Morgunblaðið - 01.08.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. AGÚST 1976
27
Húsið á árbakkanum
og Skiptin
% TVÖ verk sovézka rithöfundarins Yuri Trifonor
hafa vakið mikla athygli meðal menntamanna f
Moskvu að undanförnu. 1 verkunum felst skörp
þjóðfélagsádeila, og bæði fjalla þau á áhrifaríkan
hátt um samskipti einstaklingsins við alræðiskerfið.
Skáldsagan HtJSIÐ A ARBAKKANUM birtist ný-
lega í tfmaritinu Vinátta þjóðarinnar, eins og það
gæti úrlagzt á íslenzku, en leikritið SKIPTIN er
byggt á samnefndri sögu Trifonors, sem kom út
fyrir fimm árum. _________
á árbakkanum á móti Kreml.
Þetta hús er raunverulega til,
og stendur enn, en á sinum
tíma bjó i því fólk, sem var I
náðinni hjá yfirvöldum og
mátti sín meira en sauðsvartur
almúginn, en margt af því
hvarf síðar í Stalín-
hreinsununum. Hér er greini-
lega um að ræða einhvers kon-
ar sjálfsævisögu Trifonors, því
að hann ólst upp i þessu húsi og
bjó þar þangað til faðir hans
var handtekinn og líflátinn
fyrir tilstilli Stalíns árið 1938.
„Ég man þegar við fluttum úr
húáinu á árbakkanum“, lætur
höfundurinn eina söguper-
sónuna segja, um leið hann
bregður upp fágætlega ljósri
mynd af sorglegum atburði,
sem verður fáránlegur í með-
— Tvö skáldverk eftir Yuri Trifonor
vekja mikla athygli í Moskvu
Eina gagnrýnin sem hingað
til hefur birzt um Húsið á ár-
bakkanum í Sovétríkjunum, er
á þá leið, að boðskapur sögunn-
ar sé einhliða, en í þeim orðum
felst ótvírætt, að verkið falli
stjórnvöldum ekki í geð. í
Moskvu eru á kreiki sögur um,
að eintök af tímaritinu hafi ver-
ið fjarlægð úr bókasöfnum, að
rithöfundurinn hafi verið
áminntur, og að hætt hafi verið
við að gefa söguna út í bók.
Þetta þarf þó ekki endilega að
þýða það, að sagan hafi hlotið
endanlegan dóm gagnrýnenda,
en hvað sem um það er, þá er
tölublaðið, sem sagan birtist í
löngu uppurið. Eintakið er selt
á 20 rúblur á svörtum markaði i
Moskvu um þessar mundir, en
tímaritið kemur út i 190
þúsund eintökum.
Áður en Skiptin voru frum-
sýnd í Taganta-leikhúsinu í
Moskvu, ríkti um tíma óvissa
um afstöðu yfirvalda til
sýningarinnar, og leit jafnvel
útfyrir að sýningarleyfi fengist
ekki en síðan það var frlimsýnt
hefur aðsóknin verið mjög
mikil.
Fyrsta bók Trifonors kom út
árið 1950 — þegar hann var 24
ára að aldri. Sú bók hlaut
Stalínsverðlaunin og síðan hef-
ur vegur Trifonors stöðugt far-
ið vaxandi.
Á Vesturlöndum verða rit-
höfundar, sem vekja samtímis
óskipta athygli fyrir vinsælt
leikrit og skáldsögu býsna fjáð-
ir, en fjárhagslegur ávinningur
af slíkri frammistöðu er heldur
rýr í Sovétríkjunum. Líklega
gefa verk Trifonors honum
nokkur hundruð þúsund króna
í aðra hönd, auk þess sem hann
mun njóta vinsælda í kaffihúsa-
menningunni í B: ndaríkjunum
og V-Evrópu, en slíkt kemur
honum auðvitað að litlu haldi.
Mælikvarðinn á frama og vin-
sældir er annar í Sovétríkjun-
um en á Vesturlöndum, en vist
er, að Trifonor nýtur virðingar
meðal menntamanna í Moskvu.
Húsið á árbakkanum segir
frá miðaldra menntamanni,
sem á afkomu sína og frama því
að þakka, að hann hefur verið
klókur í samskiptum sínum við
kerfið. Hér er hreyft máli, sem
snertir beint þá fjölmörgu
Rússa, sem standa andspænis
því að laga sig annaðhvort að
kerfinu — eða taka þeim af-
leiðingum, sem óhjákvæmilega
fylgja þvf að gera það ekki.
Húsið umrædda er 10 hæða
grátt fjölbýlishús, sem stendur
ferð hans. „Við áttum ekki hús-
gögnin i íbúðinni, og það eina,
sem við höfðum með okkur það-
an voru persónulegir munir,
sem litið fór fyrir. Við fluttum
úr þessari rúmgóðu íbúð og
fengum til umráða eitt her-
bergi í fbúð á vegum Moskvu-
borgar í einu úthverfanna. Nú
þurfti babúska (amma) að fara
klukkutíma leið tif vinnu
sinnar."
Aðalpersóna sögunnar er
Glebov háskólanemi. Hámarki
nær frásögnin og bezt komast
kjarni hennar og boðskapur til
skila, þegar yfirvöld hefja hug-
myndafræðilega áróðursher-
ferð á hendur háskóladeildinni,
þar sem Glebov er við nám.
Fyrstu viðbrögð Glebovs eru
þau að hann eigi að verja kenn-
ara sinn, Ganchuk prófessor,
sem árasunum er fyrst og
fremst beint að. Þegar Glebov
fer að hugsa málið, kemst hann
að þeirri niðurstöðu, að réttast
sé láta þetta mál eiga sig, — það
borgi sig ekki að vera að skipta
sér af þessu. Glebov ákveður
samt að fara heim til Genchuks
næsta dag og tala við hann.
Þarna — á heimili Ganchuks —
ætlar hann að tala máli hans.
Sfðar tekur hann aðra ákvörð-
un: „Hann ákvað að sleppa
þessu samtali. Bezt að láta þetta
hafa sinn gang, Iáta tímann líða
og sjá hvort ekki rætist úr
þessu af sjálfu sér. Þannig var
lffsskoðun Glebovs," segir
Trifonor. Höfundurinn er
þeirrar skoðunar, að- þessi
ákvörðun Glebovs sé dæmigerð
fyrir marga þá Rússa, sem kom-
ast hjá að lenda í útistöðum við
kerfið. í þeim togast á ótti,
skynsemistrú og tækifæris-
mennska.
Trifonor tekst á snilldarlegan
hátt að tengja saman fortíð og
nútíð, enda þótt sagan sé stutt.
Lýsing hans á Stalíntímunum
og eigin lífi f forréttindastétt f
Sovétrfkjunum gera söguna á
sinn hátt að heimildarskáld-
sögu. En það sem vakir fyrst og
fremst fyrir höfundinum er þó
það að koma boðskap sínum á
framfæri við samborgarana.
Það er ýmsum ráðgáta
hvernig á því stendur, að Húsið
á árbakkanum fékkst yfirleitt
birt. Hingað til hefur ekki farið
orð af Vináttu þjóðarinnar sem
róttæku opinskáu tímariti. Vin-
ir Trifonors segjá, að sagan hafi
komizt hindrunarlaust gegnum
ritskoðunarkerfið. Ýmsir telja
söguna bezta bókmenntaverk í
óbundnu máli, sem út hefur
komið f Sovétrfkjunum hin sið-
ari ár. Bókmenntagagnrýnandi
nokkur lét nýlega svo um mælt
Framhald á bls.42.
er fylgja mundu framkvæmd
þessara tillagna.“
En hagsýslustjóri leggur jafn-
framt áherzlu á að aflabrögð f
framtíðinni séu óvissari en oftast
áður, þannig að horfur eru á þvf,
að íslendingar verði enn um skeið
háðir óstöðugum ytri skilyrðum.
Kjarasamningamir
1974
— „glæfrar” og
„æyintýramenaska”
Einn þeirra sérfræðinga, sem
svarar spurningu Morgunblaðs-
ins, Þráinn Eggertsson lektoi^
bendir á, að vergar þjóðartekjur
Islendinga lækkuðu um 8% á ár-
inu 1975 vegna viðskiptakjara-
áhrifa og samdráttar þjóðarfram-
leiðslu. Hann bætir því við, að
þjóðarbúskapurinn hafi lagazt á
undanförnum mánuðum.
„Efnahagsaðgerðir stjórnvalda
hafa loks haft tilætluð áhrif, laun-
þegar hafa lært sína lexíu og síð-
ast en ekki sfzt hafa kjörin f utan-
rfkisviðskiptunum batnað". En
fullur bati hafi enn ekki náðst.
Hann talar um glæfra og ævin-
týramennsku í sambandi við
kjarasamningana 1974 og kveðst
vona, að slíkt endurtaki sig ekki.
Þá segir hann, að fjárfesting í
atvinnutækjum þjóðarinnar sé
orðin að pólitískum skrípaleik,
illa sé haldið á fjárfestingaríé og
því ekki veitt í arðsömustu fram-
kvæmdirnar. Hann óttast mjög
ástand þorskstofna við landið, og
ef spár fiskifræðinga reynist rétt-
ar, sé varla hægt að komast hjá
viðkomubresti á næstu árum.
Loks sjáist merki þess, að ísland
sé að verða lágtekjusvæði í
Evrópu, „en það mundi stefna í
hættu framtíð tslandsbyggðar."
Hætta á
óraunsæjum
k j ar asamningum
Þá kemur það fram hjá Jónasi
Haralz bankastjóra,að efnahags-
þróunin í heiminum hafi „á þessu
ári reynzt mun hagstæðari en
menn höfðu þorað að vona“ og
flest bendir til þess, að batinn
eftir kreppuna geti orðið með
eðlilegum hætti, „án þess að til
nýrrar ofþenslu og verðbólgu
þurfi að koma“. Geti þetta haft
margvísleg hagstæð áhrif fyrir
okkur Islendinga.
Hann bendir á, að sfðustu
launasamningar hafi verið tiltölu-
lega hóflegir og miklu minni
aukning á útlánum banka en áður
stuðluðu að verulegri minnkun
verðbólgu síðari hluta ársins.
Hann segir horfur á „að styrkari
stjórn fjármála og launamála yfir-
leitt ásamt þeim bata, sem orðið
hefur í utanríkisviðskiptum muni
leiða til verulegrar lækkunar við-
skiptahallans, og er það mikils-
verður árangur.
Því miður leiddu launasamn-
ingarnir í febrúar hinsvegar til
nýrrar aukningar verðbólgu, sem
þó mun aftur réna siðari hluta
ársins."
Hann bendir á, að mikil óvissa
sé um launasamninga á næsta ári,
„og hætta á, að of mikil þensla
eftirspurnar á næstu mánuðum
stuðli að því, að enn verði gerðir
óraunsæir samningar, er marki
nýjan verðbólguferil.“
Miðar í
jafnvægisátt
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar-
innar, Jón Sigurðsson, bendir á,
að á árinu 1975 minnkuðu þjóðar-
útgjöldin um 9%, en höfðu aukizt
um nálægt 10% árið áður, þótt
þjóðartekjurnar stæðu þá næst-
um í stað. Horfur séu á því að á
þessu ári miði verulega í jafnvæg-
isátt og útlit sé fyrir, „að við-
skiptahallinn lækki úr 23 í 11 eða
12 milljarða króna, eða úr ll'/í% í
5—6% af þjóðarframleiðslunni.
Þessi lækkun næst með sam-
drætti þjóðarútgjalda um 5—6%
en einnig vegna hækkunar út-
flutningsverðs umfram innflutn-
ingsverð. Þetta er mikilvægur ár-
angur, en má þó ekki minni vera,
því viðskiptahallinn, sem fyrirsjá-
anlegur er á þessu ári, þyngir
vitaskuld enn skuldabyrðina".
Hann bendir á, að við höfum
keypt fulla atvinnu, sem er eitt
mikilvægasta markmið efnahags-
stefnu okkar, því verði, að í kjöl-
farið hefur fylgt viðskiptahalli og
verðbólga. „En eigi okkur að tak-
ast að halda fullri atvinnu til
frambúðar, er mikilvægt að ná
jafnvægi í utanríkisviðskiptum,
þar sem langvinnur viðskiptahalli
þrengir smám saman svigrúmið
til þess að reka sjálfstæða efna-
hagsstefnu. Reynslan sýnir
reyndar ótvírætt, að þau ríki, sem
búið hafa við verulegan viðskipta-
halla langtímum saman, hafa orð-
ið að gripa til svo róttækra að-
haldsaðgerða, að leitt hefur til
atvinnuleysis."
Um fiskstofnana segir forstjóri
Þjóðhagsstofnunarinnar m.a.:
„Utflutningsáætlun sjávarútvegs
og stjórn fiskveiða verður vita-
skuld m.a. að byggja á áliti fiski-
fræðinga á veiðiþoli fiskstofna.
Fiskveiðisamningar, sem gerðir
hafa verið við aðrar þjóðir, gera
aðstöðu okkar miklu skýrari en
áður og ættu að auðvelda mat á
efnahagsáhrifum mismunandi
verndarleiða, en slíkt mat hlýtur
að vera forsenda skynsamlegra
ákvarðana um friðun og nýtingu
fiskimiðanna við landið.
Fréttir af batnandi viðskipta-
kjörum eru vissulega gleðitíðindi,
en sjaldan hefur verið ríkari
ástæða en nú til þess að ganga
hægt um gleðinnar dyr.
Fyrstu ávöxtum efnahagsbat-
ans þarf að verja til þess að sinna
tvemur forgangskröfum: Að
þurrka út viðskiptahallann við út-
lönd og takmarka sókn í ofveidda
fiskstofna."
Frjáls
verðmyndun
Ekki má gleyma þeirri ábend-
ingu, sem kemur fram hjá Árna
Árnasyni rekstrarhagfræðingi
Verzlunarráðs íslands, en á hana
hefur oft verið lögð áherzla hér í
blaðinu, þ.e. að einhver brýnustu
verkefnin á sviði efnahagsmála
séu frjáls verðmyndun og við-
skipti með erlendan gjaldeyri. En
auk nokkurra viðkvæmra atriða,
sem hann nefnir, s.s. samræmd
lánakjör fyrir atvinnuvegina og
frjálsara verðmyndunarkerfi, lög-
gjöf um samkeppni, verðmyndun
og samruna fyrirtækja, sem
tryggir að markaðsverðmyndun
ráði verði á vöru og þjónustu at-
vinnuveganna, einföldun skatta-
laga ásamt breytingum, þannig að
óstöðugt verðlag valdi ekki
ofsköttun, leggur hann áherzlu á
hóflega nýtingu fiskimiðanna,
„með beitingu auðlindaskatts,
sem ákvarðast sem uppboðsverð
leyfilegs hámarksafla hverrar
tegundar. Afnám tolla og sam-
svarandi gengisbreyting gera
greiðsluna mögulega fyrir útgerð-
ina.“ —
1 þessu sambandi er þó skylt að
geta þess að skoðanir eru mjög
skiptar um beitingu auðlinda-
skatts sem stjórntækis i hömlun
gegn of mikilli veiðisókn.
Tekjuskattur
Nýlega var rætt um tekjuskatt-
inn hér i blaðinu og bent á, að
enda þótt ástæða sé til að lækka
hann verulega, sé álitamál hvort
það geti verið siðferðilega rétt að
leggja hann alveg niður og auka
neyzluskatta, því að almennir
neyzluskattar leggist með mun
meiri þunga á lágtekjufólk með
Framhald á bls. 42.