Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÖVEMBER 1976 11 Daði handlangar eina til Úla Sigurvins f Hafnarbrekkunni. var eins og hún hefði aldrei gert annað þegar hún spratt úr spori upp hamrana, horfin yfir brún á örskoti, frjáls á ný. Hún var skilin eftir i Elliðaey, verður látin ganga úti með fé sem verður sett í eyna fyrir veturinn. Réttargrindur voru snarlega teknar niður, gerðar klárar fyrir veturinn, bandi slegið af steðja- hæl og stefnan tekin á Bjarnarey. Þar var farið eins að, bjarg- og smalamenn þustu upp eyna, hóað, smalað og hlaupið með brúnum og hábörðum, féð rann eyna, bylgjaðist eins og kafloðið grasið í vindinum, smaug eftir landslag- inu og innan stundar var réttin i Hafnarbrekkunni í sjónmáli og niður 150 metra háa snarbratta brekku fór féð eins létt og táning- ar á dansgólfi. Síðustu 50 metrana þarf að handlanga féð niður bjargið. Menn raða sér þá á snasir og einn vaður liggur um leiðina þannið að hald sé fyrir mennina þegar féð kemur niður. Þetta er erfitt verk, því bæði er að féð er óhemju vænt, lætur illa og aðstað- an i hálu bjarginu ekki upp á það bezta eins og á heiðalöndum fasta- landsins. Allt mjakast þetta þó og það voru ekki margar kindurnar eftir þegar ein slapp út I bjargið úr réttinni og hún var ekkert að gefa færi á sér, upp á hlíðina á ný og hlaupandi menn urðu að gefast upp þegar hún var komin út á bjargsyllu hinum megin á eynni. Annarri kind var sleppt til þess að hún gæti haft félagsskap í vet- ur. Það var var farið að halla kvöldi þegar vélar bátanna juku aftur ferð fullskipað sauðfé f lestar og stíur og í fjarska læddist nóttin að. Kindajarmur í öllum tónteg- undum, mannaspjall, bátar að landi, fýll yfir kjalbylgjum. Fjár- sókn lokið í úteyjar það árið. — á.j. Fullfermi f Skuldinni. Björn Erlendsson véltæknifræðingur: Þjóðnýting háhitans Nú hefur verið endurflutt á al- þingi frumvarp um að öll háhita- svæði skuli þjóðnýtast án þess að bætur komi fyrir. Undanskilin eru þó þau háhitasvæði þar sem eigendur hafa þegar hafið vinnslu hitans. Þetta mun vera í sjötta skiptið sem þetta frumvarp er flutt, þar sem það hefur ekki náð samþykki meirihluta. Ef til vill er andstaða meðal almennings við frumvarp- ið, þegar fulltrúar hans á alþingi hafa fimm sinnum fellt það. Flytjendur frumvarpsins mættu taka meira tillat til þess hluta stjórnarskrárinnar, sem við- kemur eignarrétti manna. En þar segir á þessa leið: Eignarréttur- inn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæla og komi fullt verð fyrir. Hvað við- kemur þjóðnýtingu háhitasvæða þá mun sú gerð tæplega standast gagnvart þessari grein, því líkleg- ast er hér ekki um neina þjóðar- nauðsyn að ræða. Opinberir aðilar eiga stór háhitasvæði, sem þeim væri skylt að nýta áður en teljast gæti að þjóðnýting hitans á land- svæðum einstaklinga yrði þjóðar- nauðsyn. Fyrir utan það að eðli- legt mætti teljast að háhitasvæði f eign einstaklinga þjóðnýtist smátt og smátt, með fullum bótum, eftir því sem almenningsþörf segir til um. Það má segja að ofarlega sé í hugum manna svokallað Svarts- engismál þar sem að sumra áliti hefði átt að taka háhitasvæði eignarnámi, án þess að bætur kæmu fyrir. Lyktir í því máli munu hafa’orðið þær að eigendur jarðhitans og bæjar- og hreppa- félög sömdu um ákveðna greiðslu fyrir afnot jarðhitans. Margir landeigendur hafa lagt svo að segja allt sitt fé í kaup á sinum landareignum vitandi vits háhita og meðal annars með ýms- an rekstur í huga sem krefst hita. Svo sem til upphitunar ýmiss kon- ar húsnæðis, gróðurhús, fiskrækt, ylræktarver, einkaraforkufram- leiðslu (með leyfi yfirvalda) o.fl., o.fl. Á komandi árum mun það verða á margra færi að nýta sér hita í jörðum sínum niður á mikið dýpi hvort sem um er að ræða háan eða lágan hita. Tækmnni hefur undanfarið fleygt gífurlega fram í þessum efnum. Ekki mun líða á löngu þar til einstaklingar hérlendis geta eignast sinn eigin Framhald á bls. 24 Færeyjar Markaður fyrir þig? Þegar íslendingar leita sér aö markaði erlendis fyrir framleiösluvörur sínar, yfirsést þeim gjarnan einn markaður, þrátt fyrir nálægö hans og skyldleika- þaö eru Færeyjar. Þaö er ef til vill smæð færeyska markaöarins, sem veldur því aö hann gleymist svo oft, og satt er þaö stærri markaðir finnast - en stæröin segir ekki allt, söluárangur ræöst ekki alltaf af stærö mark- aðarins. Markaöur af viöráöanlegri stærö, er þaö sem flest íslensk framleiöslu- fyrirtæki hefur vantaö- og þaö aö færeyski markaöurinn skuli ekki vera stærri er einn af kostum hans - þaö gerir seljendum auöveldar meö aö nálgast hann, meö litlum tilkostnaði. í Færeyjum býr 43 þúsund manna dugmikil þjóö, lífskjör eru þar góö, laun há og kaupgeta mikil. Sögulegur bakgrunnur færeyinga og íslendinga er hinn sami, og margt er skylt með þjóöunum, tengsl á mörgum sviðum mjög náin og tungu- málaerfiðleikar ekki teljandi í samskiptum þjóðanna. Þessir þættir skipta miklu máli þegar á reynir-og oft hefur sannast frændsemi færeyinga og jákvæö afstaða í okkar garö og þess sem íslenskt er. Aö stunda sölustarfsemi viö slíkar aöstæöur sem okkar bjóöast í Færeyjum, er í rauninni einstakt tækifæri - og þegar allt kemur til alls, þá eru Færeyjar ekki svo lítill markaöur, íbúafjöldi Færeyja er sá sami og íbúafjöldi Akureyrar - Kópavogs - Hafnarfjaröar og Keflavíkur til samans. Og hvaöa íslenskur framleiöandi eöa seljandi myndi vilja vera án viðskipta viö íbúa þessara staöa. Nokkur islensk fyrirtæki hafa náö góöum söluárangri í Færeyjum, og sýnt þannig aö þeir markaösmöguleikar sem kunna aö bjóöast í Færeyjum eru sannarlega þess viröi aö þeir séu athugaöir. Hvernig væri aö kanna máliö? í vetur munum viö fljúga tvisvar í viku um Egilsstaði til Færeyja, á fimmtudögum og sunnudögum. Viö höfum náð hagstæöum samningum viö Hótel Hafnía um gistingu, og getum þannig boöiö lægra verö, þeim sem kaupa saman flugfar og gistingu í 3 riætur. Fjölgun Færeyjaferöa okkar í vetur gera íslendingum kleift aö auka samskiptin viö færeyinga á öllum sviöum. Til þess er leikurinn geröur. AKOREYRI eeiLSSTAÐtR REYKJAVIK* 'KLSt °G20 MlX/ pLIjq " • ÞÖRSHÖFN • VESTMANNAEYJAR SSU6 loftœidir VCX3A.R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.