Morgunblaðið - 10.09.1976, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976
3
Undruðumst hve míkíð
Maó vissi um Island
ÞEIR eru allmargir Islendingarnir, sem á slnum tfma heilsuðu
upp á Maó formann. Sendinefndir stjórnmálamanna, flokksfor-
ystumanna og menntamanna fóru til Kfna og meðal þeirra
framámanna þar f fandi, sem nokkrir Islcndinganna hittu að
máli, var Maó Tse-tung.
Árið 1956 fóru þeir Haukur
Hafstað, Steinþór Guðmunds-
son og Stefán ögmundsson í
sendinefnd héðan á 7. flokks-
þing kinverska Kommúnista-
flokksins. Stóð flokksþingið i
hálfan mánuð og þennan tíma
hittu Islendingarnir meðal
annarra mætra manna Mao
Tse-tung að máli. Haukur Haf-
stað sagði Morgunblaðinu í gær
lauslega frá fundi þeirra.
— Við undruðumst það mjög
hversu mikið Mao vissi um
Island og íslendinga, sagði
Haukur — Hann vissi að við
lifðum nær eingöngu á fiskveið-
um og sjávarútvegi. Hann vissi
að á Islandi var þingræðis-
stjórn ein sú elzta í heiminum.
Hann vissi líka að Island var
harðbýlt land og hafði á orði að
þar hlyti að búa dugmikið fólk.
— Vinstri stjórn var nýkomin
til valda á íslandi og Maó hafði
frétt að á stefnuskrá hennar
var að koma hernum á Miðnes-
heiði i burtu af landinu. Hann
óskaði okkur til hamingju með
þann vilja og sagðist vita það
manna bezt hvað það þýddi að
hafa erlendan her í landinu.
Það var í mikilli veizlu, að við
hittum Maó og við heilsuðum
honum með handabandi. Ég
man að hann hafði gott hand-
tak, sagði Haukur Hafstað.
Þeir voru fleiri Islendingar
sem hittu Maó að máli. Einar
Olgeirsson var þeirra á meðal
og er við ræddum við hann í
gær sagði Einar að hann hefði
hitt Maó rétt sem snöggvast í
Kína fyrir mörgum árum. —
Maður nær þó ekki kynnum við
slíka menn með því að taka í
hönd þeim og skiptast á fáum
orðum, sagði Einar. — Til að
kynnast þeim þarf maður að
lesa rit þeirra.
Jakob Benediktsson, ritstjóri
orðabókar háskólans, fór til
Kína árið 1956 eins og Haukur
Hafstað og félagar hans. Jakob
var í sendinefnd stjórnmála-
manna og menntamanna, en
ekki hitti Jakob Maó sjálfan að
máli. — A þjóðhátíðardegi
Kínverja stóðum við hins vegar
allnálægt hvor öðrum á
„Svölum hins himneska
friðar", sagði Jakob. — Mikil
hátíðahöld fóru fram á götunni
fyrir framan okkur og fylgdist
Maó með þeim og hélt síðan
stutta ræðu. Hann bar með sér
mikla persónu, það duldist
engum, þó maðurinn væri
stilltur og hæglátur.
STEINÞÓR Guðmundsson heilsar Maó Tse-tung er (s-
lenzk sendinefnd sótti þing klnverska Kommúnista-
flokksins fyrir réttum 20 árum.
Aldraðir Siglfirð-
ingar á ferðalagi
Siglufirði 9. september
Um síðastliðna helgi fóru félag-
ar úr Kiwanisklúbbnum Skildi
með 40 aldraða Siglfirðinga I
ferðalag kringum Skaga. Gekk
þessi ferð að óskum og rómaði
fólkið ferð þess. Fararstjóri í
ferðinni var Eyþór Hallsson skip-
stjóri, en hann gjörþekkir stað-
hætti á Skaga.
mj
Vel gengur
að bræða
Siglufirði 9. september
Reykjaborg kom hingað í morg-
un með 480 lestir af góðri loðnu,
sem landað var hjá Sildarverk-
smiðjum ríkisins. Verðmæti afl-
ans var um 4 milljónir króna.
Bræðslá gengur nú hreint ljóm-
andi vel hjá SR. Aðeins er brætt á
einni vakt, og er loðnan brædd
um leið og hún berst að landi. mj.
Najdorf
tapaði
einni
skák
NAJDORF tefldi fjöltefli við
bankamenn á miðvikudagskvöld.
Teflt var á 29 borðum. Najdorf
vann 20 skákir, gerði 8 jafntefli,
en tapaði einni skák. Sá sem vann
stórmeistarann var Jóhann örn
Sigurjónsson.
Sýningunni lýkur
á sunnudag
Verið velkomin - strax í dag.
ÍSLENSK FÖT/76
LAUGARDALSHÖLL 8.-12. SEPT.
30 framleiöendur sýna úrval íslenskrar fataframleiöslu
í aóalsal Laugardalshallarinnar.
Stærstu og glæsilegustu tískusýningar hérlendis eru
á sýningarpöllum i aöalsalnum, þar sem jafnframt er
veitingasala.
Allt besta sýningarfólk landsins (Karon og Modelsamtökin)
sýnir þaö nýjasta i islenskri fatagerö, viö tónlist og
Ijósskreytingu.
Tískusýningar veröa: Miðvikudag, fimmtudag og föstudag
kl. 17.30 og 21.00.
Laugardag og sunnudag kl. 15.30, 17.30 og 21.00.
í veitingasal fást Ijúffengir smáréttir, og auövitað kaffi
og kökur og öl, þar geta gestir því fengió sér hressingu
um leió og þeir horfa á tískusýningarnar.
í anddyri eru hárskerar og hárgreióslufólk með
hárgreiöslusýningu, þar verður starfrækt hárgreiöslu-
og rakarastofa þar sem gestir geta séö nýjustu klippingar,
og jafnvel fengið sig klippta. I anddyrinu verða einnig
kjólameistarar og klæöskerar meó sýningardeildir.
Í ókeypis gestahappdrætti verður dreginn út vinningur
daglega; úttekt á íslenskum fatnaði fyrir 25.000 krónur,
og i sýningarlok verður dreginn út aöalvinningurinn,
föt á alla fjölskylduna fyrir krónur 200.000.
Opið kl. 3-10 daglega, svæöinu lokað kl. 11.
og kl. 2-10 laugardag og sunnudag.