Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1976 á dag en ættum að geta náð 800 — 1000 ef ekki væri fyrir prjónavélarnar sem setja okkur stólinn fyrir dyrnar. Það er þó unnið allan sólarhringinn á prjónavélunum, oftast 5 daga vikunnar, en þó stundum 7 daga. Vegna þessa erum við að bæta við vélakostinn. í ár tókum við í notkun nýja vél sem kostaði um 3 milljónir, og svo erum við einnig að fá aðra vél á allra næstu dögum Það er fyrirtæki upp á 5—6 millj- ónir Sú vél er mjög fullkomin hvað varðar mynztursgerð. — Það eru nú uppi lausleg áform um að auka prjónaaf- köstin enn meir á næsta ári, með nýrri vél þá Þetta fer þó alveg eftir því hvað verður með saumastofuna Hörpu sem verið er að stofna á Reyðarfirði. Þeir, sem að þeirri saumastofu standa, hafa vérið að impra á voð frá okkur. Komum við til með að framleiða fyrir þá, þá verðum við að stækka enn við okkur, að mínu mati. Misjafnlega gengur að halda fólkinu — Jú, það er alveg rétt, það vill ganga misjafnlega að halda fólki í svona störfum eins og eru í prjónastofum. Á vorin og haustín vilja verða nokkur mannaskipti. Þetta er náttúru- lega tengt skólunum. En svo er það einnig að þegar fólk er orðið vant vinnunni og af er nýjabrumið dvínar áhuginn og það vill gjarna leita í önnur störf. Það eru húsmæður og annað kvenfólk sem er burðar- ásinn í starfseminni, en allt okkar starfsfólk er hér búsett. Margar kvennanna vinna svona í 4—5 tima, og ef ekki 5fJ tá*m Ég vona bara að þú hafir ekki einhverja bölvaða vitleysu eftir mér, vinur, en það er nú svo með blaðamenn, að það er eins og þeir þurfi alltaf að segja allt annað en maður í rauninni þeim, þegar þeir taka mann tali, segir Halldór Sig- urðsson í Miðhúsum við Egils- staði, þegar við sóttum hann heim í gær. Tilefni heimsóknarinnar var að kynnast listmunagerð þeirri sem Halldór rekur ásamt syni sfnum Hlyni, að Miðhúsum. Þetta fyrirtæki kalla þeir feðgar Eik hf. og hafa rekið síðan 1974. Einnig stunda þeir feðgar land- búnað, svo lif þeirra er að mestu leyti landbúnaðarframleiðsla og listmunagerð. — Við smiðum hér alls kyns listmuni sem skornir eru út i tré. Mest eru þetta hlutir sem fólk og félagasamtök gefa til tækifæris- gjafa. Það þykir nokkuð vinsælt að gefa fólki svona handunna list- muni, á ymsum tímamótum í líf- inu. Hvað fólk snertir þá eru þetta oftast gjafir til aldraðra, en þó kemur fyrir að við erum beðn- Eik hf. — land- búnaðar- framleiðsla og listmunagerð ir að gera hluti sem afmælisgjafir handa yngra fólki. T.d. kom hér maður og bað um ask sem hann ætlaði að gefa konu sinni á þrítugsafmæli hennar. Hann pantaði dýrindis útskurð, svo manni varð á að segja við mann- inn að hann mundi eiga i erfið- leikum þegar kerlingin yrði sextug, fyrst hann ætlaði að gefa henni svo vandaðan hlut á þrjátíu ára afmæli hennar! Skapnaðurinn tekur tfma Ilversu mikil vinna liggur að baki einum hlut? — Ja, nú fer þetta allt eftir þvi hvað maður kallar vinnu. Á mað- ur að kalla bara smíðina vinnu, eða á maður að taka einnig með þann tíma sem maður er að velta hlutunum fyrir sér. Það er nefni- lega með okkar hluti, að eins og hjá málara, t.d. þá verða hlutirnir hannaðir og útfærðir að lang- mestu leyti i kollinum. Einn stak- ur hlutur getur því verið anzi lengi í spekúleringu, þótt ekki taki kannski voða langan tíma að smíða hann. Sumir hlutir geta orðið til undir sérstæðum kring- umstæðum. Maður á það til, að fá allt í einu stórhugmynd i fjárhús- inu, og aðrir vilja verða til á and- vökunóttum. — Hver einasti hlutur sem við smíðum er stakur sem slikur, og eru þeir því allir sérstök módel. Þess vegna liggur nokkur tími að baki hverjum hlut sem við smið- um. Það get ég þó sagt þér, að einn askur er um 30—40 tíma í smíðum. Sá hlutur sem var lengst að mótast var skirnarfontur i Eiðakirkju. Það liðu um 3 ár frá því að á honum var byrjað, þar til að yfir lauk. Ekki var sú smíði stanzlaus, heldur var maður svona að gripa í fontinn, allt eftir innblæstri hverju sinni. Hagleiksmenn týnast f tækninni Nú eru hagleiksmenn á borð við þig ekki á hverju strá'? — Það er mikið rétt, því miður. Það er aðeins einstaka maður nú til dags, sem getið hefur sér orð fyrir útskurð í tré. Helzt er það þó einstöku maður inn til sveita, sem hefur fengið þetta í vöggugjöf og dútlar eitthvað i þessu svona fyrir ánægjuna. Menn með handbragð sem þetta eru vart finnanlegir i Halldór með nokkra muni sem hann og Illynur hafa skorið út. Á borðinu, sem er ú r 5 viðartegundum, má sjá gestabók, en allar lamirnar á henni smfðaði Hlynur f höndunum. Þá má sjá hrók, sem verður fverustaður „bokku“, útskorið horn, fánastöng, og á borðinu er kistill. Þá má f baksýn sjá mynd af skfrnarfontinum í Eiðakirkju, en það tók Halldór um 3 ár að smfða hann. þéttbýli. Þar eru þeir í mikilli — Nú ef við skyggnumst örlitið hættu á að sogast inn í hringiðu inn í fortíðina, þá kemur I ljós, að timakapphlaupsins og týnast í svona handlistir hafa búið með tækninni. Það þarf nokkuð rólegt ! þjóðinni frá aldaöðli. 1 sveitaþjóð- umhverfi til að vinna að svona | félaginu höfðu menn tima til að hlutum, enda er þetta svo til ein- fást við alls konar sköpunarverk í ungis inn til sveita, nútil dags. tréútskurði. Þessi hurð er til umst við dreifingu erlendis sjálfir, það gerir Hilda h.f. í Reykjavik. — Núna má segja að við séum að nálgast það sem við höfum verið að fiska eftir, þ.e. að láta söluna vera á undan framleiðslunni, en eins og er, þá er mest öll framleiðslan seld fyrirfram. Við þurfum yfifleitt að liggja með geysimikinn lag- er, og því er þetta fyrirkomulag afar æskilegt. Ætli það séu ekki um 7—8 milljónir sem við þurfum að binda i lager á ári nú Hann veltir sér svo um 10 sinnum sem ég held megi kalla nokkuð gott. Nýjar vélar væntanlegar — Það er nú svo, að það er prjónasalurinn sem kemur i veg fyrir meiri afköst Við fram- leiðum um 500 — 700 peysur Frá ýfingarsal. Það var varla að fólkið mætti vera að Ifta upp meðan mynd var smellt af. „Framleiðslan seld út um allar trissur” |kll Prjónastofan |l"y Dyngja fém „Eins og er, þá erum við fullbókaðir fram í desember Það má annars segja, að við höfum haft stanzlaus verkefní allt frá því á árinu 1974, eftir að við hófum að framleiða fyrir markað í Sovétríkjunum. En síðan 1974 höfum við haft nokkurn veginn óslitna samn- inga, og óneitanlega hafa þeir gerbreytt allri stöðu fyrirtækis- ins Þróunin nú sýnist mér hins vegar ætla að verða sú, að aðal markaður okkar vara ætli að verða í Kanada, annars held ég að megi segja að okkar fram- leiðsla sé seld út um allar triss- ur," sagði Ármann Benedikts- son, framkvæmdastjóri Prjóna- verksmiðjunnar Dyngju á Egils- stöðum þegar við tókum hann tali nýlega Það var á árinu 1968 að Dyngja var stofnuð, segir Ár- mann. Starfsemin hófst þá suð- ur i Kópavogi, en nokkrum mánuðum siðar fluttist fyrir- tækið til Egilsstaða. Fyrst um sinn var öll framleiðsla úr gervi- efnum, en fljótlega var þó byrj- að á tilraunum með ull. — Fyrstu ullarflíkurnar okkar voru kápur, sem upp úr 1970 seld- ust mjög mikið Málin hafa siðan þróazt á þann veg að nú notum við eingöngu ull. Útflutningsverðmætið verður 80—90 milljónir i ár — Öll okkar framleiðsla fer i útflutning, sagði Ármann. Okk- ur hafa þó borizt tvær beiðnir um að framleiða á innanlands- markað, en litið er ákveðið í þessum efnum þar sem þessar pantanir hafa ekki verið stað- festar. í fyrra var útflutningur- inn á mílli 40 og 50 milljónir króna, en mér reiknast að sú upphæð verði um 80—90 milljónir í ár. Það eru eingöngu fullunnar flikur sem við send- um frá okkur. Eru það peysur, jakkar, kjólar og slár. Ekki önn- Ármann Benediktsson, framkvæmdastjóri (Ijósm.ágás) IÐNKYNNING Á EGILSSTÖÐUM.JÐNKYNNING Á EGILSSTÖÐUM...IÐÁIKYNNING Á EGILSSTÖÐUM.JÐNKYNNING Á EGILSSTÖÐUM Hagleiksmenn vilja týnast í hringiðu tækniþjóðfélagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.