Morgunblaðið - 05.10.1976, Page 20

Morgunblaðið - 05.10.1976, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1976 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÖBER 1976 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmi* Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhp nsson. Árii Garoar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Hvað veldur? Saía - áfengis var með fádæmum mikil í vínbúð- um borgarinnar sl fostudag; *.-j^mbærileg við sölu fyrir verzl- • ' lírtarmannáHelgi og á Þorláks- messu að sögn útsölustjóra Meginorsökin var máski sú, að þennan dag féll saman útborg- un viku- og mánaðarkaups. En afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Um kvöldið og nóttina þurfti lögreglan margoft að hafa afskipti af drukknu fólki á heimilum, í öldurhúsum og á götum úti Utköll lögreglunnar við Hverfisgötu urðu nokkuð á annað hundrað talsins þessa einu nótt Fangageymslur fyllt- ust af ölvuðu fólkí og nokkrir voru sendir til yfirheyrslna hjá rannsóknarlögreglunni vegna margvíslegra afbrota. Fjöl- margir unglingar, sumir vart af barnsaldri, voru keyrðir heim til sín vegna ölvunar og sumum komið fyrir á upptökuheimilinu í Kópavogi Lögregluvarðstjóri sagði í viðtali við Morgunblaðið sl sunnudag ,,Við höfum orðið að hafa afskipti af krökkum allt niður i 12 ára aldur vegna ölvunar. Og það alvarlegasta að minum dómi er, að oft, þegar við komum með ungl- inga heim, eru heimilin ekki undir það búin að taka við þeim vegna ölvunar foreldra." Það er vissulega ástæða til að staldra við þessar staðreynd- ir. Ekki sízt hópdrykkju ungl- inga á ýmsum stöðum í borg- inni, allt niður í barnsaldur; sem og bakgrunninn, ölvun foreldra i heímahúsum, sem ekki eru færir um að veita börn- um sínum móttöku er lögregl- an flytur þau heim. Margur heldur því fram að hér sé um undantekningar að ræða, en ef svo er, eru þessar sorglegu undantekningar sjúklega marg- ar. Hverjar eru orsakir slíkrar meðferðar á áfengi, sem hér er að verða þjóðarböl, en á sér fáar, ef nokkrar hliðstæður hjá menningarþjóðum, sem þó hafa haft áfengi um hönd öld- um saman? Sjálfsagt eru orsak- irnar margþættar og þarfnast tafarlausra félagslegra athug- ana víð. Naumast er velferðar- þjóðfélaginu einu um að kenná, því fleiri þjóðír búa við nægtir, jafnvel í enn rikari mæli en víð, þó þar sé ekki sambæri- legar hliðstæður að finna. Engu að síður eru rúm fjárráð for- senda áfengiskaupa í þeim mæli sem hér á landi eiga sér stað, og velferðarþjóðfélagið skilur e.t.v. eftir vanfyllt tóma- rúm í frítíma alls þorra fólks. Ef til vill er orsakanna að hluta til að leita i því að of mörg heímili hafa brugðizt uppeldisMutverki sínu, -» m k ýmsum þáttum þes^ Ef til vill skortir hóflegan aga í stað taumlauss frjálsræðis og undirstrikun háttvísi og sið- gæðis. í þvi sambandi má held- ur ekki gleyma því að helftin af uppeldi og þroska barna og unglinga er sótt til fræðslukerf- isins barna- og unglingaskól- anna. Er þar e.t.v. pottur brot- inn varðandi þátt siðræns "þroska og háttvísi? Hvarvetna virðist og alið á þjóðfélagslegri óánægju, sem stuðlað hefur að brenglaðri af- stöðu fólks til samfélagsins. Hófleg og rökstudd gagnrýni er að vísu bæði réttlætanleg og nauðsynleg. En þegar þar er komið að menn líta á þjóðfélag- ið sem í raun er ekkert annað en samfélag þjóðfélagsþegn- anna, sem fjandsamlegt fyrir- brigði, sem rétt sé að snið- ganga á hverja lund, þá er komið að hættumörkum. Slikir öfgar bjóða upp á rangsnúna afstöðu og hegðan, sem getur brotizt út með ýmsum hætti. Sumir ganga jafnvel svo langt í orsakaleit fyrir drykkju- siðum íslendinga að tala um veilur í þjóðarskapgerð okkar, áhrif skammdegis á sálarlíf okkar og fleira af því tagi. Hvað sem slíkum bollaleggingum líður hefur enginn heilbrigt hugsandí maður horft fram hjá þvi að brjóta þarf blað i meðferð okkar á áfengi. Það verður því aðeins gert með árangri að viðhorf almennings i þessu efni breytist verulega. Slik hugarfarsbreyting kemur ekki af sjálfu sér. Hún krefst samátaks ekki sízt í fræðslu, bæði á heimilum og i skólakerfi þar sem agi og reglusemi komi á ný við sögu eða i rikara mæli en nú er. Heimilin, skólarnir, kirkjan og hin margvíslegu æskulýðsfélög eiga hér sameig- inlegt verk að vinna. Orsök ófremdarástandsins kann að liggja fyrst og fremst hjá hinum eldri en þó þarf einkum að horfa til æskunnar í þessu efni, því að hennar er framtiðin. Efalítið eru skoðanir skiptar um, hvern veg bregðast skuli við þessum vanda. Félagslegar athuganir á orsökum þess, hvers vegna íslendingar um- gangast vin með öðrum og miður æskilegum hætti en aðr- ar þjóðir, sem og á hinni vax- andi vínnotkun barnungs æskufólks, gætu leitt ýmislegt i Ijós, sem varðaði veginn til úr- bóta Þær yrðu a.m.k. heiðar- leg viðleitni í þá átt. Lengur er ekki hægt að láta sitja við orðin tóm og fljóta sofandi að feigðarósi. Willy Brandt: Forsætisrádherra Helmut Schmidt kanzlari kýs f Hamborg. Schmidt í sjónvarpinu að ósam- lyndi hægri og vinstri afla innan Jafnaðarmannaflokksins ætti sinn þátt í úrslitunum, ekki sfzt f suðurhlutanum, þar sem vinstri öflin hefðu verið afar hávær að undanförnu og orðið til þess að hægri sinnar hefðu að þessu sinni snúið baki við flokknum. Þó ekki með því að kjósa FDP-flokk Genschers — eins og búizt hefði verið við heldur með þvf að greiða CDU-CSU atkvæði. Harður áróð- ur þessara systurflokka gegn sósfalisma og tilraunir til að búa til grýlur úr vinstri öflunum inn- Framhald á bls. 46 Helmut Kohl jafnaðarmanna í Hessen sagði af sér Bonn, Wiesbaden 4. okt. NTB, Reuter. A SUNNUDAGSKVÖLDIÐ sagði þekktur jafnaðarmannaforystu- maður, Albert Osswald, forsætis- ráðherra i ríkinu Hessen, af sér. Gerðist þetta örfáum mínútum eftir að kjörstöðum f landinu var lokað. Osswald viðurkenndi í sjónvarpsviðtali f fyrri viku, að hann hefði þegið 100 þús. mörk (um það bil 7,6 millj. ísl. krónur) frá umdeildum fjármálamanni. í afsagnarbeiðni sinni sem var birt strax kveðst Osswald leggja áherzlu á, að hann hafi ekki birt yfirlýsingu um þetta fyrr vegna kosninganna til nýs þings. Hessen er eitt mikilvægasta vígi jafnaðarmanna. Þar hafa jafnaðarmenn ráðið lögum og lof- um sfðan í heimsstyrjöldinni sfðari og Osswald hefur verið for- sætisráðherra f fylkisstjórninni SÍðan árið 1969. Hann hefur einnig verið forseti efri deildar þingsins og verið þar af leiðandi staðgengill forsetans, Walters Scheel. Osswald sagði að fjármálamaður sá sem hann hefði þegið peningana frá væri Tibor Rosenbaum, sem er fæddur í Ung- verjalandi. Hann var áður banka- stjóri f Genf en bankinn varð að hætta starfsemi fyrir tveimur ár- um vegna gjaldþrots. Rosenbaum var síðar handtekinn og ákærður fyrir afleita bankastjórn. Banki f Hessen sem Osswald var stjórnar- formaður í átti 36% hlutabréfa í svissneska bankanum. Hinn raunverulegi sigur- vegari þýzku kosninganna Stemmningin döpur í stjórnarherbúðunum Frá Sverri Schopka f Hamborg. KRISTILEGIR demókratar unnu mikinn sigur I kosningunum f Vestur-Þýzkalandi á sunnudag. Þeir hlutu 48.6% atkvæða eða 244 þingsæti af 496. og bættu þar með víð sig 3.7% eða 19 þingsætum. Næstir komu jafnaðarmenn með 42.6% eða 213 þingsæti. Þeir töpuðu 3.2% eða 17 þingsætum. Frjálslyndir hlutu 7.9% eða 39 menn kjörna og nam tap þeirra 0.5% og fá þeir þvf tveimur þing- mönnum færra en áður. öfga- flokkarnir hlutu alls 0.9% og eng- an kjörinn. Kjörsókn nam 91% eða álfka og 1972. Eins og þessar tölur bera með sér fengu núverandi stjórnar- flokkar, jafnaðarmenn og frjáls- lyndir, alls 252 menn kjörna og hafa þvf mjög nauman meirihluta eða átta þingsæti alls. I sfðustu kosningum, 1972 náðu þeir að fá 46 fleiri þingmenn en kristilegir demókratar. Stemmningin f stjórnarflokkunum er þvf heldur döpur þessa stundina. Schmidt kanzlari og Genscher, leiðtogi frjálslyndra, hafa þó báð- ir lýst þvf yfir að þeir muni halda stjórnarsamstarfinu áfram þrátt fyrir kosningaúrslitin. Helmut Kohl og Franz-Josef Strauss, leiðtogar kristilegra demókrata, eru að vonum ánægð- ir með árangurinn þvf litlu mun- aði að þeir fengju algeran meiri- hluta einsog einu sinni áður hef- ur komið fyrir, en það var árið 1957 þegar flokkur Adenauers þlaut 50.10% atkvæða. Sigur kristilegra demókrata var mestur f Suður-Þýzkalandi, sér- staklega f Bæjaralandi þar sem flokkur Strauss fékk 60% at- kvæða sem er einstakt met. Helmut Kohl hefur lýst þvf yfir að flokkur hans ætli að mynda stjórn og f dag gekk hann á fund Walter Scheel, forseta,/Þýzka- lands, til að tjá honum álit sitt. Forseti útnefnir kanzlaraefni sem á von á meirihluta f þinginu, en þingið kýs sfðan kanzlara. Kohl hefur ennfremur sent frjálslyndum bréf og boðið þeim stjórnarsamstarf. Talið er að þeir muni svara málaleitun hans á morgun, þriðjudag. Núverandi þing situr fram f desember en 14. desember verður nýr kanzlari kosinn og stjórn mynduð á eftir. Mestar Ifkur eru þó á þvf að núverandi stjórn sitji áfram, en með átta þingmanna Bonn, Moskva, London 4. okt. Reuter. NTB. FORD Bandarfkjaforseti hringdi á sunnudagskvöld til Helmut Schmidts, kanzlara Vestur- Þýzkalands, og óskaði honum til hamingju með sigur f vestur- þýzku kosningunum. I Moskvu var sigri stjórnarflokkanna einn- ig fagnað og þeir talinn sigur fyrir detentestefnuna milli Aust- ur- og Vestur-Þýzkalands. Talsmaður Alþjóðasambands jafnaðarmannaflokks, sem hefur aðsetur I London, sagði að þar væri ánægja með að Jafnaðar- mannaflokkurinn hefði sigrað i kosningunum, þrátt fyrir harða atrennu frá hægriöflunum í land- inu. Muni þvf verða haldið áfram á þeirri braut sem Jafnaðar- mannaflokkurinn hafi markað með stjórn sinni. Frá Noregi bárust þær fréttir að Káre Willock, leiðtogi Hægri- meirihluta verður mjög erfitt að stjórna landinu. Þess má geta að stjórnin sem Willy Brandt myndaði að loknum kosningum 1969 hafðí 12 þing- manna meirihluta og átti þó erfitt um vik eins og seinna kom á daginn. Helmut Schmidt þarf 249 at- kvæði til að ná kjöri sem kanzlari og má þvf ekki mikið bera út af þegar kosningin fer fram. Fari svo að hann nái kosningu verða sennilega litlar breytingar gerðar Framhald á bls. 46 flokksins, hafði sagt að enda þótt CDU-CSU hefðu ekki náð meiri- hluta væri þó ljóst að Kristilegi Demókrataflokkurinn hefði unn- ið stórmikinn sigur með því að fá um það bil 49% atkvæða. Hefði stefna Kristilega demókrata- flokksins bersýnilega vakið traust kjósenda. 1 Sovétríkjunum var sagt ítar- lega fra kosningunum og lögð á það áherzla að Helmut Schmidt kanzlari hefði fengið umboð til þess frá kjósendum sínum að halda áfram við framkvæmd aust- urstefnunnar sem löngum hefur verið kennd við Willy Brandt. Tass sagði að Schmidt væri sigur- vegari kosninganna og sagði að fylgisaukning Kristilegra demókrata væri sakir þess að ýmsir leiðtoga flokksins hefðu verið tilneyddir I kosningabárátt- unni til að viðurkenna að slökun spennu væri eina raunhæfa for- sendan fyrir því að Austur- og armannaflokkurinn og með- stjórnarflokkur hans hafa naum- an meirihluta á væntanlegu þingi. Helmut Kohl er 46 ára gamall. Hann var yngstur formaður kristilegra demókrata þegar hann tók við formennsku í þeim flokki í júní fyrir þremur árum. Dr. Kohl getur að verulegu leyti þakkað sér heiðurinn af þeirri endur- skipulagningu, sem gerð hefur verið á flokki hans og má síðan rekja til hins mikla fylgis sem flokkurinn sópaði til sín nú. Þegar Kohl var kjörinn formað- ur rak hann ýmsa háttsetta starfs- menn flokksins og færði þá til dæmis fram á sjónarsviðið dr. Kurt Biedenkoph, prófessor í hag- fræði, og fyrrverandi rektor Ruhrháskóla. Gekkst hann fyrir því að dr. Biedenkoph yrði ritari flokksins. Þeir skipulögðu siðan herferð Framhald á bls. 46 Vestur-Þýzkaland gætu haldið áfram eðlilegum samskiptum. Bú- izt er við að Brezhnev flokksleið- togi Sovétríkjanna muni fljótlega ákveða hvaða dag hann muni koma i opinbera heimsókn sina til Vestur-Þýzkalands. Þaðvartalinn óbeinn stuðningur við Schmidt að hann var ófáanlegur að ákveða dag fyrir heimsókn sína fyrir kosningarnar. í Austur-Berlin er sagt að um það bil 70% allra íbúa þar hafi fylgzt með sjónvarpsútsendingum frá kosningunum og vakti það mikinn fögnuð að sögn Reuters, að stjórnarflokkarnir héidu velli. Var það almenn trú, að þvi er fréttamaður Reuters segir, að aft- urhvarf yrði til kalda striðsins ef Kristilegir demókratar kæmust til valda og þá yrðu og lagðar auknar hömlur á að Austur- Þjóðverjar fengju að flytjast til Vestur-Þýzkalands. V-Þýzkaland: Viðbrögð jákvæð við því að stjómarfiokkamir héldu velli Schmidt: „Á þessu stigi málsins hafa slikar breytingar ekki komið til tals.“ Viðbrögð blaða Viðbrögð dagblaðanna I dag eru i svipuðum dúr og forsvarmanna flokkanna á sunnudagskvöldið. Hægri sinnuðu blöðin velta þeirri spurningu fyrir sér, hvort Genscher muni standa við yfir- lýsingar sínar um áframhaldandi samstarf við jafnaðarmenn, en frjálslynd blöð efast ekki um að því samstarfi verði haldið áfram. Blaðið Bild, sem er hægri sinnað, spyr á forsíðu hvort Genscher muni ekki velja öruggari kostinn, þe. samvinnu við hægri flokkana. „Er það réttlátt?“ spyr Bild „að þeir sigruðu — stjórnarflokkarn- ir — skuli nú eiga að starfa saman gegn hinum raunverulegu sigur- vegurum?" Þá leggur Bild áherzlu á þá erfiðleika sem muni skapast við svo nauman meirihluta stjórnar- innar. Frjálslyndu blöðin, til dæmis Siiddeutsche Zeitung, segja sigur stjórnarinnar nauman og að CDU-CSU séu nú óneitan- lega stærsti þingflokkurinn í Bonn. Samt sem áður geti sá meirihluti, sem stjórnarflokkarn- ir hafa, nægt, ekki sízt þar sem FDP-flokkur Genschers — hafi tekið ákveðnari afstöðu i vinstristefnu sinni á síðustu árum og þvi sé minni hætta á að þing- menn hlaupi yfir til hægri flokk- anna eins og brögð hafi verið að fyrr. Blöðin eru yfirleitt samdóma um að ekki sé hægt að tala um neinn einn sigurvegara kosninganna. Urslitin séu enda afar mismunandi eftir kjördæm- um. Stærstan megi telja sigur Franz Josefs Strauss og CSU I Bayern og þar er jafnframt mesta tap Jafnaðarmanna. Sem dæmi má nefna að í Miinchen tapa jafnaðarmenn fjórum þingmönn- um af fimm, en áður var Miinchen eitt höfuðvígi Jafnaðarmanna- flokksins. Yfirleitt tapi stjórnar- flokkarnir alls staðar, ef miðað sé við síðustu þingkosningar 1972, en standi I stað eða bæti örlitið við sig ef miðað sé við siðustu fylkiskosningar. Blöðin virðast ekki telja neina eina skýringu einhlíta á þessari hægri sveiflu. Schmidt kanslari hafi þó nefnt i sjónvarpi á sunnudagskvöld að heimskreppan og afleiðingar hennar hafi haft áhrif á kjósend- ur, þrátt fyrir að stjórnarflokk- arnir hafi í kosningabaráttunni lagt áherzlu á sterka stöðu Þýzka- lands og hversu vel þeim hafi tekizt að stemma stigu við einkennum kreppunnar. Þessi skýring kunni að stinga í stúf við almenningsálit erlendis á þýzkum efnahag, en bendi til að stjórnar- flokkunum hafi ekki tekizt að sannfæra landa sína um styrk- leika Þýzkalands I samanburði við nágrannalöndin. Óánægðir kjósendur jafnaðarmanna kusu ekki flokk Genschers Þá viðurkenndi Helmut ir nú að loknum kosningum að hann og flokkur hans séu sigur- vegarar kosninganna og þvf sé eðlilegt að honum verði falin stjórnarmyndun. Þó er allt á huldu um það enn, þar eð jafnað- STJÓARNARFLOKKARNIR I Vestur-Þýzkalandi, undir forystu Helmuts Schmidts kanslara, héldu meirihluta f kosningunum á sunnu- dag, en kristilegir demokratar, CDU, og systurflokkur þeirra CSU, í Bayern unnu mjög á, svo að meirihluti stjórnarflokkanna er sérdeilis naumur. Kristilegir demókratar og CSU fengu nú 48.6% atkvæða og juku þingmannaf jölda sinn f Bundestag um nítján úr 225 f 244, og varð þessi aukning að mestu á kostnað Jafnaðarmannaflokks Helmuts Schmidt sem fékk nú 42.6% atkvæða en hafði 45,8 fyrir fjórum árum. Flokkurinn fékk nú 213 þingmenn á móti 230 árið 1972. Samstarfs- flokkur jafnaðarmanna, Frjálsi demókrataflokkurinn undir forsæti Hans Dietrich Genschers, fékk 7,9% atkvæða og 39 þingmenn sem er ögn minna en 1972 þegar flokkurinn fékk 8.4% og 41 þingmann. Meirihiuti stjórnarflokkanna þinginu hefur þvf minnkað úr 46 sætum i átta þingsæti. Engu að siður lýsti Schmidt kanslari þvf yfir að hann og samstarfsflokkur hans myndu stýra landinu áfram og tók Hans Dietrich Genscher, formaður FDP, undir það. Helmut Schmidt kanslari var sagður hafa búizt við þvf f fyrri vikur að stjórnarflokkarnir myndu að kosningum loknum hafa um 20 sæta meirihluta. Kristilegír demókratar, sem nú hafa unnið nftján þingsæti hafa ekki unnið jafn stóran kosningasigur sfðan Konrad heitinn Adenauer fékk meirihluta upp á 50.2% fyrir 21 ári. Kjörsókn var 91 % en var 91,1 % f sfðustu þingkosningum. Magdalena Schram, blaðam. Mbl. sem er stödd f Þýzkalandi segir hér á eftir frá umsögnum forystumanna og ummælum blaða eftir að úrslitin lágu Ijós fyrir. Frá fréttamanni Morgunblaðsins í Munchen, Magdalenu Schram. Helmut Kohl: Willy Brandt fyrrverandi kanznlari ræðir við Helmut Schmidt eftirmann sinn á fundi sósfaldemókrata f gær um úrslit kosninganna f Vestur-Þýzkalandi. Bonn 4. okt. Reuter. EINS og fram hefur komið f frétt- um hefur Helmut Kohl, leiðtogi kristilegra demókrata, lýst þvf yf- KOSNINGASTÖÐUM í Þýzka- landi var lokað kl. 6 á sunnudags- kvöldið. Samstundis hófust sjónvarpsútsendingar frá aðal- stöðvum flokkanna vlðs vegar um landið og tölvur tóku þá þegar að segja fyrir um úrslitin. Jafnskjótt og fyrstu tölvuspár lágu fyrir voru frambjóðendur og for- svarsmenn flokkanna spurðir álits, enda átti eftir að koma í ljós, þegar talningu atkvæða var lokið, að tölvurnar komust ótrúlega nálægt hinu sanna. Formenn fjögurra stærstu flokkanna voru teknir tali, þeir Willy Brandt, form. jafnaðarmanna, Helmut Kohl, formaður kristilegra demókrata, Franz Josef Strauss, form. CSU, og Hans Dietrich Genscher, form. FDP. Helmut Kohl lýsti sig sigurveg- ara kosninganna og sagði að nú væri CDU-CSU aftur orðinn stærsti þingflokkurinn í Bonn og því teldi hann eðlilegt að sér yrði falin stjórnarmyndun. Hann kvaðst vera vongóður um að sam- starf tækist við FDP, flokk Genschers, en nægur tfmi væri til slfkra umræðna, þar sem kanslari verður ekki valinn fyrr en eftir 14. desember. Formaður systur- flokks CDU, Franz Josef St auss, hrósaði sigri, en flokkur nans náði 60% atkvæða í Bayern, eina fylkinu, sem þeir bjóða fram f. Lfkt og Kohl benti Strauss á, að CDU-CSU væri stærsti flokkur landsins og ætti því siðferðilegan rétt til stjórnarmyndunar. Strauss sagði einnig að sam- kvæmt brezkum kosningalögum myndi flokkurinn nú skipa sterka meirihlutastjórn. „Þetta er stór dagur í sögu Evrópu", sagði Willy Brandt for- maður jafnaðarmanna. „Flokkur- inn hefur staðizt stórárásir og náð næst beztum úrslitum frá upp- hafi.“ Aðspurður um viðbrögð Kohl og Strauss sagði Brandt aðeins: „Meirihluti er meirihluti, Walter Scheel ásamt konu sinni á kjörstað f Bonn. hversu smár sem hann kann að vera.“ Hans Dietrich Genscher, for- maður FDP, lagði áherzlu á að samstarf við hægri flokkana kæmi alls ekki til greina. Flokkurinn hefði háð kosninga- baráttuna á þeim grundvelli og samstarf stjórnarflokkanna héldi áfram og útilokað væri með öllu að gengið yrði á bak fyrri yfirlýs- inga nú. Síðar um kvöldið kom Helmut Schmidt fram í sjónvarpinu. Hans fyrstu orð voru: „Kohl verður ekki kanslari." Hann sagði að samstarfi núverandi stjórnar- flokka yrði haldið áfram og annað kæmi ekki til greina. Schmidt neitaði ekki, að hann hefði gert sér vonir um betri úrslit flokki sínum f hag, en hann sagðist ekki sjá neina ástæðu til að efa, að þessi tæpi meirihluti myndi nægja til að stjórna út kjörtfma- bilið. Slfkt hefði verið gert áður sagði hann og minnti á að Aden- auer hefði byrjað kanslaraferil sinn með eins atkvæðis meiri- hluta. Aðspurður um væntan- legar ráðherrabreytingar sagði „Eðlilegt að mér verði falin stjórnarmyndun” „Mikilldagur í sóguEvrópu. ’

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.