Morgunblaðið - 10.09.1976, Síða 36

Morgunblaðið - 10.09.1976, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976 Börnin í Bjöllubæ efíir INGIBJÖRGU JÓNSDÓTTUR Fólkið í útvarpinu borgaði henni aura fyrir að syngja fyrir krakkana og hvað haldið þið, að hún hafi gert vió þá? Hún lét vísindamanninn fá þá og bað hann um að smíða annað lítið tæki. Svo sótti hún bjöllustrák inn í eldhússkáp hjá konu dýralæknisins, því að litlar, brúnar hveitibjöllur gera ansi víðreist. Geislarn- ir voru látnir falla á bjöllustrákinn og var hann kallaður Maggi bjöllustrákur. Maggi bjöllustrákur fótbrotnaði ekki eins og Jóa Gunna, þvi að nú voru allir að hugsa um hann og engin þvottakona, sem þvoöi allt í kringum hann, þegar hann lá í öngviti. Ef þvottakonan hefði ekki verið svona nærsýn hefði hún án efa sópað Jóu Gunnu upp í fötuna með stóru tuskunni sinni og þá hefði þessi saga aldrei orðið til. Finnst ykkur það ekki einkennilegt? Jóa Gunna gifti sig í hvítri mussu og Maggi bjöllustrákur fékk pípuhatt, sem dóttir dýralæknisins bjó til úr pappa og litaði svartan með tússlitunum sínum. Hún var svo lagin í höndunum og alls ekkert stríðin eins og bræður hennar. Hún hét Magga og Jóu Gunnu þótti svo vænt um hana, að hún bað bjöllustrákinn um að kalla sig Magga bjöllustrák. Jóa Gunna og Maggi bjöllustrákur áttu fyrst heima hjá dýralækninum og þar bjuggu þau í stórum f jölskyldueldspýtustokk, en þau fluttu til vísindamannsins, þegar fjölgaði í fjölskyldunni og nú áttu þau heima í stórum skókassa hjá náttúru- fræðingnum, sem hafði beðið þau um að búa hjá sér, því að hann langaði svo ósköp mikið til að skoða allar þessar óvenjulegu bjöllur. Jóa Gunna og Maggi (sem nú var ekki lengur kallaður Maggi bjöllustrákur heldur Maggi bjöllupabbi) voru búin að eignast sex stráka og sex stelpur. Fyrstu börnin voru sex strákar og það þótti Jóu Gunnu leiðinlegt, því að hana langaði til að eignast stelpur líka eins og geta má nærri. Það er stundum erfitt að eiga eintóma stráka, því að því er eins farið með bjöllustráka og mannastráka, Nei, ert það þú Balli! — Mér varð einmitt hugsað til þín vinur. vlí? MORödK/ KAFF/NO fc GRANI göslari Hægan! — Mundu að ég lagði öxina á ( morgun, Grani! LUið hús við ströndina. mörg Láttu eins og ekkert sé sjálf- börn og svo giftum við okkur ef sagðara. til vill sfðar. Hershöfðingi nokkur á að hafa hvatt liðssveitir sínar á þennan hátt: — Berjizt áfram, piltar, nefnið aldrei dauðann, gefizt ekki upp fyrr en allar skotfærabirgðir eru þrotnar. Þegar þið hafið skotið síðasta skotinu, þá getið þið flúið. Eg er dálítið haltur, svo að ég ætla að leggja af stað strax. Sumar konur gera menn að fífli en aðrar fífl að mönnum. Málafærslumaðurinn: (bendir með staf sínum á sakborning- innj — Við endann á þessum staf stendur argvítugur þorp- ari. Sakborningurinn: Við hvorn endann. Úrsmiðurinn: Þetta úr hérna gengur f 14 tíma, án þess að það sé trekt upp. Viðskiptavinurinn: Hvað getur það þá gengið lengi, ef það er trekkt upp? Prófessorinn: Herrar mfnir, f dag ætla ég að hleypa ykkur út 10 mínútum fyrir tfmann. Gjör- ið svo vel að ganga hljóðiega um svo að þið vekið ekki hina nemendurna. — Sælir, sælir, sagði dr. Sverr- ir, þegar hann mætti einum fyrrverandi sjúklingi sínum f Austurstræti í gær. — Það er ánægjulegt að sjá yður aftur, Guðmundur. Hverníg er heils- an? — Aður en ég svara, læknir, sagði (íuðmundur með hægð, kostar það eitthvað að segja yður það? Fangelsi óttans Framhatdssaga eftir Rosemary Gatenby Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 17 stofu og þaðan var dægilegt út- sýni yfir f jöllin f kring. — Þakka þér fyrir, Cap mínn. Eg geri ráð fyrir að þér séuð Jack Seavering, sagði digri maðurinn með burstaklippta hárið og yfir- skegg hvar hann sat f makinda- legum stól við borð og stafli af handritum og bókum allt f kring- um hann. Cap gekk til hans og settist niður. Hann fékk vinalegt klapp á hausinn að launum. — Góðan dag, hr. Percy. Ég hélt kannski ég yrði einum handlegg fátækari áður en ég kæmist á yðar fund. — Nei, nei. Slfkt myndi Cap aldrei gera. En ég hef ekki verið vel frfskur upp á sfðkastið, svo að Cap sér um gesti og gangandi þegar ráðskonan mfn er ekki við. Fáið yður sæti f þessum stól þarna, hann er Ijómandi þægileg- ur. Það var hverju orði sannara. Engu lfkara var en stóllinn faðm- aði hann að sér, þegar hann sett- ist f hann. — Mér skilst að blaðið yðar gangi vel,... Percy kinkaði kolli f viðurkenningarskyni. — Ég var mjög forvitinn að fylgjast með hverig gengi þegar það hóf göngu sfna fyrir nokkrum árum, vegna þess að þá var hlaða- dauðinn einraitt f aigleymi. En það virðist sem þið séuð búnir að treysta ykkur dável í sessi. — Tom Krug á allan heiðurinn af þvf — hann er ákaflega óvenju- legur maður og úrræðagóður. — Jæja, svo að við snúum okk- ur að efninu... Hann horfði spyrjandi á andlit hans. — Hvað er eiginlega um að vera. Ég hreifst af bréfi yðar. — Já, ég var nýkominn heim eftir að hafa átt viðtal við Ever.- est... — Já, einmitt? Percy hallaði undir flatt og horfði á hann f kurteislegri spurn. — Hr. Percy, hafið þér ein- hverja ástæðu til að ætla að skömmu eftir dauða Walter Carr- ington hafi mál einhvern veginn svo æxlast að James Everest sé haldið sem fanga á heimili sínu? — Haldið sem fanga? Andlit Dwight Percy bar vott um ósvikna furðu. — Já, ég var nú reyndar að spyrja um það. Percy horfði á gest sinn eins og hann óttaðist að vera þarna kom- inn f návist geðtruflaðs manns. Jack hafði á tilfinningunni að hann hefði hrópað á hjálp ef ein- hverjir aðrir hefðu verið nær- staddir. — Allt f lagi, ég skal byrja á byrjuninni... En engin merki sá- ust á stirðnuðu andliti útgefand- ans, meðan hann sagði frá viðtal- ínu og sfðan einkasamtali sfnu við Everest. Percy sýndi fyrirlitningu sfna ótvfrætt. — Nei, nú er mér nóg boðið. Ég veit að blaðamenn eru skfthælar og svffast einskis, en þetta er nú of langt gengið. Hvers vegna þér eruð að koma og bera slfka sögu á borð fyrir mig er mér gersamlega hultn ráðgáta. Ég hélt að þér vær- uð betri blaðamaður en svo. Jack reis á fætur. Reiður. — Þetta er engin lygi. Percy. Engar blaðamannalygar. Ég er ekki að reyna að færa mér neitt f nyt. Ég kom hingað f góðri trú til að segja yður hvað gerðist, vegna þess að bezti höfundurinn yðar virðist hafa sára þörf fyrir hjálp. Hundurinn Cap var farinn að urra lágt. — Nei, Cap. Þetta er f lagi. Eigandi hundsins opnaði skrif- borðsskúffu og rétti Jack nokkrar úrklippur. Auðvitað myndír af Everest. Myndir sem höfðu verið teknar af honum nokkrum dögum áður. — Finnst yður þetta Ifkt manni sem haldið er föngnum? Hann henti. — Sjáið þessa og þessa og þarna er systir hans. Ég sé ekki betur en Helene sé eins og hún eigi að sér að vera. Það er ekkert að sjá athugavert. Hvernig gæti það ifka verið með heims- pressuna allt f kringum sig? Hypjið yður úr húsi mínu Seaver- ing og reynið ekki að koma þess- ari geðveikislegu sögu yðar á framfæri. ÉG skyldi sjá til þess að þá væri nú að volgna f kringum yður. Reiður og vonsvikinn gekk Jack sfna leið. Og hann sem hafði haldið að einmitt þessi maður gæti hálpað honum svo mikið. Perspektiv með mynd af James Everest á forsfðunni var á auglýs- ingaspjöldunum. Jack leit hugs- unarlaust á það á leið frá járn- brautarstöðinni til skrifstofu sinnar. Mynd sem Vern hafði tek- ið. Og vitanlega góð mynd. Frá- sögn hans var þarna Ifka — ósköp venjuleg frásögn en hvernig átti hún Öðruvfsi að vera. Kannski voru þetta endalokin á öllu. Þvf að hin leynilega áætlun um hið dularfulla Everest mál virtist hrunin til grunna. A þriðjudagsmorgun var hann að vinna að upphafinu á Everest- greinínni. Þó svo að hann væri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.