Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1976
LOFTLEIDIR
n 2 1190 2 11 88
<S
BÍLALEIGAN
51EYSIR
LAUGAVEGI 66
CARRENTAL
m 24460
• 28810
íslenzka bifreidaleigan
Sími 27220
Brautarholti 24
W.V. Microbus —
Cortinur — Land Rover
FERÐABÍLAR hf.
Bilaleiga, sími 81260.
Fólksbilar, stationbílar, sendibil-
ar, hópferðabilar og jeppar.
Gott útsýni með Bosch
þurrkublöðum.
BOSCH
viögerða- og
varahiuta þjónusta
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
Hugheilar, hjartans kveðjur og
þakkir til sveitunga okkar, sem
héldu okkur samsæti og færðu
okkur veglegar gjafir, einnig
þökkum við börnum, tengda-
börnum og öllum vinum og
kunningjum fyrir gjafir og skeyti.
Guð blessi ykkur öll.
Guðbjörg og Erlendur,
Skíóbakka.
útvarp ReykjavíK
FÖSTUDKGUR
5. nóvember
MORGUNNINN___________________
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00.
Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Kristín Sveinbjörns-
dóttir les söguna „Aróru og
pabba" eftir Anne-Cath.
Vestly f þýðingu Stefáns
Sigurðssonar Tilkynningar
kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45.
Létt lög milli atriða.
Spjallað við bændur kl.
10.05.
Óskalög sjúklinga kl. 10.25:
Kristfn Sveinbjörnsdóttir
kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar.
Við vinnuna: Tónleikar.
SIÐDEGIÐ___________________
14.30 Miðdegissagan: „Eftir
örstuttan leik“ eftir Elfas
Mar
Höfundur les (6).
15.00 Miðdegistónleikar.
Fflharmonfusveitin f Stokk-
hólmi leikur Sinfónfu nr. 7
eftir Allan Petterson; Antal
Dorati stjórnar.
15.45 Lesín dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 (Jtvarpssaga barnanna:
„Óli frá Skuld" eftir Stefán
Jónsson
Gfsli Halldórsson leikari les
(6).
17.50 Tónleikar. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. D:gskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
KVÓLDIÐ
19.35 Þingsjá
Umsjón: Kári Jónasson.
20.00 Tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar Islands f
Háskólabfói kvöldið áður; —
fyrri hluti.
Hljómsveitarstjóri: Karsten
Andersen.
Einleikarar: Einar Grétar
Sveinbjörnsson og Ingvar
Jónasson.
a. „Eldur", danssýningartón-
list eftir Jórunni Viðar
b. Konsertsinfónfa f Es-dúr
fyrir fiðlu, lágfiðlu og hljóm-
sveit (K364) eftir Wolfgang
Amadeus Mozart. — Jón
Múli Arnason kynnir tón-
leikana.
20.50 Leiklistarþáttur f umsjá
Hauks Gunnarssonar og
Sigurðar Pálssonar.
21.20 Prelúdfa, stef og
tilbrigði f C-dúr fyrir horn og
pfanó eftir Rossini.
Domenico Ceccarossi og
Ermelinda Magnetti leika.
21.30 Utvarpssagan: „Nýjar
raddir, nýir staðir" eftir
Truman Capote Atli Magnús-
son byrjar lestur þýðingar
sinnar.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Ljóðaþáttur
Óskar Halldórsson sér um
þáttinn.
22.40 Afangar
Tónlistarþáttur sem
Asmundur Jónsson og Guðni
Rúnar Agnarsson stjórna.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
nm
FÖSTUDAGUR
5. nóvember 1976
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Kastljós
Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaður Eiður
Guðnason.
21.40 Etta, Wonder og Porter
Bandarfska söngkonan Etta
Camberon syngur lög eftir
Steve Wonder og Cole Port-
er.
Þýðandi Jón Skaptason.
(Nordvision-Danska sjón-
varpið)
22.05 Björgunarbáturinn
(Lifeboat)
Bandarfsk bfómynd frá ár-
inu 1944, byggð á sögu eftir
John Steinbeck. Leikstjóri
Alfred Hitchcock.
Aðalhlutverk Tallulah
Bankhead, William Bendix,
Walter Slezak og Mary And-
erson.
Sagan gerist á Atlantshafi f
sfðari heimsstyrjöldinni.
Þýskur kafbátur sökkvir
bandarfsku skipi og fáeinir
farþegar og skipverjar kom-
ast f björgunarbát. Skip-
brotsmenn bjarga þýskum
sjómanni, og f ljós kemur að
hann er skipstjóri kafbáts-
ins.
23.40 Dagskrárlok.
Tónleikar
Sinfóníu-
hljómsveitar
Islands
í KVÖLD verður útvarp frá
tónleikum Sinfóníuhljómsveit-
arinnar sem voru f Háskólabiói
í gærkvöldi. Verður fluttur
fyrri hluti tónleikanna og eru
það tvö verk. Hið fyrra er „Eid-
ur“, danssýningartónlist eftir
Jórunni Viðar. Síðara verkið er
Konsertsinfónía í Es-dúr fyrir
fiðlu, lágfiðlu og hljómsveit eft-
ir Mozart. Einleikarar eru Ein-
ar Grétar Sveinbjörnsson fiðlu-
leikari og Ingvar Jónasson lág-
fiðluleikari, sem báðir eru
starfandi í Svíþjóð. Stjórnandi
hljómsveitarinnar er Karsten
Andersen
Ný
útvarpssaga
í kvöldkl. 21.30 hefst lest-
ur nýrrar útvarpssögu.
Heitir hún „Nýjar radd-
ir, nýir siðir“ og er eftir
Truman Capote. Þýðing-
una gerði Atli Magnús-
son og er hann einnig
lesandi sögunnar.
Þá má einnig minnast á
ljóðaþátt, sem verður á
dagskrá að loknum veð-
urfregnum kl. 22.15 og er
í umsjá Óskars Haíidórs-
sonar.
Skipverjar og farþegar f björgunarbátnum. Af mynomm að dæma eru ekki allir mjög alla tilhafðir
þrátt fyrir volkið.
Björgunar-
báturinn
Bandarísk bíómynd,
Björgunarbáturinn, Life-
boat, verður sýnd kl.
22.05 í kvöld. Er myndin
frá árinu 1944 og byggó á
sögu eftir John Stein-
beck. Leikstjóri er Al-
fred Hitchcock og með
aðalhlutverk fara
Tallulah Bankhead,
William Bendix, Walter
Slezak og Mary Ander-
son.
Sagan gerist í síðari
heimsstyrjöldinni. Þýzk-
ur kafbátur sökkvir
bandarísku skipi, sem er
á siglingu um Atlantshaf
og skipverjar og fáeinir
farþegar komast um borð
í björgunarbát. Skip-
brotsmenn bjarga þýzk-
um sjómanni og kemur í
ljós að hann er skipstjóri
kafbátsins. Þýðandi er
Dóra Hafsteinsdóttir.
Þrjú mál í
Kastljósi
Sigrún Stefánsdóttir
sér að þessu sinni um
Kastljós og þurfti hún að
grípa inn í vegna forfalla.
Sigrún sagði að þrjú mál
yrðu til meðferðar, í
fyrsta lagi skýrsla
Hjartaverndar þar sem
greint er frá niðurstöð-
um hóprannsókna og
koma þar fram ýmsar
uggvænlegar niðurstöð-
ur um heilsufar, sagði
Sigrún. Ræðir hún við
læknanan Sigurð
Samúelsson og Nikulás
Sigfússon og við Krist-
rúnu Jóhannsdóttur í
framhaldi af þvi.
í öðru lagi verður fjall-
að um álit, sem þrjú ung-
mennasamtök stjórn-
málaflokka hafa gert um
breytt kosningafyrir-
komulag og mun Jó-
hanna Kristjónsdóttir sjá
um þann þátt. Að lokum
mun svo Árni Johnsen
taka fyrir mótmælaað-
gerðir barnakennara og
ræða við einhvern for-
ystumann þeirra.
Sigrún Stefánsdóttir