Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÖVEMBER 1976 35 — Minning r Asgeir Framhald af bls. 33 Það var eitt^af þessum hörðu vorum. Ég var með bræðrunum uppi í lambhússhlöðu að láta hey í poka og balla, margir þurftu á heyi að halda. Veðrið hafði verið vont en var að slota. Allt í einu birtist maður í vindauganu, það var bóndi af Ströndinni, þegar fór að draga úr veðrinu hafði hann brotist á kænu sinni niður í eyju. Erindið var að biðja Ásgeir að koma til hjálpar, kona hans var í barnsnauð. Ljósmóðir, sem var vel fær í sínu starfi var hjá sængurkonunni, sem var búin að berjast við að fæða í tvo sólar- hringa. Að sjálfsögðu var allt gert til að hraða ferðum Ásgeirs. Þegar hann gekk upp á baðstofuloftið, þar sem sængurkonan lá, sagði tengdamóðir hennar: „Ásgeir er kominn, Guði sé lof, þá fer þetta allt að lagast.“ Tengdamóðirin reyndist sann- spá, það leið ekki langur timi frá því Ásgeir kom, þar til fæddur var myndardrengur, og báðum heilsaðist vel, móður og barni. Síðar spurði ég Ásgeir, hvað hefði gerst. Hann sagði þá, að sumarið áður en þetta átti sér stað, hafi Guðmundur Guðfinns- son augnlæknir verið á ferð í Æðey. Ásgeir spurði Guðmund um visst fyrirbrigði, sem hann hafði tekiðieftir að gat hindrað fæðingu. Laéknirinn þekkti þetta fyrirbrigði og sendi honum með- al, sem átti við. Þegar Ásgeir kom að rúmi konunnar, sá hann strax hvað var að og gaf henni af meðal- inu. Varð þá fljótt breyting og barnið fæddist eðlilega. Þessi at- burður segir töluvert, þó við sleppum upphafinu um miðlun heyja á harðindaári. Viðbrögð tengdamóðurinnar sýna trúnað þann og traust, er fólk bar til Ásgeirs. Lækning konunnar og hvernig hann hafði rétt meðal, sýnir gjör- hygli Ásgeirs og hversu duglegur hann var að afla sér fróðleiks. Þegar hann fékk ekki svör við spurningum sínum með lestri bóka eða rannsókn á líffærum dýra, þá leitaði hann til lækn- anna. Bræðurnir eru nú farnir, en Sigriður lifir þá báða. Guð styðji hana og styrki í veikindum henn- ar og söknuði. Ásgeir var ávallt glaður og fagnar nú vistaskiptunum. Efi um góðan Guð og annað líf var aldrei til í hans hjarta. Hann hlakkaði til að hitta alla vinina, sem á undan voru farnir. Blessuð sé minntng hans. Magnús Jónsson. 1 dag fer fram frá Fossvogskap- ellu útför Asgeirs Guðmunds- sonar, fyrrv. hreppstjóra og odd- vita frá Æðey í N-Isafjarðarsýslu. Hann var fæddur að Æðey 5. nðv. 1887. Foreldrar hans voru hin nafnkunnu merkishjón Guð- mundur Rósinkarsson, óðalsbóndi í Æðey, og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Arnardal, af hinni fjölmennu og víðkunnu Arnar- dalsætt. Æðey hefur allt frá land- námstíð verið stórbýli, sakir margvíslegra hlunninda og jarðargæða, enda löngum talin eitt af glæstustu höfuðbólum Isa- fjarðardjúps. Því til sanninda má geta þess, að hin nafnfræga Vatnsfjarðar-Kristin fluttist frá hinu fræga óðali sínu og settist að i Æðey og bjó þar og dvaldi síð- ustu æviár sin. Búblómi Æðeyjar byggðist jöfnum höndum á land- búnaði og sjósókn, sem stunduð hefur verið þaðan frá fyrstu tið og fram á 4. tug þessarar aldar, þvi fiskisæld var jafnan mikil I tsafjarðardjúpi. Þá var Æðey, eins og nafn hennar gefur til kynna, ein mesta dúntekjujörð á Islandi og mun vera það enn. Þeir sem heimsótt hafa Æðey að sumarlagi munu seint gleyma fegurð hennar, iðandi fuglalifi og þeim náttúrutöfrum, sem þessi skrúðgræna eyja, sem lyftir sér úr bláum bárum, býr yfir. Hér er einnig útsýni stórfenglegt til fjalla og fjarða við Isafjarðar- djúp. Á þessu fagra og fjölmenna óðali þeirra Guðmundar og Guð- rúnar óigt upp hinn stóri og glæsi- legi barnahópur þeirra. Hér var, sem á öðrum stórbýlum þeirra tíma, unnið af kappi og atorku við hin daglegu störf, bæði við land og sjó, en hér gáfust einnig kyrr- látar stundir til gleðskapar og fræðslu, — hér voru sáimar sungnir, kvæði flutt og sögur lesnar. Hér var rótgróið islenskt menningarheimili, sem reyndist æskunni hollur skóli og hlýtt at- hvarf hinum öldruðu. Eftir andlát Guðmundar í Æðey árið 1906 veittu systkinin 3, Ásgeir, Halldór og Sigríður búi móður sinnar forstöðu, og eftir ahdlát hennar árið 1931 ráku þau sjálfstæðan búskap í Æðey um 30 ára skeið, eða til ársins 1961, er þau brugðu búi og fluttust hingað til Reykjavíkur. Það mun ekki ofmælt, að búrekstur systkinanna i Æðey varð nafnfrægur viða um land sakir myndarlegra búskapar- hátta, risnu og höfðingsskapar, sem einkenndi heimili þeirra frá fyrstu tíð. Enda voru þau sam- hent, sem einn maður, að stuðla að hagsæld heimilisins og efla þrifnað þess og sæmd i hvivetna. Þeir munu einnig margir ferða- mennirnir og sumargestirnir, sem lengi munu minnast komu sinnar hingað, I þetta fagra eyríki, þar sem allt vitnaði um friðsæld og náttúrutöfra, eins og fegurst skartar á landi voru. Á hverju sumri dvaldi hjá systkinunum i Æðey fjöldi aðkomubarna Sem áttu þar athvarf og atlæti sem í foreldrahúsum. Hér nutu þau hollra og gifturíkra uppeldis- áhrifa fyrir ástúð, nærgætni, reglusemi og fagra heimilisháttu. Það kom snemma í hlut Ásgeirs Guðmundssonar að vera forvfgis- maður sveitar sinnar og heimilis út á við. Um hartnær 20 ára skeið var hann hreppstjóri, oddviti og sýslunefndarmaður Snæfjalla- hrepps, auk ýmsra annarra opin- berra starfa sem honum voru falin. öll þau störf rækti hann af frábærri alúð og samviskusemi. Það var einnig metnaðarmál hans, að heimilið I Æðey væri ekki aðeins opinn faðmur og hlýr arinn fyrir gesti og ferðamenn heldur einnig styrk stoð og hjálparhella þeim er liðsinna þurfti, enda þekktu grannarnir það, að hingað var gott að leita þegar heyskort eða annan vanda bar að höndum. Umhyggja og nákvæmni við allar skepnur, fugla jafnt sem fénað virtist ættararfur og heimilishefð í Æðey. Fóðrun og umsýsla búfjár hjá Æðeyjar- bræðrum var til fyrirmyndar og á orði höfð. Ásgeir hafði frá æsku- aldri tamið sér að fylgjast með líðan og þörfum búpeningsins, greina sjúkdóma hans og veita þá umönnun og lækningu sem tök voru á. Hafði hann einnig aflað sér raungóðrar þekkingar I þeim fræðum. Var því snemma farið að leita aðstoðar hans við hvers- konar Jíúfjárkvillum, enda fór hann ófáar læltningaferðir um ísafjarðardjúp og nálæga hreppa. Um fjölda ára var hann því raun- verulega dýralæknir i N- tsafjarðarsýslu enda hafði hann hlotið af opinberri hálfu fulla viðurkenningu fyrir þvi starfi. Lánuðust þessi störf hans með afbrigðum vel, enda hlaut hann almennt lof og þakklæti fyrir að- stoð sína og kunáttu á þessu sviði. Ásgeir var prýðilega greindur maður, minnugur á gamlan fróð- leik og arfsagnir, hafði hann einn- ig tamið sér skýran og hressilegan frásagnastíl. Þá einkenndi það Ásgeir hvað helst, hve ljóðelskur hann var og smekkvis og næmur á fagran skáldskap. Hann þekkti og mat öll höfuðskáld okkar fr síð- ustu öldum, en mestar mætur hafði hann á Einari Benedikts- syni, Hallgrími, Grími Thomsen og Bólu-Hjálmari, svo ekki verður sagt að hann leitaði fanga á grunnmiðum. Mest dáði hann speki og dýpt Einars enda kunni hann flest hans stærstu kvæði og skemmti mörgum bæði á samkom- um og i heimahúsuip með flutn- ingi þeirra. Asgeir Guðmundsson var i hví- vetna traustur maður, skapfastur, tryggur og einlægur. Vinir hans áttu þvi ávallt hauk i horni, þar sem hann var. Hjálpsemi Æð- eyjarhéimilisins þekktu þéTr best, sem þreyttu erfitt skeið. Asgeir var eign þeirra manna sem mun hafa gengið með skyggðan skjöld frí hverju því máli sem hann hafði með höndum. Hann gekk ókvíðinn og öruggur fram að „efsta kveldi“ því hann var sannfærður um „bjartara land fyrir stafni", enda var hann fullviss þess að horfnir vinir hans væru honum nálægir bæði í vöku og svefni og leiddu hann og styddu þegar vanda bar að hönd- um. Ég kveð þennan góðvin minn með kærri þökk fyrir hugljúfa og ógleymanlega kynningu og tryggð. Heiðrik birta hvílir yfir minningu hans i hugum okkar sem áttum samleið með honum og fengum að kynnast til hlítar góð- vilja hans, drengskap og hjálpar- lund. Hönd hins eilífa kærleika Ieiði anda hans mót ljósi og lifi á leiðum hins eilífa bjarta dags. Þorsteinn Jóhannesson. — Minning Sigurður Framhald af bls. 32. bæði vel og svo fallega. Hann var alltaf svo góður maður, svo vinar- legur og fallegur. Eg vona að hann hafi það gott núna og guð blessi hann. Ég get aldrei gleymt afa mínum sem var mér svo kær. Langamma mín hún Hendrikka Bentina Waage og langafi minn hann S.igurður Eggertsson Waage ólu afa minn svo vel upp.TEg vona að honum líði vel hjá Guði. Guð blessi hann alltaf. Hendrikk^a Guðrún Waage. Sigurður Waage var einn af fjölmöj£.ym einstaklingum, sem látið hafa að sér kveða sem dug-. miklir athafnamenn I atvinnu- rekstri, en verið um leið menn- ingarfrömuðii*. Hann helgaði tón- listinni drjúgan hluta af lífi sínu, fyrst og fremst sem frábær söng- maður. Hann var í-dómkórnum undir leiðsögn dr. Páls ísólfsson- ar um langt árabil. Og I Karlakór KFUM, siðar Fóstbræðrum, um áratugi. En hann var ekki einasta söngmaður I fremstu röð, hann var okkur söngbræðrum sinum hreinn aflvaki á marga lund, úr- ræðagóður og fórnfús. Og hann var allra manna beztur og skemmtilegastur félagi. Við frá- fall hans ríkir söknuður I röðum yngri sem eldri Fóstbræðra. Sigurður hefur sjálfur lýst því, að ýmis félög og samtök vildu gjarnan fá hann i sinar raðir. En hann hélt trúnaði víð söngfélaga sína, og á þeim árum, sem ég kynntist Fóstbræðrum fyrir nál. aldarfjórðungi, er næst sanni, að segjá hafi mátt um hann eins og raunar fleiri af forgöngumönnum Fóstbræðra, að Sigurður og kór- inn voru eitt. Æfingar voru I húsi, sem fyrirtæki hans átti, og sjálfur söng hann manna bezt og var full- ur glaðværðar og gáska. Hann skoraðist ekki undan trúnaðar- -•jstörfum fyrir kórinn, enda gegndi Sigurðuí°þeim lengur og betur en flestir aðrir. En hann var ekki umdeildur í umsvifum sinum fyr- ir kórinn. Allir mátu hann og virtu. Sigurður hafði yfirbragð sjentilmannsins, hann var snyrti- menni, hvatlegur i hreyfi’ngum, fríður sýnum og prúðmenni. Og þegar aldur færðist yfir hann bar hann árin mjög vel, svo að þár hefðu ókunnugir vart ætlað mann á áttræðisaldri. Þó-átti hann við heilsubrest-að striða. En það var fjarri skapgerð hans að bugast við mótlæti. Pg við útför hans, sem gerð verður í dag frá dómkirkjunni, þar sem hann stóð um árabil á söngpalli, kveðjum við söngbræð- ur hans hann á því máli, sem hann kunni manna bezt og skildi manna bezt. Þeim fjölgar nú ört Fóstbræðr- um, sem lagt hafa úr höfn hérna megin hinna miklu landamæra. Við sem eftir stöndum og þreyt- um enn róðurinn, horfum á eftir þeim með trega. En jafnvel hinir ágætustu ræðarar stefna fari sinu i vör að lokum. Og þá þekkti ég Sigurð Vaage ekki rétt, standi hann ekki þar og taki á móti lún- um og hröktum. Og mundi ekki gefast gott tækifæri i þeirri alls- herjarvör að taka Sangerhilsen eða Fóstbræðralag, með glampa í augum og bros á vör. Sigurður E. Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.