Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1976 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Kommúnistar á íslandi og Ungverjaland egar sovézku skriðdrek- arnir brunuðu inn í Búda- pest fyrir tveimur áratugum hófust umfangsmíklar mót mælaaðgerðir hér á íslandi, sem víða annars staðar M.a voru haldnir mótmælafundir og mikill mannfjöldi safnaðist saman við sovézka sendiráðið við Túngötu og fylgdist t.a.m. með því, þegar nokkrir helztu forsprakkar kommúnista á íslandi lýstu yfír stuðningi við ofbeldisaðgerðir Sovétmanna með þvi að mæta í móttöku í sovézka sendiráðinu sömu dag- ana og blóðbaðíð stóð yfir og Búdapest brann. í hópi þessara kommúnistaforsprakka voru þeir Einar Olgeirsson, Lúðvík Jósepsson og Magnús Kjartansson og segir þetta sína sögu um það, með hverjum hjarta þeírra raunverulega slær Það er afar fróðlegt, ekki sízt fyrir ungt fólk á íslandi, sem var u.þ.b. að fæðast eða jafn- vel ekki komið í þennan heim, þegar :tburðirnir í Ungverja- landi urðu, að kynna sér, hver viðbrögð kommúnistablaðsins,- Þjóðviljarrs, urðu , þegar ís- lendingar mótmæltu ofbeldis- aðgerðum sovézka hervaldsins í Ungverjalandi í nóvember 1956. Þjóðviljinn lýsti þessum mótmælaaðgerðum að þann veg, að hér hefði verið um „ofbeldisárásir" og „skrílslæti" að ræða. Sýnishorn af við- brögðum Þjóðviljans birtist í Morgunblaðinu í gær og er ástæða til að rekja hér nokkur dæmi um þann málflutning. Frásögn kommúnistablaðsins af mótmælastöðu við sovézka sendiráðið, sem um tvö þús- und manns tóku þátt í hófst á svofelldum orðum: „í gærgerði óður Heimdallarskríll árás á fólk fyrir utan sovézka sendi- ráðið í Túngötu, æpti og gargaði, kastaði grjóti og aur, hrinti fólki og reif utan af þvi fötin." Um gestaboð sovézku kúgar- anna í Búdapest sagði Þjóð- viljinn: „í gær var sem kunnugt er 39 ára afmæli rússnesku verkalýðsbyltingarinnar og var gestum boðið að vanda í sovézka sendiráðið af þvi til- efni En sjálfstæðisflokkurinn hafði sinn sérstaka viðbúnað; hann safnaði i gær saman hin- um alræmda hvítliðaskríl sín- um, mönnunum, sem lands- frægir urðu fyrir að berja sam- landa sína 30 marz 1949 Hér er átt við þá sem komu lögregl- unni til aðstoðar, þegar <ommúnistar réðust á Alþingi 30 marz 1949. Innskot Morgunbláðsins) fyrir að mót- mæla hernámsstefnunni, mönnunum sem koma fram sem verkfallsbrjótar og upp- þotsmenn i hverju einasta verk- falli." Og Þjóðviljinn sagði enn um mótmælaaðgerðirnar vegna of- beldisárása sovézkra herja á Ungverjaland: „Leiðtogar Sjálf- stæðisflokksins sviptu eftir- minnilega af sér grímunni í gær með hinum skipulögðu of- beldisverkum hvítliðanna Nú getur hver Islendingur sann- færzt um hver hugur fylgir máli, þegar þessir menn þykj- ast standa vörð um lýðræði og mannréttindi, þegar einmitt nazistaklíkan í Sjálstæðis- flokknum gengst fyrir ofbeldi — og þykist með því vera að mótmæla ofbeldi " Ekki er ástæða til að rekja frekar skrif Þjóðviljans frá þess- um tíma, enda þótt af nógu sé að taka. En þessi skrif segja sína sögu Enn eru í forystu kommúnista á íslandi, þ.e. Al- þýðubandalagsins, sömu menn og þágu boð sovézku kúgar- anna sömu dagana og þeir murkuðu lifið úr Ungverjum, m.a. þeir Einar Olgeirsson, Lúðvik Jósepsson og Magnús Kjartansson. Halda menn, að þessir þrír hafi breytt um skoð- un og lífsviðhorf á þessum 20 árum? Þvi fer fjarri. Allir voru þeir komnir á þann aldur, þeg- ar þessir atburðir gerðust, að þeir höfðu mótað sér fasta lífs- skoðun og bundið trúss sitt við heimskommúnismann, hvað sem á gekk. Þetta staðfestu þeir með því að heimsækja sovézka sendiráðið þessa daga. Magnús Kjartansson hafði og forystu um stjórnmálaskrif Þjóðviljans á þessum tíma og réð því þeim skrifum, sem hér hefur verið vitnað til. Tólf árum seinna gekk Magnús Kjartans- son enn erinda sovézkrar kúg- unarstefnu, þegar hann fagn- aði því sérstaklega í blaði sínu og lét í Ijós þá einlægu ósk, að Tékkar og Slóvakar mættu aldrei eignast frjáls blöð og frjálsa flokka, að þessar kúg- uðu þjóðir mættu aldrei eignast sitt Morgunblað og sinn Sjálf- stæðisflokk Þessar vonir og óskir Magnúsar Kjartanssonar voru settar á prent í sömu mund og sovézku skriðdrekarn- ir ruddust inn I Prag siðla sum- ars 1968. Þannig gekk Magn- ús Kjartansson þá erinda Sovétmanna alveg eins og hann og féjagar hans höfðu gert 1 956, þegar Búda og Pest stóðu i björtu báli. Allt er þetta lærdómsrík saga og það er alveg sérstök ástæða fyrir ungu kynslóðina að kynna sér þessa sögu. Hún gerir henni kleyft að sjá í gegnum blekkingarvefinn og sjónhverf- ingarnar, sem leiðtogar kommúnista nú eins og þá reyna að spinna. Og þessi saga gerir æskunni einnig kleyft að skilja betur nauðsyn þess að vernda sjálfstæði íslands með þátttöku í varnarsamstarfi frjálsra þjóða Og sagan frá Búdapest og Prag gerir unga fólkinu líka kleyft að skilja hvers vegna það var nauðsyn- legt að stofna til Atlantshafs- bandalagsins á sínum tíma. Það sitja nefnilega samskonar kúgarar við völd í Moskvu eins og í Berlín á tlmum Adolfs Hitlers. BIRGIR Ísl. Gunnarsson, borgarstjóri, efndi til hverfa- fundar í Vesturbænum, þ.e. Nes- og Melahverfi, Vestur- og Miðbæjarhverfi, í Átthaga- sal Sögu á Mánudagskvöld, svo sem frá hefur verið sagt í Mbl. Honum barst fjöldi fyrir- spurna úr sal og fer hér á eftir úrdráttur úr þeim og svörum borgarstjóra: Hreénn Halldórsson spurði hvort hitaveituæð yrði lögð að nýja íbúða- hverfinu vestur á Eiðsgranda og hvort áform væru um að leggja hitaveituæð á Grandann og i Örfirisey Borgarstjóri sagði að svo yrði gert Fyrsti áfangi vesturbæjaræðar, frá Melatorgi vestur Hringbraut og norður Ánanaust, yrði lagður næsta sumar Væri það gert bæði til að skapa mögu- leika á meiri byggð i Vesturbænum og til að bæta úr i gömlu hverfunum, þar sem vitað væri að vatnsþrýstingur væri of lágur þegar álag er mest i vestur- hluta Landakotshæðar og þar um slóð ir Um leið og þessi nýja hitaveituæð kæmi, þá mundi jafnframt skapast möguleiki á að leggja hitaveituæð í Grandann og Örfirisey, sem að verður stefnt, þó sú framkvæmd hafi ekki verið tímasett enn. Bílastæði inni á hverri lóð Sæmundur Friðriksson spurði hvort nokkur ákvæði væru hjá borginni lum að þeir, sem hefðu fengið réttindi til bílskúra, en ekki reist þá, ættu að hafa bilastæði á lóðunum í staðinn Margir girtu út að lóðamörkum og bílar þeirra og gesta þeirra yrðu svo að vera á götunni Það gæti skapað hættu Ætti að gera mönnum að skyldu að hafa rými mni á lóðinni, hefðu þeir ekki bílskúra Einnig spurði hann um óræktarsvæðið við Hofsvallagötu og Kvisthaga, sem skárra væri að setja ýtu á og sá í en ekki neitt Þá spurði hann hvort borgin hefði fylgzt með upp- fmningu á negldum hjólbörðum þar, sem hægt er að draga naglana inn. Hann þakkaði borgarstjóra skriflegt, ítarlegt svar við fyrirspurn á siðasta hverfafundi, en kvaðst enn ekki sann- færður um að Nesveginn vestan Hófs- vallagötu ætti að leggja niður. Loks spurði Sæmundur hvort borgin ætti að verulegu leyti það land, sem áformað er í nýju aðalskipulagi að leggja undir byggð í austur- og vesturátt Borgarstjóri sagði, að í eldri hverfum borgarinnar hefðu ekki verið ákvæði þess efnis að skylda borgarbúa eða húseigendur til að hafa bílastæði inni á lóðum. En í öllum nýrri hverfum borgarinnar hefði, eftir að hin mikla þörf fyrir bílastæði var orðin Ijós, lóða- höfum verið settir skilmálar um að setja bilastæði á lóðir sinar og gilti það jafnt um einbýlis- og fjölbýlishús Þvi væri hér erfitt um vik í gamla bænum, en æskilegt væri að lóðahafar gerðu þetta engu að siður. Borgin gæti ekki gert annað en beita fortölum og sýna mönnum fram á, að það væri ekki sízt þeim sjálfum i hag að nýta hluta lóða sinna undir bílastæði Þá sagði borgar- stjóri, að reynt hefði verið að leggja höfuðáherzlu á að ganga frá þeim auðu og óbyggðu svæðum, sem eru inni á milli húsa, skv áætlun um umhverfi og útivist Og kvaðst hann mundu sérstaklega láta athuga svæðið milli Hofsvallagötu og Kvisthaga, sem upp- haflega var ætlað undir leikvöll. Uppfinningu Einars Einarssonar á negldum hjólbörðum kvað borgarstjóri borgina hafa fylgzt með og styrkt að nokkru leyti, en uppfinningin væri ekki komin á það stig, að framleiðslu væri að vænta á slikum hjólbörðum á næst- unm Skipulagsbreytingar á Nesvegi kvað borgarstjóri þannig hugsaðar, að umferð frá Seltjarnarnesi færi ekki um Nesveginn, og voru skipulagsmenn sammála um þær Borgin á sjálf landið Þá skýrði borgarstjóri frá því, að borgin ætti mestallan hluta fyrirhugaðs byggingarlands austur af borginni, sem hann hefði sýnt Muni þar mestu að Reykjavikurborg er eigandi að Korpúlfsstöðum, en allmikið af þessu svæði tilheyrði þeirri jörð Ríkið á all- stórt landsvæði kring um radióstöðina í Gufunesi og á Keldnaholti og standa yfir viðræður milli rikis og borgar um að makaskipti fari fram, þannig að borgin geti tekið þetta land til bygging- ar Kvað borgarstjóri það sýna fram- sýni forfeðra okkar að þeir keyptu þessi lönd fyrir áratugum Nokkrir íbúar við Neshaga spurðu hvenær lóðin kringum Neshaga 1 6 og Coca Cola-húsið yrði malbikuð Bílar þyrluðu þar upp ryki og mulningi, vegfarendur hefðu hrasað yfir gang- stétt og norðvestanrokið feykt moldinni á nærliggjandi hús Borgarstjóri sagði, að þetta væri ekki framkvæmd borgarinnar heldur ætti lóðahafinn að ganga þarna frá Kvaðst hann mundu koma þessari kvörtun áfram til lóðahafa Meiri tilbreyting í byggingar Pétur Ágústsson vitnaði í byggingarsamþykkt Reykjavikur, þar sem segir að byggingar, sem reistar eru i eldri hverfum, skuli vera i sam- ræmi við þær byggingar, sem fyrir eru Og hann spurði hvers vegna hefði verið veitt leyfi fyrir byggingu blokkar við Kaplaskjólsveg, sem ekki er i sam- ræmi við skipulag á staðnum Kvaðst borgarstjóri sammála Pétri um að við uppbyggingu í eldri hverfum ætti nýja byggðin að vera í samræmi við skipulag á staðnum Tvær blokkir væru þarna, önnur við Sundlaug Vest- urbæjar og hin við enda Kaplaskjóls- vegar Nú væri það smekksatriði hvernig mönnum fyndist að slík hús ættu að vera Taldi borgarstjóri of fljótt að dæma um útlit þessara húsa. Þau væru ekki fokheld enn, a m k ekki annað Á hinn bóginn sagði borgar- stjóri að sér fyndist vel mega vera mein tilbreyting i byggingu fjölbýlishúsa og breyta mætti til frá þessum hefð- bundna stíl og kassabyggingum Sýndust honum arkitektarnir þarna hafa reynt að lyfta fjölbýlishúsabygg- ingunum nokkuð upp og komið með frumlegar og skemmtilegar hugmynd- ir Ættu kannski fremur að stuðla að því að gera umhverfið líflegra en að steypa allar byggingar í sama mót. Þá svaraði hann sama fyrirspyrj- anda, sem taldi að verðmæti húseigna við hlið Kaplaskjólsvegar 93 — 97 hefðu rýrnað um 15—20% við til- komu þeirra húsa, og og hitakostnaður aukizt um 5—10%. og spurði hvort ekki fengist lækkun fasteignagjalda Kvaðst borgarstjóri alls ekki sammála fyrirspyrjanda. um að hús í nágrenninu lækkuðu í verði þótt hús kæmu við hliðina Það væri einkenni borgarsam- félags að byggt væri æði þétt og borgarbúar yrðu að reikna með að byggt væri á auðum og óbyggðum svæðum Við sölu mundi koma í Ijós að ekki sé víst að verðrýrnun hefði orðið Fasteignamat ríkisins fram- kvæmdi fasteignamatið og ef fasteign hefði rýrnað verulega í verði, þá væri sjálfsagt möguleiki á að fá hana endur- Frá hverfa- fundi borgar- stjóra 1 Mið- og Vesturbæ metna En borgin legði síðan fasteigna- skatta á þennan gjaldstofn Borgar- stjóri kvaðst þó ekki telja það raunhæft að ætla að fasteignir lækkuðu í verði, þó byggt væri í nágrenninu Eitt dagvistunar rými kostar 1,4 millj. Ásgeir Sigurðsson spurði hvers vegna hefði verið veitt byggingarleyfi fyrir blokkinni við enda Kaplaskjóls- vegar, sem borgarstjóri hefði fyrir 3 árum sagt á fundi að ekki yrði gert. Birgir ísl. Gunnarsson kvaðst ekki minnast þeirra ummæla Þvert á móti hefði hann á fundi á þessum stað fyrir 3 árum kynnt nýlega samþykkt skipu- lag þessa svæðis, sem sýndi einmitt að gert var ráð fyrir blokkarbyggingu á þessum stað og raunar ibúðablokk við Sundlaug Vesturbæjar líka. svo og fjór- um einbýlishúsum á horni Hofsvalla- götu og Ægissiðu Lengra út með göt- unni ætti að koma leikskóli og bensin- stöðin að færast nokkuð til vesturs. Um það stæðu nú yfir samningar við Olíufélagið Þórdfs Ásgeirsdóttir spurði hvenær borgin ætlaði að bæta úr brýnni þörf fyrir dagvistunarpláss. Borgarstjóri svaraði því á sama hátt og á fyrri hverfafundum, sem hér hefur verið greint frá En þar kom m.a fram að i vetur yrðu teknir i notkun tveir leikskól- ar í Seljahverfi og Hólahverfi, dag- heimili væri í undirbúningi í Hóla- Byggingar við Kaplaskjólsveg, sem komu til umræðu á hverfafundinum. Skúrinn við Sörlaskjói, sem fyrirspyrjandi vildi losna við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.