Morgunblaðið - 10.09.1976, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 10.09.1976, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976 Frídrika Geirsdóttir: Getum vid nú toksins klætt okkur sjátf íslenzkir fataframleiSendur sýna svo mikið af góðum og fjölbreyttum fatnaði i tilefni iðnkynningar, að þeim tekst nú eflaust að annfæra okkur um, að við getum fyrir þeirra tilstilli klætt okkur sjálf að öllu leyti hér heima, ef við viljum. Aldrei fyrr hafa þeir haldið jafn viðamikla og fjölbreytta sýningu. Is- lenzka tizkan tekur ekki mið af mun- aðarhyggju neytenda, höfðar fremur til heilbrigðrar skynsemi, og það er vel. Nú er vandað meira til frágangs, og hönnun er betri en löngum áður. i beztu fötunum draga hönnuðir upp skýrari aðallinur i sniði og virðast færa sér vel i nyt smáatriði til að gefa lif og tilbreytingu. Litir eru fremur hógværir. bæði i herra og dömuflikum og valdir þannig, að föt- in geta þeirra vegna átt langt lif fyrir höndum. Flestar tegundir fatnaðar eru með á sýningunni; náttföt, regnföt. ýmis- konar vinnuföt og hversdagsflikur karla. kvenna og barna. Léttar peys ur og stórar peysur, þar á meðal geysifallegar og nýstárlegar sport- peysur, húfur og legghlifar eða leistalausir, læraháir sokkar, prjón- aðir úr marglitum lopa I liflegum litbrigðum. Þarna getur að llta gæru- fatnaðinn islenzka og ullarflikur i ýmsu formi, sem eru eftirsótt vara bæði hér og eriendis, enda eitthvað það girnilegasta, sem hugsazt getur til að mæta vetrarkuldanum I. Sport- fatnaður, spariföt, khakiföt af öllum gerðum, falleg herraföt og buxna- dress kvenna úr teinóttum efnum o.fl. o.fl. Sköpunarverk kjólameistar- anna voru ekkæsýnd á æfingu, en það er mörgum tilhlökkunarefni að sjá samkvæmisklæðnað kvenna á pallinum i Laugardalshöll. Það er alltaf veizlugleði yfir góðri tizkusýningu. og sýningarfólkið gerir vissulega sitt til að þessar sýningar verði fjölbreyttar og blæbrigðarikar. Skemmtileg tónlist léttir þeim sporin og þetta spengilega fólk, sem getur dansað hvert fótmál, er af ýmsum manngerðum, næstum eins og Sláardragt úr mjúkri brúndrapp ull. með brúnum hálskanti og leggingu niður að framan. m V/ v., -% Siður röndóttur náttserkur. bæði fyrir karla og konur. og silkimjúkur náttkjóll i skærrósa, en hann var einnig sýndur i kremlitu. Brúnn gærupelsjakki, mjög falleg ur. Stuttur herrajakki úr sama efni var sýndur samtlmis. ffff Khakiskokkur, laus og iipur, með spælum i hliðunum fyrir ofan mitti. Rætt við Steingrím Sigurjóns- son, húsasmíðameistara o. fl. „EFTIR kynni mín af bygg- ingamálum á hinum Norður- löndunum sfðustu 6 árin vil ég leyfa mér að segja að hér á tslandi er ákaflega Iftil eða jafnvel ekki nein framþróun f byggingariðnaðinum,“ sagði Steingrfmur Sigurjónsson, húsasmíðameistari, bygginga- fræðingur og arkitekt í viðtali við Mbl. nýlega. Steingrímur var hér í stuttri heimsókn fyrir skömmu, og leit hann þá inn á ritsjórn blaðsins, en hann hefur búið í Danmörku undanfarin 6 ár og verið við störf er lúta að iðngrein hans. Hefur hann jafnframt notað tímann til að sækja ýmiss konar námskeið um málefni sem snerta byggingariðnaðinn, en Danir eru einna lengst komnir í allri „umskólun" á iðnaðar- mönnum og- halda vel á þeim málum að sögn Steingríms. „Ég held að skýringaririnar á hinni litlu framþróun sem á sér stað hérlendis sé að leita i hinni litlu samheldni sem á sér stað meðal stéttarfélaga þeirra iðn- aðarmanna sem vinna við og fyrir byggingariðnaðinn. Það liggur við að segja megi að með- al iðnaðarstétta hérlendis ríki fremur sundrung en sam- heldni, en málum er öðruvísi háttað i Danmörku og Svíþjóð, en þar þekki ég mjög vel til þessara mála. Það þarf því að koma málum þannig fyrir að samheldni og samhæfni komist á meðal aðila byggingariðnað- arins hérna eigi iðnaðurinn að taka stökk fram á við. Með meiri samhæfni og sam- heldni og öflun nýjustu þekk- ingar erlendis frá hvað varðar byggingarefni byggingarhluta, byggingamáta, sérstaklega með tilliti til eldvarna og endingar, og ýmislegt sem væri gott og fróðlegt iðnaðarmönnunum að vita, leyfi ég mér að halda fram að lækka mætti byggingar- kostnað. Það þarf alltaf að vera mögulegt fyrir iðnaðarmennina að hafa réttar framkvæmda- upplýsingar við höndina, t.d. í einhvers konar möppuformi, svo að koma megi í veg fyrir vinnuglöp. Það mundi einnig létta tilsagnarverk meistaranna að einhverju leyti,“ sagði Stein- grímur. „Þarna er ég reyndar kominn að umskóluninni, sem mér er ákaflega hugleikin," sagði Steingrímur ennfremur. „Til að iðnaðarmennirnir geti fylgst sem best með öllum nýjungum sem berast utan að þá þarf að koma á skipulegri umskólun þeirra, en einmitt í þeim mál- um eru Danir til fyrirmyndar. 1 Danmörku ríkir góð og mikil samheldni og samhæfni meðal iðnaðarstéttarfélaga og mætt- um við íslendingar taka okkur þá til fyrirmyndar í þeim efn- um. Þessi umskólun er í formi tiðra námskeiða og er iðnaðar- mönnunum heimilt að sækja þau sér að kostnaðarlausu, og þar sem ég er félagsmaður í dönsku stéttarfélagi hef ég not- ið góðs af þessari þjónustu. Námskeiðin eru kostuð af stéttarfélögunum og rfkissjóði og er mikil samvinna meðal hins opinbera og aðila bygg- ingariðnaðarins í Danmörku. Slíkt fyrirkomulag þyrfti að komast á hérlendis, helst sem allra fyrst. Ég er viss um að hið opinbera er skilningsgott í þessum málum og tel ég því að það standi á samheldninni með- al iðngreinafélaganna um að koma sér saman um að leggja hlutina á borðið gagnvart hinu opinbera. Steingrfmur Sigurjónsson Þetta er ef til vill nokkuð flókið mál og ef til vill er danskt skipulag ekki heppilegt fyrir okkur á tslandi, en það er þó nauðsynlegt að eitthvað sé aðhafst í málinu og það sem fyrst." Steingrímur tjáði Morgun- blaðinu að á síðustu misserum hefði hann gert sér far um að kynna sér nýjustu þekkingu í brunamálum og hvernig bygg- ingariðnaðurinn gæti komið til móts við brunavarnir. Þetta varð honum nokkuð hugleikið eftir að hann hafði unnið við lagfæringar á byggingum sem höfðu skemmst í eldi, og meðal þeirra má nefna hús Ludvig Storr í Reykjavík. Hefur hann í „Með meiri sam- heldni mætti lækka byggingarkostnað...”

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.