Morgunblaðið - 05.10.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÖBER 1976
3
...á ferð með lögreglunni ... á ferð með lögreglunni ...á ferð með lögreglunni
ÞAÐ var nóg að gera hjá
slysarannsóknardeild
lögreglunnar í Reykja-
vík seinnipartinn í gær.
Mbl. fór með bíl nr. 3 í 2
klst. ferð i gær á tfmabil-
inu 16.30—18.30. Sá tími
var afar viðburðarrfkur,
því árekstrar og slys voru
mörg og var talstöðin
rauðglóandi allan tfm-
ann. Það þurfti marga
bfla til að sinna öllum
köllunum og þannig gat
bíll nr. 3 ekki sinnt nema
hluta útkallanna.
Lögreglumenn á þrist-
inum þennan tfma voru
þeir Sigurður Pálsson og
Bjarni Bogason. Að-
spurðir sögðu þeir mánu-
dagseftirmiðdegið alltaf
vera slæman tfma í um-
ferðinni, og væri þannig
alltaf árekstrasúpa á
tfmabilinu 16—19. Það
fór lfka þannig f gær, því
ekki tókst nema einu
sinni að renna við á stöð-
inni á þessum tfma, þvf
hvert útkallið af öðru
barst f gegnum talstöð-
ina.
Fyrsti áreksturinn sem Mbl,
kannaði með þeim félögum var
á mótum Barónsstígs og Eiríks-
götu. Hafði þar rússneskur
sendiráðsmaður ekið í hliðina á
bifreið ungrar konu. Ekki urðu
skemmdir miklar. Aðeins sá á
Aftanákeyrslan við gangbrautina fyrir neðan Mjólkursamsöluna (Ljósm. ágðs)
Stal bifreið móður sinn-
ar og ók á tvær aðrar
stöð kallar upp þrist og tilkynn-
ir árekstur á Laugaveginum á
móts við Mjólkursamsöluna.
Þar hafði Morris-bifreið ekið
aftan á kyrrstæða Saab-bifreið,
sem stöðvazt hafði við gang-
braut. Brezka bifreiðin
skemmdist mjög mikið og varð
að fá kranabfl til að fjarlægja
hana. Hins vegar virtust
skemmdir á Saab-bifreiðinni
ekki miklar.
Þegar þessu máli var lokið
ókum við inn á Háaleitið. Á
Háaleitisbrautinni á móts við
Ármúlann hafði verið ekið á
gangandi vegfaranda. Þar
skammt frá voru svo aðrir lög-
reglumenn að rannsaka aft-
anákeyrslu, en stúlka sem var
að læra á bifreið varð fyrir
þeirri ónotalegu reynslu að aft-
an á hana var ekið, og það í
miðri kennslustund.
Nú lá leiðin niður á stöð, en
vart höfðum við stigið inn úr
dyrunum, þegar hringt var og
tilkynnt um slys ofarlega á
Háaleitisbraut. Hafði verið ekið
á barn á móts við biðskýli SVR.
Við ókum í ofboði á slysstað, og
það þurfti heldur betur að
þeyta sírenuna því mikil um-
ferð var á þessum tima, en nú
var klukkan um 17,15 og þvl
margir á leið heim úr vinnu
o.þ.h.
Önnur lögreglubifreið var
komin á slysstað á undan okkur
og tóku þeir þetta mál því að
sér. Ekið hafði verið á barn,
sem hljóp yfir veginn, og ekki
var kunnugt um meiðsli, en
Að sögn annars þeirra sem
ekið var á kom bifreiðin á móti
honum á mikilli ferð, og virtist
svo vera sem ökumaður hefði
alls ekkert vald á bifreið sinni.
Nú var eins og smáhlé væri
komið á árekstrasúpunni, og
Mbl. kvaddi því. Þegar við innt-
um svo frétta síðar um kvöldið
var allt á fullu hjá þeim á slysa-
rannsóknardeild lögreglunnar
því verið var að tilkvnna
árekstra út um allt og allar til-
tækar bifreiðar á þönum.
Frá árekstursstað á horni Barónsstfgs og Eirfksgötu. Jeppinn er bifreið sovézka
sendiráðsmannsins, en bifreið konunnar, sem ekið var á, er til hægri við jeppann.
Takið eftir stöðvunarskyldumerkinu.
bíl konunnar, og ekkert á jeppa
Sovétmannsins. Sovétmaður-
inn, sem vildi útkljá málið við
konuna með þvl að bjóða henni
tiltekna fjárupphæð og þannig
losna við lögregluskýrslur, bar
þvf við að hann hefði blindazt
af geislum sólar, þegar hann
var að athuga umferð á Baróns-
stígnum. Sólin skein úr suðri
en konan kom úr hinni áttinni
og ók til suðurs.
Við vorum ekki nema rétt
komnir af árekstursstað þegar
Bifreiðin sem pilturinn stal frá
móður sinni var mikið skemmd
eftir að henni hafði verið ekið á
tvær aðrar bifreiðar.
barnið skall framan á bifreið-
ina.
Það gafst lítil stund til að
dvelja á þessum stað því nú var
tilkynnt um árekstur I Rauða-
gerði.
Hafði þar verið ekið utan
i tvær bifreiðar og sá seki síðan
strokið af slysstað. Reyndist
hér vera um það að ræða að 14
ára gamall piltur hafði tekið
bifreið móður sinnar trausta-
taki, meðan hún brá sér að
heiman, og farið I ökuferð. Öku-
ferðin endaði illa, því drengur-
inn ók utan I tvær bifreiðar og
skemmdi mikið, auk þess sem
hann stórskemmdi bfl móður
sinnar.
FERÐIR TIL GAGNS OG GLEÐI
MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNI „„„
Gler '76
Alþjóðleg sýning
Alþjóðleg
sýning
á skrif-
stofuvörum
Dússeldorf
7. okt—10. okt. '76
Köln
1 9. — 24. okt. '76.
SIAL '76
Alþjóðleg
matvælasýning
Paris
1 5. — 20. nóv. '76
Pantið snemma Hótelherbergin
verða afpöntuð 7 dögum fyrir sýningu.
IMB '76
Alþjóðleg
vélasýning fyrir fataiðnað
imo
Köln
3.-7. nóv. '76
Pantið snemma. Hótelherbergin
verða afpöntuð 7 dögum fyrir sýningu.
Ódýrar
Lundúnaferðir
eru að hefjast aftur.
Brottför hvern laugardag
Kanaríeyja-
feröir
byrja 27. október.
Pantið tímanlega.
14.IKA
Alþjóðleg
matreiðslusýning
Frankfurt
21, —28. okt. '76.
Pantið snemma. Hótelherbergin
verða afpöntuð 7 dögum fyrir sýningu.
Allt fyrir
barnið
Alþjóðleg
sýning
cologne
intemational
fair for the &
child
Köln
8 —10. okt. '76.
Útvegum sýningarskrár, sýningarsvæði, aðgöngumiða, hótelherbergs
Seljum einnig farseðla með öllum flugfélögum um allan heim á sérstaklega
hagkvæmum fargjöldum.