Morgunblaðið - 05.10.1976, Qupperneq 40
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
YTRI-NJARDVIK Simi 92-1601 Postholf 14
Hurða og
gluggaframleiðsla
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1976
ÓLGUSJÓR var í vestur-
höfninni í gær í rokinu sem þá
var. Áttu sumir í erfiðleikum
með báta sína eins og
myndirnar bera með sér. Á
einni er maðurinn einn um
borð í trillunni og ræður lítt við
hana, á annarri er annar maður
kominn um borð til hjálpar og
sú þriðja sýnir hvar trillan er
hífð á land til að hún sökkvi
ekki i höfninni.
60—70 ungmenni
í fíkniefnamálinu
GÆSLUVARÐHALD 21 árs
gamals manns, sem setið hefur
inni f tvo mánuði vegna rann-
sóknar hins umfangsmikla ffkni-
efnamáls, var f gær framlengt um
30 daga. A sunnudagskvöldið var
24 ára gömlum manni sleppt úr
gæzluvarðhaldi vegna sama máls.
Nú sitja ínni 4 ungmenni vegna
rannsóknar þessa ffkniefnamáls,
sem mun vera það umfangsmesta
sem Ffkniefnadómstðllinn hefur
fengið til meðferðar.
Arnar Guðmundsson, fulltrúi
við Fíkniefnadómstólinn, sagði í
samtali við Mbl. í gær, að geysileg
vinna hefði farið f þetta mál að
undanförnu. Hefur málið stöðugt
hlaðið utan á sig og sagði Arnar
að nú hefðu milli 60 og 70 ung-
menni flækzt í málið á einn eða
annan hátt. Hann sagði að
rannsóknin þokaðist áfram en
sífellt kæmu fram fleiri angar,
sem þyrftu rannsóknar við. Arnar
sagði að lokum, að um væri að
ræða smygl og dreifingu á ýmsum
tegundum fíkniefna, svo sem
hassi, marihuana og hassolfu en
ekki væri hægt að gefa upp
neinar tölur um magn á þessu
stigi enda breyttust þær sffellt.
Siæm staða Verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegsins:
Freðfiskdeild þurr-
ausrn
— 90 milljón krónur vant-
ar í loðnudeildina
TVÆR deildir af þrem innan Verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegsins
standa nú mjög illa að vigi. 1 loðnudeild sjóðsins mun vanta um 100
milljónir króna til að hægt sé að standa skil á greiðslum vegna
loðnumjöls á s.l. vetrarloðnuvertfð, og freðfiskdeild sjóðsins er nú
þurrausin, en þar var til nokkurt fé um s.l. áramót. Öðru máli gegnir
um saltfiskdeildina, þar hefur safnazt verulegt fé og sjóðseign þeirrar
deildar mun vera yfir milljarður króna.
Davíð Ólafsson seðlabanka-
stjóri, formaður sjóðsins, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
freðfiskdeildin væri nú þvi sem
næst tóm og gæti hún ekki staðið
undir neinum greiðslum lengur.
Fé hefði verið greitt úr þessari
deild sjóðsins allan fyrri hluta
þessa árs og reyndar fram undir
þennan dag, en nú væri búið að
þurrausa hana. Sömu vand-
kvæðin væru í loðnuafurðadeild
sjóðsins. Þar vantaðí einar 90
milljónir króna til að geta gert
upp loðnumjöl fyrir síðustu
vertíð.
Þá sagði hann að saltfiskdeild
sjóðsins stæði með blóma og væri
yfir 1 milljarður króna þar inni,
enda hefði saltfiskverkun gengið
mjög vel á undanförnum árum.
Morgunblaðið sneri sér til
Matthfasar Bjarnasonar sjávarút-
vegsráðherra f gærkvöldi og
spurði hann hvort einhverjar sér-
Alþingi kvatt
saman til fund-
ar 11. okt. n.k.
FORSETI tslands hefur sam-
kvæmt tillögu forsætisráðherra
kvatt Alþingi til fundar mánudag-
inn 11. október n.k., og fer þing-
setning fram að lokinni guðsþjón-
ustu í Dómkirkjunni, er hefst kl.
13.30.
stakar ráðstafanir væru nú fyrir-
hugaðar vegna sjóðsins, þar sem
fiskverðsákvörðun er á næsta
leiti. Sagði sjávarútvegsráðherra,
Friðrik og
Guðmundur
í 3.-4. sæti
ÞEIR Friðrik Ólafsson og
Guðmundur Sigurjónsson eru
nú f 3.—4. sæti á skákmótinu f
Novi Sad f Júgóslavfu með 3
vinninga og eina biðskák hvor.
Efstur er Vukic með 3‘A
vinning og biðskák og f 2. sæti
er Smejkal meö 3'A vinning.
Biðskákirnar verða tefldar ár-
degis f dag, en eftir hádegi
hefst 6. umferð mótsins.
í fimmtu umferð tefldi
Friðrik við Vukic og
Guðmundur við Garcia. í sam-
tali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi sagði Guðmundur
Sigurjónsson, að hann ætti að-
eins betra tafl gegn Garcia, en
búast mætti við jafntefli.
Friðrik virtist eiga aðeins lak-
ari stöðu gegn Vukic, en eftir
að hafa skoðað skákina vel f
gær, væri ekki ósennilegt að
þar yrði einnig jafntefli.
Fjórða umferð mótsins var
Framhald á bls. 46
að málefni Verðjöfnunarsjóðs
væru alltaf öðru hvoru til um-
ræðu og reyndar við hverja
verðlagningu.
Matthias Bjarnason sagði, að
staða freðfiskdeildar væri mjög
slæm, öllu hefði verið eytt úr sjóð-
um þegar verðfall varð á freðfisk-
mörkuðunum og þrátt fyrir verð-
hækkanir á mörkuðunum á þessu
ári, hefði ekkert komið inn í sjóð-
inn vegna hækkana innanlands.
Um saltfiskdeildina og hina góðu
stöðu þar væri það að segja, að
þar hefðu engin áföll orðið frá því
að hún var stofnuð og ekki væri
hægt að færa fjármagn á milli
deilda.
Þá sagði raðherra að ríkissjóður
hefði oftar en einu sinni tekið á
sig ábyrgð á því viðmiðunarverði,
sem ákveðið væri hverju sinni til
að tryggja eðlilegan rekstur fyrir-
Framhald á bls. 46
Kranabíll
hafnaði á
hvolfi niðrí
á dekki
Vestmannaeyjum, 4.
október.
ÞAÐ bar til er verið var að
hffa dekkvindu um borð f
Bylgju VE hér f höfninni f
gær, að kranabill sem
notaður var til að þess að
hffa spilið valt skyndilega
og hafnaði á hvolfi niðri á
dekki bátsins. Tveir menn
sem þar voru og kranastjór-
inn sluppu naumlega undan.
Báturinn skemmdist furðu-
lega lftið og sömu sögu er að
segja af bflnum.
Bylgja lá f Friðarhöfninni
og var verið að koma
dekkvindu fyrir. Til þess
var notaður stór kranabfll.
Var búið að hffa spilið á loft
og snúa bómunni út yfir bát-
inn, þegar kranastjórinn
sem stóð við hlið bflsins á
bryggjunni tók eftir því að
bfllinn var að velta út yfir
bátinn. Kranastjórinn tók
þá til bragðs að láta sig detta
niður á dekk bátsins til að
komast undan og slapp hann
þar naumlega. Sömu sögu er
að segja af skipstjóra og vél-
stjóra bátsins. Þeir stóðu á
dekkinu, tilbúnir að taka á
móti spilinu, þegar bfll valt
skyndilega fram af bryggju-
kantinum. Tókst þeim með
snarræði að vfkja sér undan
bflnum er hann skall á
hvolfi á dekkinu.
Kranabfllinn skemmdist
nokkuð mikið og er bóman
talin ónýt. Skemmdir á bátn-
um urðu mjög litlar aðrar
en þær, að stunnur á
dekkinu bognuðu.
Fréttarltari
Vladimir Ashkenazy
Foreldrar
Ashkenazy
koma á
laugardag
FORELDRAR Vladimirs
Ashkenazys munu koma til
landsins nk. laugardag, að
þvf er Ashkenazy skýrði
Morgunblaðinu frá í gær.
Ashkenazy var þá staddur í
Lundúnum, en þangað var
hann að koma úr löngu
tónleikaferðalagi. Bjóst
hann við því að koma til
landsins í dag.
Að sögn Ashkenazys
munu foreldrar hans dvelj-
ast hér á landi í tíu daga.
Þá kvaðst hann sjálfur
þurfa að halda af stað í
hljómleikaferð að nýju en
sagði að hann vonaðist til
þess að foreldrar hans
myndu fara með honum
þessa ferð.
10 milljón króna tjón
í bruna í Borgarnesi
AÐ MINNSTA kosti 10 millj. kr.
tjón varð f Borgarnesi f gær, þeg-
ar svonefnt Grfmshús brann til
kaldra kola f gærmorgun. Verið
var að svfða svið með gaslömpum
þegar eldurinn kom upp og
kviknaði f einum gaskútinum
með fyrrgreindum afleiðingum.
Ólafur Sverrisson kaupfélags-
stjóri í Borgarnesi sagði í viðtali
við Morgunblaðið í gær, að Gríms-
hús stæði alveg á hafnarbakkan-
um. Að nokkru leyti væri það
notað sem geymsla fyrir kaupfé-
lagið og í sláturtíðinni á haustin
væri það notað til að svlða sviða-
hausa. Nokkrir menn hefðu verið
við að svíða um kl. 9 í gærmorgun,
skyndilega hefði byrjað loga upp
úr einum kútnum og ekki tekizt
að koma honum út. Fólk hefði þó
komizt út úr húsinu áður en gas-
kúturinn sprakk.
Slökkviliðið var komið á vett-
vang eftir nokkrar mínútur en þá
var húsið alelda. Tók slökkvistarf
um eina klkkustund. í húsinu
voru geymd um 60 tonn af fóðri
og er það talið gjörónýtt og þil-
plötur fyrir 2—3 millj. króna
eyðilögðust í eldinum.
Að sögn Ólafs Sverrissonar
nemur tjónið I brunanum a.m.k.
10 millj. kr. en skemmdir voru
ekki að fullu kannaðar i gær-
kvöldi.