Morgunblaðið - 10.09.1976, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976
Kristín Helgadótt-
ir—Minningarorð
Fædd 21. apríl 1888.
Dáin 24. ágúst 1976.
Með Kristínu Helgadóttur frá
Alfatröðum í Hörðudal er mann-
kostamanneskja gengin. Hún öl
aldur sinn að mestu leytí í Dala-
sýslu, bjó lengst af að Álfatröð-
um, eða 44 ár alls. Bernsku- og
unglingsárin ólst hún upp hjá for-
eldrum sínum, Helga Guðmunds-
syni, hreppsstjóra, og Asu
Kristjánsdóttur. Hún fæddist að
Hóli í Hörðudal 21. apríl 1888 og
síðar flutti fjölskyldan að Ketils-
stöðum. Á þeim árum var það
ekki almenn regla að konur
menntuðust og Kristín var ein
þeirra fáu sem fóru suður til
mennta. Hún stundaði nám í
Kvennaskólanum í þrjú ár og
lauk prófi vorið 1914. I stað þess
að setjast að á mölinni og „hafa
það gott“ eins og sagt er, sneri
hún aftur heim til Dala, þótt ekki
væru þar rafvædd býli eða renn-
andi vatn inn í hús. I Fremri-
Vífilsdal bjó hún ásamt eftirlif-
andi manni sínum, Hirti
ögmundssyni, um skeið og einnig
í Stykkishólmi. Árið 1926 fluttu
þau að Alfatröðum i Hörðudal og
bjuggu þar alla tíð þar til þau
brugðu búi og fluttu suður til
Reykjavíkur. 1 Álfatröðum beið
þeirra hjóna forystuhlutverk.
Hjörtur var hreppsstjóri sveitar-
innar og Kristín formaður kven-
félagsins. Sú óhjákvæmilega kvöð
sem fylgir slíkum störfum er tíðar
gestakomur og talsverður erill
jafnvel þó um hábjargræðistim-
ann sé. Þau voru höfðingjar heim
að sækja.
Ég kynntist Kristínu fyrir um
það bil 20 árum, þegar hún var
húsfreyja að Álfatröðum. Við
stóra eldhúsborðið var gjarnan
samankominn hópur gesta úr
Fæddur 12. júll 1912.
Dáinn 3. september 1976.
1 dag verður kvaddur i F'oss-
vogskirkju prúðmennið Magnús
Bergmann Sigurðsson er varð
bráðkvaddur að heimili sínu þann
3. sept. s.l.
Magnús fæddist að Geitagili i
Örlygshöfn þ. 12. júlí 1912, sonur
hjónanna Sigríðar Guðmunds-
dóttur og Sigurðar Jónssonar.
Hann ólst upp hjá foreldrum sín-
um og gekk að algengum störfum,
til sjós og lands, eins og flestir í
þá daga.
1954 gekk hann að eiga eftirlif-
andi konu sina Nönnu, dóttur
Sveinbjargar Sigfúsdóttur og
Péturs Hoffmanns Salómonsson-
ar, og settust þau að á Patreks-
firði. Síðustu árin bjuggu þau I
Reykjavík. Nönnu og Bergmanni
varð fimm barna auðið, 3ja sona
og 2ja dætra. Einnig ólu þau upp
dóttur Nönnu, sem hann reyndist
bezti faðir. Öllum drengjunum
hafa þau orðið að sjá á bak aftur
en dæturnar lifa. Magnús Berg-
mann var óvenju vel gerður mað-
ur, hæglátur í umgengni en þó
glaðsinna. í öll þau ár sem ég
þekkti hann sá ég hann aldrei
skipta skapi. Hann var mikill elju-
maður, einnig mjög verklaginn og
lét sig aldrei vanta til vinnu svo
fremi hann kæmist úr rúminu, en
síðast liðin 13 ár hefur hann strítt
við þann sjúkdóm, sem nú hefur
orðið honum að aldurtila.
Síoustu dagana var hann
óvenju lasinn, en gekk þó eigi að
ýmsum áttum. Það var alltaf pláss
fyrir eina eða einn í viðbót og
viðurgerningur siikur að veru-
lega reyndi á viljaþrekið. A sumr-
in komu ættingjar úr þéttbýlinu
að njóta friðarins í sveitinni eða
taka þátt i hinum fjölbreyttu
störfum sem líf í sveit býður upp
á. Dætur Kristinar og Hjartar eru
þrjár, þær Ragnheiður, Ása og
Erla. Þær vörðu gjarnan sumar-
leyfum sinum heima í Alfatröð-
um. Barnabörnin sóttu þangað
mjög og lærðu sitthvað um verk-
lega menningu á tslandi. Slíkt gat
enginn skóli kennt þeim eins vel
og amma Kristín og afi Hjörtur í
sveitinni. Og svo vorum við flakk-
ararnir aufúsugestir. Við stóra
eldhúsborðið var margt skemmti-
iegt skrafað áður en farið var í
háttinn á kvöldin. Það var talað
um stjórnmál og skólahald, bú-
skap og mannlega veru í landinu.
Þetta var nefnilega á þeim árum
þegar gott fólk gaf sér tíma til að
blanda geði i stað þess að leita
afþrey ngar hvert á sinn hátt. Þá
réð ekki lúxusinn i iveruhúsinu
hamingju manna, að minnsta
kosti ekki hamingju þeirra
Alfatraðahjóna. Aldrei heyrði ég
Kristínu orða það að vantaði
þessa eða hina vélina til heimilis-
halds. Hún komst vel af án slíkra
hluta. Þó skorti aldrei neitt,
hvorki í mat né öðru viðurværi.
Kristín veitti öðrum af því ríki-
dæmi sem verður til I þeli hugans
og því viðmóti sem er öðrum til
góðs. Þess vegna þótti okkur vænt
um hana og þess vegna komum
við ailtaf aftur og aftur að Álfa-
tröðum, skyid sem óskyld.
Kristín Helgadóttir var trúuð
kona og sótti kirkju regulega.
Kærleiksboðskapur kristindóms-
ins var henni uppspretta sem hún
síður til vinnu sinnar og var ný-
kominn heim frá vinnu þegar
kallið kom. Nokkrum mínútum
áður en hann sofnaði sagði hann
við konu sína, að sér væri ekkert
að vanbúnaði ef ekki væri litla
dóttirin, aóeins 6 ára gömul. Einn-
ig hafði hann orð á, að það væri
góður dauðdagi að fara fljótt. Þá
fékk hann aðsvif, en virtist svo
jafna sig aðeins, stóð upp, fór úr
skóm, og lagðist fyrir í rúm sitt.
Eftir örskamma stund var öllu
lokið. Þannig gekk dauðinn jafn
hljótt um garð hjá honum og hann
hafði lifi sínu lifað.
Gunnar Pétursson.
Mann setur hljóðan þegar góð-
ur vinur hverfur á braut. I>á
koma fram í hugann allar þær
mörgu ánægjustundir sem við
höfum átt saman á rúmlega 20 ára
tímabili. Fjölskyldur okkar eru
tengdar sterkum fjölskyldubönd-
um enda var vinfengi Magnúsar
slíkt að aldrei bar skugga á. Hann
var prúður maður, snyrtimenni,
góðmenni.
Magnús var viðræðugóður og
þótt við værum ekki alltaf sam-
mála lét hann dægurmál ekki
breyta skapi sínu.
Það var vitað að Magnús var
ekki heill heilsu hin siðari ár,
samt sem áður lét hann lítið á því
bera, hann stundaði vinnu sina af
venjulegri kostgæfni fram á sið-
ustu stundu.
Vist er að Magnús hefur grunað
að hverju dró, en hann æðraðist
sótti kraft og viljaþrek til. Vilja-
kraftur hennar var einstæður.
Siðustu árin átti hún við veikindi
að striða. í stað þess að barma sér
eða kvarta sótti hún til baráttu til
þess að sigrast á sjúkleika sinum.
Með eigin atorku og hjálp góðra
lækna fékk hún sjónina aftur eft-
ir að hafa verið nær þvi blind
einn vetur. Hún reis svo aftur
seinna upp úr alvarlegum veik-
indum staðráðin I að safna kröft-
um á ný. Það tókst.
Síðustu sex æviárin bjuggu þau
hjónin í Reykjavik, að Laugarnes-
vegi 118. Það var mikið átak að
yfirgefa Dalina. Það vissu þeirra
nánustu, en um það var aldrei
haft hátt frekar en annað sem
erfitt var í lífinu og þurfti glimu
við. Börnin min voru rétt nýfarin
að tala þegar þau fóru að kalla
hana „ömmu á Laugó“. Þegar
barn grét gaf hún þvi það sem það
þurfti — tlma, athygli, ástúð.
Þannig var Kristin raunar við all-
ar manneskjur, þvi að hún var
auðug af þeim verðmætum sem
mest virði eru og aldrei verða
metin til fjár. Þannig minnist ég
hennar nú þegar leiðir skilja og
kveð hana með þakklæti.
Inga Birna Jónsdóttir.
ekki. Hann var búinn að ganga
þannig frá hinum ótrúlegustu
hlutum og málefnum sem honum
hefur þótt skipta máli, allt skyldi
vera í röð og reglu, þannig var
hann.
Við hjónin viljum þakka for-
sjóninni fyrir að hafa gefið okkur
tækifæri til að verða samferða
slíkum öðlingsmanni sem Magnús
Bergmann var, það er mikið lán
að hafa átt slíkan mann að vini.
Við þökkum samfylgdina.
Við vottum konu hans og dætr-
um okkar innilegustu samúð.
Helgi Jóhannsson.
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast 1 sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
hundnu mðli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ifnubili.
Kirkjufélag
Digranes-
prestakalls
efnir til
happdrættis
FYRIR 5 árum var Kópavogs-
prestakalli skipt I tvö, Digranes-
og Kársnesprestakall. Gjáin, er
sker miðbæinn skiptir löndum, —
þannig að Digranesprestakall nær
yfir Austurbæinn.
Ut frá því var gengið, að söfnuð-
urnir báðir ættu Kópavogskirkju
og notuðu til helgihalds á jafn-
réttisgrundvelli. Þetta tel ég þó
nánast bráðabirgðasamkomulag,
en tæpast raunhæfa framtíðar-
lausn.
Það kom og brátt til tals, að
æskilegt væri, að Digranessöfnuð-
ur ætti einhvern samastað innan
prestakallsins, þar sem ferming-
arundirbúningur gæti farið fram,
barnastarf og félagslíf safnaðar-
ins ætti skjól.
I ársbyrjun 1975 var Kirkjufé-
lag Digranesprestakalls stofnað
og þegar á fyrstu fundum þess
var rætt um nauðsyn þess að
koma upp húsi til bráðabirgða,
þar sem bið gæti orðið á því, að
endanleg ákvörðun yrði tekin um
staðsetningu og gerð safnaðar-
miðstöðvar í prestakallinu.
Sóknarnefnd Digranespresta-
kalls var skrifað um málið og heit-
ið stuðningi Kirkjufélagsins.
Er skemmst af því að segja, að
umrætt safnaðarhús er nú risið af
grunni við Bjarnhólastig austan-
verðan, nokkurn veginn miðsvæð-
is I prestakallinu.
Fé skortir til að búa húsið svo,
að það geti gegnt hlutverki sínu
þegar i haust, sem að er stefnt.
Kirkjufélagið hefir þegar safn-
að kr. 500.000,- er nota á til kaupa
á húsgögnum, en meira fjár er
þörf og því hefir fjáröflunar-
nefnd félagsins nú ákveðið að
hleypa happdrætti af stokkunum.
Vfst er í mörg horn að líta, en ef
safnaðarmenn allir leggjast á eitt
og kaupa miða eftir efnum og
ástæðum, þá getur það ráðið úr-
slitum, ekki bara um búnað
bráðabirgðahússins, heldur getur
það gefið vísbendingu um vilja
safnaðarins varðandi framtiðar-
starfsaðstöðu innan prestakalls-
ins.
Happdrættismiðarnir verða
boðnir til sölu nú næstu daga og
ég vona, að sölumenn fái góðar
móttökur.
Þorbergur Kristjánsson.
— Hlíðarendi
Framhald af bls 11
— heyrist í raun og veru til sjáv-
arins hingað upp eftir? „Öjá, það
heyrist þegar hljóðglöggt er.“
Hvað verður um Hliðarenda —
fer hann að lokum í eyði?
— „Nei, ekki hef ég trú á því og
ekki ef fjölskyldan fær við ráðið,“
svarar Ingibjörg. Bróðir hennar,
Guðjón, er bóndi að Rauðuskrið-
um, framan Þverár og nytjar
heirnahaga að Hliðarenda, þarna
eru búsaddarlega grösug tún.
„En ef einhver settist hér að,“
segir Ingibjörg, „yrði að reisa
nýtt íbúðarhús og raunar bæta
allan húsakost og það myndi ekki
kosta lítinn pening. En vonandi
verður það gert þótt seinna
verðí."
Ég kveð þau hjón, Ingibjörgu
Svöfu og Ingvar, og held heim á
leið. Sagan er enn með í förinni
og við tökum á okkur krók, kom-
um við í lundi Þorsteins Erlings-
sonar, fyrir innan Hlíðarendakot.
Brjóstmynd Þorsteins horfir í
suður, en yfir henni gnæfir hátt
klettabelti, og foss fleygir sér
fram af brúninni.
Oft sleit ég nauðugur augu mín
frá
þeim indælu brekkum og hæð-
um,
sem litu á mig brosandi og liðu
svo hjá
á léttum og angandi klæðum.
Ljósm/Texti Ms —
Heimild: Jón Skagan,
Saga Hlíðarenda í Fljótshlíð
t Móðir okkar
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR
Skólabrú 2,
andaðist i Landakotsspítala. 8 september Stefán Ólafsson, Þorsteinn Ólafsson og Ólafur Ólafsson.
Magnús Bergmann
Sigurðsson - Minning
ORÐ
í EYRA
Grunn-
speki
Aldrei hefur Jakob verið í
nokkrum minnsta vafa um
að grunnskólinn er eitt
mesta snilldarverk sem upp-
hugsað hefur verið á landi
hér enda settur á laggirnar
umþaðbil sem svokallaðir
frændur vorir á Norðurlönd-
um voru búnir að fá sig full-
sadda og vel það af sínum
poppstofnunum.
Hér áður fyrri þótti ýms-
um sæmilega greindum
mönnum hæfilegt að venju-
legir skólar störfuðu frá
veturnóttum til sumarmála.
Hinum hluta ársins skyldu
nemendur verja til að afla
fjár og taka þátt í lífsbaráttu
þjóðar sinnar. — Auðvitað
er útí hött að halda slíkum
kenníngum fram á vorum
dögum. Þó september hafi
laungum boðið únglingum
hvað fjölbreyttust viðfángs-
efni til sjávar og sveita er
öllum málkvörnum, rit-
fauskum og silkihúfum
menntakerfisins ljóst að það
er öllum fyrir bestu að loka
únglínga inni í kennslustof-
um nokkru áður en sumri
hallar og hausta fer. Enda
hafa svíar gert slíkt leingi.
Og þeir eru sem kunnugt er
nútímamenn og setja próf og
einkunnir upp í normal-
kúrfu (hvur fjandinn sem
það nú annars er) einsog
frægt er orðið. Það skipt-
eingu að íslenzka sumarið er
stutt og veðráttan getur tek-
ið uppá þeirri ósvinnu að
vera stórum blíðari i sept-
ember en í ágúst. Inn skulu
allir — nema þeir taki það
út í enn leingri innisetu að
vori.
Nú má vel vera að sumir
þeirra sem sátu aðeins á
skólabekk í svartasta
skammdeginu og kannski
tæplega það hafi reynst
sæmilegir þegnar þegar til
kastanna kom. En við stefn-
um að flóknu nútimasamfé-
lagi einsog prófanefndir og
félagsfræðingar vita manna
best og þessvegna er nauð-
synlegt að leingja dvölina í
skólastofunum.
í gamla daga voru lika til
letíngjar og haugaletíngjar
og prakkarar og tossar og
hættu sumir f skóla og gerð-
ust verkamenn allgóðir fyrir
aldur fram. Slíkir fyrirfinn-
ast ekki leingur heldur ein-
úngis nemendur með sér-
þarfir og dittó með hegðun-
arvandkvæði.
Og ekkert er sjálfsagðara
en allir sitji jafnleingi I
skóla og læri jafnmikið. Það
er hið fullkomna jafnrétti.
Að vísu halda einstaka
gamaldags kennarar því
fram að það sem einn lærir á
viku taki annan ævina alla
að tileinka.sér ef hann nær
því þá nokkurntímann. Með
tilliti til þess og alhliða
þroska grunnskólamanna yf-
irleitt væri ekki órökrétt að
leingja skólaárið um þessa
þrjá mánuði sem enn standa
eftir af sumarleyfi íslenskra
skólanemenda.