Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1976 3 „Eins og þorskur á þurru landi” A MORGUN, laugardag, opnar Þorvaldur Skúlason listmálari málverkasýningu á Loftinu við Skólavörðustfg. Nokkuð er um liðið sfðan Þorvaldur hélt sfð- ast einkasýningu, en það var árið 1965. Sfðan hefur hann þó tekið þátt f nokkrum samsýn- ingum. „Málaralist hefur verið mitt aðalstarf a.m.k. síðustu 30 ár,“ sagði Þorvaldur þegar Morgun- blaðið ræddi við hann I gær. „Á þessari sýningu verða 34 mynd- ir, flestar málaðar úr Gouach- vatnslitum, en innan um eru þó svart/hvítar teikningar. Þær eru nokkuð misgamlar, þær elztu sennilega átta ára. Flestir myndu sennilega flokka þessar myndir undir „abstrakt" — myndir, en fyrir mér er þetta bara raunveruleik- inn, eitthvað, sem skeður með- an myndin verður til. Oft fæ ég hugmyndirnar beint úr náttúr- unni, en stundum geri ég mér ekki grein fyrir hvaðan þær koma. Ég byrja bara á mynd og áður en ég veit er hún orðin fullmótuð." Þorvaldur er maður víðförull og víðmenntaður. Hann stund- aði fyrst myndlistarnám hjá As- grimi Jónssyni, og sagði Þor- valdur að hann hefði orðið fyrir verulegum áhrifum frá honum. Siðan hélt hann til Öslóar og gerðist nemandi við norsku listaakademiuna I fjögur ár. Næstu fjögur ár dvaldist hann svo í París, þar sem hann hélt námi sinu áfram. Eftir að hann lauk námi dvaldist hann lengst- um erlendis, bjó m.a. í Paris og Kaupmannahöfn. Þorvaldur við tvö verka sinna, sem heita „Skuggi" og „Flug". Ljósm. RAX. „Ég kom heim 1940," sagði Þorvaldur, „og hef haft sama- stað hér siðan. Þá var ég á flótta undan striði, annars hefði ég kannski aldrei komið heim. Ég var orðinn svo sam- gróinn Evrópu að ég hefði lik- lega Ilenzt þar.“ Að lokum spurðum við Þor- vald hvort hann væri enn að mála af jafn miklum krafti og áður: „Já, krafturinn og áhuginn hafa ekkert minnkað með aldr- inum, nema slður sé. Ég veit ekki hvað myndi verða um mig ef ég hætti að mála. Ég gæti trúað að það yrði svipað og þeg- ar þorskurinn er dreginn upp úr sjónum." Ráðstefna um neytendamál NEYTENDASAMTÖKIN efna til ráðstefnu um neytendamál á Hótel Esju laugardaginn 13. nóvember frá kl. 10 til 18. A ráð- stefnunni verður fjallað um sex málaflokka sem snerta neytendur og myndaðir umræðuhópar um hvert málefni. A fundinum mun Hrafn Braga- son borgardómari hafa fram- göngu um löggjöf um neytenda- vernd, Páll Sigurðsson dósent fjallar um kaupalögin, neytand- ann og afborgunarskilmála, Guðrún Helgadóttir deildarstjóri um neytandann og slysatrygging- ar, Iðunn Glsladóttir fóstra frá Selfossi um neytendavandamál dreifbýlis, Arnljótur Björnsson prófessor um neytandann og vátryggingafélögin og Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur um landbúnaðarmál frá sjónarhóli neytenda. Framsöguerindin verða flutt fyrir hádegi en starfshópar skila áliti fyrir almennar umræður seinnihluta dagsins. öllum áhuga- mönnum um neytendamál er boðin þátttaka I ráðstefnunni og er aðgangur ókeypis. Grænlenzkur prestur ræðir um náttúruvemd —á aðalfundi Landvemdar á morgun AÐALFUNDUR Landverndar verður haldinn f Tjarnarbúð laugardaginn 6. nóvember. A fundinum verða auk skýrslu for- manns og framkvæmdastjóra flutt erindi, sem Jónathan Motzfeldt, grænfenzkur prestur, heldur um náttúruauðlindir Grænlands og hefur verið fulltrúi Grænlendinga bæði austan hafs og vestan, m.a. f sambandi við fiskveiðar og annað sem varðar auðlindir Grænlands. Hann hefur einnig verið þátttakandi í stjórn- málum og er mikill bátáttumaður fyrir heimastjórn á Grænlandi. Einnig mun á fundinum verða rætt um viðfangsefni og starfs- hætti Landverndar, sem unnið hefur verið að á undanförnu ári. Nefndir munu flytja sínar skýrslur og starfsáætlanir, og siðast mun verða flutt erindi um skipulagða nýtingu lands og dæmi um vinnuaðferðir, sem þeir Éinar Sæmundssen, Stefán örn Stefánsson og Hjörleifur Stefánsson taka saman. Þá má geta þess, að á sunnudag mun Jonathan Motzfeldt flytja erindi I Norræna húsinu um kvöldið og mun einnig prédika i Dómkirkjunni kl. 11 á sunnudags- morgun. r Attræðisafmæli ÁTTRÆÐISAFMÆLI á I dag Guðfinna Stefánsdóttir, Vogum I Mývatnssveit. Guðfinna er fædd I Múla I Aðal- dal 5. nóvember 1896 og voru foreldrar hennar Guðfinna Sigurðardóttir og Stefán Jónsson, Öndólfsstöðum I Reykjadal. Guð- finna giftist Jónasi Hallgrlmssyni I Vogum og bjuggu þau þar allt til þess að Jónas andaðist 5. desem- ber 1945. Þau eignuðust 9 börn sem öll eru á lífi. Guðfinna hefur síðustu árin búið f Vogum með börnum slnum. Útsölumarkaðurinn vekur athygli á Efna- ogbútasölu!! Mikið úrval af efnum og bútum seld frá saumastofu okkar í nokkra næstu daga. it Ullar- og terylene efni it 1 00% tweed efni it Rifflað flauel it Flannel efni ■jt 1 00% bacron efni Denim efni „Twill Burstaðdenim if Fataefni allskonar úr 1 00% ull og terylene- og ull Einnig heidur fatamarkadurinn áfram í nokkra daga í viðbót. Ótrúieg kjör — Vönduð góð vara Látið ekki happ úr hendi sleppa. TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR Utsölumarkaöurinn ★ Stakar dömu- og herra terylenebuxur lítil númer kr. 3.000 - ★ Fínflauelsbuxnapils kr. 1.000- * Fínf lauelsbuxnadragtir .... kr. 5.000- ★ Kjólar frá kr. 1.000.- ★ Föt með vesti kr. 12 000 - ★ Skórfrá kr. 2.000,- l.AUGAVrr, GfS SIMl r RA SKIPTIHORUI ,’H 1 vi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.