Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1976 Sjötugur: Séra ÓskarJ. Þorláksson fyrrverandi dómprófastur Ávarp frá biskupi íslands Að lokinni kveðjuguðsþjón- ustu sr. Oskars J. Þorlákssonar 24. okt. s.l. flutti biskup Islands, dr. Sigurbjörn Einars- son, ávarp, sem efnislega fer hér á eftir: I dag verða kaflaskipti í sögu Dómkirkjunnar, þegar séra Óskar J. Þorláksson lætur af embætti fyrir aldurs sakir og kveður söfnuðinn. 1 fullan aldarfjórðung hefur hann þjón- að kirkju Islands sem dóm- kirkjuprestur og síðustu árin sem dómprófastur, en áður hafði hann verið prestur í 20 ár í tveimur prestaköllum öðrum við mikinn og góðan orðstír og prófastur reyndar líka um tíma. Þetta er langur ferill og þeg- ar hann er nú kominn að aldursmörkum embættis- manna, þá hefur hann að baki sér fleiri embættisár en nokkur annar þjónandi prestur á Islandi. Árafjöldinn vegur að sjálfsögðu ekki mikið út af fyr- ir sig. Hitt er þyngra á metum, hvernig hann hefur gengið að starfi sínu um árin öll. Hann hefur verið sá gæfumaður að njóta óskoraðs trausts, al- mennrar virðingar og mikilla vinsælda hvar sem hann hefur starfað og þá ekki sízt f þeirri ábyrgðarmiklu stöðu, sem hann hefur skipað sem dómkirkju- prestur. Ég vil í nafni íslenzku kirkjunnar láta í ljós viður- kenningu og þakkir á þessari stundu. Ég veit að hann mun finna það, bæði nú f dag og endranær, að hann á sterk og hlý ftök meðal sóknarfólks og borgarbúa. Og hann á lfka vini víðsvegar um land, sem rödd hans hefur borizt til úr þessum predikunarstóli eða hann hefur með öðru móti verið í snertingu við. Og ég má hiklaust segja það fyrir hönd stéttarbræðra allra, að þeir líta á hann sem sóma sinnar stéttar, mann, sem þeir megi virða mikils sakir mann- kosta og vammlausrar fram- göngu í hvfvetna. Persónulega þakka ég samstarf, sem jafnan hefur verið þvf ánægjulegra fyrir mig sem það hefur verið nánara. Allir þeir mörgu, sem hér eru staddir, vita það, hvernig sr. Öskar hefur gengið að störfum sfnum: Skyldurækinn og alúðarríkur, hógvær og látlaus f háttum, með djúpa virðingu fyrir köllun sinni, karlmannleg- ur, traustur og raungóður. Hann er ekki þeirrar gerðar að telja Guð næstan f stormviðr- um, heldur fremur í hinum hljóðláta, blíða blæ, svo að ég grípi á stefi úr kunnri sögu í Gamla testamentinu. En festan í öllum veðrum er líka einkenni hans, viljastyrkur og brotalaus skapgerð. Mikill fjöldi manna þakkar honum stundirnar hér í Dóm- kirkjunni og stundirnar mörgu á heimilum borgarinnar, bæði í gleði og sorg. Ég tek undir þær þakkir og árétta þær um leið og ég færi þessum sýslunga mín- um og sveitunga og enda frænda okkar hjóna beggja blessunaróskir á þessum tfma- mótum. Og þeim þökkum og óskum beini ég einnig til hans ágætu, þrekmiklu konu, frú Elísabetar Árnadóttur, sem hefur staðið með honum í starf- inu af allshugar einlægni, áhuga og skörungsskap. Guð blessi ávöxtinn af störf- um þeirra. Guð blessi þeim ókomin ár. Guð blessi presta og söfnuð Dómkirkjunnar um alla framtíð. Sigurbjörn Einarsson Séra Óskar J. Þorláksson er sjötugur í dag. Þegar maður heyr- ir til hans, hvort heldur er frá altari eða stól, sér hann á götu eða ræðir við hann, finnst manni ótrú- legt að hann sé kominn á þann aldur, er starfsmenn „þess opin- bera“ verða að hætta störfum, þrátt fyrir góða heilsu og ríka starfslöngun. En ekki þýðir að deila við dómarann, kirkjubækur Þykkvabæjarklausturs presta- kalls tala sfnu máli og staðfesta framanritað og eigi þori ég að vefengja innfærslur sóknar- prestsins, þær munu vera traust- ar og standa fyrir sínu líkt og þeir Vestur-Skaftfellingar gera, sem ég hefi kynnst. Á þessum merku tfmamótum í ævi séra Óskars langar mig til að minnast lítillega hins ágæta prests, sem þjónað hefur þremur prestaköllum í rúm 45 ár með einstakri prýði. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Siglufirði fyrir rúmum 40 árum og tókst þá með okkur vinátta, sem haldist hefur jafnan sfðan og ég er þakklátur fyrir. Séra Óskar er fæddur að Skálmarbæ í Álftaveri 5. nóvember 1906. Foreldrar hans voru Þorlákur Sverrisson, bóndi þar og kona hans, frú Sigríður Jónsdóttir, og eru þau bæði látin. Árið 1911 fluttist fjölskyldan til Víkur í Mýrdal, en þar stundaði Þorlákur f senn búskap og verslun. Ég hefi oft heyrt séra Óskar minnast þessara æsku- og bernskustöðva sinna og þá ætíð með bros á vör. Hann var einka- sonur, en á tvær systur, önnur búsett í Vestmannaeyjum, en hin í Reykjavfk. , Séra Óskar settist f 4. bekk hins almenna Menntaskóla í Reykjavík eftir að hafa stundað nám f Vfk og lokið gagnfræðaprófi f Reykjavík. Vorið 1926 tók hann stúdentspróf og hóf nám í guð- fræðideild Háskólans þá um haustið. Embættisprófi í guðfræði lauk hann vorið 1930 með 1. einkunn. Veturinn 1930— 1931 stundaði hann framhaldsnám við háskóla f Oxford og London. Einkum kynnti hann sér þar trúfræði og predikunarfræði. Séra Óskar hóf prestskap haustið 1931 er hann var settur prestur að Kirkjubæjarklaustri f Vestur-Skaftafellssýslu og hann var vfgður þangað 18. október sama ár. Hinn 21. maf 1934 kvæntist séra Óskar Elísabetu Árnadóttur frá Gerðakoti á Mið- nesi — hinni ágætustu konu. Frú Elísabet hefur staðið við hlið manns sfns með mikilli prýði í meira en fjóra áratugi og þegar hans er minnst, hvort sem er á tyllidögum eða endranær, er hennar minnst eigi að síður og þess þáttar, sem hún hefur átt i mótun prestsetra og kirkjulífs þar sem þau hafa dvalið. Vorið og sumarið 1935 er mér minnisstætt fyrir margra hluta sakir, m.a. þeirra tímamóta, sem urðu þá f Hvanneyrarprestakalli. Sveitarhöfðingi Siglfirðinga og klerkur þeirra, þjóðkunnugt tón- skáld og fræðimaður, séra Bjarni Þorsteinsson á Hvanneyri, var að íiætta prestskap eftir 47 ára þjón- jstu f Siglufirði.Þessu prestakalli hafði hann þjónað af sérstakri ikyldurækni og alúð í öll þessi ár. Nú var þeirri löngu þjónustu lok- ið og komið að því að velja nýjan prest í stað séra Bjarna til gamals- gróins safnaðar og til nýrrar og •glæsilegrar kirkju. Brauðið var auglýst og sóttu margir um. Þetta sumar var Siglufjarðarkirkja þéttsetin sunnudag eftir sunnudag. Einn umsækjandanna var séra Óskar J. Þorláksson, prestur í Kirkju- bæjarklaustursprestakalli, og var hann kosinn lögmætri kosningu, hlaut um 90% greiddra atkvæða. Hann fékk veitingu fyrir Hvanneyrarprestakalli 1. ágúst 1935 og var settur í embættið af þáverandi prófasti Eyjafjarðar- prófastdæmis, séra Stefáni Kristinssyni að Völlum. Eins og segir hér að framan sáu Siglfirðingar á bak skyldurækn- um og þjóðkunnum sóknarpresti sem þjónað hafði í Siglufirði í rúm 47 ár. Við hlið séra Bjarna hafði stað- ið öll þessi ár, nema þrjú þau fyrstu og átta hin síðustu, eigin- kona hans frú Sigríður Lárusdóttir Blöndal frá Kornsá. Þau voru bæði höfðingjar heim að sækja og af störfum beggja staf- aði viss ljómi. Þvf var ekki að neita, að margar spurningar vöknuðu meðal Sigl- firðinga við húsbændaskiptin á Hvanneyri. Þeir vissu ekki annað presthjónaskarð vandfylltara, en ekki höfðu ungu sunnlensku presthjónin setið lengi á Hvann- eyri og starfað meðal Siglfirðinga, er þeir fundu að þessi kvfði var ástæðulaus. Óðar en varði höfðu þau séra Óskar og frú Elísabet unnið hugi þeirra. öll framkoma þeirra utan kirkju og í og gestrisni þeirra og vinsemd réð þar mestu um. Hitt er annað mál, að prest- setrið, sem þeim var boðið upp á fyrsta ár þeirra i Siglufirði var langt frá því að vera boðlegt og er það kapituli út af fyrir sig, sem ekki verður ræddur hér. Öll sín ár í Siglufirði messaði séra Óskar hvern sunnudag og alla hátíðisdaga, hvernig sem viðraði — já þó ekki sæist á milli húsa i norðaustan stórhríð- um. I þvf sýndi hann sömu skylduræknina og fyrirrennari hans. Séra Óskar tók virkan þátt í félags- og menningarmálum í Siglufirði, hann var mörg ár f skólanefnd barnaskólans. Þá var hann lengst af þau ár, er hann var prestur nyðra, í sátta- nefnd. Ekki er þvf að neita, að fundi þurfti oft að halda í þeirri ágætu nefnd — Siglfirð- ingar voru ekki alltaf á eitt sáttir. Pólftfkin heit — opinberir fundir stundum hávaðasamir. Lítt hugs- uð orð hrutu þá af vörum manna og fyrir kom, að sáttanefnd var saman kölluð næstu daga. Mér hefur sagt kunnugur maður, að séra Óskari hafi verið sérlega lag- ið að sætta menn og stöðva hugsanlegan málflutning fyrir dómi. Hér má og geta þess, að hann var um mörg ár varasátta- semjari ríkisins f vinnudeilum á Norðurlandi og kom oft við sögu við lausn erfiðra vinnudeilna nyrðra á árunum 1940—1950. Séra Óskar tók virkan þátt í starf- semi stúkunnar Framsóknar í Siglufirði, sem margt gott lét af sér leiða, m.a. rak hún Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar, en í stjórn þess fyrirtækis var hann um fjölda ára. Þá var hann einnig í útgáfu- stjórn Regins — blaðs bindindis- manna í Siglufirði — og ritaði f það margar greinar. Auk þess hef- ur hann ritað allmargar greinar í blöð og tímarit. Hann ritaði m.a. lýsingu á Skaftafellssýslu fyrir árbók Ferðafélagsins 1935 og lýs- ingu á Siglufirði í árbók sama félags 1938. Séra Óskar var i stjórn Sögufélags Siglufjarðar frá stofnun þess 1943 og þar til hann flutti frá Siglufirði 1951 og vann þar gott starf eins og annars staðar þar sem hann lagði hönd á plóginn. Einn af fyrstu Rotary- klúbbum á landinu var stofnaður í Siglufirði 1937. Meðal stofnenda hans var séra Óskar og vann hann mikið fyrir þennan félagsskap öll þau ár, sem hann var i Siglufirði. Hann varð forseti Siglufjarðar- klúbbsins 1939—1940 og eftir að fsland varð sérstakt umdæmi varð hann umdæmisstjóri á árun- um 1948—1950. Hann sótti umdæmisstjóraþing f Bandarfkj- unum og Kanada á þessum árum og ferðaðist m.a. um New York ríki og flutti þar um 30 erindi um Island. Séra Óskar hefur séð um útgáfu félagatals fyrir fslensku Rotaryklúbbana. Mér er kunnugt að auk framan- greinds starfs fyrir Rotaryhreyf- inguna hefur hann unnið henni ótal margt annað til þarfa og enn til dagsins í dag er hann vinnandi fyrir þennan alþjóðafélagsskap. Eg veit, að séra Óskar kann mér litlar þakkir fyrir upptalninguna hér að framan, en það verður að hafa það. Hann má gjarnan vita, að við Siglfirðingar minnumst starfa hans meðal okkar nyrðra og metum þau — þau voru öll unnin af kostgæfni og trú- mennsku. Við minnumst þess einnig, að öll hans kennsla f skól- um Siglufjarðar og í kirkjunni var með þeim hætti, að þeir sem þess nutu gleyma þvf ekki. Séra Óskar gaf út á Siglufjarðarárum sínum safnaðarblaðið Kirkju- klukkuna og held ég að það hafa verið nokkurt nýmæli meðal íslenskra safnaða. Þá gaf hann einnig út Barnasálma og ljóð og bókina „Við móðurkné" o.fl. Að Hvanneyri lágu tveggja spor í ágúst 1935. Frú Elísabet sat þann stað með reisn og skörungs- skap og studdi mann sinn jafnt f kirkju sem utan svo eftir var tekið. Það var ætíð gaman að koma að Hvanneyri og eyða þar kvöldstund f góðra vina hópi með þeim presthjónunum. Eigum við hjónin margar ljúfar endurminn- ingar frá þeim stað. Þangað komu að sjálfsögðu margir og með mis- jöfn erindi — öllum var þar vel tekið og af skilningi. Þeim hjón- um varð tveggja sona auðið, báðir fæddust þeir að Hvanneyri. Eldri sonur þeirra lést skömmu eftir fæðingu og var sá missir prest- hjónunum mikið harmsefni. Yngri sonurinn, Árni, er búsettur á Selfossi og rekur þar fyrirtæki ásamt öðrum. Hann er kvæntur Heiðdísi Gunnarsdóttur og eiga þau tvö börn, Elísabetu og Gunnar. Systurdóttur frú Elísa- betar, Helgu Pálmadóttur, hafa presthjónin alið upp sem sína eig- in dóttur. Er hún gift Helga Samúelssyni, verkfræðingi, þau eru búsett hér í borg og eiga 2 börn, Elísabetu og Óskar Jón. Árið 1951 lét séra Bjarni Jóns- son af störfum við Dómkirkjuna í Reykjavík eftir 41 árs prestþjón- ustu. Meðal umsækjenda um Dómkirkjuna var séra Óskar J. Þorláksson. Hann hlaut lögmæta kosningu og tók við embætti Dóm- kirkjuprests þ. 6.6. 1951 og flutti þá frá Siglufirði ásamt fjölskyldu eftir 16 ára þjónustu þar. Þegar ég lít til baka til starfsára séra Óskars heima i Siglufirði, tel ég að það hafi verið gifta Siglfirð- inga að fá hann fyrir sóknarprest og njóta starfskrafta hans í svo mörg ár. Eins og hann tók við starfi þjóðkunns manns 1935, endurtók sama sagan sig 1951. Séra Bjarni Jónsson var þjóð- kunnur kennimaður og vinsæll hér í borg, svo sem öllum er kunn- ugt, studdur í starfi sínu af sinni glæsilegu og mikilhæfu konu, frú Áslaugu Agústsdóttur. Enn þurftu þau hjón, séra Óskar og frú Elísabet, að setjast í vandfyllt skarð. Þegar þetta er ritað hefur séra Öskar þjónað Dómkirkjupresta- kalli í 25 ár og vel það og þar af sem dómprófastur s.l. 3 ár. Allra mál er að hann hafi rækt öll embættisstörf sín með stakri prýði. Hér gætti sömu skyldu- rækni, látleysis og trúmennsku sem í fyrra sóknum hans og öll þessi ár hér í Reykjavík hefur frú Elísabet staðið við hlið hans f erilsömu starfi og stutt hann og starf hans í hvívetna. Hér sem fyrir norðan hefur hann unnið að félags- og menningarmálum, eink- um hefur hann unnið mikið starf fyrir Slysavarnafélag Islands. Hann var um árabil formaður Slysavarnadeildarinnar Ingólfs f Reykjavík. Séra Óskar var kjör- inn heiðursfélagi Slysavarna- félags fslands fyrir nokkru. I stjórn Hins ísl. biblíufélags hefur hann verið frá 1954. Séra Óskar hefur verið sæmdur hinni íslenzku Fálkaorðu fyrir embætt- is- og félagsmálastörf. Sunnudaginn 24. október s.l. kvaddi séra Óskar J. Þorláksson söfnuð sinn. Mikið fjölmenni var við messu þennan dag og sýndi það glöggt þær vinsældir og virð- ingu, sem séra Óskar hefur notið f aldarfjórðungs starfi í Dóm- kirkjusöfnuðinum. Meðal við- staddra við þessa guðsþjónustu voru margir Skaftfellingar og Siglfirðingar, sem vildu á þann hátt votta fyrrverandi sóknar- presti sínum þakklæti og virð- ingu. Þessi morgunstund í Dóm- kirkjunni mun mörgum verða minnisstæð. Kirkjuathöfnin var látlaus en þó hátíðleg. Altaris- þjónusta og ræða séra Óskars, góður söngur, hlý þakkarorð samstarfsprests, séra Þóris Step- hensens, þakklæti sóknar nefndarformanns, Þórs Magnús- sonar, þjóðminjavarðar, og síðast en ekki síst biskupsorðin frá stól, varpa þeim ljóma á þessa helgi- stund, sem ekki gleymist þeim, er á hlýddu. Þennan dag lauk giftu- ríku starfi séra Óskars eftir 45 ára þjónustu í íslenzku kirkjunni. Þessi fátæklega afmæliskveðja er lítill þakklætisvottur frá okkur Þórnýju og börnum okkar fyrir ánægjulegar samverustundir í Siglufirði og í Reykjavfk og góð kynni fyrr og síðar. Við væntum þess og biðjum, að þau ágætu hjón frú Elísabet og séra Óskar megi á komandi árum njóta þess friðar og hamingju, er þau á langri starfsævi vildu veita — og veittu'öðrum f farsælu samstarfi. Jón Kjartansson. Það er bæði ljúft og skylt að senda sr. Óskari J. Þorlákssyni fyrrv. dómprófasti heillaóskir á sjötugs afmæli hans. Það voru góð kynni, þó óbein væru, sem undirritaður hafði fyrst af sr. Óskari. Það var þegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.