Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. NÖVEMBER 1976 23 iveituæð verður rrir Vesturbæinn Af hverfafundi í Nes og Melahverfi, Vestur- og Miðbæjarhverfi. Fundarritari Erna Ragnarsdóttir, fundarstjóri Hörður Sigurgeirsson og Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri. Jón Ásgeirsson og Sæmundur Friðriksson leggja spurningar fyrir borgar stjóra. hverfi Þá væri fyrirhugað að byggja dagheimili i Vesturbænum, en ekki kvaðst borgarstjóri þora að fullyrða hvenær sú framkvæmd færi af stað. Væri reiknað með að nýta lóð Vestur- borgar til þeirra framkvæmda, en það heimili brann. Nýlega hefði verið tekið i notkun skóladagheimili i Vesturbæ og keypt hús þar, og samningar stæðu yfir um kaup á húsnæði í Krummahól- um 6 í Breiðholti III fyrir skóladag- heimili Kvaðst hann ekki þora að full- yrða hversu hratt þær byggingar mundu ganga, en það réðist nokkuð af fjárhagsáætlun ársins 1 977, sem unn- ið er að Þessar byggingar eru dýrar. Dagheimili fyrir 6 7 börn kostar 90 milljónir, hvert rými 1,4 milljón, og hver leikskóli fyrir 1 14 börn í hálfs- dagsvist 50 milljónir. Kvaðst borgar- stjóri þeirrar skoðunar að borgin þyrfti að halda áfram byggingu þessara stofnana, sem mikil og vaxandi þörf væri fyrir i borginni. Viggó Helgason rukkaði borgar- stjóra um svar við bréfi um lóðaúthlut- un, sem hann hefði sent inn. Borgar- stjóri kvaðst ávallt reyna að svara bréf- um. Lóðaumsóknir væru hins vegar nokkuð sérstaks eðlis. Þeim væri skilað á sérstökum eyðublöðum til skrifstofu borgarstjóra eða skrifstofu borgarverk- fræðings Hefði fyrirspyrjandi sótt um lóð á svæði, sem ekki var fyrirhugað að reisa ibúðarbyggingu á Hins vegar hefðu síðan komið upp hugmyndir i skipulagi borgarinnar um að breyta notum á þessu landi í ibúðarhúsa- byggð Hefði sú tillaga verið lengi til meðferðar og fyrst verið samþykkt í borgarráði fyri nokkrum dögum að taka svæðið ekki fyrir íbúðabyggð Þvi hefði ekki verið efni til að svara bréfinu fyrr, en að sjálfsögðu mundi berast formlegt svar Sleðabrekkur á leikvöllum Inga Kvaran vitnaði í litprentaðan bækling frá Umferðarskóla, ungra veg- farenda, sem Reykjavikurborg styrkir í 7 kafla hans, þar sem m a segir: nú erum við komin á leikvöllinn Þar rennum við okkur á skiðum og sleðum Snati rennir sér á þotu Spurði hún hvort ekki væri skynsamlegra að eyða þesum peningum, sem fara í að prenta bæklmga að sænskri fyrirmynd í það að útbúa slikar brekkur Hvar i Vestur- bænum eða borginni væri leikvöllur útbúinn slíkum brekkum, sem litlum börnum væri ætlað að leika sér i. Borgarstjóri kvað slæmt að sérstak- lega skyldi talað um Snata í þessu ágæta plaggi, því hundahald væri bannað í Reykjavík, eins og fundar- mönnum væri kunnugt Þá benti hann á, að Umferðarskólinn væri rikistofnun og ekki á ábyrgð Reykjavikur Hins vegar hefði einmitt verið reynt, einkum á nýjum svæðum. að útbúa sleða- brekkur skv áætlun um umhverfi og útivist. Nefndi hann t.d. Hólahverfi. Þar hefði nýlega verið gengið frá leik- svæðum þar sem sérstaklega hefði verið fyllt upp til að hægt yrði að renna sér á sleðum. Einnig í Fossvogshverfi í eldri hverfum væri ekki svo, en nú væri þetta haft í huqa í nýjum hverfum Guðmundur Kristjánsson bar fram tvær spurningar. Hvernær endanum á Fossvogsræsinu, sem nú er úti af stöðvarhúsi Olíufélagsins Skeljungs í Skerjafirði, yrði veitt til sjávar Og hvers vegna orðið hefðu tafir á að gangstétt væri lögð við Einarsnes Borgarstjóri skýrði frá þvi, að víð- tækar athuganir væru i gangi i Foss- voginum á straumum og öðru því, sem máli kann að skipta fyrir ákvörðun um það hvar Fossvogsræsið endanlega á að koma út Miklir straumar væru i Fossvoginum og því yrði að vanda mjög til þess verks, til að forðast það að skolpið bærist inn á strendurnar í vogunum aftur Vonazt væri til að endanlegar niðurstöður af þessum rannsóknum lægju fyrir i vetur Hefðu þær verið unnar í samvinnu við nágrannasveitarfélögin En i Kópavogi liggur mikið af holræsum út í Fossvog- inn Kvað borgarstjóri ennfremur mjög mikilvægt að gera liffræðilegar athug- anir á þeim stöðum, þar sem slikar útrásir enda til að koma í veg fyrir að þær breyti um of lifrikinu i sjónum i kring Þvi væri um þetta höfð sam- vinna við sveitarfélögin í kring Því kvaðst borgarstjóri ekki geta sagt nákvæmlega hvenær þessar fram- kvæmdir yrðu. Grundvöllur að því hvar lögnin kæmi yrði lagður þegar niður- stöður rannsóknanna lægju fyrir. Um gangstétt við Einarsnes kvaðst borgar- stjóri skyldu athuga nú þegar verið er að vinna fjárhagsáætlun fyrir 1 977. Hrönn Pétursdóttir spurði hvort ekki væri tímabært að gera gömlu göturnar i Vesturbænum að»einstefnu- akstursgötum Þar væri m'jög þröngt viða, þegar búið væri að leggja bílum beggja vegna Borgarstjóri sagði þetta athugandi. Slíkar athugasemdir hefði hann heyrt áður vegna þrengsla á götum i eldri hverfum. Umferðarnefnd væri stöðugt með auga á því hvort möguleiki væri á að fjölga einstefnuakstursgötum. Þær ákvarðanir yrði að gera með tilliti til heildarumferðarkerfisins í borginni, þannig að það yrði ekki til að gera umferðina mun ógreiðfærari en hún er nú Á hverju ári væri fjölgað einstefnu- akstursgötum Háskólavöllur fyrir Melavöllinn Bjarni Felixson spurði hvort enn væri ætlun borgarstjórnar að leggja niður Melavöllinn nú eða á næstunni. Kvað hann völlin sögulega stofnun í borgarlifinu og spurði hvort leggja ætti hann undir steinkumbalda og blikk- beljur háskólamanna. Birgir ísl Gunnarsson sagði, að í skipulagi væri gert ráð fyrir að leggja Melavöllinn niður Þjóðarbókhlaða ætti að risa á svæðinu milli Birkimels og núverandi vallar, og skv teikningu mundi hluti byggingarinnar teygja sig inn fyrir girðinguna Hins vegar gæti knattspyrnuvöllurinn að minnsta kosti verið í notkun meðan sú bygging stendur yfir En hann þyrfti að hverfa, þegar að lóðafrágangi kemur Gert væri ráð fyrir að gera annan völl í staðinn fyrir Melavöllinn og þá væntanlega á Háskólasvæðinu, t d þar sem núverandi háskólavöllur er, og að búningsklefar og aðstaða komi þá við völlinn. Þetta mál sé nú sérstaklega til umræðu við háskólayfirvöld i tengslum við endanlegt skipulag á háskóla- lóðinni, sem er í vinnslu Jón Ásgeirsson spurði um hug- myndir um vélfryst skautasvell sem borgarstjóri hafði sagt að hefði reynzt of dýrt og þvi dregizt Hve dýrt það hefði verið,, skv áætlun Benti Jón á að skautasvell gæti orðið sótt af börn- um. og unglingum og haft áhrif á svokallað áfengisvandamál þeirra Borgarstjóri sagði, að fyrir u.þ.b. tveimur og hálfu ári hefði farið fram útboð á vélfrystu skautasvelli, undir- stöðum undir væntanlega byggingu, sem byggja mætti yfir svellið síðar. ásamt vélbúnaði Var tilboðið, sem kom þá töluvert á fjórða tug milljóna, þannig að kostnaður við verkið hefði ekki orðið undir 50 millj. kr. En svipuð upphæð var ætluð úr borgarsjóði til íþróttamannvirkjagerðar árið 1976 Vegna þess hve verkefnin á öðrum sviðum íþróttamála voru brýn. t.d. að reyna að koma upp hverfisaðstöðu i hinum ýmsu hverfum borgarinnar, Ijúka framkvæmdum i Laugardal. Ijúka baðaðstöðunni við Sundlaug Vestur- bæjar o fl , þá hefði rykið ekki verið þurrkað af þessari gömlu áætlun og útboðslýsingu Borgarstjóri kvaðst samt gera sér grein fyrir því að auð- vitað hlyti að koma að þvi fyrr eða siðar að slikt vélfryst skautasvell kæmi Samkvæmt þeirri reynslu, sem borgin hefði af rekstri annarra iþróttamann- virkja, kvaðst borgarstjóri vantrúaður á að tekjur væru verulegar, og hvorki upp i stofnkostnað né reksturskostnað T d fengist ekkert upp i stofnkostnað á sundstöðum, sem þó eru geysilega mikið sóttir af almenningi Borgin greiðir þar 40% með rekstrinum bemt úr borgarsjóði, en aðgangseyrir standi und.. u.þ.b. 60% Enda væri ekki stefnt að tekjuöflun þarna, fyrst og fremst vildi borgarstjórn hvetja fólk til að nota sundstaðma Kvaðst borgar- stjóri búast við að þannig myndi og um skautasvellið Hagstætt að flytja Hringbrautina Sólveig Ólafsdóttir spurði hvort raunverulega væri nauðsynlegt að Landspítalinn reisti allar sínar bygging- ar á þessari einu lóð Hvort ekki væri ráðlegt að flytja Umferðarmiðstöðina úr miðbænum. úthluta Landspitalan- um stórri lóð til bygginga á næstu 100 árum og hafa Hringbrautina óbreytta Borgarstjóri kvaðst sammála um að Umferðarmiðstöðin væri ekki rétt stað- sett, en þarna væri hún, sérbyggð sem slik, og yrði vart notuð til annars Þvi væri varla raunhæft að flytja Umferðar miðstöðina nú á næstunni Um Land- spítalann kvað borgarstjóri rétt að hafa í huga, að bygging sjúkrahúsa væri ákaflega dýr, en rekstur sjúkrahúsa kannski enn dýrari Reiknað væri með að það kostaði Vó af byggingarkostnaði árlega að reka almennt sjúkrahús, svo byggingarkostnaður færi i rekstur á þremur árum. Ákveðnir hlutir væru mjög dýrir við byggingu sjúkrahúsa, svo sem rannsóknastofur. skurðstofur, röntgenaðstaða og ýmislegt fleira. sem æskilegt væri að nota i tengslum við viðbótarbyggingarnar, sem fyrirhugað- ar eru. Væri það eindregin skoðun þeirra, sem bezt þekkja og rannsakað hafa málið, að fjárhagslega væri lang hagkvæmast fyrir spítalann, og þá borgarbúa og landsmenn alla, að hægt yrði að byggja Landspitalann i tengsl- um við núverandi lóð Tilflutningur Hringbrautar breytti þar engu um Færsla Hringbrautar væri hins vegar að mörgu leyti hagkvæm fyrir Reykja- vikurborg, sagði borgarstjóri. og kvaðst telja að Reykvikingar hefðu gert ágæta samninga við rikið, sem tekur að sér að greiða kosnaðinn við þetta Ástæðan er sú. að Miklatorgið er orð- inn verulegur flöksuháls í umferðinni á mesta annatíma og ekki líður á löngu unz þarf að breyta gatnamótunum við Hringbraut þannig að aka yrði á tveimur hæðum, yfir og undir Þetta yrði ákaflega erfitt að gera þar sem Miklatorg er nú Bæði I 'jgja helztu stofnleiðslur veitustofnana i Miklatorg inu sjálfu, bæði aðalvatnsæðin í Vest- urbæinn, aðalhitaveituæðin og aðalraf- magnskaflarnir Mjög dýrt yrði að grafa þær allar upp Hins vegar liggur landið þannig, að auðvelt er að gera slíkt mannvirki örlitið sunnar. þar sem Hringbrautin mun liggja eftir flutnmg- mn Því væri miklu hagstæðara fyrir bæði riki og borg að ganga að þessum samningum. Þá spurði Sólveig: hvað skyldi verða um flugvöllinn okkar? Eigum við e.t.v að aka milli aðflugsljósanna Borgar stjóri sagði, að samkvæmt aðalskipu laginu hefði verið samþykkt að flug- völlurinn yrði kyrr út næsta skipulags- timabil eða til 1995 Þrátt fyrir það ónæði, sem vissulega er af flugvellin- um í Reykjavik, þá væri það ekki talið raunhæft að flytja hann út fyrir borgar- mörkin Hann þjónaði borgarbúum á ýmsan hátt, væri emhver atvmnustöðm i Reykjavík svo eitthvað væri nefnt Reykvikingar yrðu að gæta þess að verða ekki svo „kresnir' . að vilja ýta öllum atvinnuvegum og allri atvinnu- starfsemi burt úr borginni og til ann- arra sveitarfélaga Eini valkosturinn væri sennilega að hafa allt innanlands- flug frá Keflavik, og mundi óhagstætt fyrir Reykvíkinga að þurfa að sækja það þangað Reykjavíkurflugvöllur yrði hér næstu 20 árin og ekki hugsað lengra fram i timann. Áslaug Cassada spurði hvaða skil- yrði nætursalan við Umferðarmiðstöð- ina þyrfti að uppfylla til að fá að hafa opið Benti hún á ónæði það, sem nágrannar hafa af drukknu fólki þaðan. Borgarstjóri sagði, að borgaryfir- völdum bærust miklar kvartanir af þessu Hefði nætursalan verið leyfð til að uppfylla óskir ýmissa aðila, m a ákveðinna verkalýðsfélaga hér i borg, þar sem margir vinna á næturvöktum, þegar ekki er hægt að fá matarbita i borginni Var talið eðlilegt og hentugt, og vitnað i önnur lönd, að hafa slika þjónustu í Umferðarmiðstöðinni Reynslan virtist þvi miður sú, að þó slikt þrifist ágætlega hjá öðrum þjóð- um. þá vir*ust íslendingar eitthvað öðru vísi Þarna væri samkomustaður drukkins fólks, sem ylli ónæði Þyrftu borgaryfirvöld að taka málið til endur- skoðunar og kanna hvort grundvöllur væri fyrir að halda þessu áfram Borgarstjóri svaraði einnig annarri spurningu frá Áslaugu um stærð ein- býlishúsalóða i nýju hverfunum Og hvort þeir, sem fengju úthlutað þar, væru rigbundnir við ákveðinn bygging- arstil, svo sem flöt þök. sem alltaf leka Kvað borgarstjóri lóðirnar nokkuð mis munandi, 700 upp i 1 000 ferm Sagði hann. að reynt hefði verið í seinni tíð að gefa fólki frjálsari hendur en áður tiðkaðist um húsabyggingar, til að skapa meiri tilbreytingu i hverfunum Tilhögun í Fossvogshverfi, þar sem öll hús hefðu verið bundin i næstum eins form, hefði sina kosti, en viðhorf væru að breytast. Brynhildur K. Andersen vildi vita hvað yrði gert til bóta i umferðarmál um á Túngötu við Landakotsspítala. hvort kannaðir hefðu verið möguleikar á leigu og kaupum á hluta Landskots- túns undir bilastæði Borgarstjóri sagði áhuga á að kaupa ræmu af Landakotstúni fyrir bilastæði Hefðu þessir samningar ekki tekizt enn, hefðu strandað fyrir um það bil ári Þetta væri brýnt mál og æskilegt að aftur yrðu teknar upp viðræður við eigendur Landakots Vilmundur Jósefsson minnti á að fyrir siðustu borgarstjórnarkosningar hefði verið gefið loforð um að rifa skúrræfil, sem stendur á móts við húsið Sörlaskjól 58 og spurði hvenær mætti vænta aðgerða Sagði borgarstjóri að skúrarnir hefðu verið tveir við Sörlaskjólið og hefði tekizt að rifa annan þeirra, en hinn stæði þvi miður eftir Hann væri ekki til prýði, en hins vegar þyrfti að kaupa hann til niðurrifs og ekki hefðu tekizt samningar við eigandann Kvaðst borgarstjóri ætia að kanna hvort hægt væri að taka málið upp aftur, svo ibúar við Sörlaskjól gætu losnað við hann Jóhann Siggeirsson, sem búið hefur á Melunum i 30 ár og i Reykjavik i 40 ár, sagði m a eftir að hafa þakkað borgarstjóra fyrir fróðlegt erindi — Góði drengur, er ekki kominn timi til að gera við bremsur dýrtiðarjeppans áður en hann veldur stórslysum Mér finnast skólamál alltof dýr og mikil fyrir getu borgarbúa og íslendinga Geta borgarbúar og íslendingar lifað á því að vera i skóla? Birgir ísleifur Gunnarson sagði þetta vissulega umhugsunarefni Á öllum hverfafundunum hefði umkvörtunar efnið fyrst og fremsl verið að ýmsar stofnanir vantaði i nánast öll hverfi borgarinnar Sagði borgarstjóri. að oft kæmi upp i hugann hvað þessi litla þjóð hefði i rauninni efni á að gera. þegar i útvarpinu væri hlustað á kröfu- gerðir frá kennarasamtökum. samtok- um skólamanna, fóstrum og ýmsum sérhópum, þar sem yfirvöld eru brýnd á þvi að láta nú ekki deigan síga og halda áfram uppbyggingu, helzt með einsetningu i öllum skólum, frá yngstu börnum til hmna elztu Oft væri vitnað i önnur lönd, svo sem Sviþjóð o fl En við yrðum þó að muna að við erum ekki nema 200 þús manna þjóð i stóru og að sumu leyti harðbýlu landi 0g ekki nema 84 þúsund i Reykjavík Þó hefði okkur tekizt á fáum árum að skapa víðtæka þjónustu fyrir borgar- búa á ýmsum sviðum. þjónustu. sem jafnvel sumar rikar þjóðir treystu sér ekki að bjóða sinu fólki Drap borgai- stjóri á heimsókn til borgarstjóra Óslóarborgar 1974 er hann skoðaði hverfi með svipaðri samsetningu og hér i Breiðholti. 80% húsanna fjölbýli. hitt raðhús og einbýlishús Og jöfnum Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.