Morgunblaðið - 20.08.1976, Page 3

Morgunblaðið - 20.08.1976, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGUST 1976 3 Lítil loðnuveiði LÍTIL loðnuveiði var hér í gær og aðeins eitt skip, Grindvíkingur, tilkynnti loðnunefnd um afla, 500 tonn, sem skipið ætlaði með til Siglufjarðar. Jakob Jakobsson fiskifræðingur, sem nú er um borð í Árna Sigurði frá Akranesi í loðnuleit, sagði í samtali við Mbl. í gær, að þeir hefðu fundið nokkrar góð- ar torfur þá um daginn um 90 sjómílur í norður af Straumnesi, en loðnan væri stygg og straumar miklir og því lítil veiði. Jakob sagði að þeir á Árna Sigurði yrðu á þessum slóð- um eitthvað áfrám, en mundu síðan að líkindum halda áfram í norðaustur með landinu til leitar. ÚTHLUTAÐ hefur verið lóð við Stuðlaháls í Reykja- vík undir starfsemi ÁTVR ATVR og Lyfjaverzl- unin fá lóð Hrossauppboð 1 Svignaskarði HROSSAUPPBOÐ verður haldið í Svignaskarði nk. laugardag og verða þar boðin upp um 30 hross, eign Kjartans Jónssonar á Guðna- bakka og Skúla Kristjánssonar á Svignaskarði. Að sögn Kjartans er hér um að ræða hross á öllum aldri, folöld, hryssur, tamda hesta og ótamda og fola á tamninga- aldri. Sagði hann að þeir Skúli vildu fækka við sig hestum og því væri þetta uppboð haldið, en það er sýslumaðurinn í Borgarnesi, sem sér um uppboðið. Sjaldgæft er að slík uppboð séu haldin hér- lendis. Uppboðið hefst kl. 2 á iaugardaginn í Svignaskarðsrétt. Gæzluvarð- hald framlengt um 15 daga STÖÐUGT er unnið að rannsókn hins mikla fíkni- efnamáls, sem Fíkniefna- dómstóllinn hefur verið með til meðferðar. í gær rann út 30 daga gæzluvarð- hald 19 ára pilts, sem setið hefur inni vegna málsins. Var gæzluvarðhald hans framlengt um 15 daga. Borgarstjóri afhendir Ólafi Ingvasyni lyklana að fbúðinni. Fyrsta íbúðin í verkamanna- bústöðum í Seljahverfi afhent og Lyfjaverzlunar ríkisins við hlið lóðar þeirrar sem verksmiðja ÁTVR er nú til húsa á. Að sögn Jóns Kjart- anssonar forstjóra ÁTVR er fyrirhugað að stækka þar húsnæði ÁTVR og byggja framtíðarhúsnæði fyrir Lyfjaverzlunina. Einnig er ætlunin að þarna rísi skrifstofuhús fyrir báð- ar stofnanirnar og að með tímanum flytjist öll starf- semi þeirra beggja á þenn- an stað. NU HEFUR verið afhent fyrsta íbúðin í verka- mannabústöðunum í Selja- hverfi í Reykjavík. Það er fjölskylda Ólafs Ingvars- sonar, sem hana fékk og afhenti borgarstjóri Ólafi lykla íbúðarinnar í gær. Eyjólfur K. Sigurjónsson formaður stjórnar verka- mannabústaða sagði að Ólafur og fjölskylda hans væru fyrstu íbúar í Selja- hverfinu þarna og gert væri ráð fyrir því að á næstu mánuðum yrðu íbúðirnar afhentar hver af annarri og fyrir októberlok yrði búið að afhenda íbúðir fyrir 580 til 600 milljónir króna. Eyjólfur þakkaði ölium bygg- ingaraðilum fyrir góða samvinnu og sérstaklega vildi hann þakka borgaryfirvöldum fyrir þeirra hlut i þessu máli, en upphaflega átti þetta hverfi að vera einbýlis- húsahverfi. Fyrir tilstilli borgar- yfirvalda var því svo breytt í fjöl- býlishúsahverfi að mestu. Eyjólf- ur sagði að í þessari úthlutun hefði borizt 1021 umsókn um þær 308 íbúðir sem byggðar verða í þessum áfanga. Svo virtist sem ekki væri hægt að byggja nógu hratt, alltaf væru einhverjir sem ekki fengju Ibúð en þess bæri að gæta í því sambandi að nú fengi ungt fólk sina eigin íbúð strax eftir giftingu, miklu fyrr en fyrir fáum árum. Borgarstjórinn I Reykjavík, Birgir ísleifur Gunnarsson, af- henti síðan Ólafi Ingvarssyni lykla ibúðarinnar og sagði við það tækifæri að gott samstarf hefði verið milli borgarinnar og stjórn- ar verkamannabústaða, en sam- kuæmt lögum eiga þessir aðilar að vinna saman um þau mál. Borgarstjóri sagði að hann hefði orðið var við nokkrar áhyggjur fólks af samgöngumál- um við þennan nýjasta hluta Breiðholtsins og vildi hann nefna það að frá 1. september hæfist akstur á leiðinni Hólar-Bakkar inn I hverfið og þannig tengdist það við Breiðholt eitt og þrjú. Þau hjónin Ólafur Ingvarsson og Artha Ingvarsson sýndu siðan fréttamönnum íbúðina. Er hún I Teigaseli 11, I svonefndrí B-gerð, rúmlega 90 fermetrar að flatar- Framhald á bls. 22 Ólafur Ingvarsson og f jölskylda I eldhúsinu (Teigaseli 11. „ÞESSI viðurkenning kom mér vissulega á óvart,“ sagði Berg- Ijót Gunnarsdóttir þegar Mbl. leit inn hjá henni að Njarðar- götu 9, en eins og kunnugt er, var húsið valið fegursta einbýl- „Viðurinn kom í ljós (ljósm. Friðþjófur) eftir enda- — segir eigandi fallegasta einbýlishússins laus lög af dúkum” ishús borgarinnar I fyrradag. — „Að vísu hef ég tekið eftir, að fólk hefur veitt húsinu mikla athygli en mér datt þetta nú samt ekki I hug.“ Bergljót býr L/öllu húsinu ásamt fimm manna fjölskyldu sinni, en alls er húsið þrjár hæðir. Að innan er húsið ekki siður fallegt en að utan. Veggir og gólf eru úr viði og i loftinu eru sverir bitarnir sýnilegir. — „Þetta er allt upphaflegt, eins og það kom undan betrekkinu og gólfdúkum," sagði Bergljót. — „Þetta voru endalaus lög af gólfdúkum og betrekki, svona 6—7 lög af hvoru. En við þurft- um að láta pússa það allt upp og setja nýja bita I loftið. Bergljót sagði okkur að húsið hefði verið teiknað 1923 og að á teikningunni stæði að Þorlákur Ófeigsson hefði teiknað það. Guðmundur H. Þorláksson stjórnaði smiðinni en fyrsti eig- andi hússins var Kristján Snorrason. Guðrún Ólafsdóttir sem seinna byggði Njarðargötu 5 keypti húsið af Kristjáni og leigði hún Kristni Ármannssyni rektor hæúina. Árið 1931 keypti Guðmundur JONSSON HÚSIÐ Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.