Morgunblaðið - 05.10.1976, Page 29

Morgunblaðið - 05.10.1976, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÖBER 1976 37 Torfi Jónsson við nokkur verka sinna. TORFI Jónsson hefur opnað sýn- ingu á verkum sfnum I húsnæði auglýsingastofunnar Graffk & hönnun að Skúlagötu 61. Flest verkin eru vatnslitamynd- ir, málaðar á japanskan pappfr og einkennast af ljóðrænu f vafi, en auk þess teikningar og svonefnd skriftgraffk. Torfi stundaði nám f Myndlista- og handfðaskóla Islands og hélt að þvf loknu til framhaldsnáms f Hamborg, þar sem hann lagði stund á hagnýta myndlist. Einnig Málverk med ljódrænu ívafi hefur hann numið listgraffk, frjálsa teikningu, gerð bóka og skriftgraffk, sem að sögn Torfa er algjörlega óþekkt hér á landi enn- þá. Torfi hefur hlotið ýmsar viður- kenningar og verðlaun fyrir verk sín og má þar nefna 2. verðlaun fyrir veggspjald fyrir Sinfóníu- hljómsveit Hamborgar, viður- kenningu fyrir útlit bóka og enn- fremur 1. verðlaun fyrir merki í sambandi við 25 ára lýðveldi Is- lendinga. Eftir að Torfi lauk námi gerðist hann kennari við Myndlista- og handfðaskólann og kenndi þar í 14 ár, auk þess að kenna nokkur ár við Iðnskólann. Þá hefur hann rekið teiknistofu frá því námi lauk. „Ég hef haft minni tima til að sinna þessu hugðarefni mínu undanfarin ár,“ sagði Torfi, „en ég hef dregið ýmsar myndir fram í dagsljósið og finnst gaman að sjá heildarmynd af þessu." Sýningin er opin alla virka daga frá 18.00—22.00 og laugar- og sunnudaga frá 14.00—22.00. Örðugleikar á að auka innflutning frá Portúgal Á VEGUM viðskiptaráðu- neytisins hefur um skeið verið kannað meðal inn- flytjenda hér á landi hvort unnt sé að auka innflutn- ing okkar frá Portúgal, en Portúgal er stærsti kaup- andi okkar á saltfiski og önnur stærsta viðskipta- þjóð okkar ef litið er á út- flutninginn í heild. Að sögn Þórhalls Ásgeirssonar, ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðu- neytinu, hefur verið tekið vel f þetta mál af hálfu innflytjenda en f ljós hefur komið að ýmis tor- merki eru á því að unnt sé að auka innflutninginn verulega frá þvf sem nú er. Kemur þar helzt til, að útflutningsframleiðsla Portúgala sjálfra er fremur fá- breytt ellegar hentar illa fslenzk- um markaði og aðstæðum. Þór- hallur sagði þó, að fullur vilji væri að hálfu íslenzkra stjórn- valda að stuðla að því að auka innflutning hingað frá Portúgal, þar sem landið ætti í fjárhags- örðugleikum en væri um leið eitt helzta viðskiptaland Islendinga. Kynlegt heymarleysi Jóhannesar Helga Siðastliðinn föstudag gerði biskupinn yfir Islandi at- hugasemd við ummæli sem Jó- hannes Helgi hermdi upp á hann ranglega f Morgunblaðinu deginum áður. Mér fer sem biskupinum gagnvart ummæl- um sem umræddur Jóhannes hermir upp á mig í sama blaði, sömu grein. Þessi ummæli hef- ur hann eftir mér ranglega úr viðtali f þættinum Nasasjón. Jóhannes Helgi skrifar: „Birgir lýsti því yfir — og það hafa fleiri leikritahöfundar' gert — að honum hefði ekki heppnast að skrifa frambærileg ljóð né sögur.“ — Þessa yfirlýs- ingu hef ég aldrei gefið. Ég upplýsti hins vegar í viðtalinu að mfn fyrsta ljóða- og sagna- gerð hefði mistekist — enda var spurt: Hvernig voru þessar fyrstu ritsmfðar? Flestir rithöf- undar eiga brösótt upphaf. Eg hef sannað þá reglu með öðr- um. Seinna gaf Almenna bóka- félagið út ljóðabók eftir mig svo sem Jóhannesi Helga er vel kunnugt. Einhverjum öðrum en mér hefur þvf fundist ljóð mín frambærileg. Ég las einnig upp ljóðaflokk á Kjarvalsstöð- um. Það veit Jóhannes og. Gott ef hann var ekki á staðnum. Ljóð hafa einnig verið birt eftir mig f safnriti fslenskra ljóða á norsku. Vart hefði ég staðið að þessu sem ég nú hef talið ef ég hefði ekki álitið ljóð mín fram- bærileg. Fleira gæti ég tfnt til ef ég nennti til þess að gegnum- lýsa þetta heimabrugg Jóhann- esar Helga. Og hvaða „fleiri" leikritahöfundar hafa lýst yfir því að þeir gætu ekki skrifað frambærileg ljóð né sögur? Varla þeir félagar Ibsen, Strindberg og Shakespeare — eða Jóhann Sigurjónsson, Guð- mundur Kamban og Jökull Jak- obsson? Það er von að Jóhannes Helgi undrist kynlega útkomu sinnar eigin visku og þekkingar, enda spyr hann: „Hvernig ber á skilja þetta? Ber að skilja það svo að nóg sé að afhenda leik- húsunum beinagrind; leikhúsið sjái svo um að klæða hana holdi og blása lífi f skapnaðinn? Eru þá ekki höfundarnir orðnir tveir eða þrfr?“ — Vesalings ég og „fleiri" leikritaskáld. Við getum ekki skrifaó ljóð né sög- ur — samkvæmt „eigin“ yfir- lýsingu okkar matreiddri af Jó- hannesi Helga — og kannski ekki leikrit heldur. Við verðum að fá aðra til þess að klæða beinagrindina og „blása lífi f skapnaðinn“ og ef til vill tvo höfunda með okkur að auki. — Ég hirði ekki um að fræða Jóhannes Helga um sýningar á mínum leikritum. Leikhúsfólk sem að þeim hefur unnið mun bera að þau hafa hvorki þurf hjálparkokka né lífsblástur. Spurningunni ætti Jóhannes að beina að sjálfum sér. Þar er svarið. Hann hefur afhent leik- húsunum beinagrind og veit að það er ekki nóg. Þar er og sjálf- gefin skýring á heyrnarleysri hlustun hans á umrætt viðtal. Að lokum þetta til og um Jó- hannes Helga: Hann er undr- andi á því að ég heillast ef unnt er að taka hug fólks fanginn. „Svona tal er della," segir hann. „Listin á að leysa — ekki fjötra." — En hvernig skyldi vera mögulegt fyrir Jóhannes Helga eða jafnvel Shakespeare sjálfan að leysa einhvern úr fjötrum með list nema þeir yrðu svo miklir lukkunnar pamfflar að listin tæki hug þess fjötraða manns fanginn? Væri ekki ráð fyrir Jóhannes Helga að skafa úr eyrunum, leysa sjálfan sig úr fjötrunum og reyna að verða lukkunnar pamfíll? Reykjavfk, 1. október 1976 Birgir Sigurðsson. VOLKSWAGEN- EIGENDUR Lótið smyrja bílinn reglulega. SMURSTOÐIN ER OPIN FRÁ KL. 8 F.H. TILKL. 5:30 E.H. HEKLA hf. Lauyavegi 170—172 — Sími 21240. New York ríki f lytur út meiri varning en flestlönd. Við veitum ÞJÓNUSTU ÁN AFGJALDS og munum aðstoða yður við að finna það sem þér þarfnist. í New York ríki eru yfir 40.000 fyrirtæki, sem geta selt yður hverskyns varning: rafeindatæki, plast, matvæli, fatnað, sjóntæki, tölvur, vélar og hundruð annarra vörutegunda Vörur sem þér kunnið að þurfa á að halda i fyrirtæki yðar og við samkeppnishæfu verði Fylkisstjórinn í New York riki veitir ÞJÓN- USTU ÁN AFGJALDS og við getum látið fram- leiðendur og seljendur vita um þarfir yðar Allt sem þarf að gera er að skrifa okkur á bréfsefni fyrirtækis yðar, lýsa nákvæmlega vör- unum, sem þér hafið áhuga á og hvernig þér hyggist nota þær Látið okkur vita hvort fyrirtæki yðar mundi kaupa vörurnar fyrir eigin reikning eða I umboðssölu. Getið um banka yðar, við- skiptasambönd yðar i Bandarlkjunum eða ann- ars staðar erlendis, venjulega greiðsluskilmála (bankaábyrgð eða annars konar) svo og aðrar upplýsingar, sem seljenda koma að gagni Sendið bréf yðar I flugpósti til: New York State Department of Commerce DEPT. LANC International Division 230 Park Avenue New York, N.Y. 1001 7 U.S.A TELEX: 666705 Þegar við fregnum frá yður munum við senda upplýsingarnar til framleiðenda i New York riki, sem best geta þjónað fyrirtæki yðar Þeir munu svara yður beint Svar berst fyrr ef beiðnir eru skrifaðar á ensku NewYork _JL _ Skrifstofur otate m zz Við flytjum meira út en flest lönd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.