Morgunblaðið - 10.09.1976, Page 38

Morgunblaðið - 10.09.1976, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976 GOLFMOT UM næstu helgi, 11.—12. september, verður keppt í kvennaflokki í Ron Rico- golfkeppninni, en verðlaun til þessarar keppni gefur fyrir- tæki Einars Th. Mathiesen. Jafnframt verður opið drengjamót, Dunlop-keppnin, en verðlaun til þess móts gefur umboðsfyrirtæki Dunlop, Austurbakki hf. Tilkynna skal þátttöku í bæði þessi mót í sfma 53360 og 52388 fyrir kl. 19 n.k. föstudag. Badminton hjá Víkingi BADMINTONDEILD Vikings hefur vetrarstarfsemi sína inn- an skamms og hafa Víkingar nú yfir fleiri timum að ráða en verið hefur áður. Þeir sem ætla sér að fá fasta tíma hjá félaginu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Badmintondeild Víkings f síma 38524 eða 34161 næstu kvöld. Golfkeppni handknattleiksmanna HIN árlega golfkeppni handknatt- letksmanna fer fram á velli Nes- klúbbsms í dag og hefst kl 1 5 00 Margir þekktir handknattleiks- kappar munu taka þátt i keppninni að þessu sinni sem endranær, en nokkrir handknattleiksmenn hafa getið sér gott orð í golfiþróttinni og nægir þar m a að nefna Birgi Björnsson, Berg Guðnason, Ágúst Svavarsson og fl Erfitt að meta hvort um rangstöðu var að ræða MYND þessa tók Ijósmyndari Morg unblaðsins, Kristinn Ólafsson, af hinu umdeilda marki f fyrrakvöld. Rensenbrink (sést ekki á myndinni) tók aukaspymu og lyfti knettinum yfir fslenzka varnarvegginn til Geels (nr. 10), sem kominn var á fulla ferð og tókst að senda knöttinn f fslenzka markið, framhjá Áma Stefánssyni sem sést lengst til hægri á myndinni. Leikmaður nr. 3 á myndinni er Jón Pétursson. Skiptar skoðanir manna á marki Hollendinganna MIKIÐ var rætt um það manna á meðal f gær hvort mark það sem Hollendingar skoruðu í lands- leiknum 1 fyrradag hefði verið rangstöðumark, og sýndist þar sitt hverjum. Af sjónvarpsmynd þeirri er sýnd var í fyrrakvöld var ekki annað að sjá en að hollenzki leikmaðurinn sem markið skoraði hefði verið kominn á hreyfingu er félagi hans vippaði knettinum yfir varnarvegg Islendinga og til hans. Hins vegar var sjðnvarps- myndavélunum þannig fyrir komið á vellinum að þær náðu ekki atviki þessu vel. Islenzku leikmennirnir sem Morgunblaðið ræddi við eftir leik- inn í fyrrakvöld voru flestir sam- mála um það að markið hefði komið úr rangstöðu, en töldu hins vegar erfitt að fullyrða slíkt þar sem atvikið hefði gerzt á sekúndu- brotum. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við nokkra kunna islenzka Mótsstað ekki breytt - segir KSI Mætum ekki - segja Afturelding og Reynir SEM kunnugt er er íslandsmótunum í knattspyrnu enn ólokið. Eftir er að leika um eitt aukasæti f fyrstu deild og tvö f annarri deild. Þessir leikir eiga að fara fram dagana 10. —12. sept. og leika þá Þór og Þróttur um fyrstu deildar sætið 1 1. sept. á gras- vellinum í Kópavogi, en Afturelding, Reynir Árskógsströnd og Þróttur Nesk. eiga að leika á malarvellinum á Eskifirði 10.—12. sept. Risið hafa mjög kröftug mótmæli hjá Aftureldingu og Reyni vegna þessarar ákvörðunar K.S í. og hafa þessi lið gengið svo langt að neita að mæta til keppni Blaðið sneri sér þvi til stjornar K.S.Í og forráðamanna félaganna til að afla sér nánari vitneskju um þessi mál og fara svör þeirra hér á eftir, fyrst svar K.S.Í og síðan svar félaganna Stjórn K S I er ósveigjanlcg í þessu máli, því sem hún hefur ákveðið verður ekki breytt og hyggst hún beita þau lið hörðu sem ekki mæta til keppni, enda telur stjórnin mótbárur liðanna ekki nægilega sterkar eða rökstuddar til að breyta því sem ákveðið hefur verið Mótanefnd hefur sent félögunum skeyti til að minna þau á 1 7 , 18 og 27 grem reglugerðar K.S.Í.. en þar stendur meðal annars 1 7 gr Lið. sem ekki mætir til leiks, skal greiða allan kostnað af leiknum vegna dómara, vallar, auglýsinga og ferðalaga mótaðilans og sæta sekt að upphæð kr 5 000 18 gr Lið sem ekki mætir til leiks og hefur engar gildar ástæður, getur ekki orðið sigurvegari i yfirstandandi móti eða riðli Mótstjórn skal haga niðurröðun i næsta mót þannig að lið, sem ekki hefur mætt til leiks án gildra ástæðna, fái ekki leiki á heimavelli næsta keppnistimabil 27 gr Mæti lið ekki til leiks, skal leikurinn dæmdur tapaður, og skal liðið sæta sektum samkvæmt 1 7 gr " Páll Sturluson hjá Aftureldingu hafði þetta um málið að segja ,,Við mætum ekki til leiks á Eskifirði þrátt fyrir hótanir mótanefndar Við teljum völlinn alls ekki hlutlaúsan og bendum auk þess á að aðstaða Þróttar er margfalt brtri en hinna liðanna, sem þurfa einnig að standa undir miklum ferðakostn iði, meðan Þróttarar eru 25 mínútur a* aka á milli Við erum óánægðir með vinnubrögð mótanefndar í þessp máli og teljum að hún hefði átt að taka boði Vest- manneyinga, sem buðu full afnot af grasvelli sinum áður en ákveðið var að leikið skyldi á Eskifirði, en við teljum rangt að leika á möl, þar sem bæði við og Reynir leikum á grasi Er þetta enn einn kosturinn-fyrir Þrótt Stjórn K S I virðist ekki afar ánægð með þetta, að minnsta kosti sagði einn úr henni í samtali við okkur, að þetta hefði verið miður heppileg ákvörðun. Og að lokum: Ætlar stjórn K.S í. að láta þessa vitleysu viðgangast?. Bjarni Jóhannsson hjá Þrótti var ánægður með ákvörðun mótanefndar, hann sagði að timi væri kominn til að Þróttur losnaði við kostnaðarsöm og erfið ferðalög sem ávallt hafa orðið hlutskifti liðsins síðan það tók fyrst þátt i úrslitum 3 deildar. ,,Við æfum af fullum krafti og komum sterkir i úrslit- in, sem vonandi verða, þrátt fyrir mót- mæli hinna liðanna Okkur finnst fram- koma þeirra leiðinleg og teljum stjórn og mótanefnd K.S.Í hafa allan rétt í þessu máli " Gylfi Baldvinsson hjá Reyni sagðist litlu vilja bæta við það sem fram væri komið, aðalatriðið væri að þeir væru það óánægðir með ákvörðun K.S í, að þeir ætluðu ekki að mæta til leiks ,.Við teljum að völlurinn sé ekki hlutlaus og auk þess viljum við leika á grasi, en ekki möl Við teljum það ekki rétta stefnu hjá K.S í að setja úrslitaleikina á möl, þegar hægt er að fá grasvelli Við höfum því ákveðið að sitja heima og taka afleiðingunum af því " Fari svo að Afturelding og Reynir mæti ekki til úrslitakeppninnar á Eski- firði, munu Þróttarar á Neskaupsstað leika i 2 deild að ári svo og Fylkir sem varð í fjórða sæti í úrslitakeppni þriðju deildarinnar í ár H.G. knattspyrnudómara og spurðu þá álits. Guðmundur Haraldsson: Það vildi þannig til að ég sat á þeim stað í stúkunni að ég var í beinni línu við atvikið og sá það mjög vel. Ég var strax sannfærður um að leikmaðurinn sem skoraði, hefði verið rangstæður og sann- færðist enn betur þegar ég sá myndina í sjónvarpinu. Hann var greinilega lagður af stað áður en sá, sem tók aukaspyrnuna, spyrnti knettinum og kominn inn fyrir íslenzku varnarleikmenn- ina. Það sem gerðist þarna, að mínu mati, var það að það voru ekki bara íslenzku varnarleik- mennirnir sem „frusu“ eitt and- artak heldur og línuvörðurinn, sem var þó ágætlega staðsettur til að sjá hverju framfór. Magnús V. Pétursson: Ég treysti mér alls ekki til þess að fullyrða neitt um hvort leikmað- urinn var rangstæður eða ekki. Atvik þetta gerðist á andartaki og þegar setið er í stúku er erfitt að átta sig nákvæmlega á því sem gerist. Ég tel sjónvarpsmyndina ekki sanna neitt né afsanna. Leik- maðurinn sem tók aukaspyrnuna tók alllangt tilhlaup og ég er á því að leikmaðurinn sem skoraði hafi verið lagður af stað áður en hann spyrnti. Spurningin er þó fremur sú, hvort Jón Pétursson, sem einnig lagði af stað, hafi ekki ver- ið enn innar, þegar leikmaðurinn sem tók aukaspyrnuna lyfti knett- inum yfir íslenzku vörnina. Óli Ólsen: Ég treysti mér alls ekki til þess að skera úr um þetta atriði. I sjónvarpsmyndinni virð- ist leikmaðurinn vera rangstæð- ur, en ég tel myndina ekki þannig tekna að unnt sé að átta sig á afstöðu leikmanna á vellinum eft- ir henni. Þarna er um að ræða atvik þegar örfá sekúndubrot skera úr um hvort maðurinn er rangstæður eða ekki, og því óhugsandi að segja til um það eftir á. Einar Hjartarson: Ég sat ekki á þeim stað í stúkunni að ég ætti gott með að átta mig á því hvað gerðist, og ég tel að sjónvarps- myndin segi lítið til um staðsetn- ingu leikmanna. Hins vegar sá ég að línuvörðurinn var hárrétt stað- settur, og ég treysti honum manna bezt til þess að hafa séð hvað gerðist. Hann sýndi það í báðum leikjunum, að hann var mjög vakandi fyrir því sem gerð- ist á vellinum og gerði sig ekki sekan um villur. Ég ræddi um atvikið við hann eftir leikinn, og sagðist hann ekki hafa verið í minnsta vafa um að markið var löglega skorað. Fimleikaflokkar frá Ollerup - sýna í Vestmannaeyjum, Reykjavík og Akureyri N.K. SUNNUDAG á að vígja Iþróttahús Vestmannaeyja. 1 vfgslunni taka þátt leikfimiflokk- ar karla og kvenna frá fþrðtta- skólanum I Ollerup f Danmörku. Flokkar skólans eru heimskunnir fyrir sýningar sfnar. Sfðast dvöldu þeir f Japan og sýndu þar og hlutu mikið lof. Þessir flokkar verða í Vest- mannaeyjum og einnig munu þeir sýna í Reykjavík mánudaginn 13. september f Iþróttahúsi Haga- skólans. Síðan heimsækja þeir Akureyri og sýna þar í Iþrótta- skemmunni miðvikudaginn 15. september. Áður en flokkurinn heldur utan hefur hann kveðju- sýningu í Laugardalshöllinni og verður hún föstudaginn 17. sept- ember. Tvívegis áður hafa flokkar skól- ans sýnt hér og komust þá færri að en vildu til þess að sjá sýning- arnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.