Morgunblaðið - 05.11.1976, Qupperneq 13
13
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. NOVKMBER 1976
...IÐNKYNNING Á EGILSSTÖÐUM...IÐNKYNNING Á
— Taki madur annaö atriði, þá
eru allslags fjandans kerfi og bréf
upp á þetta og hitt á góðri leið
með að drepa þá niður sem list-
handbragð hafa fengið f vöggu-
gjöf. Það er ekki hægt að kenna
ýmsa kóla, en samt er alltaf verið
að eltast við að menn taki próf i
þessu og próf i hinu. Nei, það er
mikilvægt að svona list deyi ekki i
kerfum og réttindabréfum. Sjálf-
ur hef ég ekkert bréf upp á að ég
megi smiða svona hluti, en ég geri
það nú samt, og mun halda áfram
að gera það hvað sem hver segir.
Já, það væri skaði ef svona list-
hneigð dæi út.
Nota mest
fslenzkan við
— Við notum svo til eingöngu
íslenzkan við í hluti þá sem smíð-
ast hér. Mestmegnis er þar um að
ræða birki, en úr því er gott að
gera marga hluti, og margir hlutir
verða fallegir úr birkinu. Það hef-
ur verið sagt að eingöngu væri
hægt að nota íslenzkt birki i klif-
bera, en við Hlynur erum búnir
að gera þá staðhæfingu að engu.
Við munum halda áfram að nota
íslenzkt hráefni svo lengi sem það
mun vera fáanlegt. Það er til litils
að vera að rækta skóga hér ef þeir
væru svo ekkert notaðir, en úr
birki er hægt að smíða marga
hluti. Að vísu er kannski ekki
hægt að smíða stórskip úr okkar
birki, en þó má margt fagurt og
nytsamlegt úr því gera.
— Nei það er nú ekki meiningin
að fara út í einhverja fjöldafram-
leiðslu. Við ætluðum þó hálfpart-
inn að gera það i fyrstu, meó því
að framleiða minjagripi, en þeir
eru illfáanlegir af þessu svæði,
nema þá helzt áprentaðir mjólk-
urpokar. Það varð lítið úr þeirri
áætlun því við höfum aldrei kom-
ist fram úr pöntunum í sérsmíði,
guði sé lof.
— ágás.
dæmis útskorin á 12. öld, segir
Halldór, og bendir á mynd af Val-
þjófsstaðarhurðinni svonefndu.
Þetta er mikið listaverk og búið
til með einföldum verkfærum. Sá
sem þetta skar út hefur verið
miklu meiri listamaður en ég
nokkurn tíma er. Sjálfsagt má
finna marga menn með ágætt
handbragð í dag, en þetta er þó
ekki neitt sem mönnum verður
kennt í skóla, heldur verða menn
að fá þessa hæfileika í vöggugjöf.
væri möguleiki á slíku fyrir-
komulagi, þá væri ekki hægt
að reka svorta fyrirtæki. Af 42
manna starfsliði vinna hjá fyrir-
tækinu 5 karlmenn. Þetta
starfslið skiptist svo þannig að
30 vinna í saumaskap, 3 á
prjónastofu, 6 í ýfingum, og
loks 3 á skrifsstofu.
— Já, ýfingar kallast það
þegar efnið er gert loðnara
Með ýfingu er verið að reyna
að fá gæruáferð á efnið Ég
held ég megi fullyrða að þessi
meðhöndlun efnis i flíkur sé
ekki viðhöfð annars staðar.
— Nú, allt sérhæft starfsfólk
höfum við yfirleitt þurft að fá
annars staðar að og af þeim
sökum fer hönnun fram annars
staðar. Það er fyrst og fremst
Hugmyndabankinn á Akureyri,
sem annast hana, en auk þess
er talsvert af flíkum hannað
fyrir okkur í Ameríku Ég vil þó
taka það fram, að hlutir eru
einnig hannaðir fyrir okkur
hérna á Egilsstöðum
Iðnkynningin
til bóta.
— Já, ég tel þetta iðn-
kynningarátak hér á Egils-
stöðum og á landinu öllu vera
til mikillar fyrirmyndar fyrir iðn-
aðinn Ég er ekki efins i að það
muni opna augu ráðamanna
fyrir því að það þurfi að búa
betur að iðnaðinum almennt,
og að það verði iðnaðurinn sem
muni skipta æ meiru máli i
þjóðfélaginu í framtiðinni. Ég
tel einnig, og trúi reyndar ekki
öðru, að fólk verði almennt
opnara fyrir innlendri vöru en
áður hefur verið. Ég held að
það hljóti að snúa sér meir og
meir að innlendri vöru i stað
vöru sem er flutt inn erlendis
frá. Þetta eru náttúrulega bara
spádómar, en ef það verður að
árangur þessa iðnkynningarárs
verði sá að betur verði búið að
iðnaðinum og fólk fari að nota
meir innlenda framleiðslu, þá
tel ég björninn vera unninn
— ágás
Ein prjónavélanna hjá Dyngju. Á næstunni mun bætast við ný og
fullkomin vél.
Basar Kven-
félags
Grensássóknar
HINN árlegi basar Kvenfélags
Grensássóknar verður haldinn að
þessu sinni nk. laugardag 6.
nóvember (á morgun) f Safnaðar-
heimilinu við Háaleitisbraut og
hefst hann kl. 2:00 að venju.
Basar Kvenfélags Grensássókn-
ar er löngu þekktur fyrir góða,
fallega og nytsama hluti og gjafa-
muni, sem koma sér vel td. fyrir
jólin. Auk þess verður nú úrval af
góðum kökum og lukkupokar
fyrir börnin.
Safnaðarheimilið er nú að kom-
ast á lokastig og hefur Kvenfélag-
ið átt drjúgan þátt í að fullgera
það með glæsiiegum gjöfum og nú
síðast gáfu þær vönduð húsgögn
og gólfteppi 1 fundaherbergi i
kjallara hússins.
Kvenfélagið er ein styrkasta
stoð kirkjunnar hér i Grensás-
sókn og að baki gjöfum þeirra er
mikil vinna. Ég vil þvi skora á allt
safnaðarfólk og aðra velunnara
Grensáskirkju að þakka þetta
fórnfúsa starf með því að fjöl-
menna í safnaðarheimilið laugar-
daginn 6. nóvember kl. 2:00 og
verzla vel.
Kvenfélagskonur, hafið þökk
fyrir allt og Guð blessi starf
ykkar.
Halldór S. (irönt. 'l.
12861 13008 13303
laugavegi 37 laugavegi 89 hafnarstr. 17
FYRIR DOMUR: Rúllukraga-
peysur, jakkapeysur. Hvítar
og mislitar blússur. Kjólar.
Regnkápur frá Gordon King.
FYRIR HERRA: Terelín föt
m/vesti. Rifluð flauels föt.
Riflaðir og fínflauels jakkar.
Stakar terelín buxur. Úrval
af alls konar peysum.
Skyrtur frá Men's Club. Mao
skyrtur. Mittis kuldajakkar,
mittis leðurjakkar. Gallabuxur
frá Levi's, Inega og Kobi.
HERRA KÚREKASTÍGVÉL.