Morgunblaðið - 05.10.1976, Síða 10

Morgunblaðið - 05.10.1976, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER 1976 Eitt mesta vandamál skipasmíðastöðvanna er f jármagnstregðan” — segja forráðamenn skipasmíðastöðvanna ALLAR stærstu skipasmfða- stöðvarnar á Islandi hafa nú næg verkefni út næsta ár, en hvað þá tekur við veit enginn. 1 viðtölum sem Morgunblaðið hefur átt við forráðamenn stöðvanna kemur fram, að vegna greiðsluerfiðleika Fiskveiðasjóðs hefur nýsmfði seinkað, sem þýðir einfaldlega hækkanir á skipunum. Mikið er að gera f viðgerðum og endur- byggingu hjá stöðvunum, en þar er Ifka sama sagan, forráðamenn þeirra segja, að tilfinnanlega vanti einhvern sjóð til að fjár- magna þær, þar til Fiskveiðasjóð- ur kemur inn f myndina að breyt- ingu eða viðgerð lokinni. Ekki sé nóg að tala um að flytja viðgerðir inn f landið, þegar fjármagnið vanti. FASTEIGNAVERh/k Klapparstíg 16, slmir 11411 og 12811 Land 2 hektara landspilda úr landi jarðarinnar Reynisvatn við Reykjavík til sölu. Flókagata Húseign tvær hæðir kjallari og ris um 108 fm að grunnfleti. Selst í emu lagi eða smærri ein- ingum. Laus nú þegar. Hjarðarhagi mjög góð 4ra—5 herb. íbúð um 117 fm á 4 hæð. Stór stofa, 3 stór svefnherbergi, eldhús með borðkrók, baðherbergi með teng- ingu fyrir þvottavél. Gestasnyrt- ing. Sameigmlegt þvottahús og þurrkherbergi í kjallara. Birkimelur 3ja herb. íbúð um 96 fm á 4. hæð. ásamt einu herbergi í risi. Góðar geymslur og frystiklefi í kjallara. Holtagerði 3ja herb. neðri hæð i tvíbýlishúsi um 80 fm. Sérhiti. Bílskúr. Hraunbær góð 3ja herb. ibúð á 3. hæð. Suðursvalir. Gaukshólar góð 2ja herb. íbúð é 1. hæð. Flúðasel raðhús á tveim hæðum um 1 50 fm. Húsið er í smiðum og selst fokhelt. Tilbúið til afhendingar um næstu áramót. Æsufell góð 2ja herb. ibúð á 3. hæð. Mikil sameign. Frystiklefi i kjall- ara Jón Sveinsson, forstjóri Stálvík- ur í Arnarvogi, sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að þeir hefðu haft samning um smíði á þrem togurum, en smiðinni hefði allri seinkað vegna greiðslu- erfiðleika Fiskveiðasjóðs síðan í nóvember s.l. „Því höfum við orðið að taka að okkur aukaverk- efni til að brtía bilið." „Seinkun á smfði togaranna tveggja nemur mörgum mánuð- um vegna þessara erfiðleika og þriðji togarinn sem við höfðum samið um, datt upp fyrir þegar eigið framlag var hækkað úr 10% í 15%. Stálið f hann liggur þó enn á hafnarbakka erlendis. Það þarf að taka ákveðna stefnu i málefnum íslenzkra SILFUR- TÍZKAN 77 Áður í Laugardalshöll. Nú í sýningarsal okkar. Fagur gripur er æ til yndis SMiUHtdftMA Iðnaðarhúsið. Vesturbær — sérhæð Höfum fengið í einkasölu nýlega 160 fm. sérhæð með bílskúr. íbúðin sem er á 1. hæð, skiptist í 4 svefnh., 2 saml. stofur, stórt hol, gestasnyrting, sér þvottaherb.með sturtuklefa. Sér hiti. Upphitaður bílskúr. 2 svalir. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. tiUSANÁUSTf MUSANAUSr! skipa-fasteigna og verðbrefasala skipa-fasteionaogverðbrífasau Lögm.: Þorfinnur Egilsson, hdl. VESTURGOTU 16 - REYK IAVIK , , Sölustjóri: Þorfinnur Júliusson skipasmiðja og á ég þar fyrst og fremst við fjármögnun fram- kvæmda. Svona greiðsluerfið- leikar draga okkur alveg niður, og með þessu móti fara okkar við- skiptavinir með verkefnin úr landinu, því ef smíðað er fyrir íslendinga erlendis er banka- ábyrgð héðan að heiman og ýmsir sjóðir eins og t.d. í Noregi sjá um fjármögnunina. Ef smiði togara, sem kostar um 500 millj., seinkar um mánuð kostar það milljónir kr. I vaxtagreiðslur," sagði Jón. Gunnar Ragnars framkvæmda- stjóri SlippstöÓvarinnar h.f. á Akureyri sagði, að þeir bæru sig ekki mjög illa hvað verkefni snerti, öðru máli gegndi um fjár- mögnun framkvæmda. Slippstöð- in væri að byggja skuttogara fyrir Þórð Óskarsson á Akranesi, og verið væri að innrétta skuttogara- skrokk fyrir Dalvlkinga og búið væri að gera samning við Magnús Gamalíelsson á Ólafsfirði um smíði fiskiskips. Þessum verkefn- um yrði ekki lokið fyrr en síðari hluta næsta árs. „En nýsmíðin er líka forsenda þess að hægt sé að halda uppi góðri viðgerðarþjónustu." „Frá því I nóvember í fyrra hefur verið mikill tröppugangur á greiðslum frá Fiskveiðasjóði, en sem betur fer virðist þetta vera í lagi núna sem stendur. Við erum mjög óhressir yfir þvl hve höllum fæti við stöndum í fjármögnun í samanburði við erlend fyrirtæki og sömu sögu er aó segja af stærri viðgerðum. Ef farið er t.d. með skip til Noregs til breytinga, þá fást 70% lánuð þar úr sérstökum sjóði. Hér lítur dæmið þannig út, að enginn sérstakur sjóður sér um að lána til þessara framkvæmda fyrr en að breytingu lokinni, en þá kemur Fiskveiðasjóður inn í myndina. Við höfum reynt að bjarga okkur á eigin spýtur og ennfremur hef- ur Fiskveiðasjóður reynt að hjálpa okkur, eftir þvf sem unnt hefur verið. Þá hefur okkar við- skiptabanki reynzt okkur mjög vel. Því miður er það svo að engin ákveðin regla er til I þessu sam- bandi og það þýðir ekki að ræða um að flytja viðgerðir skipa inn í landið, nema fjármagn sé fyrir hendi til að sinna viðgerðunum. Við stöndum fyllilega jafnfætis erlendum skipasmiðastöðvum, hvað verð, gæði og vinnuhraóa snertir,“ sagði Gunnar að lokum. Jósef Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Þorgeirs og Ellerts á Akranesi, sagði að þeir væru nú að ljúka við skuttogarann Júlíus Hafstein, sem færi til Húsavíkur, og smíði sementsferju fyrir Sementsverksmiðju ríkisins væri hafin, en hún yrði 46.8 metrar á lengd og ætti að ljúka við smíði hennar síðari hluta næsta árs. Hvað þá tæki við vissi enginn. „Það er einnig mikið að gera I öllum viðgerðum, en peningar eru að sama skapi ekki eins mikl- ir og því verður að fara að öllu með mikilli gát,“ sagði Jósef. Tveir fslenzkir listamenn, þeir Hörður Haraldsson og Guðmundur Sigurðsson, voru meðal þátttakenda á listsýningu, sem haldin var á norrænni menningarviku f Thisted I Danmörku. Sýndu þeir fimm myndir, þar á meðal var mynd Guðmundar, „Sfðastí þorskurinn við Island", hér að ofan. Aðrar myndir á sýningunni voru eftir listamenn I vinabæjum Thisted ( Noregi, Svfþjóð og Finnlandi. Kaupmenn andvígir tii- slökun á gæðakröfum Morgunblaðinu barst eftirfar- andi athugasemd frá Félagi mat- vörukaupmanna varðandi breyt- ingar á flokkun kartaflna: I Morgunblaðinu 1. okt. var greint frá því að af hálfu Land- búnaðarráðuneytisins hefði verið ákveðið að slaka á gæðakröfum við flokkun kartaflna. I viðtali sem Morgunblaðið átti við Guðmund Sigþórsson, deildar- stjóra I Landbúnaðarréðuneytinu, kom fram að ákvörðun þessi hefði verið tekin að fengnu áliti ýmissa hagsmunaaðila m.a. kaupmanna. Þar sem skilja má þessi um- mæli Guðmundar á þann veg að kaupmenn hafi samþykkt þessa breytingu á flokkun kartaflna vill Félag matvörukaupmanna taka fram eftirfarandi: Kaupmenn eru algjörlega á Njarðvíkur- unglingar skora á borgarunglinga Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning: Aðalfundur Nemendafélags Njarðvfkurskóla lýsir andúð sinni á hegðan og umgegngni jafnaldra sinna í miðborg Reykjavfkur, nú að undanförnu. Félagið skorar á ungfingana að finna sér eitthvað annað og þarfara að gera en sóða út höfuðborgina. Nemendafélag Njarðvfkurskóla móti tilslökunum á gæöamati kartaflna. I svarbréfi Félags mat- vörukaupmanna dagsettu 29. sept. 1976, við erindi Land- búnaðarráðuneytisins um breyt- ingar á flokkun kartaflna, segir m.a. orðrétt: „Kaupmenn telja sig ekki geta tekið á sig frekari áhættu á því, aó gæðum þessarar vörutegundar hraki." Tilmæli um niðurröð- un efnis í sjónvarpinu Foreldra og kennarafélag Foss- vogsskóla hefur sent frá sér álykt- un um niðurröðun sjónvarpsefn-, is. Er þar beint þeim tilmælum til útvarpsráðs að þess verði gætt við skipun dagskrár á vetri komanda að tekið verði meira tillit til hvfldarþarfa skðlabarna heldur en gert hefur verið. Minnir félagið á umsagnir lækna um að ófullnægjandi svefn skólabarna sé að verða að vanda- máli. Félagið fer fram á að fræðslumyndir og annað efni sem ætlað er börnum verði að jafnaði á undan því efni sem síður er við barna hæfi. Handhreins- aður dúnn í sæng kost- ar 40 þús- und krónur GJALDEYRISTEKJUR þjóð- arinnar af útfluttum æðardúni og selskinnum nema væntan- lega á þessu ári um 110 milljónum króna. Þetta kom fram ( samtali við Odd Kristjánsson hjá Búvörudeild SlS f gær. Oddur sagði að ekki væri byrjað að hreinsa þann æðardún sem safnað var I vor, en gera mætti ráð fyrir að álfka mikill dúnn félli til f ár og f fyrra. 1 fyrra bárust um 5 tonn af óhreinsuðum dún til Búvörudeildarinnar og gaf það um 1,2 tonn af dúni að hreins- un lokinni. Hvert kfló af vélhreinsuðum dún kostar nú 33,600 krónur og sé dúnninn handhreinsaður kostar kílóið um 40.000 krón- ur. Yfirleitt er eitt kíló af dúni notað í hverja sæng. Bændur sem leggja inn fá um 70% af þvf verði, sem áður greindi. Oddur tjáði blaðinu að um 6 þúsund selskinn hefðu f ár komið til Búvörudeildarinnar og væri það svipað og f fyrra. Hvert skinn, sem fer í 1. verð- flokk, kostar nú milli 11 og 12 þúsund krónur. Nær öll dún— og selskinna framleiðslan er flutt út og þá aðallega til Þýzkalands og Danmerkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.