Morgunblaðið - 05.10.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKT0BER 1976
Illyrði og
hnútukast
Magnús Kjartansson
hefur skrifað sunnu-
dagsleiðara blaðs sfns,
sem reynst hafa nokk-
urs konar víkuskammt-
ur af illyrðum og per-
sónulegu skitkasti.
Sem sýnishorn skal
vitnað í skrif hans si.
sunnudag en þar segir:
„Fáir munu gleyma þvf,
að þegar BANDA-
RlSKA LEYNIÞJÓN-
USTAN (leturbr. hér)
hóf undirskriftasöfnun
þá sem kennd var við
„varið Iand“, fyiltist
skrifstofa Ólafs Jóhann-
essonar I stjórnarráð-
inu við Lækjartorg einn
daginn af spiliingar-
leiðtogum Framsóknar-
flokksins...“ Hér er lát-
ið að þvf liggja að yfir
55.000 Islendingar, sem
undirrituðu umrædda
yfirlýsingu, hafi ýmist
verið handbendi eða
leiksoppar erlendrar
leyniþjónustu. Ja. fyrr
má nú rota en dauðrota.
Hér er annað tveggja
um hugaróra að ræða
eða það sem sízt er
skárra vfsvitandi Lyga-
Marðar samsetning af
grófasta tagi. Slfkar
fullyrðingar eru sfðan
kryddaðar rfflegum
skammti og stóryrðum
og persónuiegum
brigzium.
Saumnálar-
leit
Alþýðublaðið heldur
enn áfram viðtölum við
flokksbundið fólk inn-
an samtaka frjálslyndra
og vinstri manna. Eftir-
tektarvert er, hve blað-
ið er fundvfst á viðmæl-
endur, sem heldur vilja
að samtökin starfi
áfram f óbreyttri mynd
en að þau sameinist Al-
þýðuflokknum. Aður
hefur verið bent á við-
töl þess við Kára Arn-
órsson skólastjóra og
Einar Hannesson full-
trúa. t þennan hóp hafa
bætzt Steinunn Finn-
bogadóttir og Margrét
Auðunsdóttir. Báðar
telja þær að S:mtökin
hafi sama hlutverki að
gegna f framtfðinni og
hingað til og að ekkert
réttlæti niðurfeliingu
þeirra. önnur segist
hætta afskiptum af póli-
tfk, ef flokkurinn verði
lagður niður eða sam-
einaður öðrum flokki,
hin segist geta hugsað
sér starf innan annars
fiokks, ef svo illa fari að
Samtökin yrðu úr sög-
unni.
Þessi viðtöi munu
sprottin af samþykkt
kjördæmisráðs SFV á
Vestfjörðum, sem sýni-
lega stefnir að sameig-
inlegu framboði með
eða samruna við Al-
þýðufiokkinn. I fram-
haidi af samþykkt Vest-
firðinganna lýsti Ólafur
Ragnar Grfmsson þvf
hins vegar yfir að hann
teldi Samtakafólk frem-
ur eiga boðleið f Al-
þýðubandalagið en Al-
þýðuflokkinn. Þannig
eru Samtökin, sem ætl-
uðu sér það hiutskipti
að sameina allt vinstra
fólk á Islandi, þrfklofin
og dæmigerð um þann
glundroða og það valda-
brölt, sem einkennt hef-
ur alia vinstri pólitfk
hér á landi.
Gylfi Þ. Gfslason, for-
maður Aiþýðufiokks-
ins, fagnaði samþykkt
kjördæmisráðs SFV á
Vestfjörðum. Hann gat
þó ekki stillt sig um að
láta þess getið f leíðinni
að hún sýndi Ijóst, að
stofnun Samtakanna á
sfnum tfma hefði verið
hið mesta glappaskot.
Alþýðublaðið hefur og
tekið samþykktinni
með tvfræðum hætti,
vægast sagt, eins og
saumnáiarleit þess að
SFV-fólki, sem ekki vill
sameinast Alþýðu-
flokknum, gefur nokkra
vfsbendingu um.
INNLENT LAN
RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS
1976 2.FL.
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
Samkvæmt heimild í fjár-
lögum fyrir árið 1976 hefur
fjármálaráðherra, fyrir hönd
ríkissjóðs, ákveðið að bjóða út
verðtryggð spariskírteini, að
fjárhæð 500 milljónir króna.
Kjör skírteinanna eru íaðal-
atriðum þessi:
Meðaltalsvextir eru um 3.5%
á ári, þau eru lengst til 20 ára
og bundin til 5 ára frá útgáfu.
Skírteinin bera vexti frá 25.
janúarogeru með verðtrygg-
ingu miðað við breytingar á
vísitölu byggingarkostnaðar,
er tekur gildi 1. janúar 1977
Skírteinin, svo og vextir af
þeim og verðbætur, eru skatt-
frjáls og framtalsfrjáls á sama
hátt og sparifé. Þau skulu
skráð á nafn.
Skírteinin eru gefin út í
þremur stærðum, 10.000,
50.000 og 100.000 krónum.
Sala skírteinanna stendur
nú yfir og eru þau til sölu hjá
bönkum, bankaútibúum og
sparisjóðum um land allt svo
og nokkrum verðbréfasölum í
Reykjavík.
Sérprentaðir útboðsskilmál-
ar liggja frammi hjá þessum
aðilum.
Október 1976
SEÐLABANKI ÍSLANDS
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
tP
ÞÚ At'GLÝSIR UJI ALLT
LAND ÞEGAR Þt AtG-
LÝSIR I MORGLNBLAÐINt
Talstöð
Óskum eftir að kaupa landssímatalstöð.
F.F.5
Bifreiðar og landbúnaðarvélar h. f.,
Suðurlandsbraut 14,
sími 38600
MEGAS
Fram *• t*tí»«i)gótuMa
MEGAS
Fram ft aftur blindgötuna
er komin
Sendum i póstkröfu
Hljómdeild
íijp KARNABÆR
A. ')*i i : cc
Austurstræti 22, Laugavegi 66.
simi frá skiptiborði 281 55.
ðnESS
HANDVERKFÆRI
eru ávallt á
tilboðsverðum
% '2, 1 i L
-S ^5!^—, w
C
W\ i «R* | 'fJH
z. 1
Fjölbreytt úrval AEG handverkfæra til iðnaðar-
bygginga- og tómstundavinnu.
Vandið valið og notið sterk og vönduð verkfæri.
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820