Morgunblaðið - 05.10.1976, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1976
Vélbáturinn Hafursey var 37 tonna eikarbátur og hét hann áður Vörðunes.
Vélbáturinn Hafursey
sökk á sunnudagskvöld
Hópuppsagnir
á sjúkrahúsum
HJUKRUNARFRÆÐINGAR og röntgentæknar hafa hafið hópupp-
sagnir vegna óánægju með launakjör. Þessar uppsagnir ná þó ekki til
rfkisspítalanna, heldur er hér aðeins um uppsagnir að ræða á Borgar-
spftalanum og Landakotsspítala. Hins vegar hafa meinatæknar sagt
upp við I.andspftalannn, en ástæður þeirra uppsagna munu fremur
vera slæm starfsskilyrði frekar en bág launakjör.
VIÐ urðum varir við leka f vélar-
rúminu og að sjór var kominn f
lestina sagði Jón Sæmundsson úr
Grindavík, annar skipverjanna á
Hafursey sem sökk á sunnudsgs-
kvöldið.
Jón sagði að þeir hefðu fyrst
orðið varir við leikann um kl.
18:30 þegar gírinn tók að „snuða“
og sáu þeir að sjór var í gólfi
vélarrúmsins og nokkur sjór var
kominn í lestina. Við reyndum að
ausa með handdælu meðan vélin
var f gangi, sagði Jón, en svo
kölluðum við til Reykjavíkur og
báóum um aðstoð. Kyndill var
SIGURÐUR Jóhannsson,
vegamálastjóri, varð bráðkvaddur
f Færeyjum sl. laugardag, þar
sem hann var á ferðalagi.
Sigurður var 58 ára að aldri.
Sigurðar de hinn 16. marz 1918
á Hofsstöðum í Miklaholtshreppi,
sonur hjónanna Jóhanns Bjarna
Hjörleifssonar og Sigrlðar
Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann
lauk stúdentsprófi frá MR 1937 og
prófi í byggingaverkfræði frá
Tækniháskóla Danmerkur 1942.
Næstu þrjú ár starfaði Sigurður
erlendis, bæði í Danmörku og
Saksóknari
með 23 klám-
rit og bækur
til yfirlestrar
RlKISSAKSÓKNARI fól saka-
dómi Reykjavfkur fyrir nokkru,
að leggja hald á 4 tiltekin klámrit
sem verið hafa til sölu f verzlun-
um í Reykjavfk.
Sakadómur lét lögreglumenn fá
það verkefni að ná saman þessum
klámritum. Var þeim tjáð af af-
greiðslufólki í verzlununum og
öðrum, að á markaðnum væru
blöð og bækur með enn grófara
málfari en væri að finna í um-
ræddum 4 klámritum. Varð það
að ráði, að sakadómur aflaði ríkis-
saksóknara sýnishorna af klám-
blöðum og bókum, sem hægt er að
fá keyptar í verzlunum.
Erla Jónsdóttir, fulltrúi saka-
dóms, tjáði Mbl. I gær, að saman-
tekt klámritanna hefði lokið í sfð-
ustu viku. Voru tínd til 23 mís-
munandi klámblöð og bækur og
ailur fengurinn sendur ríkissak-
sóknara. Hefur hann nú „bók-
menntir" þessar til yfirlestrar og
mun væntanlega taka ákvörðun
um aðgerðir að lestrinum loknum.
staddur um 6 mflur frá okkur og
kom hann fljótt til hjálpar. Taug
var komið fyrir milli skipanna og
var ætlunin að draga Hafursey til
Grindavíkur, en eftir um það bil
hálftíma tog var lestin orðin hálf-
full af sjó. Þá hætti Kyndill að
toga og þá var látið reka unz
Hrafn Sveinbjargarson kom á
vettvang, en við höfðum beðið um
að annar bátur kæmi til aðstoðar
þar sem Kyndill átti nokkuð erfitt
með að athafna sig þvf hann var
fullhlaðinn benzfni.
Þeir skipverjar Jón Sæmunds-
son og Magnús Þorláksson, voru
Svíþjóð, en árið 1945 réðst hann
til starfa sem verkfræðingur hjá
Vegagerð ríkisins. Árið 1956 varð
Sigurður vegamálastjóri og
gegndi hann því starfi til dauða-
dags.
Sigurður kenndi stærðfræði við
MR á árunum 1947—55, átti sæti í
Sigurður Jóhannsson
hafnarstjórn um tfma, einnig í
stjórn Verkfræðingafélags
Islands og f skipulagsnefnd ríkis-
ins um árabil. Þá var Sigurður
formaður Ferðafélags tslands frá
1961 og til dauðadags, og einnig
átti hann sæti í Almannavarna-
ráði ríkisins. Hann var sæmdur
riddarakrossi Fálkaorðunar 1961.
Eftirlifandi kona Sigurður er
Stefanía Guðnadóttir.
Nafn manns-
ins sem lézt
MAÐURINN sem drukknaði f
Vestmannaeyjahöfn s.I. laugar-
dagsmorgun, hét Ingi Guðmunds-
son, Vesturvegi 11A, Vestmanna-
eyjum, Hann var fæddur 20
.október 1922 og því rétt tæpra 54
ára þegar hann lézt. Ingi heitinn
var einhleypur.
um borð i Kyndli meðan látið var
reka og beðið eftir Hrafni Svein-
bjarnarsyni og hugðust þeir koma
taug f bátinn aftur þegar hann
væri kominn. Það tókst en aðeins
var búið að toga f um 10 mfnútur
þegar Hafursey hvarf f djúpið.
Jón sagði að báturinn hefði ekki
sigið svo mjög meðan þeir biðu en
eftir að Hrafn Sveinbjarnarsor.
hóf að toga seig Hafúrsey hraðar
og sökk eins og fyrr segir eftir
aðeins 10 mínútna tog.
Magnús Þorláksson og Jón
Sæmundsson voru sammála um
það að þeir hefðu aldrei verið í
verulegri hættu Kyndill hefði
komið svo fljótt á staðinn og þeir
fóru um borð í hann þegar þeir
sáu fram á að þeir voru ekki
lengur óhultir um borð í Hafurs-
ey. Þeir sögðust ekki hafa blotnað
að ráði nema þegar þeir voru að
fara um borð í gúmbátinn og þvi
hefðu þeir ekki lent í neinni vos-
búð. Ekki kváðust þeir hafa lent
fyrr í hrakningum á sjó.
Vélbáturinn Hafursey GK 84
sem var 37 tonna eikarbátur
hefur verið í eigu þeirra Jóns og
Magnúsar sem áttu hann ásamt
Jóni Ásgeirssyni og höfðu þeir átt
hann í tæpt ár. Sjópróf fóru fram
i Grindavík í gær.
1 GÆRKVÖLDI efndi forsætis-
ráðherra, Geir Hallgrfmsson, til
kjördæmafundar á Selfossi. Var
þetta tfundi kjördæmafundur for-
sætisráðherra, en hann hefur þeg-
ar efnt til fundar á Norðurlandi
vestra, Norðurlandi eystra, Vest-
urlandi og Vestf jörðum.
Fundurinn á Selfossi var fjöl-
mennur eða hátt á annað hundrað
Á FUNDI stjórnar Innkaupa-
stofnunar Reykjavíkurborgar í
gær óskaði Albert Guðmundsson,
borgarfulltrúi, eftír því í sér-
stakri bókun, að því yrði beint til
borgarstjóra að hann tilkynnti
öllum forstöðumönnum og bygg-
ingarnefndum borgarinnar
hvernig standa bæri að innkaup-
um á vegum borgarinnar almennt
og jafnframt yrði starfssvið Inn-
kaupastofnunar undirstrikað sér-
staklega. Þessi bókun Alberts
Guðmundssonar var gerð vegna
umræðna um kaup á húsgögnum
Hjúkrunarfræðingar og rönt-
gentæknar lýstu því yfir skömmu
eftir að úrskurður kjaranefndar
var felldur, að þeir myndu ekki
vilja sætta sig við hann. I kjölfar
þessa úrskurðar, sem felldur var
vegna launadeilu rikisins og
félaganna, áttu að fara samningar
milli Reykjavíkurborgar og
þeirra og eftir þessa yfirlýsingu
skaut borgin máli sínu til kjara-
nefndar til þess að fá sama eða
svipaðan úrskurð. Töldu félögin
engan grundvöll vera til viðræðna
um sérákvæði ef ekki kæmu til
taxtahækkanir. Þessir starfs-
hópar hafa 3ja mánaða uppsagn-
arfrest en eins og fram kemur í
lögum og reglugerðum um
réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna, er ríkisvaldi eða
vinnuveitanda í þeim tilfellum að
um hópuppsagnir eða fjöldaupp-
sagir sé að ræða, heimilt að frem-
lengja uppsagnarfrestinn um
aðra 3 mánuði, þannig að hann
verði 6 mánuðir. Er þetta
heimilað til þess að starfsemi falli
ekki niður með öllu.
HVERFANDI lítil jarðskjálfta-
virkni kom fram á jarðskjálfta-
mælum norður f Mývatnssveit I
gær, raunar var aðeins hægt að
greina stöku smáskjalfta á einum
mælinum og virtust þeir eiga
upptök sfn utan Kröflusvæðisins
sjálfs. \ sama tfma og að miklu
leyti hefur tekið fyrir skjálfta á
manns. Að lokinni framsöguræðu
forsætisráðherra voru frjálsar
umræður og tóku margir til máls.
Ennfremur svaraði forsætisráð-
herra fjölda fyrirspurna fundar-
manna. Umræður voru fjörugar
og stóð fundurinn fram undir
miðnætti.
A næstu vikum efnir forsætis-
ráðherra til kjördæmafunda á
Reykjanesi og á Austfjörðum.
fyrir heilsugæzlustöð f Árbæjar-
hverfi. I bókun þessari tekur Al-
bert Guðmundsson fram, að hann
telji ekki rétt að samþykkja vítur
á framkvæmdastjóra heilsu-
verndarstöðvar vegna þessara
húsgagnakaupa eins og borgar-
fulltrúarnir Sigurjón Pétursson
og Alfreð Þorsteinsson höfðu lagt
til.
Hér fara á eftir bókanir þær,
sem gerðar voru I stjórn Inn-
kaupastofnunar Reykjavíkur-
borgar um þetta mál í gær:
framkvæmdastjóri ríkis-
spítalanna, sagði í viðtali við Mbl.
í gær, að ekki væri hægt að
merkja að um nokkrar hóp-
uppsagnir væri að ræða á rikis-
spítölunum þótt meinatæknar
hefðu sagt upp og þá vegna starfs-
skilyrða. Davið sagðist ekki eiga
Framhald á bls. 46
Grjótjötunsmálið:
Fer aftur til
saksóknara
í mánuðinum
GRJÓTJÖTUNSMÁLIÐ er nú til
framhaldsrannsóknar hjá saka-
dómi Reykjavíkur. Erla Jóns-
dóttir fulltrúi við Sakadóm sagði i
gær að unnið væri að gagnasöfn-
un. Bjóst hún við því að gagna-
söfnun lyki í þessum mánuði og
yrði þá málið sent aftur til ríkis-
saksóknara en hann óskaði eftir
famhaldsrannsókn á málinu.
þessu svæði er landris það sem átt
hefur sér stað samhliða jarð-
skjálftunum, úr sögunni og f þess
stað er land tekið að sfga 5 £ 10
sinnum hraðar en það reis áður.
Að sögn Páls Einarssonar
jarðeðlisfræðings hjá Raun-
vísindastofnuninni, er enn margt
óljóst um það sem nú er að gerast
á Kröflusvæðinu en jarðvísinda-
menn eru þó aðeins farnir að geta
sér til um ástæður þessara skyndi-
legu breytinga sem orðið hafa á
jarðfræðilegu ástandi á þessum
slóðum. Breytingarnar lýsa sér I
því að jarðskjálftatiðnin sem
verið hefur sfðustu mánuði og
vaxið jafnt og þétt hefur á örfáum
dögum hjaðnað að miklu leyti
nema hvað sl. laugardag mældist
töluverð smáskjálftahrina norður
af Kröfluöskjunni.
Meðan þessu hefur farið fram
hefur hallinn á stöðvarhúsinu á
Kröflu kúvent ef svo má að orði
komast, því þar sem norðurendi
hússins reis áður miðað við suður-
Framhald á bls. 46
og Sigurjóns Péturssonar.
„Á síðasta fundi stjórnar ISR,
þegar fjallað var um kaup á hús-
gögnum fyrir heilsugæslustöð í
Árbæjarhverfi, var framkvæmda-
stjóri Heilsuverndarstöðvarínnar
mættur til að gefa upplýsingar
um málið. Þótt hann legði til að
húsgögnin yrðu keypt af Gamla
Kompaníinu h/f, ákvað stjórnin i
samræmi við venju að bjóða hús-
gögnin út. Við þessa samþykkt
gerði framkv.stj. Heilduverndar-
Framhald á bls. 46
Siguröur Jóhannsson,
vegamálastjóri, látinn
Fjölmennur fundur for-
sætisráðherra á Selfossi
Albert Guómundsson:
Innkaupareglur borg-
arinnar verdi kynntar
Bókun Alfreðs Þorsteinssonar
Davíð Á. Gunnarsson, aðstoðar-
Krafla:
Land sígur nú 5-10
sinnum hraðar
en það reis áður