, hann Per, var þarna mættur i gömlu skátaskyrtunni sinni og sló gítarinn af mikilli leikni. Farið var í margar smáferðir og eina dagferð, og þá komið við í Odense — bæ H.C. Andersens. Marfa Það var haldinn varðeldur, þar sem hver þjóð kom f ram með sina kynningu og dagskrárlið. Síðasta kvöldið hófst með hátiðarverði, þar sem allir voru i sfnu bezta skarti og f hátfðarskapi. Það var auðfundið, að gleðin og vináttan réðu ríkjum. Meðal skemmtikrafta voru gamanvisnasöngvari, — leikari frá leikhúsinu í Odense og ballettflokkur þaðan. Dansaði hann menuett úr „Elverhöj" úti í garði upplýstum með skrautblysum. Búningar og Framhald á bls.42. rVESTUR-ÞYZK GÆDAFRAMLEIÐSLA' ÓVENJULEGA ÓVENJULEGUR Það er alveg sama hvernig litið er á ÐOÍF, þá er hann óvenjuleg- ur bíll. — Þó hann sé aðeins 3.70 m á lengd, þá er hann rúmgóður fimm manna bíll. — Þetta er mögulegt vegna þess, að hjólhafið er langt og vélin er staðsett þvers- um. Ennfremur vegna þess, að hann er óvenjulega breiður eða 1.60m. er fáanlegur þriggja eða fimm dyra, að meðtalinni stórri afturhurð. 350 lítra farangursrými, sem er hægt að stækka í 698 lítra með einu handtaki. Það er ekki einungis í farþega- og farangursrými sem ÐOÍF býð- ur upp á óvenjulega kosti heldur einnig undir vélarlokinu. Þar er vélin sem liggur þversum með yfirliggjandi kambás, tvær stærðir 50 ha — eða 70 ha sem eyðir 8 lítrum á 100 km. — Aflið sem vélin framleiðir svo auðveldlega kemur að fullum notum í akstri. ÐOMJF hefur óvenjulega mikla sporvídd og hjólhaf. Hann er fram- hjóladrifinn. OOÆFer með: Óvenjulega stórar dyr. Óvenjulega örugg og aflmikil vél. Óvenjulegt rými inni. Óvenjuleg sporvídd og hjólhaf. Óvenjulega hagkvæmur í rekstri. ®Óvenjulega vel fjaðrandi. Óvenjulega auðveldur í hleðslu og afhleðslu. ® FYRmLIGGJANDI HEKLAhf. Laugavegi 1 70— 1 72 — Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.