Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976 „Hér bjó Gunnar Hámundarson, sem allir þekkja á lslandi,“ sagði hún. „Nú býr hér enginn lengur, nema hvað dóttir síðasta bóndans á bænum hefur sumardvöl í gamla húsinu. Hana skulum við heilsa upp á á eftir.“ „Viðævilok Högna sonar Gunn- ars höfðu fimm ættliðir í beinan karllegg búið á Hlíðarenda, senni- lega um 120 ára skeið. Högni var þar ábúandi um 995. — Næst verður ábúenda vart um 1125 og nefnast þau Þórhallur og Halla. Frægust eru þau fyrir son sinn, Þorlák, sem fæddist 1133, einn af þekktustu mönnum íslenzkrar sögu fyrr og síðar. Hann var biskup í Skálholti 1178—1193 og hefur ávallt verið nefndur hinn sæli eða helgi Þor- lákur biskup. Kirkjan er honum helguð og við hann kennd enn í dag“. FYRIR SAKIR ÞEIRRA AUÐ- MJUKU BÆNA Já. Gunnar á Hlíðarenda er ekkí sá eini, sem gert hefur garð- inn frægan. 1 gegnum aldirnar hafa búið þar mektarbúi margir höfðingjar, sem eiga hver sinn þátt í frásögnum ferðafélaga míns. ,,Á 16. öld bjó hér Páll Vigfús- son sýslumaður. Hann var viðrið- inn ýmsa dóma og úrskurði sinnar tiðar. Merkastur þeirra og um leið illra'mdastur er svonefndur Stóri- dómur frá 1564. Dómurinn tók mest til óskirlífis, sifjaspella, hjú- skaparbrota og þess háttar og víða af miklu tillits- og skilningsleysi. Voru margir karlmenn háls- höggnír, en konum drekkt, eftir þeim dómi. Páll Vigfússon átti lengi í útistöðum við Ögmund biskup. Arið 1532 la-tur biskup heima í Skálholti 12 klerka da-ma Pál heldur óþyrmilega. Annað ákæruatriðið var, að „Páll hefði innleitt nýja villu og vantrú í hans biskupsdæmi og gefið kjöt að eta upp á föstudag". Fór þó svo að lokum að þeir saútust, Páll og biskup „fyrir sakir þeirra auð- mjúku bæna og meðalgöngu la-rðra og leikra." Þessi Páll var bróðir Önnu á Störuborg undir Eyjafjöllum, sem van.. það til saka að fella hug til óugins og efnasnauðs unglings, Hjalta Magnússonar. Um þau skrifaði Jön Trausti. „En einn merkilegasti og fjöl- ha'fasti ábúandi á Hlíðarenda fyrr og síðar," heldur sagan áfram, „var Gísli Magnússon sýslumaður, sá er nefndur var Vísi-Gísli, Fra'ða-Gísli og Gjafa- Gísli. UM VIÐREISN ÞEGNANNA O.FL. Vísi-Gísli fluttist að Hliðarenda 1653, en hann var giftur Þrúði Þorleifsdóttur sýslumanns á staðnum. Sýsluvöld yfir Rangár- vallasýslu fékk Gísli árið 1659 og hélt þeim óslitið til dauðadags 1696. Hugur hans stefndi til margra hluta, enda maður fjöl- ha-fur með afbrigðum. Hann fékk ásamt föður sínum einkaleyfi til brennisteinsnáms og brenni- steinsverzlunar á íslandi og var bréf um það birt á Alþingi. Stuttu seinna skrifaói Gísli ritgerðina Consignatio instituti, sem laus- lega mætti þýða Viðreisn þegna og atvinnuvega. Af framkvæmd- um Gísla siðar meir er auðsa'tt, að aðaláhugamál hans hafa verið grasa- og efnafræði. Hann gerði raiktunartilraunir og rannsóknir á málmum og steinum samfara brennisteinsnámi. Hann dvaldist um skeið i Hollandi og hefur það eflaust glætt áhuga hans á rækt- un. Eftir að hann settist að á Hlíðarenda, gerðí hann tilraunir með að rækta bygg, kúmen, hör, hamp og ínnlent silki (Lín- gresi?). Eftir bréfum að dæma, hefur hann reynt að afla sér frá útlöndum fræs grenitrjáa, furu. Hlídarendi Hitt og þetta, sem sagan sagði mér Sagan er skemmtilegur ferðafélagi. Hún fylgir okkur eftir, segir frá og bendir, útskýrir og spyr og kveikir myndir í huganum. Myndir af góðu fólki og vondu, þjófum, betlurum og bardagaglöðum bændum, lauslátum biskupsdætrum, prestum og sýslumönnum og höfðinglegum frúm. Eitt bæjarnafn verður henni upphafsorð i ævintýri, annað harmakvæði og enn annað skrýtla. Sagan fór með mér austur í Fljótshlíð um daginn og teymdi mig í hlaðið á Hlíðarenda. „ Grjótveggurinn er leifar bæjarhúss að HHðarenda. eikar og beykis, og kartöfluútsæð- is. Í ritgerðinni um viðreisn þegn- anna kemur fram, að Gísli vill reisa við og efla höfðingjaættir á Islandi. Að nokkru vill hann sam- eina vald og virðingu verðandi aðals framtaki og gróða borgar- anna í verzlun og iðnaði Hann vill efla höfðingjavaldið með lén- um, er tekin séu af jörðum kon- ungs og kirkju, með staðfestingu og eflingu fornra réttinda, einka- rétti til embætta, skattfrelsi o.fl. Jafnframt vildi hann koma upp innlendum iðnaði og afrakstri til útflutnings. Hann vildi stofna ís- lenzkan landssjóð, auka lénsrétt- indin og ætla Íslendingum einum rétt til embætta. Hann leggur fram tillögu um íslenzka peninga- sláttu. Þótt Gísli væri höfðingjasinnað- ur í ýmsum tillögum, þá voru aðr- ar, er horfðu til almenningsheilla. Hann lagði til ræktun nýrra jurta, að landsmönnum yrðu kenndar betri fiskveiðiaðferðir og meðferð alifugla. Á smælingjum vildi hann taka svo, að sett yrði hæli í hverja sýslu og þangað sendir all- ir þurfandi menn. Þar skyldu þeir læra einhverjar handiðnir. Loks má nefna þá tillögu Gísla, að hann vildi koma upp stórhýsi á Þingvöllum og stofna þar allsherj- ar skóla. THORLACIUS HINN FYRSTI Dóttir Gísla hét Guðriður og giftist Þórði Þorlákssyni biskupi í Skálholti, og eftir dauða Gísla fluttist Guðríður, sem þá var orð- in ekkja, til Hlíðarenda með syni sinum Brynjólfi. Brynjólfur þessi mun vera sá fyrsti, sem kallaði sig Thorlacius. Amma Þórðar biskups, Steinunn var lausaleiks- barn Guðbrands biskups á Hólum Þorlákssonar. Þeir áttu svona lag- að til, biskuparnir, í þá daga.“ Einhverjar merkískonur hafa nú búið á Hlíðarenda eða hvað? „Síðari kona Brynjólfs Þórðar- sonar hlýtur að teljast til merkis- kvenna. Hún hét Jórunn Skúla- dóttir prófasts Þorlákssonar frá Grenjaðarstað. Jórunn missti all- ar systur sínar í Stórubólu og var því einkaerfingi foreldra sinna. Hún var mjög kostulegur kven- maður. 1 ævisögu Jóns Stein- grímssonar, „eldklerks" segir hann frá komu sinni að Hlíðar- enda á efri árum Brynjólfs og Jórunnar. Hann lýsti Jórunni svo: „Öldruð kona, augnafögur, en ófríð að öðru leyti, með óhreint skuplukorn á höfði, bláþrykktan smádropaklút á höfði og trefil eins litan um háls, í sortulitaðri, gamalli og skörnugri hempu með dökkan kraga, sem brettist með geiflum upp með hálsinum.“ Eld- klerkur taldi víst, að kerling væri í þjónustu húsráðenda og ávarp- aði hana sem slíka, en Jórunn lét ekkert upp um stöðu sina á Hlíð- arenda og ræddu þau lengi saman áður en klerkur komst að hinu sanna. M.a. spurði Jórunn hann, hvaða orð lægi á Hliðarendahjón- um fyrir norðan. „Ég segi henni ágætt,“ skrifar Jón, „Þau séu haldin höfðingjar í heilmörgu en einast komi það orð fyrir, að hús- móðirin sé ekki mikið upp á kaup- prang, vilji allt eiga, en litlu launa á stundum“ í lok samræð- unnar var klerk þó farið að gruna, hver kerla mundi vera og bað hana „forláts á öhupplegheitum" sínum, hvað hún og gerði. ÖÐRU VlSI ER AÐ SJA... Dóttir Brynjólfs og Jórunnar hét Helga, en hún giftist Sigurði Sigurðssyni Alþingisskrifara og bjuggu þau að Hliðarenda. Þeirra dóttir var Jórunn, hún giftist Gisla Þórarinssyni í Odda, en sá var bróðir Vigfúsar sýslumanns sem fyrir tengdirnar varð auðveld aðkoma í Hlíðarenda. Vigfús þessi Þórarinsson keypti hálfa jörðina 1790 og fékk síðar ábúð á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.