Morgunblaðið - 05.10.1976, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1976
Áin liðast af heiðum. Andvari um hllð. í varpa kindin kæra. Kveðjast
blómin blíð.
Hausthvörf á himni, hestur fetar með ánni er degi hallar. Að hlusta
kyrrð á kvöldi, kynnast nýjum hljóm, unz kveðjan kallar.
Fremst í Vatnsdalnum, innst til heiða, eru býlin Forsæludalur og
Sunnuhllð, tvö býli sem maður fær strax á tilfinninguna að séu
nátengd hvort öðru og er Forsæludalur þá mörg hundruð árum eldra
bæjarstæði, þvl bæjarnafnið er til þar allt frá landnámsöld eða þar um
bil. Það er mikil stemmning I landinu þarna, enda hafa árlækir
tslandssögunnar runnið þar um hlöð, og manni er allskostar ómögulegt
annað en ganga um með virðingu I huga.
Ég renndi i hlað Forsæludals með Val Snorrasyni, kunnum fólki
staðarins. Hann gekk inn, ég lallaði út með bæjarveggnum og tyllti mér
niður. Sigrlður Sigfúsdóttir kallað skjótt til húss, kaffi og meðlæti og
kleinur á heimsmælikvarða. Þau búa I Fcrsæludal Sigríður og Ólafur
bróðir hennar ásamt frændfólki og I Sunnuhllð býr systir þeirra með
manni slnum Braga Haraldssyni og börnum þeirra. Systkinin eru
komin af Bólu-Hjálmari sem var langa-langafi þeirra og eru tengslin I
móðurætt.
Það var skrafað yfir kaffisopanum, Ólafur var á fjalli I fjárrekstri og
við ákváðum því að koma seinna þegar næði væri meira og rabba
saman. En það voru réttardagar framundan og þeir reyndust fljótir að
líða. Það var því ekki fyrr en I lok Undirfellsréttar að við héldum aftur
heim I Forsæludal. Ólafur var I töfludrættinum ásamt fleirum, svo það
var haldið út til slðasta manns I réttinni.
Um miðjan dag þegar mest gekk á I drætti kom Sigríður I Forsælu I
einn dilkinn og spurði okkur Ingvar á Eyjólfsstöðum hvort við gætum
ekki komið I jeppann og fengið okkur kaffisopa, Sigríður átti afmæli,
einn um sextugt. Við héldum nú það og drifum okkur I veizluna,
rjúkandi kaffi með smurbrauði og alls kyns fínerli. Það var m.a. rætt
um það hve seint gengi hjá sjónvarpsmönnum að koma upp sendistöð I
Vatnsdalnum. Fólkið var óánægt með drollið.
Um kvöldið áttum við stundir I eldhúsi og stofu I Forsæludal.
Islandssagan gægðist fram. Á Þórhallastöðum skammt frá var Glám-
ur ráðinn vetrarmaður hjá Þórhalli bónda. Það átti sér langa sögu og
mikinn aðdraganda sem lesa má I Grettissögu. Það var lengi búið að
ganga svo að sauðamenn frá bænum týndust hver jól, en þar kemur að
er Þórhalli hittir Glám frá Svíþjóð hinni köldu og fann hann Glám að
tilvísun vinar síns. Heldur segir sagan að Glámur hafi verið stirfinn og
viðskotaillur. Llður svo.
Á aðfangadag jóla fór Glámur af stað til sauða en húsfreyja vildi ekki
skammta honum venjulegan mat vegna föstu. Hann heimtaði hins
vegar mat sinn og engar refjar.
„Fer hann síðan fram dalinn hér,“ segir Ólafur, „til að smala en
kemur ekki heim að kvöldi eins og reyndar hafði tlðkazt um aðra
fjármenn þar. Það er farið að leita hans aftur daginn eftir og fundu
leitarmenn þá traðk mikið og blóðrefjar á vettvangi. Þá var það nú trú
manna að skessa undir Skessufossi hefði komið og tekizt á við Glám og
liklega dregið hann I gljúfrið til sln. Glámur fannst síðan látinn, blár
og bólginn og komu menn honum ekki heim. Síðan er þekktur
draugurinn Glámur, því ekki leið á löngu þar til kauði gekk aftur. Það
sem mér finnst maður geta fengið út úr þessari sögu er: Dimmviðri er
mikið og innfrá er ákaflega bratt niður að gilinu og svellbunkar eru
mjög tíðir þarna og mikil hætta á að smalamenn geti hrapað fyrir
björg. Glám er lýst sem hörkumanni og duglegum og því hefur hann
ugglaust reynt að bjarga sér og fært sig úr stað eftir hrapið. Hjátrúin á
þeim tíma er sterk og hún fær byr undir báða vængi."
Gilið upp frá Forsæludal er margir kllómetrar á lengd, ægifagurt
með fjölda fossa. Hæðarmismunur á landi við hæsta og lægsta foss er
um 400 metrar. Fossarnir heita: Stekkjarfoss, Dalsfoss, Girðir, Hvanna-
foss, Smáfoss, Bergbúi, Skessufoss, Kerafoss, Rjúkandi, Freyðandi,
Skínandi. I Rananum við einn neðsta fossinn, nýsklrðan Ingibjargar-
foss var á sinum tíma virki Þórólfs heljarskinns. Þar kom Þórólfur sér
fyrir við áttunda manna og þar sækja Ingimundarsynir að honum.
Þórólfur bjó fyrst I Forsæludal, en flutti sfðan byggð fram I Ranann og
lifði á ránum segir Vatnsdæla.
Þá víkur að er skorað er á Þorstein Ingimundarson á Hofi að ráða bót
á herjun Þórólfs, en rétt er að skjóta því hér inn að sumir telja að
Þórólfur hafi verið kristinn maður, sem hafi flutt ból sitt I Ranann til
þess að geta lifað I friði frá heiðnum mönnum.
Þar kemur að Þorsteinn fær bræður sína Þóri og Jökul og fleiri
menn til liðs. Þorsteinn hafði orð á þvl að það myndi verða torsótt yfir
gljúfrið að vlgi Þórólfs, en Jökull lagði til að þeir skyldu halda uppi
glettingum við Þórólf og hans menn á meðan hann reyndi að fara upp
með gilinu til þess að komast að þeim frá þeirri hlið. Fór Jökull þá leið
og síðan að óvinum sínum niður lækjargilið, krækti axarhyrnunni upp
á virkisvegginn og vatt sér yfir. Hljóp Þórólfur þá upp úr virkinu og
upp með Friðmundaránni, settist þar niður eftir þvl sem sagan segir og
grét. Jökull kom þar að kvað hann vera mannfýlu mikla og engan dug I
og drap hann.
Þannig hafa löngum verið miklar sviptingar á landi þar og stundum
of eða van eftir því hvað við hefur átt.
Kynleg er til dæmis lýsing Hreiðars Geirdals á Forsæludal, Þessari
ljúfu vin inn til fjalla, en skáldið segir:
„Opnast dalur háður húms-
ins veldi
heitið lýsír þurrð á
sólareldi.
Við oss blasa urðir auðn
og spjöll,
fátt til bjargar finna
hrafn og refur,
fannakyngi áhrif vorsins
tefur,
kyrkings gróður skrapa
skriðuföll".
Sögnin getur einnig um Þórarin rfka I Forsæludal. Hann átti
hundruð hrossa og I harðindavetri greip hann til þess ráðs að hrekja
hross sfn fram af brúnum gilsins. Hann munaði ekkert um slíkt.
„Forsæludalur," hélt Ólafur áfram, „átti upphaflega land inn til
jökla. Björn Eysteinsson eignast jörðina hér stuttan tíma, en síðan
eignuðust foreldrar okkar jörðina og hér vorum við ÖU systkinin átta til
fullorðinsára. Nú erum við með 400 kindur, vorum að farga síðustu
kúnum okkar fyrir stuttu og meiningin er að bæta með sauðfé I
skarðið. Þvl skal leggja I fjárhúsbyggingu nú.
Þetta hefur gengið nokkuð vel hjá okkur undanfarið, við höfum
keypt bæði búvélar og blla, bætt við bústofninn og þetta er allt I
jákvæða átt, þótt I smáum stíl sé og engin afrek. Við erum mikið búin
að rækta og ætli túnið sé ekki nú um 36 hektarar en það var um 6 ha
þegar faðir okkar hætti."
Með Ólafi...og Sigríði,
afkomendum Bólu-Hjálmars, í Forsæludal
tfSjaldanhefég
sólir þrjár séð
á lofti í einu.. .99
ÓLAFUR Sigfússon ( Forsæludal orti Ijóð til minningar um
Sigurð Jónsson frá Brún, en honum fannst Sigurður lýsa svo
fagurlega heiðunum framfrá. sérstaklega nefndi hann sfðasta
erindið f Ijðði Sigurðar, Auðkúluheiði, en þar segir:
„Attu ekki handa mér svæfil f sand
sfðast, ef næðl annarsstaðar brestur.44
Ljóð til minningar um Sigurð frá Brún
Glöggur auðna gestur
genginn er til náða
þreyttum heiðin hefur
hlýlegt búið tjald.
Hlaut nú bleikur hestur
hinztu för að ráða,
hans sem einatt áður
átti á taumnum vald.
Ekkert hik um áttir.
Ekkert val um leiðir.
Glymur gatan undir
gamalvönum jó.
Klár og knapi sáttir
kvöldið feld sinn breiðir.
Ljóðar bak við leiti
lind I grænum mó.
Blasa brekkuhöllin.
Beint er áfram haldið.
Alls er numið yndi
eftir stundardvöl.
Hækkað hafa fjöllin,
hlýlegt bíður tjaldið.
— Allt að einum vinning
orðið gleði og kvöl.
EFTIR SIGURÐ FRÁ BRUN:
Auðkúluheiði
Sumar og friður, sól á bak við ský;
svali að norðan llður fram með öldum.
Kveður við lækja sprikl og hopp og hl,
hlátrar og spaug og gleðimál I tjöldum.
Breiður af mosa, viðar-kló og -kló,
kápur af fjallagrösum fláka skreyta.
Jökulköld lind I lágri þúfna kró,
ljósgráar daggarslæður jörðu bleyta.
Beljandi niðar. Bylgjur velta um stein,
buldra og skvettast. Fjarskinn lægir kliðinn.
Branda I straumi vakir ein og ein,
óskar sér burt, I Þegjanda, I friðinn.
Ekkert er til er þrái ég sem þögn,
þögn yfir störfum, næði til að drayma.
Þögnin á hljóðlát, hugljúf dularmögn.
Hjá henni á ég lengst og tíðast heima.
Auðkúluheiði, hljóða, kyrra land,
himinvítt norður, suður, austur, vestur.
Attu ekki handa mér I svæfil sand
síðast, ef næðí annars staðar brestur.