Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÖVEMBER 1976 43 Guðjón fékk góða dóma Knattspyrnusambandi Islands hefur nú borist skýrsla um frammistöðu Guðjóns Finnboga- sonar dómara frá Akranesi i UEFA-bikarleik Queens Park Rangers og Brann í 1. umferð UEFA-bikarkeppninnar í haust, en sem kunnugt er dæmdi Guðjón leik þennan, og línuverðir á leiknum voru einnig íslenzkir: Þorvarður Björnsson og Grétar Norðfjörð, Gefur eftirlitsmaður- inn Guðjóni þrjá plús í einkunn, sem er eitt það mesta sem dómari getur fengið fyrir leik. Segir eftir- latsmaðurinn í umsögn sinni um dómgæzlu Guðjóns, að hún hafi verið framúrskarandi góð. Hann hafi allan tímann haft mjög góð tök á leiknum, og varla yfirsézt f dómum sínum. Þá hafi samvinna hans og línuvarðanna einnig verið með miklum ágætum. Guðmundur Haraldsson, sem einnig dæmdi leik í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar, fékk einnig mjög lofsamlega dóma um frammistöðu sfna. UNGLINGASUNDMÓT UNGLINGASUNDMÓT Armanns verður haldið í Sundhöll Reykja- víkur sunnudaginn 14. nóvember 1976 og hefst kl. 15.00 Þátttökutil- kynningar sendist á tfmavarða- kortum, sem beri með sér bezta tíma og fæðingarár keppenda, til Sunddeildar Armanns, Sundhöll- inni í Reykjsvík eða Guðmundar Gíslasonar, Reynimel 80, R., fyrir föstudagskvöld 5. nóvember n.k. Þátttökugjald er kr. 100 fyrir hverja skráningu. Keppnisgeinar: 1. 200 m fjórsund drengja f. 1960 og síðar, 2. 100 m skriðsund telpna f. 1962 og síðar, 3. 50 m skriðsund sveina f. 1964 og síðar, 4. 50 m skriðsund telpna f. 1964 og síðar, 5. 100 m bringusund drengja f. 1960 og síðar, 6. 100 m baksund stúlkna f. 1960 og síðar, 7. 50 m bringusund sveina f. 1964 og síðar, 8. 100 m skriðsund drengja f. 1960 og síðar, 9. 100 m bringusund stúlkna f. 1960 og síðar, 10. 50 m bringusund telpna f. 1964 og síðar, 11. 100 m baksund sveina f. 1962 og síðar, 12. 4x100 m skriðsund stúlkna f. 1960 og sfðar, 13. 4x100 m fjórsund drengja f. 1960 og sfðar. Þau fara á Solnamótið. Hörður Barðda) og Snæbjörn Þórðarson sem keppa f sundi, Elsa Stefánsdóttir fararstjóri og Júifus Arnarson fþróttakennari sem unnið hefur mikið og óeigingjarnt starf f þágu fþrótta fatlaðra hérlendis. Fyrsta keppnisferð fatlaðra íslendinga TVEIR Islendingar, Hörður Barð- dal og Snæbjörn Þórðarson, munu taka þátt í hinum svo- nefndu Solna-leikum f Stokk- hólmi sem fram fara um næstu helgi. Er þarna um að ræða íþróttamót fyrir fatlað fólk og er þetta f fyrsta sinn sem ts- lendingar taka þátt f slíku móti erlendis. Munu þeir Hörður og Snæbjörn keppa í sundi, og er álitið að þeir eigi góða möguleika á að verða framarlega í flokki. Auk sunds verður keppt f bog- fimi, ,,curling“ blaki, lyftingum, borðtennis og fl. á móti þessu en alls munu keppendur verða 722 frá öllum Norðurlöndunum. íþróttafélag fatlaðra var stofn- að hér árið 1974 og eru félagar f því nú um 100 talsins. Er áhugi mjög vaxandi en að'staðan tak- markar hins vegar verulega starfið. TVISYN BARATTA DANSKA 1. deildar keppnin f knattspyrnu er nú að komast á lokastig. Þegar aðeins tveimur umferðum er ólokið eru þrjú lið efst og jöfn með 36 stig. Liðið, sem er f fjórða sæti, er svo með 35 stig og liðið f fimmta sæti með 34 stig, þannig að mjög mjótt er á mununum, og óvfst hver hrepp- ir meistaratitilinn að lokum. Holbæk, liðið sem Jóhannes Eðvaldsson lék með í fyrra og Atli Þór Héðisson hefur leikið með f ár, hefur ekki vegnað vel að undanförnu og á nú tæpast lengur möguleika á meistaratit- linum. Atli Þór hefur leikið með liðinu að undanförnu, en hann átti lengi við meiðsli að stríða. Stóð Atli sig ágætlega f sfðasta leik liðsins sem var við Esbjerg. Lauk þeim leik með jafntefli 1—1, eftir að Esbjerg hafði haft 1—0 forystu frá þvf snemma í leiknum unz 11 mín- útur voru til loka hans. Það er Frem sem hefur nú forystuna í 1. deildinni, þar sem markahlutfall liðsins er nokkru betra en hinna liðanna tveggja, sem hlotið hafa 36 stig, en þau eru B 1903 og KB. Frem á eftir að leika við Holbæk og Næstved, B 1903 á eftir að leika við AaB og Vejle og KV á eftir leika við Randers og Esbjerg. Telja dönsku blöðin ólfklegt að úrslit fáist i keppninni fvrr en í síðustu umferð, en flest spá þvf að B 1903 verði sigurvergari, þar sem liðið sé nú einna bezt dönsku liðanna. Staða í dönsku 1. keppninni er nú þessi. deildar Frem 28 15 6 7 43—21 36 B 1903 28 14 8 6 47—28 36 KB 28 16 4 8 52—34 36 AaB 28 14 7 7 49—37 35 OB 28 14 6 8 48—39 34 Vejle 28 15 3 10 52—37 33 Holbæk 28 13 7 8 36—30 33 B 1901 28 13 5 10 51—47 31 Köge 28 8 11 9 34—36 27 Kastrup 28 8 8 12 33—41 24 B 93 28 8 7 13 32—39 23 Esbjerg Randers 28 8 7 13 33—44 23 Freja 28 8 5 15 39—49 21 Næstved Fremad 28 7 6 15 35—51 20 Amager 28 6 7 15 30—49 19 Vanlöse 28 6 5 17 43—75 17 tvíhnepptu Blazer jökkunum vinsælu, sem eru komnir aftur úr cavaliry twill terylene/ullarefni. Miklu úrvali af herrapeysum, herraullarfrökkum, fötum með vesti úr 100% ullarflannel, fötum með vesti úr cavaliry twill ullarefni, riffluðum flauelsfötum með vesti og án vestis, stökum riffluðum flauelisjökkum, tvíhnepptum kuldajökkum úr 100% ull, stökum buxum í miklu úrvali, leðurfrökkum. Við vekjum athygli LÆKJARGÖTU 2 - ÖÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.