Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGUST 1976 33 VELVAKANDI kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu-! dags % Enn um skatta ... Fátt er nú meira rætt meðal manna en skattamálin. Hvar sem tveir eða fleiri hittast er farið að spjalla um þessi mál og margir telja að nú verði að gera einhverj- ar breytingar á skattalögum til að allir beri eðlilega skatta. Kona ein hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Við hjónin erum bæði ellilíf- eyrisþegar og hefur maðurinn minn unnið fram að þessu en s.l. vetur veiktist hann og var frá vinnu i um fimm mánuði. Af þeim sökum gátum við ekki greitt þá fyrirframgreiðslu skatta sem okkur var ætlað og grunlaus um að við þyrftum að greiða dráttar- vexti létum við þetta allt bíða. Svo kom í ljós að okkur var gert að greiða nokkur þúsund krónur í dráttarvexti af þessari fyrirfram- greiðslu og er okkur það sárt, þar sem við hefðum örugglega reynt að greiða fyrirfram ef við hefðum vitað þetta. Skýringin sem við fengum var sú að þetta yrðu allir að greiða og við því líka og finnst okkur það nokkuð furðulegt að gera ellilífeyrisþegum skylt að greiða þessa fyrirframgreiðslu, þar sem fjárráð gamla fólksins eru ekki svo mikil. Annað atriði i skatta- og tryggingarmálum sem mér finnst skritið er að það er eins og Tryggingastofnunin áliti hjón ekki vera tvo einstaklinga heldur aðeins einn. Hjón fá verulega skert eililaun mun minni heldur en tveir einstaklingar fá og það er eins og við eigum að lifa af sama matnum. Það er kannski ætlazt til þess að hjón skilji á gamals aldri til þess að þau fái meira út úr tryggingunum heldur en þau fá sem hjón. í öllum þessum skattaum- ræðum hefur það komið fram að aldraðir búa við verulega erfið kjör, og þau geta varla haldið sinum eigum með öllum þeim gjöldum sem þeim er gert skylt að greiða af þeim. Það er vonandi að allar þessar umræður, sem hafa verið svo miklar að jafnvel veðrið hefur að nokkru leyti horfið í skuggann, leiði til einhverra endurbóta á skattalöggjöf okkar. # ... og gjöld á bifreiða- eigendur Já, ýmsir óbeinir skattar eru lagðir á menn og skattar á bifreiðaeigendur af ýmsu tæi hafa oft verið undrunarefni ýmissa viðmælenda Velvakanda. Fyrir nokkrum vikum var birt hér bréf frá bifreiðaeiganda sem átaldi skattheimtu ríkisins af bif- reiðaeigendum og hvatti til þess að Félag isl. bifreiðaeigenda léti til sín heyra varðandi þessi mál. Á dögunum var eitthvað verið að tala um bensínhækkun og það verður efni þess sem hér skrifar: ,,Það er sjálfsagt öllum íslenzkum bílaeigendum ljóst að mörg og margs kyns gjöld eru á þá lögð. Einnig hljóta þeir allir að vita og muna að bensínið ha'kkaði í vor snemma, mig minnir í marz og aftur í mai og nam þessi hækkun nokkrum krónum. Um þessar mundir er þvi bensín- verðið 70 krónur en nú nýlega var eitthvað talað um að von væri á nýrri hækkun, og er það ekkert undarlegt þar sem búið er að aug- lýsa hækkun á olíu. Er því útlit fyrir að bensínið hækki um meira en 10 krónur á þessu ári og senni- lega er ekkert útséð um hækkanirnar á þessu ári. En hvenær og hver á að geta stöðvað þessa þróun? Það eru svo margir aðilar, sem skipta bensín- verðinu á miili sin, að það er e.t.v. eðlilegt að það hækki svona mikið, hver liðurinn verður að fá sitt, og þar fær ríkið sennilega stærstan hlut. Fyrir nokkrum ár- um var hætt að innheimta afnota- gjald af útvarpi sem var í bifreið- um og var það fellt niður í áföngum. Mig minnir að ein- hverjar fleiri breytingar hafi verið gerðar á síðustu árum varð- andi sum gjöld á bifreiðaeig- endur, en treysti mér ekki til að fara út í hvað það var, gott ef skoðunargjald eða eitthvað í þá átt var ekki jafnvel lækkað. En þessar lækkanir hafa nú annars alveg fallið í skuggann fyrir öllum hækkununum og mirinis- stæðust er sú hækkun sem varð um áramótin á öllum skráningar- gjöldum. Til eru hagsmunasamtök bif- reiðaeigenda á íslandi. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda F.Í.B. Það félag rekur með miklum dugnaði vegaþjonustu eins og öllum sem eiga útvarp mun vera kunnugt af tilkynningum hvenær sem er í dagskránni um helgar. Þegar einhverjar hækkanir hafa orðið á álögum á bifreiðaeigendur hefur félagið birt fréttatil- kynningar þarsem þeim er mót- mælt og finnst mér oft að þær tilkynningar hafi verið fremur máttlitlar. Nú vil ég beina þeim tilma'lum til þessa félags hvort ekki sé hægt að koma á einn dag- part einhvers konar hópakstri bif- reiðaeigenda til að sýna meiningu okkar um þessar hækkanir allar á þessu ári og leggja áherzlu á að eitthvað verði gert og þessi mál tekin til endurskoðunar. Ég minnist hópaksturs Kvartmílu- klúbbsins, hann hafði góð áhrif hefur manni skilizt.“ HÖGNI HREKKVÍSI „Sverðfiskurinn hefur verið óvenju styggur og hvumpinn að undanförnu.“ unnarlevsi: — Og þér hljótið að sjá að þess vegna varð HANN að deyja ... Burt frá Hall. Aldrei skal ég snúa þangað aftur. Ég skil ekki hvernig svona margt getur gerst á fáeinum vik- um og hvað ég hef breytzt á þess- um skamma tfma. Hugsa sér að ég hataði hann af innstu hjartans rótum i tíu ár. Ég hataði mann sem ég hafði aldrei hitt! Nú finnst mér það bæði heimskulegt og barnalegt ... það er voðalegt að bera með sér nei- kvæðar kenndir. Stundum fannst mér ég vera að verða eitthvað ein- kennileg. En samt er ég glöð yfir þvf að ég skyldi fá tækifæri til að kynnast honum. Ég ætla ekki að minnast hans eins og hann leit út sfðustu mínúturnar — heldur eins og þeg- ar hann gekk um gólf f vinnuher- berginu og Ias mér fyrir ... Svo ætla ég ekki að muna fleira — ekki að svo stöddu. Ekki hvad var erfitt að ná andanum og ekki HANA ... ég ætla bara að hugsa um hvað er yndislegt að sitja hérna og hafa hönd Petrusar utan um sig. Petrus segir að ég verði að koma til Vásterás og bera vitni. Þetta er vfst mjög flókið með Gregor Isand- er og þátt hans í málinu. Og auð- vitað kem ég aftur til Vásterás ef f það fer. En... Hann hefur auðvitað ekki sagt neitt... Ja, þetta var svei mér viðburða- rfkt kvöld. Helzt vildi ég losna við að eiga aftur slfk augnablik þegar við vorum að leita að stúlkunni. Auðvitað var rétt hjá honum að við hefðum ekki átt að senda varð- mennina burt. Hann varð Ifka vondur en ég held ekki að hann erfi það. Ætli það sé viðkunnanlegt að bjóða honum f brúðkaupið. Kannski ætti ég ekki að leyfa mér að hugsa um brúðkaup f öll- um þessum sorgaratburðum miðj- um ... En fyrst er nú jarðarförin. Andreasar Ilallmanns. Ég þori ekki að hugsa um hvernig hún muni nú ganga fyrir sig. Það verð- ur sjálfsagt að jarða hann frá ann- arri kirkju ... annars verður bara umferðarstöðvun og allt fer í vit- leysu ... Lfklega er hún sofnuð ... Ætli... Ætli hún myndi vakna ef ég kyssti hana? SÖGULOK Iþróttaþing hald- ið á næstunni IÞRÓTTAÞING ISl eru haldin á tveggja ára fresti, koma þar sam- an fulltrúar frá öllum héraðssam- böndum landsins svo og frá sér- samböndunum. Að þessu sinni verður íþrótta- þingið haldið á Akranesi dagana 4. og 5. sept. 1976, og fer fram i Gagnfræðaskólanum þar, en á þeim stað gista fulltrúarnir líka. t Á iþróttaþinginu verða tekin fyrir helztu viðfangsefni íþrótta- sambandsins og fyrir þvf liggja tillögur um veigamiklar breyting- ar á lögum ISI, sem gert hefur sérstök milliþinganefnd er Iþróttaþing 1974 fól það verkefni að endurskoða lög iþróttasam- bandsins. I tengslum við íþróttaþingið mun m/s Akraborg fara frá Reykjavik til Akraness kl. 12.30 laugardaginn 4. sept n.k. og frá Akranesi til Reykjavíkur kl. 21.00 sunnud. 5. sept. n.k. I F // A T I sýningarsalur * Tökum allar gerðir notaðra bifreiða í umboðssölu Fiat 850 special árg. '72 300 þús. Fiat 126 Berlina árg. '75 600 þús. Fiat 125 Berlina árg. '68 200 þús. Fiat 125 special árg. '71 450 þús. Fiat 125 Berlina árg. '72 580 þús. Fiat 124 special T árg. '72 500 þús. Fiat 127 árg. '72 450 þús Fiat 127 árg. '73 550 þús. Fiat 127 árg. '74 650 þús Fiat 127 árg. '75 800 þús. Fiat 128 árg. '73 570 þús. Fiat 128 árg. '74 750 þús. Fiat 1 28 árg. '75 1 millj. Fiat 128 special 4ra dyra árg. '76 1.200 þús. Fiat 128 rally árg. '74 8oo þús. Fiat 132 special árg. '73 950 þús. Fiat 132 special árg. '74 1.100 þús Fiat 132 GLSárg '74 1.250 þús. Fiat 132 GLSárg.^'75 1.400 þús. Ford Maverikárg. '74 1.500 þús. Volkswagen 1300árg. '73 600 þús. Toyota Carina árg. '74 1.250 þús. Lada Topasárg. '75 900 þús. Lancia Beta arg. '74 1.800 þús. Volv 142 sjálfskiptur árg. '71 1.180 þús Peugeot 504 árg. '74 1.700 þús. Vega station árg. 74 1 400 þús Saab 99 E árg. '71 1 millj. i l FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Davíd Sigurðsson hf. SÍÐUMULA 35. SIMAR 38845 — 38888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.