Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1976 harðjaxlinn MORÐ MÍN KÆRA ★ ★ ★ („Farewell my Lovely") Bandarisk, Avco Embassy, 1975, Leikstj.: Dick Richards. Aðalhlutverk: Robert Mitchum, Charlotte Rampling, John Ireland, Silvya Miles. Handrit: David Zelag Goodman, byggt á bók Raymond Candlers. Kvikmyndataka, (FUJICOLOR), John Alonzo. Sviðsmunir og setningar: Angelo Graham, Bob Nelson. Tónlist: David Shire. 97 min. FAREWELL MY LOVELY er vandvirknisleg og nákvæm myndgerð, bæði hvað varðar efnismeðferð og umgerð þessarar sögu Chandlers um einkaspæjarann Philip Mar- lowe Allar götur frá þvi að THE BIG SLEEP, með Bogart, var gerð árið 1946, er hæpið að höfundi eða söguhetju hafi verið gerð jafn góð skil. Dick Richards (THE CULPEPPER CATTLE CO.) og hjálparmönnum hans tekst undantekníngarlaust að skapa rétt umhverfi og and- rúmsloft En kannski er það fyrst og fremst frábær túlkun „síðasta harðjaxlsins', eins og stendur á auglýsinga- SÆBJÖRN VALDIMARSSON plakati myndarinnar — Ro- berts Mitchums — sem skiptir sköpum og gerir „M.m.k." að einni bestu sakamálamynd sem sýnd hefurverið um langa hríð M m.k." er drungaleg, stíl- hrein þakkargjörð til gömlu spæjaramyndanna, sem nutu hvað mestra vinsælda á fjórða og fimmta áratugnum, og Raymonds Chandlers, en persóna Philip Marlowe hef- ur orðið kveikja fjölmargra mynda og a.m.k að einum sjónvarpsþætti. „M.m.k." hefur verið kvikmynduð tvisvar áður, sem THE FALCON TAKES OVER, árið 1942, og seinna, eða árið 1945, af Edward Dnytryk, MURDER MY SWEET, og þaðan mun hið íslenska nafn myndarinnar vera komið. Myndin segir frá leit hins klúra, en mannlega Marlowe að týndri vinkonu afbrota- manns, sem er nýbúinn að afplána sex ára fangelsis- dóm. Sögusviðið er Los Angeles fjórða áratugarins. Eftir fjölda falskra ábendinga og blóðsúthellingar, þá leysir Marlowe gátuna um kven- mannshvarfið um borð í skemmtisnekkju, með til- heyrandi vopnaviðskiptum og kaldranalegu uppgjöri persónanna. Richards hefur tekið þann kostinn að fylgja sem ná- kvæmast söguþræðinum á milli beinna samtala í mynd- inni talar Mítchum yfir at- burðarásinni, Og þar sem Goodman hefur þurft að skálda ínn í, nær hann vel hinum harðsoðna og verald- arvana stíl Chandlers. Mitchum, sem virðist fæddur i þetta hlutverk, fer á kostum með hinum gamal- kunna leikstíl sinum, þessi náungi virðist ekkert þurfa að hafa fyrir því að leika Þó virða hann allir meðleikarar Harðjaxlinn Mitchum í „Morð mín kæra". hans í gegnum árin fyrir leik- hæfileika hans. Sömu sögu er að segja um leikstjórana, þeir meta Mitchum fyrir dugnað og virðingu fyrir verkefnum sínum. „M.m.k" verður örugglega minnst sem einnar bestu myndar þessa ágæta leikara sem nú verður settur á bekk með sjálfum Bogart sem „Mar- lowe-ímynd" Meðleikarar gera allflestír mikið úr minni hlutverkum. Charlotte Rampling sýnir munaðarlegan og slóttugan leik í hlutverki hinnar ban- vænu kvenpersónu, minnir óneitanlega ærið mikið á Laureen Bacall þessara mynda. Kraftmiklar fram- komur Sylviu Miles I hlut- verki hinnar föllnu leikkonu auka á raunveruleika og dýpt myndarinnar, og atriði henn- ar og Mitchums eru tvímæla- laust hápunktur myndarinn- ar. John Ireland er sannfær- andi i hlutverki lögreglustjór- ans, eins er Kate Murtagh eftirtektarverð sem mellu- mammam á hóruhúsinu, ýmsra hluta vegna. Engu minni stjörnur er sá hópur sem stóð að gerð myndarinnar, og tókst að skapa þennan litríka, þung- búna stíl og endurheimta horfið andrúmsloft hinna skuggalegri hliða L.A. stríðs- áranna. Þetta eru kvik- myndatökumaðurinn John Alonzo (CHINATOWN), sviðsmuna-og búningahönn- uðirnir og sviðsetjarar. Hlutur allra þessara manna er stór og áberandi vel af hendi leystur. En maðurinn sem stendur á bak við allt er leik- stjórinn Dick Richards, sem strax með fyrstu mynd sinni, THE CULPEPPER CATTLE COMPANY (Nýja bió 1974), sýndi að hér er á ferðinni eftirtektarverður kvikmynda- gerðarmaður. Þessa dagana vinnur Richards að myndinni MARCH OR DIE, með þeim Gene Hackman oq Terrence Hill. En það er sem sagt hver síðastur að sjá sakamála- mynd af gamla skólanum, þvi þær verða tæpast gerðar án gamals harðjaxls á borð við Mitchum, og hann eldist eins og aðrir. ó tjoklinu Austurbæjarbíó: Badlands ★★ Gamla Bíó: Arnarborgin ★★ Stjörnubió: Serpico ★★★ Hafnarbió: Morð min kæra ★★★ Nýja Bió: Young Frankenstein ★ ★★ SV Sjónvarpsmynd kvöldsins Atridi úr föstudagmynd sjónvarpsins, LIFEBOAT, eftir meistara Hitchcock. (bls. (bls. 185) SÉRSTÖK ástæða er til þess að þakka hlutaðeig- andi aðilum hjá sjónvarp- inu fyrir síbatnandi kvik- myndavak Hjá því verð- ur tæpast komið, að hor- tittir fljóti með, en þeim fer óðum fækkandi, þær betri hafa verið i yfir- gnæfandi meirihluta síð- ustu mánuðina. Fólk hefur jafnvel fengið kær- komið tækifæri til að sjá sígild listaverk eins og „Þrúgur reiðinnar" eftir meistara Ford. í kvöld verður sýnd ein at eftirtektarverðari myndum sjálfs Alfreds Hatchcocks, LIFEBOAT. Hún er alhyglisverðust fyrir þær sakir hversu meistaranum tekst vel að kana spermu og eftir- nungu en myndin gerisl öií um borö í björgunarbát. Þar er samankominn ærið sundurleitur hópur manna sem bjargast af farþegaskipi sem sökkt hefur verið af þýskum kafbát. Bráðlega bætist í hópinn yfirmaður af kaf- bátnum, sem sökk af af- leiðingum árásarinnar. Lengra er ekki fært að rekja söguþráðinn vegna þeirra sem ekki hafa séð myndina. LIFEBOAT olli miklu umtali og jafnvel hneyksli, þegar hún var fumsýnd vestan hafs á sínum tíma. Gagnrýnend- ur misskildu hana gjarn- an, héldu því fram að Hit- chcock hefði sýnt Þjóð- verjann sem mann æðri hinum (en hann, sökum menntunar sinnar, tekur við stjórn bátsins). Þeir voru sem sagt ekki á því að nasistafúlmenni gæti verið góður sjómaður — enda myndin sýnd á stríðsárunum. Annað óvenjulegt við myndina er að engin tón- list er notuð, aðeins náttúruleg hljóð. Þá er lausnin á því, hvernig Hátchcock tekst að birt- ast á sinn hefðbundna hátt, alveg stórsnjöll, takið vel eftir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.