Morgunblaðið - 05.10.1976, Page 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER 1976
In Memoriam:
Anna Pétursdóttir
Anna Pétursdóttir fæddist á
Akureyri hinn 11. júní 1914, dótt-
ir hjónanna Péturs Péturssonar
kaupmanns og Þórönnu Pálma-
dóttur. Pétur var sonur Péturs
Björnssonar, bónda á Valabjörg-
um í Skagafirði og Rannveigar
Magnúsdóttur, en Þóranna dóttir
Pálma prests Þóroddssonar á
Hofsósi og Önnu Hólmfríðar Jóns-
dóttur prófasts Hallssonar á
Glaumbæ f Skagafirði. Stóðu því
sterkir og merkir skagfirzkir
stofnar að önnu í báðar ættir.
Alsystkin önnu eru Pálmi,
skrifstofustjóri Rannsóknarstofn-
ana atvinnuveganna, kvæntur
sænskri konu, önnu Lísu Péturs-
son, og Hjördís, gift Páli Hannes-
syni, verkfræðingi. Hálfbróðir
önnu er Pétur Pétursson, bóndi á
Höllustöðum í Húnavatnssýslu.
Anna sleit barnsskónum á
Akureyri og lauk þar gagnfræða-
prófi. Aðstæður höguðu því þann-
ig, að um frekara skólanám var
ekki að ræða, enda þótt hún hafi
haft prýðilegar námsgáfur. Frá
Akureyri fluttist hún með for-
eldrum sínum til Siglufjarðar, en
sfðan ein til Reykjavíkur. Eftir
flutninginn suður helgaði Anna
sig skrifstofustörfum og réðst
m.a. til Atvinnudeildar Háskóla
Islands við stofnun deildarinnar
1936, þar sem hún starfaði til árs-
ins 1942.
Hinn 8. júlí 1939 giftist Anna
frábærlega efnilegum lækna-
nema, Kristjáni Jónassyni, en
læknisprófi lauk hann tveim
árum sfðar. Kristján var sonur
hinna landskunnu hjóna Jónasar
Kristjánssonar læknis og stofn-
anda Náttúrulækningafélags Is-
lands og konu hans Hansfnu
Benediktsdóttur prófasts
Kristjánssonar á Grenjaðarstað.
Ekki var um auðugan garð að
gresja um framhaldsnám í
læknisfræði á þessum árum; bál
síðari heimsstyrjaldarinnar
bannaði allar bjargir í þeim efn-
um f Evrópu. Til Norður-Ameríku
lá eina færa leiðin, enda og ekki f
kot vfsað, og afréðu þau Kristján
og Anna að halda með skipaiest
vestur um haf f marzmánuði 1942
að hætti margra annarra
fslenzkra námsmanna. Lá leið
þeirra fyrst til Kanada, þar sem
Kristján stundaði framhaldsnám
við Misericordia Hospital í Winni-
peg í hálftannað ár, og sfðan
héldu þau til Rochester f Banda-
ríkjunum, þar sem hann stundaði
sérfræðinám í kvensjúkdómum
og fæðingarhjálp við hina kunnu
Mayo Clinic um þriggja ára skeið,
eða til ársins 1946, er þau fluttust
alkomin heim til tslands eftir nær
fimm ára dvöl vestanhafs.
Hinn 5. febrúar 1940 fæddist
þeim hjónum sonur, Jónas, rit-
stjóri Dagblaðsins, kvæntur
Kristfnu Halldórsdóttur, ritstjóra
Vikunnar, og hinn 19. apríl 1946
dóttirin Anna Halla, lögfræðing-
ur, sem nú stundar framhaldsnám
f fræðigrein sinni f Miami, Flór-
ida.
Kristján læknir andaðist af
slysförum 27. júlí 1947 og hafði þá
einungis starfað í hálft ár eftir
heimkomuna; var hann öllum
harmdauði.
t
Faðir minn.
SÆMUNDUR VILHJÁLMSSON
Hæðargarði 4,
lést í Landspítalanum 3 október
Guðný Sæmundsdóttir og fjolskylda
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi
SIGURÐUR KRISTJÁNSSON
<v. bókhaldari á Siglufirði
lézt 25 september sl Jarðarförin hefir farið fram i kyrrþey að ósk hins
lá,na Selma Friðbjarnardóttir
Jónfna Halldórsdóttir
Halldór Axelsson
Rikharður Axel Sigurðsson
Sigurður Axelsson
lézt 2 október + SIGURÐUR JÓHANNSSON vegamálastjóri
Stefanla GuSnadóttir.
t
Þökkum af alhug alla samúð og vinsemd við andlát og útför eigin-
manns mins, föður, tengdaföður og afa
HRÓLFS BENEDIKTSSONAR
prentsmiðjustjóra
Ásta Guðmundsdóttir
Erna Hrólfsdóttir Jón 0. Ámundason
Birna Hrólfsdóttir Einar Sveinsson
Ásta Hrólfsdóttir Agnar Fr. Svanbjörnsson
Hrefna Hrólfsdóttir
og barnaböm
Við andlát Kristjáns urðu meiri
hamingjuhvörf í lífi Önnu en orð
fá lýst. Hygg ég, að sá ástvina-
missir hafi skilið eftir sig dýpra
ör í innstu veru önnu en nokkurn
grunaði, nema sem þekkti hana
gerst.
Eftir lát Kristjáns vann Anna
ýmis skrifstofu- og verzlunar-
störf. Hún var m.a. um hríð verzl-
unarstjóri blómaverzlunarinnar
„Flóru". Þá rak hún með öðrum
um tíma barnafataverzlunina
„Best“ við Vesturgötu, en 1955
urðu ný straumhvörf I lífi önnu
Pétursdóttur, er hún réðst aðal-
bókari til Sementsverksmiðju
ríkisins, sem þá var í byggingu, og
þar starfaði hún til ársins 1969, að
örlögin höguðu því þannig til, að
leið hennar lá aftur vestur um
haf.
Ég kynntist önnu fyrst á skrif-
stofu Sementverksmiðjunnar, þar
sem leiðir okkar lágu saman i yfir
13 ár, og tókst þar með okkur sú
vinátta, sem einungis dauðinn
fær slitið. Þá var gaman að starfa
I Sementsverksmiðjunni, bjart-
sýni og stórhugur dr. Jóns E.
Vestdals, þáverandi forstjóra
verksmiðjunnar, hafði smitandi
áhrif á allt starfslið, sem samhent
vann að þvi að koma á fót og reka
stærstu verksmiðju landsins, er
þá til dreifa.
Ljóst var, að persónuleiki Önnu
var alveg einstæður. Amerfku-
dvölin hafði sett djúp spor I venj-
ur hennar, smekk og viðhorf á
skemmtilegan og jákvæðan hátt.
Anna var kona óvenjufríð sýnum,
ljós yfirlitum, hávaxin, grönn og
tiguleg í fasi og framgöngu allri.
Hún var létt á fæti og fjörleg I
hreyfingum og verkmanneskja i
bezta lagi. Hún var skarpgáfuð
kona, skilningurinn skjótur og
skýr og hrókur alls fagnaðar, ef
þvi var að skipta. Svo bókelsk var
hún, að hún lá oft langt fram eftir
nóttum, í bókum, íslenzkum sem
erlendum. Leikhús sótti hún stöð-
ugt í Reykjavik og siðar I New
York. Vílaði hún ekki fyrir sér að
takast lasin á hendur margra
klukkustunda lestarferðir til að
njóta þeirrar leiklistar, sem fram
var borin á Broadway.
Á yfirborðinu var Anna ekki
viðkvæm, enda harðger og ærðu-
laus, en undir niðri ólguðu til-
finningar hennar heitar, blíðar
og rikar. Hún gat verið berorð og
+
KRISTÍN R JOHNSON.
andaðist i Winnipeg 1 okt sl.
Jarðarförin fer fram 7. okt.
Lilja og Jón Árnason.
1057 Dominion st.
beinskeytt og oft örðugt, nema
fyrir nákunnuga, að átta sig á því,
hvort henni var gaman eða al-
vara, þvi hún var ætfð létt og glöð.
Tepruskapur, kjarkleysi og
væmni var ekki að hennar skapi.
Hinn 24. ágúst 1956 giftist
Anna öðru sinni, Ólafi G. Jóns-
syni, stýrimanni að mennt, hinum
mætasta manni. Er hann sonur
hjónanna Jóns Björgvins Ólafs-
sonar sjómanns og Valgerðar Ól-
afsdóttur í Hafnarfirði. Þau
reistu sér fagurt hús og bjuggu
sér og börnunum Jónasi og önnu
Höllu gott heimili að Kársnes-
braut 107 I Kópavogi, þar sem þau
bjuggu við mikinn myndarskap
þar til leiðin lá til Bandaríkjanna
á ný og Ólafur gerðist innkaupa-
fulltrúi tæknideildar Loftleiða f
New York, starfi sem hann gegnir
enn. Þangað fluttust þau haustið
1969 og bjuggu á Long Beach,
New York, allar götur þar til hún
andaðist snögglega úr hjartaslagi
24. f.m. 62 ára að aldri, en bálför
hennar var gerð frá Fossvogskap-
ellu 30. f.m.
Fyrir allmörgum árum kenndi
Anna sér sjúkdóms, sem hægt og
sfgandi grennti heilsu hennar.
Þrátt fyrir það iðkaði hún auk
bóklestrar fþróttir — gönguferðir
og golf af kappi. Sælustu stundir
önnu voru e.t.v. þó er hún og Óli
fóru f langar reisur heimshorn-
anna á milli — Ríó de Janeiro —
Jóhannesarborg — Kyrrahafseyj-
ar. Þá var Anna f essinu sfnu, er
hún lýsti slfkum langreisum, sem
einatt voru vel undirbúnar með
miklum bóklestri um viðkomandi
staði.
Alla tfð fór mjög vel á með þeim
önnu og Ólafi. Og eftir að hún var
orðin tæp á heilsu reyndist hann
henni ómetanlegur félagi stoð og
stytta til hinztu stundar.
Nú er Anna Pétursdóttir öll.
Hin fagra mynd hennar máist
ekki úr huga þeim, sem kynntust
henni, hinn stórbrotni, ærðulausi
persónuleiki, minningin sem ylj-
ar um ókomin ár og hvetur mann
til að bera höfuðið ævinlega hátt,
hvað svo sem á dynur,
Með þetta í huga kveð ég þessa
ágætu vinkonu mína síðustu
kveðjunni.
Signý Sen.
Tryggvi Salómons-
— Minningarorð
son
í dag verður til grafar borinn
afi okkar Tryggvi Salómonsson,
fæddur að Ytri-Drápuhlíð í Helga-
fellssveit á Snæfellsnesi, en hann
lést á Landakotsspftala 24. s.I.
mánaðar. Foreldrar hans voru
Salómon Sigurðsson frá Miklholti
í Hraunhreppi f Mýrarsýslu og
Lárusína Lárusdóttir Fjelsted frá
Kólgröfum í Eyrarsveit. Lárusína
var seinni kona Salómons og átti
hann frá fyrra hjónabandi 5 börn:
Kristján, Sigríði, Friðrik, Helga
Hjörvar, og Maríu, og er hún ein á
lffi af hálfsystkinum hans. Lárus-
fna og Salómon áttu 8 börn sam-
an: Kristján, Pétur Lúther, Guð-
rúnu, Lárus, Gunnar, Harald og
afa.
Eftirlifandi eiginkonu sinni og
ömmu okkar, Bjarneyju Hólm
Sigurgarðsdóttur frá Eysteinseyri
í Tálknafirði, kvæntist afi 10. júnf
1933. Með henni átti hann for-
eldra okkar: Sigrúnu, Magnús,
Láru og Hrafnkel.
Húsið þeirra afa og ömmu og
garðurinn í Meltröð 10 bera sann-
+
Dóttir min
ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR
ÁlfaskeiSi 104
andaðist i Borgarspitalanum 3. október.
Fyrir mina hönd og annarra vandamanna,
Sigrfður Jónsdóttir.
an vott um vinnusemi hans og
vandvirkni. Og ekki síst um ást
hans á náttúrunni og moldinni,
sem hann þráði alltaf að yrkja og
gera frjósama. Frá unga aldri
minnumst við afa f öllum hans
frfstundum við að hlúa að trjám
og öðrum gróðri eða laga og
snyrta húsið. En það var sama
hvað afi átti annrfkt eða hvað
hann var þreyttur, alltaf gaf hann
sér tfma til að ræða við okkur,
hvort sem við þá áttum heima þar
eða vorum f heimsókn. Slíkt kom
oft fyrir, þvf að það var alltaf
auðvelt og gott að tala við hann
afa. Hann skildi allt svo vel og tók
svo ríkan þátt f lífi okkar, jafnt
gleði sem sorg. Hann armæddist
aldrei yfir hlutunum. Annað
hvort voru þeir I lagi eða ekki, og
maður gæti ekki meir en lagt sig
allan fram við að bæta þá. Hann
var harður af sér tilfinningalega
og hlffði sér aldrei við vinnu. Því
mat hann það mikils, þegar hon-
um var rétt hjálparhönd með
glöðu geði. Mikla ánægju veitti
það því honum að sonarsonur
hans og nafni aðstoðaði hann við
húsið daginn áður en hann flutt-
ist til Svfþjóðar með konu sinni
fyrir ári síðan. Ætlun þeirra var
að koma f heimsókn nún um jólin
og þá hefði afi séð dóttur þeirra,
sem fæddist f sumar og var hans
fyrsta og eina langafabarn.
En aldrei held ég, að afa hefði
komið til hugar að gera upp á
milli okkar frændsystkinanna.
+
Útför föður okkar.
GUÐMUNDAR KR. GUÐMUNDSSONAR.
fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 7. október kl. 1 3.30.
SigrlSur Svava,
Kristln og
Guðmundur Kristinn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
MARÍU SIGUROARDÓTTIR,
Hvassaleiti 30.
Guð blessi ykkur öll
SigrlSur Emella Bergsteinsdóttir
SigurSur Jónsson
barnabörn og fjólskyldur
útfaraskreytlngar
blómciuol
Groðurhusið v/Sigtun simi 367 7'.
S. Helgason hf. STEINIÚJA
[Inholtl 4 Sfmar 26677 og U254