Morgunblaðið - 05.10.1976, Page 28

Morgunblaðið - 05.10.1976, Page 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKT0BER 1976 Ónæmisaðgerðir hafn- ar gegn mænusótt ÖNÆMISAÐGERÐIR gegn mænusótt hófust að nýju I Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur mánu- daginn 4. október og verða f vetur á mánudögum kl. 16.30—17.30. Til að halda við ónæmi gegn mænusótt, þarf að endurtaka Vegagerð og skólabygging Fáskrúðsfirði 1. okt. ÝMSAR framkvæmdir hafa verið hér i sumar, svo sem gatnagerðar- framkvæmdir og nú fyrir skemmstu var lögð oliumöl á 450 metra langan kafla. Hingað eru komin 1000 tonn af olíumöl sem geymd verða til næsta sumars og lögð þá. Unnið hefur verið við steypuvinnu á seinni hluta nýja barnaskólahússins og ráðgert er að steypa húsið upp í haust ef tíð leyfir. — Albert. ónæmisaðgerðina á þvf sem næst 5 ára fresti, allt að 50 ára aldri. Heilsuverndarstöðin vill því leggja áherzlu á, að þeir sem eru fæddir 1957, 1952, 1947, o.s.frv. (þ.e. verða 20, 25, 30 ára o.s.frv. árið 1977) fái þessa ónæmisað- gerð nú i vetur. Verða þær þá I beinu framhaldi af þeim ónæmis- aðgerðum, sem börn fá á barna- deild og I skóla. Fólk er þvi hvatt til að taka þetta til greina og stuðla að betri ónæmisvörnum gegn mænuveiki og auðvelda skipulag. Jafnframt er bent á að ónæmisaðgerð þessa er ekki hægt að fá yfir sumar- mánuðina, þ.e. frá júní til október. Ónæmisaðgerðin er ætluð Reyk- víkingum 20 ára og eldri og er ókeypis. Vinsamlega hafið með ónæmis- skírteini. Guðfinna Helgadóttir eigandi og verzlunarstjóri (t.h.) ásamt aðstoðar- stúlku. Ný verzlun í Árbæ Þetta sjúkrarúm I Sjúkrahúsi Akraness er Kiwanisklúbbsins Þyrils á Akranesi ein af mörgum gjöfum Fjölþætt starfsemi Kiwanisklúbbsins Þyrils ÞYRILL heitir Kiwanisklúbbur þeirra Akurnesinga. Hefur klúbbur þessi starfað f sex ár og látið málefni bæjarfélagsins sig miklu varða. Þannig hafa Sjúkra- húsi Akraness, dagheimilinu, kirkjunni og slysavarnadeildinni Hjálpinni o.fl. verið afhent tæki eða fjárstyrkir frá klúbbnum. 1 frétt frá klúbhnum segir að klúbbnum hafi einungis verið þetta kleift vegna góðra undir- tekta hjá bæjarbúum, þegar leit- að hefur verið til þeirra. A þjóðhátiðarári afhenti klúbb- urinn Byggðasafninu kútter Sig- urfara, en nú nýverið hafa félag- ar í klúbbnum lokið við að steypa undirstöður undir kútterinn við safnið. Þá unnu klúbbfélagar i vor að undirbúningi að utanhúss- múrverki Dvalarheimilisins Höfða. Endurskinsmerki voru gefin öllum nemendum Barnaskóla Akraness sl. vetur. Þann 23.9 var þeim skóla svo afhent að gjöf augnaprófunartæki sem kostaði 650 þúsund krónur. Fyrir hönd klúbbsins afhenti Þröstur Stef- ánsson forseti klúbbsins gjöf þessa, eri viðstaddir voru stjórn og styrktarnefnd klúbbsíns. Nú hefur verið kjörinn forseti Þyrils næsta ár, og er það Ingólfur Steindórsson. Á FÖSTUDAG var opnuð ný verzlun I Arbæ, nánar tiltekið að Hraunbæ 102 b, en þar kemur til með að rfsa nokkurs konar verzl- unarsamstæða. Verzlunin hefur hlotið nafnið Virka og eru eigend- ur hennar Helgi Axelsson og Guð- finna Helgadóttir, sem jafnframt er verzlunarstjóri. Á boðstólum verða ýmiss konar gjafavörur, fléttaðir stólar og borð og auk þess mikið úrval hannyrðavara. Þetta mun vera eina verzlun sinnar tegundar I Árbænum og sögðust eigendurnir vona að hún yrði til að spara Árbæingum sporin og veita þeim og öðrum þjónustu, en þarna eru mjög góð bílastæði, sem sannar- lega þykir kostur i öllum þrengsl- unum, sem viða eru. Flestar vörurnar eru fluttar inn frá Noregi og Danmörku og m.a. eru seldar þarna hannyrðir, sem náð hafa miklum vinsældum með- al karlmanna erlendis. Verzlunin er 102 fermetrar að stærð og innréttuð úr trönum, sem setja ákaflega skemmtilegan svip á verzlunina. Þar hefur einn- ig verið innréttað sérstakt horn fyrir börn, með stólum fyrir þau og blöðum við þeirra hæfi, þannig að þeim þurfi ekki að leiðast með- an pabbi og mamma verzla. Ákveðið hefur verið að setja upp leikfangamarkað fyrir jólin og jafnvel að halda því áfram, en það hefur þó ekki verið endan- lega ákveðið. Verzlunin verður opin á venju- Fríhöfnin: Salan nálgast árssöluna ’75 HEILDARSALA frfhafnarinnar á Keflavlkurflugvelli frá áramót- um sl. til 1. september nam 547.7 milljónum króna en var 644 milljónir allt árið I fyrra, aó sögn Ólafs Thordersen, forstjóra frf- hafnarinnar. Heildarsalan frá áramótum til 1. ágúst sl. var 405,7 milljónir en var á sama tíma i fyrra 308,8 milljónir. í krónutölu er þetta því 31.4% aukning en miðað við doll- ara er aukningin 7,6%. Ölafur kvaðst gera sig mjög ánægðan með þá aukningu, þar eð yfir háannatimann gæti frihöfnin naumast annað meiri sölu en þeg- ar væri fen'gin. Verið er að vinna að verulegum endurbótum á frí- höfninni um þessar mundir; verið er að stækka komuverzlunina og verður þar tekin upp sjálfs- afgreiðsla, sem hefur í för með sér að öll afgreiðsla gengur mun skjótar en verið hefur. legum afgreiðslutíma verzlana og auk þess til 19.00 á föstudögum og frá 9.00—12.00 á laugardögum. Vitni vantar FÖSTUDAGINN 1. október varð árekstur á mótum Snorrabrautar og Grettisgötu. Þar rákust saman bifreiðin Ö-3679 og lítil fólksbif- reið, sem dökkhærð kona með gleraugu ók. I fyrstu var talið að ekki hefði orðið tjón á ö- bifreiðinni, en síðar kom í ljós að um tjón var að ræða. Er öku- maðurinn vinsamlegast beðinn að hafa samband við slysa- rannsóknardeild-lögreglunnar. Þriðjudaginn 28. sept. kl. 14.05 varð árekstur milli fólksbifreiðar og vörubifreiðar á Skúlatúni við Ræsi. Ef vitni hafa verið að óhappinu eru þau vinsamlegast beðin að hafa samband við Slysa- rannsóknardeild lögreglunnar. Svar við „opnu bréfi til samgönguráðherra” frá Elíasi Davíðssyni kerfisfr. VEGNA „Opins bréfs til samgönguráðherra" frá Elfasi Davfðssyni, sem birtist hér I blaðinu þ. 17. september, hefur ráð- herra óskað eftir birt- ingu eftirfarandi svars: NÆR allar spurningar Elíasar fjalla um alþjóðastofnun fjar- skipta um gervihnetti, Intelsat. Núverandi rekstursform Intelsat tók gildi 12. febrúar 1973, en starfsemi stofnunar- innar hófst 1964 með 19 þátt- tökulöndum, nú eru þátttöku- löndin 93. Island undirritaði samningin um Intelsat 14. febrúar 1972 og var hann fullgiltur af Alþingi með þingsályktun 27. janúar 1975. Alrangt er að nokkur leynd sé yfir þessum upplýsing- um og sést það best á því að allur samningurinn um Intelsat er birtur í Stjórnartíðindum bæði á Islensku og ensku og þar aðgengilegur fyrir alla, sem hafa áhuga á honum. Eignar- hluti Islands í Intelsat er o.o5% og er það minnsti hluti, sem hægt er að eiga. ' Upphaf samningsins um Intelsat er: „Aðilar samnings þessa hafa í huga meginreglu ályktunar 1721 XVI. allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna um, að svo fljótt sem verða megi skuli komið á fjarskiptum um gervihnetti milli þjöða heims á alþjóðlegum grundvelli án mis- mununar“. Hlutverk Intelsat er að setja upp og reka gervihnetti til fjar- skipta og leigir stofnunin út afnot þeirra. Eignarhlutföll I Intelsat eru aðallega miðuð við notkun aðildarlandanna á gervihnöttunum. Bandaríkin eru stærsti eigandi og notandi Intelsat með tæp 30%, en sú hlutdeild fer minnkandi með vaxandi notkun og þar með vax- andi eignaraðild annarra ríkja. Comsat (Communications Satillite Corporation) er undir- ritunaraðili Bandarikjanna og framkvæmda- og rekstursverk- taki fyrír Intelsat til ársins 1979. Allar meiriháttar fram- kvæmdir undir stjórn Comsat skulu samþykkjast af ráðinu og framkvæmdastjóra Intelsat. á þessu tímabili stjórnar Comsat hönnun, byggingu og uppsetn- ingu gervihnatta. Comsat fyrir- tækið var upprunalega stöfnað að tilhlutan Bandaríkjastjórnar i þeim tilgangi að annast gervi- hnattafjarskipti fyrir Banda- ríkin. Æðsta stjórn Intelsat er þing hluthafanna (ríkjanna), sem haldið er á tveggja ára fresti. Þar næst kemur þing undirrit- unaraðila, sem haldið er árlega. Eftirlit með framkvæmdastjórn Intelsat er í höndum ráðs 25 fulltrúa undirritunaraðila, en það heldur fundi oft á ári. Norðurlönd standa saman að einum fulltrúa í ráðinu. Núver- andi forseti ráðsins er með eignarumboð fyrir Bretland og Irland. Framkvæmdastjóri Intelsat er útnefndur af ráðinu og er ráðning hans háð sam- þykki þings hluthafanna. Svör við þeim spurningum Eliasar, sem ekki hefur verið svarað hér að framan eru þessi: Spurning 4. Engin samskipti hafa verið milli Intelsat ogstarfsmanna pósts og sima enda gerir samn- ingur Intelsat ekki ráð fyrir sliku. Spurning 5. Póstur og simi mun senda út almennt útboð um byggingu jarðstöðvar þegar endanleg heimild liggur fyrir þar að lút- andi og hefur þeim aðilum, sem sýnt hafa áhuga á að selja jarð- stöð hingað verið tilkynnt það. Spurning 7. Intelsat getur varla beitt neinni einokunaraðstöðu, þar sem mikil samkeppni rfkir um fjarskipti um gervihnetti og út- hafssæsíma. Allar þjóðir greiða Intelsat sömu gjöld fyrir sams konar notkun hvar sem er í heiminum. Spurning 8. Intelsat hefur engin umráð yfir þeim töxtum, sem aðildar- rikin taka fyrir fjarskiptaþjón- ustu. Leigugreiðslur aðildar- ríkjanna til Intelsat fyrir sjálf gervihnattasamböndin hafa lækkað ár frá ári þrátt fyrir vaxandi dýrtíð og spáir Intelsat því að leigurnar haldi áfram að lækka. Spurning 9. Intelsat leggur aðeins til rásir í gervihnöttum til flutn- ngs á fjarskiptum en hefur alls engin Itök I fjarskiptunum sjálfum og er þvf fráleitt að halda að stofnunin fari að sölsa undir sig fréttamiðlun, gagna- banka o.fl. hjá aðildarríkj- unum. Halldór E. Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.